Handbolti

Enn tapar Flensburg í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Hólmgeirsson tekur hér skot að marki Hamburg í leiknum í dag.
Einar Hólmgeirsson tekur hér skot að marki Hamburg í leiknum í dag. Nordic Photos / Bongarts

Íslendingaliðið Flensburg tapaði í dag fyrir Hamburg í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 32-30, og bíður þann með enn eftir fyrsta sigrinum í 16-liða úrslitum keppninnar.

Hamburg er á toppi 3. riðils í 16-liða úrslitunum en efsta liðið úr riðlunum fjórum komast áfram í undanúrslit keppninnar. Flensburg er í neðsta sæti riðilsins með tvö stig eftir fimm leiki en bæði stigin komu úr jafnteflisleikjum.

Hamburg var með sex marka forystu í hálfleik, 20-14. Einar Hólmgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Flensburg en Alexander Petersson ekkert.

Hamburg er í efsta sæti riðilsins sem fyrr segir með sjö stig, einu stigi á undan RK Zagreb sem á reyndar leik til góða.

Zagreb mætir spænska liðinu San Antonio á morgun og svo Flensburg í lokaumferðinni. Hamburg verður því að vinna sinn síðasta leik, gegn San Antonio, og treysta á að Zagreb vinni ekki báða sína leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×