Fleiri fréttir

Vujacic var lykillinn

LA Lakers náði í nótt að minnka muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi sínu við Boston í NBA deildinni með 87-81 sigri á heimavelli sínum. Rétt eins og í öðrum leiknum var það ólíkleg hetja sem steig á svið og réði úrslitum.

Zlatan skoraði síðast gegn Íslandi

Glæsimark Zlatan Ibrahimovic fyrir sænska landsliðið gegn Grikkjum í gær var hans fyrsta landsliðsmark síðan hann skoraði tvívegis í 3-1 sigri Svía á Íslandi í undankeppni HM árið 2005.

Wilhelmsson úr leik á EM

Christian Wilhelmsson mun ekki spila meira með sænska landsliðinu á EM í Austurríki og Sviss eftir að hann meiddist í leik Svía og Grikkja í gær.

Hverfisslagur í austurhluta Reykjavíkur

Einn leikur er í Landsbankadeild karla er Fjölnismenn taka á móti Fylki. „East Reykjavík Derby,“ segir Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis.

Donadoni sagður ætla gera fimm breytingar

Roberto Donadoni hefur mátt þola mikla gagnrýni í ítölskum fjölmiðlum undanfarna daga eftir að Ítalir töpuðu 3-0 fyrir Hollandi á EM í fótbolta.

Gunnleifur Gunnleifsson í HK

Það er vitanlega alkunna að Gunnleifur Gunnleifsson er á mála hjá HK - en nú eru þeir orðnir tveir.

Get ekki sett hvern sem er inn

Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur, á í miklum vandræðum með að manna lið sitt fyrir næsta leik liðsins í Landsbankadeild karla.

Enginn blaðamannafundur hjá Hearts

Blaðamannafulltrúi Hearts sagði í samtali við Vísi í dag að það væri enginn blaðamannafundur á dagskrá hjá félaginu á morgun.

Guðjón: Til í Hearts ef forsendur eru réttar

"Ég get staðfest að það hefur verið leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á starfinu. Lengra er það nú ekki komið," segir Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, um fréttir skoskra miðla í morgun þess efnis að hann sé að taka við skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts.

Guðjón sagður taka við Hearts

Skoska blaðið Daily Record slær því upp í dag að Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna í Landsbankadeildinni, hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri skoska liðsins Hearts.

Fjölnir hefur yfir gegn Fylki

Nýliðar Fjölnis hafa yfir 1-0 gegn Fylki þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Grafarvogi. Fylkismenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en heimamenn nýttu færi sín betur - skoruðu raunar úr eina markskoti sínu.

ÍBV með fullt hús í 1. deild

Það var nóg af mörkum í 1. deild karla í kvöld þegar sjötta umferðin fór fram. ÍBV er með fullt hús stiga en liðið vann góðan 4-1 útisigur á Víkingi í kvöld.

Jón Arnór og félagar unnu Siena

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma unnu nauðsynlegan sigur gegn Siena í kvöld 84-70. Siena hefði tryggt sér ítalska meistaratitilinn með sigri. Staðan í hálfleik var 39-39.

Emre ekki meira með í riðlakeppninni

Emre Belözoğlu, fyrirliði tyrkneska landsliðsins, leikur ekki síðustu tvo leiki liðsins í riðlakeppni Evrópumótsins. Emre á við meiðsli að stríða en Tyrkland mætir Sviss á morgun.

Svíþjóð vann Grikkland

Fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumótsins lauk í kvöld með leik Evrópumeistara Grikklands og Svíþjóðar. Svíar unnu 2-0 sigur með mörkum Zlatan Ibrahimovic og Petter Hansson.

Zico orðaður við Chelsea

Brasilíumaðurinn Zico er orðaður við stöðu knattspyrnustjóra Chelsea. Þessi brasilíska goðsögn er hætt hjá tyrkneska liðinu Fenerbahce. Zico var orðaður við Manchester City en Mark Hughes tók við City í síðustu viku.

Curry tekur við Detroit

Michael Curry er tekinn við sem aðalþjálfari Detroit Pistons í NBA-deildinni. Hann tekur við af Flip Saunders sem rekinn var eftir að Detroit beið lægri hlut fyrir Boston í úrslitakeppninni.

KSÍ kom í veg fyrir sögulegan landsleik

KSÍ kom í veg fyrir að feðgarnir Eiður Smári og Arnór Guðjohnsen léku saman í landsleik fyrir tólf árum að sögn fyrrverandi landsliðsþjálfara. Þetta er meðal þess sem fram kemur í heimildaþættinum 10 bestu á Sport 2 sjónvarpsrásinni í kvöld.

Sjö leikmenn í Landsbankadeild dæmdir í bann

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði nú síðdegis. Sjö leikmenn úr Landsbankadeildinni fengu leikbann, þar á meðal Stefán Þórðarson hjá ÍA sem var að fá sitt annað rauða spjald á tímabilinu og var því dæmdur í tveggja leikja bann.

David Villa afgreiddi Rússa

Spánverjar unnu Rússa í fyrsta leik D-riðils Evrópumótsins í dag. David Villa fór á kostum í leiknum og skoraði þrennu fyrir Spán í 4-1 sigri.

Arsenal vann baráttuna um Ramsey

Aaron Ramsey er á leið til Arsenal frá Cardiff en þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins. Manchester United og Everton voru einnig á eftir þessum efnilega sautján ára leikmanni.

Aron Einar í viðræður við Coventry

Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson er líklega á leið til Coventry sem leikur í ensku 1. deildinni. Hollenska liðið AZ Alkmaar hefur samþykkt tilboð frá enska félaginu í Aron.

Totti er heiðursgestur hjá Jóni Arnóri og Roma

Þekktasti og vinsælasti knattspyrnumaður Rómarborgar, Ítalinn Francesco Totti, hefur boðað komu sína á fjórða leik Lottomatica Roma og Montepaschi Siena sem fram fer í hinni glæsilegu Palalottomatica-höll í kvöld.

Jón Arnór á öllum auglýsingum fyrir leikinn

Jón Arnór Stefánsson er augljóslega andlit Lottomatica Roma liðsins út á við því hann var á öllum auglýsingum fyrir þriðja og fjórða leik Lottomatica Roma á móti Montepaschi Siena.

Rozehnal semur við Lazio

Lazio hefur gengið frá kaupum á tékkneska landsliðsmanninum David Rozehnal sem hefur verið í láni þar frá Newcastle síðan um áramótin.

Adolf fékk gat á lunga

Adolf Sveinsson fékk gat á annað lungað í leik Fylkis og Þróttar í síðustu viku og er óvíst með batahorfur.

Chelsea sagt hafa ráðið Scolari

Enska dagblaðið Daily Mail heldur því fram í dag að félagið hafi ráðið nýjan knattspyrnustjóra í síðustu viku. Allt bendi til þess að það sé Luiz Felipe Scolari.

Deco enn óákveðinn

Deco, leikmaður portúgalska landsliðsins og Barcelona, er enn óákveðinn hvort hann vilji ganga til liðs við Chelsea eða Inter Milan.

Benzema hrifinn af Real Madrid

Franski landsliðsmaðurinn Karim Benzema hefur gefið til kynna að það myndi vekja áhuga hans að spila með Real Madrid í framtíðinni.

Guðmundur fær markið (myndband)

Guðmundur Steinarsson fær síðara mark sitt í leik Keflavíkur og KR skráð á sig en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni KR á leið í markið.

United hefur engin sönnunargögn

Roman Calderon, forseti Real Madrid, segir að Manchester United hafi engin sönnunargögn fyrir því að félagið hafi hagað sér ósæmilega í tengslum við áhuga þess á Cristiano Ronaldo.

Markið hans Nistelrooy var löglegt

Mörgum brá í brún þegar að dómarar leiks Ítalíu og Hollands á EM í gær leyfðu fyrsta marki leiksins, sem Ruud van Nistelrooy skoraði, að standa.

Brann á eftir Rúrik

Norska úrvalsdeildarliðið Brann er á eftir Rúrik Gíslasyni, leikmanni danska liðsins Viborg sem í vor féll úr dönsku úrvalsdeildinni.

Afsökunarbeiðni frá Buffon

Gianluigi Buffon, markvörður Ítalíu, hefur beðið ítalska stuðningsmenn afsökunar eftir frammistöðu liðsins gegn Hollandi í kvöld. Holland vann 3-0 en Buffon bar fyrirliðaband ítalska liðsins í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir