Fleiri fréttir

Reading hoppaði úr fallsæti í það þrettánda

Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool vann öruggan 3-0 sigur á Newcastle og Reading gerði sér lítið fyrir og hoppaði upp um fimm sæti í stöðutöflunni.

Öruggur sigur HK á ÍBV

Einum leik er lokið í N1-deild karla í handbolta en HK vann öruggan sigur á ÍBV á heimavelli, 35-27.

Lübbecke af fallsvæðinu

Íslendingaliðið Lübbecke vann í dag afar mikilægan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið vann Melsungen, 38-33.

Enn tapar Flensburg í Meistaradeildinni

Íslendingaliðið Flensburg tapaði í dag fyrir Hamburg í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 32-30, og bíður þann með enn eftir fyrsta sigrinum í 16-liða úrslitum keppninnar.

Stjarnan vann Hauka

Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag þar sem topplið Fram og Stjörnunnar unnu sína leiki örugglega.

Hermann og félagar lögðu United

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth gerðu sér lítið fyrir og lögðu Manchester United á Old Trafford í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar, 1-0.

Gascoigne laus af spítalanum

Paul Gascoigne hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem honum hefur verið haldið með vísun í geðverndarlög Breta.

Keppni frestað á Flórída

Jeff Maggert er með þriggja högga forystu á PODS-meistaramótinu í golfi á Flórída í Bandaríkjunum en keppni var frestað í nótt vegna regns.

Svíinn Hedblom með forystu í Malasíu

Forystumennirnir þrír fóru illa að ráði sínu þegar að þriðji keppnisdagur hófst á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Umfangsmikil umfjöllun um Formúlu 1

Fyrsta útsending Sýnar frá Formúlu 1 verður á mánudagskvöld. Þá verður sýnt frá frumsýningum Formúlu 1 keppnisliða og rætt við toppökumenn liðanna og tæknistjóra. Síðan verða átta útsendingar í viðbót í vikunni frá Formúlu 1.

Messi gæti farið til Argentínu

Til greina kemur að Argentínumaðurinn Lionel Messi fari til heimalandsins í tvær vikur á meðan hann jafnar sig af meiðslunum sem hann varð fyrir í vikunni. Messi verður frá í sex vikur og sumir leiða líkum að því að meiðslavandræði hans séu farin að setjast á sálina.

Fögnuðu deildameistaratitlinum með stæl

Keflavíkurstúlkur tóku við deildameistaratitilinum í kvöld og héldu upp á það með því að bursta Hamar 97-74 í Iceland Express deildinni. Liðið tryggði sér sigur í deildinni í umferðinni á undan.

Snæfell lagði Grindavík

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfibolta í kvöld. Stórleikurinn var í Stykkshólmi þar sem heimamenn í Snæfelli lögðu Grindavík í miklum spennuleik 75-72. Þá unnu Þórsarar auðveldan sigur á Fjölni 106-81 fyrir norðan og eru svo gott sem öruggir í úrslitakeppnina.

Cuyff hættur hjá Ajax

Goðsögnin Johan Cruyff hefur ákveðið að hætta störfum sem tæknilegur ráðgjafi hjá hollenska liðinu Ajax vegna ágreinings við Marco Van Basten sem nýverið samþykkti að taka við liðinu næsta sumar.

Hamilton og Kovalainen hjá McLaren bíða spenntir

Bretinn Lewis Hamilton vakti óskipta athygli á síðasta ári, sem nýliði í Formúlu 1 og tapaði af titilinum á lokasprettinum. Hann stefnir á titilinn í ár og félagi hans Heikki Kovalainen ætlar sér í toppslaginn frá fyrsta móti um næstu helgi.

Diatta genginn í raðir Newcastle

Newcastle hefur staðfest að það hafi náð samningi við senegalska varnarmanninn Lamine Diatta sem var með lausa samninga frá liði Besiktas. Diatta er 32 ára og er fyrsti maðurinn sem Kevin Keegan fær til félagsins síðan hann tók við stjórastöðunni.

Wenger svarar Bentley fullum hálsi

Arsene Wenger hefur beðið fyrrum leikmann sinn David Bentley um að halda skoðunum sínum á leikmönnum Arsenal fyrir sjálfan sig.

Liam Brady aðstoðar Trapattoni

Liam Brady skrifaði í dag undir tveggja ára samning við írska knattspyrnusambandið um að verða aðstoðarþjálfari Giovanni Trapattoni hjá írska knattspyrnulandsliðinu.

Auðveldur sigur á Írum

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag sannfærandi sigur á Írum á Algarve mótinu 4-1. Íslenska liðið byrjaði mjög vel í leiknum og komst yfir á sjöundu mínútu með marki frá Erlu Steinu Arnardóttur.

Torres og Moyes menn mánaðarins

Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool og David Moyes, stjóri Everton, voru í dag útnefndir leikmaður og stjóri febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Benitez er bjartsýnn á að ná fjórða sætinu

Rafa Benitez er bjartsýnn á að hans menn í Liverpool nái að landa fjórða sætinu dýrmæta í ensku úrvalsdeildinni í vor og tryggja sér þar með sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Ramos kennir Gilberto ekki um tapið

Juande Ramos stjóri Tottenham hefur lýst yfir stuðningi við leikmann sinn Gilberto sem átti vægast sagt hörmulegan fyrsta leik með liðinu í tapinu gegn PSV í Uefa bikarnum í gær.

Phoenix - Utah í beinni á Sýn í nótt

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með toppleik í beinni útsendingu frá NBA deildinni klukkan 2 í nótt þegar Phoenix Suns tekur á móti Utah Jazz. Þetta eru tvö lið í harðri toppbaráttu í Vesturdeildinni.

Dougherty náði að halda jöfnu

Nick Dougherty náði að halda jöfnu við heimamanninn Danny Chia eftir að keppni hófst aftur á öðrum keppnisdegi Malasíu meistaramótsins í golfi.

Keane: Níu liða fallbarátta

Roy Keane, stjóri Sunderland, segir að níu lið eigi það á hættu að falla úr ensku úrvalsdeildinni og að ekkert lið sé of stórt til að falla.

Ítalskur dómari í felur

Mauro Bergonzi, ítalskur knattspyrnudómari, hefur verið sendur í felur af lögregluyfirvöldum þar í landi eftir að ráðist var á mann sem líktist honum.

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi

Ísland mætir í dag Írlandi í sínum öðrum leik á Algarve Cup-mótinu í Portúgal í dag. Byrjunarliðið hefur þegar verið tilkynnt en leikurinn hefst klukkan 16.30 í dag.

Norður- og Suður-Kórea mætast í Kína

Ákveðið hefur verið að leikur Norður- og Suður-Kóreu síðar í mánuðinu fari fram í Kína undir eftirliti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA.

Eduardo: Taylor heimsótti mig ekki

Eduardo segir að það sé rangt sem komið hafi fram í enskum fjölmiðlum að Martin Taylor hafi heimsótt sig á sjúkrahúsið eftir að hann fótbrotnaði illa.

Ferguson: Þrjú ár í viðbót

Sir Alex Ferguson býst við því að hann muni halda áfram sem knattspyrnustjóri Manchester United næstu þrjú árin en fara svo á eftirlaun, 69 ára gamall.

Heimamaður fremstur í Malasíu

Heimamaðurinn Danny Chia er með forystu á meistaramóti Malasíu í golfi ásamt Englendingnum Nick Dougherty en hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs.

Bryant með forystu á PODS-mótinu

Bandaríkjamaðurinn Bart Bryant er með forystu á PODS-meistaramótinu í Flórída en fyrsta keppnisdegi lauk snemma í nótt vegna rigningar.

Formúlu 3 vertíðin hefst hjá Kristjáni Einari

Hinn nítján ára Kristján Einar Kristjánsson var við æfingar á Silverstone brautinni í gær, en hann keppir í Formúlu 3 í Bretlandi á þessu ári. Kristján ekur bíl frá Carlin Motorsport og nýtur stuðnings frá Salt Investments, sem er fyrirtæki í eigu Róbert Wessman.

Viggó Sigurðsson tekur við Fram

Viggó Sigurðsson hefur náð samkomulagi við handknattleiksdeild Fram um að taka við liðinu næsta sumar. Viggó hefur gert tveggja ára samning við Safamýrarfélagið, en hann hefur ekki þjálfað síðan hann stýrði Flensburg tímabundið í lok árs 2006.

Sjá næstu 50 fréttir