Fleiri fréttir

John Terry í hóp Chelsea í fyrsta sinn á árinu

Fyrirliðinn John Terry er í leikmannahópi Chelsea sem mætir Huddersfield á Stamford Bridge í fimmtu umferð enska bikarsins á morgun. Terry hefur ekki spilað með liði sínu síðan hann meiddist í leik gegn Arsenal þann 16. desember.

Ert þú Formúlusérfræðingur?

Formúlu 1 útsendingar á Sýn verða mjög ítarlegar á árinu og verður sýnt frá öllum æfingum, tímatöku og kappakstri. Auk þess verða þættir á undan og eftir mótshelginni. Sýn og Bylgjan leita áhugamanna um Formúlu 1 um land allt til að taka þátt í herlegheitunum.

Ég er ekki fýlupúki

Nicolas Anelka hjá Chelsea vill ekki meina að hann eigi skilið viðurnefnið "Fýlupúki" (Le Sulk) sem bresku blöðin skelltu á hann fyrir nokkrum árum. Hann segist hafa fengið ósanngjarna meðferð í fjölmiðlum.

Nowitzki tekur sæti Bryant í skotkeppninni

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur samþykkt að taka sæti Kobe Bryant í þriggja stiga skotkeppninni um stjörnuhelgina. Bryant tekur ekki þátt í keppninni vegna meiðsla á fingri, en Nowizki hefur þrisvar tekið þátt í keppninni og vann hana árið 2006.

Kobe Bryant þarf í uppskurð

Stjörnuleikmaðurinn Kobe Bryant hjá LA Lakers hefur átt við meiðsli að stríða á fingri undanfarna daga og nú er komið í ljós að hann þarf í uppskurð vegna þessa.

Eggert minntist fyrstur á útrásina

Enskir fjölmiðlar halda því fram að umræðan um mögulega útrás ensku úrvalsdeildarinnar hafi fyrst vaknað eftir að Eggert Magnússon, fyrrum stjórnarformaður West Ham, vakti máls á málinu.

Forföll hjá Arsenal fyrir stórleik helgarinnar

Nokkur skörð verða höggvin í leikmannahóp Arsenal fyrir stórleikinn í bikarnum gegn Manchester United um helgina ef svo fer sem horfir. Þeir Kolo Toure og Emmanuel Eboue snúa þó aftur eftir þátttöku sína í Afríkukeppninni.

McClaren hefur neitað tilboðum frá Evrópu

Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segist hafa neitað nokkrum tilboðum um að gerast knattspyrnustjóri utan Englands. Hann segist ekki setja fyrir sig að þjálfa í útlöndum eða í ensku Championship deildinni ef hann finni gott starfsumhverfi.

Phoenix lagði Dallas

Tveir síðustu leikirnir í NBA deildinni fyrir stjörnuleikshlé fóru fram í nótt. Phoenix lagði Dallas á heimavelli og Miami tapaði níunda leik sínum í röð þegar það tapaði fyrir Chicago.

Tottenham og Bolton unnu

Ensku liðin Tottenham og Bolton unnu bæði viðureignir sínar í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld.

Óvæntur sigur Stjörnunnar á Njarðvík

Stjarnan vann í kvöld átta stiga sigur á Njarðvík, 87-79, í Iceland Express deild karla í körfubolta en fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld.

Tveir með forystuna í Jakarta

Tveir eru efstir og jafnir eftir fyrsta keppnisdag á opna indónesíska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Duisburg á eftir Þóru

Þýska úrvalsdeildarliðið Duisburg er á höttunum eftir Þóru Helgadóttur sem leikur með Anderlecht í Belgíu.

Fimmti sigur TCU í röð

Helena Sverrisdóttir skoraði níu stig og tók tólf fráköst í sigri TCU á No. 22/22 Wyoming í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær, 73-59.

Naumt tap hjá Ragnari og félögum

Ragnar Óskarsson og félagar í USAM Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta töpuðu naumlega fyrir Tremblay í gær, 27-26.

Samuel Eto'o gæti náð leiknum gegn Celtic

Samuel Eto'o verður ekki með Barcelona sem mætir Real Zaragoza um helgina en gæti náð leiknum gegn Celtic í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Roland farinn frá Stjörnunni

Stjörnumenn hafa leyst Bandaríkjamanninn Calvin Roland undan samningi og fengið landa hans Jarrett R. Stephens í hans stað.

Sækja aftur um atvinnuleyfi fyrir Manucho

Sir Alex Ferguson er ákveðinn að landa framherjanum Manucho frá Angóla sem fyrst til Manchester United og ætlar að sækja aftur um atvinnuleyfi fyrir hann á Englandi.

Hvað hefur þessi Beckham gert?

Dálkahöfundurinn T.J. Timers hjá LA Times lætur knattspyrnumanninn David Beckham hafa það óþvegið í pistli sínum í blaðinu í dag. Hann segir körfuboltamanninn Kwame Brown hjá LA Lakers hafa skilið meira eftir sig í Los Angeles en Beckham.

Ray Allen fer í stjörnuleikinn - Kobe tæpur

Skotbakvörðurinn Ray Allen frá Boston Celtics fær að taka þátt í stjörnuleiknum í NBA um næstu helgi eftir að ljóst varð að Caron Butler frá Washington gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

Ronaldo spilar ekki meira á árinu

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá AC Milan sleit liðband í hné aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður í leik gegn Livorno í gærkvöldi og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni.

Mikið fjör í NBA í nótt

Fjórtán leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Detroit vann 10. leik sinn í röð í annað sinn á leiktíðinni og Houston vann 8. leik sinn í röð. Þá lauk LA Lakers 9 leikja útivallarispu sinni og vann 7 af þeim.

HSÍ hefur viðræður við Geir

Heimildir Vísis herma að stjórn Handknattleikssambands Íslands muni í dag hefja samningaviðræður við Geir Sveinsson um að taka að sér starf A-landsliðsþjálfara karla.

Hvern á HSÍ að ráða?

Eftir að Dagur Sigurðsson afþakkaði starf landsliðsþjálfara er ljóst að leitin að eftirmanni Alfreðs Gíslasonar er komin á byrjunarreit.

Helena leikmaður vikunnar

Helena Sverrisdóttir, leikmaður TCU-háskólans í Bandaríkjunum, var í fyrradag valin leikmaður vikunnar í deild sinni, Mountain West Conference.

Naumt tap Lottomatica Roma

Jón Arnór Stefánsson lék ekki með Lottomatica Roma í kvöld sem tapaði naumlega fyrir CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 72-71.

Enn eitt tapið hjá HK Malmö

Íslendingaliðið HK Malmö tapaði sínum sextánda leik í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld er liðið tapaði fyrir Skövde, 34-29.

Mikilvægur sigur hjá GOG

GOG vann í kvöld fjögurra marka sigur á botnliði Skanderborg, 34-30, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Keflavík hélt toppsætinu

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þar sem Keflavík vann góðan sigur á Val.

Fylkir og Stjarnan í bikarúrslit

Fylkir vann afar óvæntan sigur á Val í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta og mætir Stjörnunni í úrslitaleiknum.

Jason Kidd á leið til Dallas á ný?

Heimildamenn ESPN sjónvarpsstöðvarinnar fullyrða að nú styttist í að leikstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets gangi í raðir liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1994, Dallas Mavericks.

Kristján og Ólafur í byrjunarliðinu

Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason eru á sínum stað í byrjunarliði Brann en liðið tekur á móti Everton í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir