Fleiri fréttir

Hafþór og Albert Brynjar í hópinn

Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik á fimmtudag kl. 19:15. Leikurinn fer fram á hinum nýja Vodafonevelli.

McLaren gengst við refsingu Hamilton

Framkvæmdarstjóri McLaren-keppnisliðsins í Formúlu 1 sagði að liðið myndi gangast við refsingunni sem Lewis Hamilton fékk eftir keppnina í Kanada um helgina.

Þjóðverjar handteknir eftir nasistahróp

157 stuðningsmenn þýska landsliðsins í knattspyrnu voru handteknir í Klagenfurt í Austurríki í gær þar sem leikur Þýskalands og Póllands fór fram.

Gunnar Már: Davíð átti ekki að fá rautt

Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, segir að það hafi verið rangur dómur að gefa FH-ingnum Davíð Þór Viðarssyni rautt spjald í leik liðanna í gær.

FH og Keflavík að stinga af?

Eftir að sjöttu umferð Landsbankadeildar karla lauk í gær er ljóst að tvö lið hafa nú dágott forskot á hin liðin tíu í deildinni.

Tvöfalt fleiri rauð spjöld en í fyrra

Alls voru níu rauð spjöld gefin í sjöttu umferð Landsbankadeildar karla en þau hafa alls verið sextán það sem af er mótinu. Það er tvöfalt fleiri brottvísanir að meðaltali frá síðasta ári.

Rauði baróninn stendur undir nafni

Garðar Örn Hinriksson lyfti fimm rauðum spjöldum á loft í leik Fram og Grindavíkur í gær. Það er þó ekki persónulegt „met“ hjá Garðari.

Boston komið í 2-0

Nú er ljóst að baráttan um meistaratitilinn í NBA-deildinni mun ráðast á heimavelli Boston Celtics þó svo að LA Lakers vinni alla heimaleiki sína í seríunni.

Roma í vondum málum

Lottomatica Roma, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta, tapaði í kvöld þriðja leik sínum gegn Siena í úrslitaeinvígi deildarinnar. Siena hefur því yfir 3-0 í rimmunni og þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér titilinn.

Podolski sá um Pólverja

Framherjinn Lukas Podolski, sem fæddist í Póllandi, tryggði Þjóðverjum sigur á Pólverjum í síðari leik dagsins í B-riðlinum á EM. Podolski skoraði bæði mörk Þjóðverja í 2-0 sigri.

Ólafur og Ásta sigruðu á Leiru

Ólafur Hreinn Jóhannesson úr GS og Ásta Birna Magnúsdóttir úr GK unnu í dag sigur á Leirunni á öðru móti Kaupþingsmótaraðarinnar í golfi.

Pierce verður með Boston í nótt

Annar leikur Boston Celtics og LA Lakers um NBA meistaratitilinn fer fram í Boston klukkan eitt í nótt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Ísland steinlá í Skopje

Íslenska landsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun fyrir Makedóníu 34-26 ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni HM í kvöld. Íslenska liðið var langt frá sínu besta í kvöld.

Fyrsti sigur Kubica

Robert Kubica vann í dag sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Montreal kappakstrinum. Þetta var góður dagur fyrir BMW, því félagi hans Nick Heidfeld náði öðru sætinu.

Theodór tryggði Lyn sigur

Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason skoraði sigurmark Lyn í dag þegar liðið lagði Molde 1-0 á útivelli í norsku úrvalsdeildinni. Theodór spilaði allar 90 mínúturnar í leiknum líkt og félagi hans Indriði Sigurðsson.

Króatar unnu nauman sigur á Austurríki

Króatar voru ekki sérlega sannfærandi í fyrsta leik sínum á EM í dag en unnu þó 1-0 sigur á baráttuglöðum Austurríkismönnum sem eru gestgjafar keppninnar ásamt Svisslendingum.

Átta rauð spjöld í leikjum dagsins

Það var sannarlega mikið fjör í leikjum dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Sex vítaspyrnur voru dæmdar í leikjunum fimm og átta menn fengu að líta rauð spjöld.

Keflavík lagði KR í frábærum leik

Toppliðin FH og Keflavík unnu leiki sína í dag þegar sjötta umferð Landsbankadeildarinnar kláraðist með fimm leikjum. Leikur Keflavíkur og KR var sannkölluð flugeldasýning og lauk með 4-2 sigri heimamanna.

Riise orðaður við Roma

Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise hjá Liverpool er nú sterklega orðaður við Roma á Ítalíu. Talið er víst að Norðmaðurinn fari frá Liverpool í sumar en fregnir herma að Roma sé líklegra til að næla í hann en Lazio og Newcastle sem einnig hafa áhuga á honum. Þá hefur sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg hjá West Ham einnig verið orðaður við Roma.

Capello: Van Basten sá besti

Fabio Capello segir að landsliðsþjálfari Hollendinga, Marco van Basten, sé besti framherji sem hann hefur þjálfað á ferlinum.

City gefið leyfi til að ræða við Ronaldinho

Manchester City hefur fengið leyfi frá Barcelona til að ræða við brasilíska framherjann Ronaldinho. Forráðamenn City hafa staðfest þetta, en vilja annars lítið tjá sig um málið. Þeir segja þó að Brasilíumaðurinn hafi áhuga á að ganga í raðir City.

AC Milan í viðræðum við Drogba

Forráðamenn AC Milan hafa staðfest að þeir hafi fengið leyfi frá Chelsea til að ræða við framherjann Didier Drogba. Þetta kemur fram í ítölskum fjölmiðlum í dag. Milan fékk hinsvegar ekki leyfi til að ræða við Andriy Shevchenko.

Boltavaktin á öllum leikjum dagsins

Sjötta umferð Landsbankadeildar karla lýkur í dag með fimm leikjum sem verða allir í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Ísland fimm mörkum undir í Makedóníu

Íslenska landsliðið í handbolta er undir 18-13 gegn Makedóníu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri leik liðanna í undankeppni HM.

Þrjú mörk komin í Keflavík

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í Landsbankadeild karla. Flest mörkin hafa komið í Keflavík þar sem heimamenn hafa yfir 2-1 gegn KR.

Erfiðar aðstæður á Hólmsvelli í dag

Fyrri hringurinn á öðru móti ársins á Kaupþingsmótaröðinni var leikinn á Hólmsvelli á Leiru í dag. Ólafur Hreinn Jóhannsson úr GS hefur forystu í karlaflokki, en hann lék á þremur höggum yfir pari í dag - 75 höggum.

Frei úr leik á EM

Svisslendingar hafa orðið fyrir miklu áfalli strax í fyrsta leik á EM eftir að í ljós kom að fyrirliðinn og framherjinn Alexander Frei getur ekki spilað meira í keppninni vegna meiðsla.

Portúgalar kláruðu Tyrki

Portúgalar unnu í kvöld nokkuð öruggan 2-0 sigur á Tyrkjum í síðari leik dagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu. Flestir reikna með að Cristiano Ronaldo og félagar fari upp úr A-riðlinum, en þeir kláruðu verkefni sitt í kvöld nokkuð örugglega.

Annað stórt tap gegn Rúmenum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag 33-23 fyrir Rúmenum í síðari leik liðanna í umspili um sæti á EM. Berglind Íris Hansdóttir markvörður var maður leiksins hjá íslenska liðnu en hún varði 25 skot.

Porter tekur við Phoenix Suns

Terry Porter verður næsti þjálfari Phoenix Suns í NBA deildinni. ESPN greindi frá þessu í kvöld. Porter var aðalþjálfari Milwaukee Bucks á árunum 2003-05 en hefur verið aðstoðarþjálfari Detroit síðan.

Hamilton á ráspól eftir frábæran lokahring

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Montreal kappakstrinum í Formúlu 1 annað árið í röð, eftir að hann skilaði frábærum lokahring í tímatökunum í dag.

Tékkar lögðu Svisslendinga í opnunarleiknum

Tékkar unnu verðskuldaðan 1-0 sigur á heimamönnum Svisslendingum í opnunarleik EM í knattspyrnu í dag. Það var varamaðurinn Vaclav Sverkos sem skoraði sigurmark Tékka á 70. mínútu, en hann var þarna að spila sinn þriðja landsleik.

Eiður kysi West Ham frekar en Newcastle

Bresku blöðin eru nú dugleg að orða Eið Smára Guðjohnsen við félög í ensku úrvalsdeildinni. Guardian vitnar þannig í útvarpsviðtal við Eið Smára þar sem hann mun hafa sagt að hann vildi frekar fara til West Ham en til Newcastle.

Valur og KR enn með fullt hús

Valur og KR eru sem fyrr á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir leiki dagsins, en bæði lið unnu leiki sína í dag. Valur valtaði yfir Keflavík suður með sjó 9-1 og KR lagði Stjörnuna 2-0 í vesturbænum.

Rosberg fljótastur á lokaæfingu

Williams-ökumaðurinn Nico Rosberg náði bestum tíma allra á lokaæfingunni fyrir tímatökur fyrir Montreal kappaksturinn í Kanda í dag. Rosberg var hársbreidd á undan heimsmeistaranum Kimi Raikkönen hjá Ferrari. Næstir komu þeir Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa hjá Ferrari.

Alves á leið til Barcelona

Brasilíski bakvörðurinn Daniel Alves hjá Sevilla staðfesti í útvarpsviðtali á Spáni að hann væri á leið til Barcelona í sumar. Alves er almennt álitinn einn besti sóknarbakvörður heimsins í dag.

Sjá næstu 50 fréttir