Fleiri fréttir

Í beinni: Öll leikmannakaup dagsins - Paul Dickov til Crystal Palace

Í dag er síðasti dagurinn sem liðin í ensku knattspyrnunni geta keypt og selt leikmenn og þvi er búist við því að nóg verði um að vera. Á miðnætti lokar félagaskiptaglugganum og opnast hann ekki aftur fyrr en í janúar. Fylgstu með öllum félagaskiptum dagsins hér. Það verður nóg um að vera. Fréttin er uppfærð um leið og eitthvað nýtt gerist.

AC Milan meistarar meistaranna

AC Milan sigraði í kvöld Sevilla í viðureign Evrópumeistara meistaraliða og Evrópumeistara félagsliða með þremur mörkum gegn einu. Þetta er í fimmta sinn sem að AC Milan vinnur þennan titil.

ÍBV sigraði Víking Ó. - Fjarðabyggð tapaði fyrir Leikni

Fjórir leikir fóru fram í fyrstu deild karla í kvöld. ÍBV heldur ennþá í vonina um að komast upp í Landsbankadeildina eftir að hafa sigrað Víking Ó. með þremur mörkum gegn einu. Fjarðabyggð tapaði fyrir Leikni á heimavelli og þar með minnkuðu möguleikar liðsins á að komast upp til muna.

Grétar Rafn skoraði í sigri AZ Alkmaar

Grétar Rafn Steinsson skoraði annað mark AZ Alkmaar þegar liðið sigraði Excelsior Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni með þremur mörkum gegn engu. Grétar Rafn skoraði markið á 44. mínútu. AZ Alkmaar er komið með sex stig eftir þrjá leiki í deildinni og er í fimmta sæti.

Birgir úti í kuldanum eins og er

Birgir Leifur Hafþórsson mátti sætta sig við að fá skolla á síðustu holunni sinni í dag og því bendir allt til þess að hann muni ekki komast í gegnum niðurskurðinn en fleiri kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik. Birgir kom í hús í dag á einu höggi yfir pari eða samtals á 74 höggum en hann lék á parinu í gær eða á 73 höggum.

Nánasti aðstoðarmaður Benitez hættur hjá Liverpool

Hægri hönd og nánasti samstarfsmaður Rafael Benitez, kanttspyrnustjóra Liverpool, hefur sagt upp störfum. Paco Ayesteran hefur fylgt Benitez allt frá því að hann þjálfaði Tenerife og síðan Valencia og hefur staðið þétt við hans lið þau ár sem Benitez hefur verið við stjórnvölinn á Anfield. Þetta þykir mikið áfall fyrir Benitez sem nú leitar logandi ljósi að eftirmanni Ayesteran.

Lampard meiddist á æfingu

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, meiddist á æfingu í dag og talið er að hann rifið lærvöðva. Lampard þurfti að yfirgefa æfinguna þegar stutt var eftir og var sendur á sjúkrahús þar sem skoðað er hversu alvarleg meiðslin eru.

Video: Fékk 22 leikja bann fyrir að ráðast á línuvörð

Það er ekki bara á Íslandi sem að leikmenn gera sig seka um að ráðast á dómara því að fyrrverandi landsliðsmaður Rúmeníu, Ionel Ganea, hefur verið dæmdur í 22 leikja bann fyrir að ráðast á línuverð í heimalandinu. Atvikið átti sér stað í leik Politehnica Stiinta Timisoara og Rapid Bucharest en Gueana er leikmaður fyrrnefnda liðsins. Ganea var einnig dæmdur til að borga 374 þúsund krónur í sekt.

Eiður Smári ekki seldur í dag

"Eiður Smári verður ekki seldur í dag, það er alveg ljóst." Þetta segir Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, leikmanns Barcelona. Alþjóðlegi félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti í kvöld og hefur Eiður Smári verið orðaður við fjölda liða víða um Evrópu sem öll eru sögð vilja tryggja sér kappann. Meðal þeirra eru Portsmouth, West Ham, Celtic, Newcastle og Galatasaray.

Dregið í UEFA bikarnum - Tottenham fer til Kýpur

Nú rétt í þessu var dregið í UEFA bikarnum. Fjögur ensk lið voru í pottinum. Tottenham mætir Anorthosis Famagusta frá Kýpur, Balcburn mætir Larissa frá Grikklandi, Bolton mætir FK Rabotnicki frá Makedóníu og Everton mætir Metalist Kharkiv frá Úkraínu. Drátturinn í heild sinni er hér fyrir neðan.

Meiddur Eiður í landsliðshópnum

Eyjólfur Sverrisson valdi rétt í þessu 22 manna hóp sem mætir Spánverjum og Norður-Írum 8. og 12. september. Sverrir Garðarsson og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eru í hópnum ásamt þeim Ólafi Inga Skúlasyni og Ármanni Smára Björnssyni. Þá er Eiður Smári Guðjohnson valinn þrátt fyrir að eiga enn við meiðsli að stríða.

Rússi kaupir hlut Dein í Arsenal

David Dein, fyrrverandi varaformaður Arsenal, hefur selt 14,5% hlut sinn í félaginu til rússneska auðkýfingsins Alisher Usmanov fyrir 75 milljónir punda eða 9,75 milljarða íslenskra króna. Lítil ánægja ríkir meðal annarra hlutahafa Arsenal með ákvörðun Deins.

Blackburn tryggir sér sæti í riðlakeppninni

Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópukeppnis félagsliða með 2-0 sigri á MyPa. Blackburn vann fyrri leikinn á útivelli 1-0 og því samanlagt 3-0. David Bentley og og Jason Roberts skoruðu mörk Blackburn.

Jafntefli í Laugardalnum

Fram og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli í kvöld á Laugardalsvellinum í 15. umferð Landsbankadeildar karla. Hjálmar Þórarinsson kom Fram yfir á 7. mínútu en Guðmundur Steinarsson jafnaði fyrir Keflvíkinga á 23. mínútu. Þórarinn B. Kristjánsson kom svo Keflvíkingum í 2-1 á 52. mínútu en Jónas Grani Garðarsson jafnaði á 81. mínútu.

Gravesen aftur til Everton

Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen mun spila með sínu gamla félagi Everton út tímabilið. Gravesen er samningsbundinn skoska liðinu Celtic en hefur verið lánaður til Everton. Leikmaðurinn hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Celtic eftir að hann kom til liðsins frá Real Madrid í fyrra. Gravesen lék í fimm ár með Everton áður en hann fór til Real Madrid.

Ásgeir Gunnar með þrennu í stórsigri FH á KR

Þremur leikjum er lokið af fjórum í 15. umferð Landsbankadeildar karla. FH burstaði KR á heimavelli 5-1 þar sem Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði þrennu, Fylkir sigraði HK í Kópavog 2-1 og Skagamenn sigrðu Breiðablik á Akranesi með tveimur mörkum gegn einu. Fram tekur svo á móti Keflavík í síðasta leik kvöldsins og hefst hann klukkan 20:00.

Kluivert er á leiðinni til Lille

Hollenski framherjinn Patrick Kluivert er á leiðinni til franska 1. deildar liðsins Lille. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Kluivert, sem er 31 árs gamall, lék með PSV Eindhoven í heimalandinu á síðustu leiktíð en honum var ekki boðinn nýr samningur þar. Kluivert hafði einnig verið orðaður við enska liðið Sheffield Wednesday.

Barcelona dróst í riðil með Lyon og Stuttgart

Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í Frakklandi í dag. Dregið var í átta riðla með fjórum liðum í hverjum riðli. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta markvörðinn, varnarmanninn, miðjumanninn og sóknarmanninn sem að þjálfarar liðanna völdu. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi.is.

Birgir: Ætla mér að vera undir parinu

Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á parinu í dag á Johnny Walker mótinu í Skotlandi. Hann hefur einu sinni áður leikið Gleneagles völlinn sem hannaður var af Jack Nicklaus en það var fyrir sex árum sem Birgir lék völlinn síðast. Birgir sagði í samtali við Kylfing.is að aðstæður hefðu verið fínar í morgun, nánast enginn vindur og þægilegar vallaraðstæður.

Eto´o frá í tvo mánuði

Samuel Eto´o, sóknarmaðurinn sterki í liði Barcelona, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa meiðst á hægra læri í gærkvöldi. Eto´o kom inn á sem varamaður í gærkvöldi í 5-0 sigri í vináttuleik við Inter en haltraði af velli skömmu síðar. Eto´o er 26 ára gamall og fæddur í Kamerún.

Del Nido: Puerta verður ávallt tólfti leikmaður Sevilla

Leikurinn um Super Cup, þar sem sigurvegararnir í Evrópukeppni meistaraliða og félagsliða mætast verður leikinn á morgun í Mónakó til minningar og heiðurs Antonio Puerta, sem lést á þriðjudaginn eftir hjartaáfall. Puerta var leikmaður Sevilla og hefði sjálfur spilað leikinn ef ekki hefði verið fyrir hið hrikalega hjartaáfall sem dró hann til dauða.

Enskur fótboltkappi handtekinn í heróínhúsleit

Enski knattspyrnumaðurinn Zat Knight var í gær handtekinn í húsi móður sinnar eftir að breska lögreglan hafði framkvæmt húsleit á heimili hennar vegna gruns um að þar væri heróín að finna. Eftir að hafa eytt sex klukkutímum í varðhaldi þá var hann kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður Aston Villa.

Arsenal í riðlakeppnina - Ajax dottið út

Þriðja umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu kláraðist í kvöld ef að frá er talinn leikur AEK Aþenu og Sevilla sem var frestað vegna andláts Antonio Puerta, leikmanns Sevilla. Arsenal komst auðveldlega áfram eftir öruggan sigur á Sparta Prag en athygli vekur að Ajax datt út á móti Slavia Prag.

Owen skoraði fyrir Newcastle

Önnur umferð deildarbikarsins á Englendi kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Úrvalsdeildarliðin Newcastle, Manchester City og Middlesbrough tryggðu sér öll sæti í 3. umferð keppnarinnar með sigri á neðrideildarliðum.

Gummersbach tapaði fyrir Rhein-Neckar-Löwen

Þrír leikir fóru fram í þýska handboltanum í kvöld. Íslendingaliðið Gummersbach steinlá fyrir Rhein-Neckar-Löwen á heimavelli, 23-32, Göppingen sigraði Wetzlar 31-21 á heimavelli og Füchse Berlín tapaði á heimavelli fyrir Nordhorn, 26-32.

Leikmaður lætur lífið í æfingarleik í Ísrael

Framherji 2. deildar liðsins Hapoel Beer Sheva í Ísrael, Chasve Nsofwa, lét lífið í dag eftir af hafa skyndilega fallið til jarðar í æfingaleik í Suðurhluta landsins í dag. Nsofwa var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn 40 mínútum síðar. Ekki er vitað um dánarorsök mannsins.

Rafmagnslaust í Þrándheimi

Leikur Rosenborg og Tampere í forkeppni meistaradeildarinnar er ekki hafinn í Þrándheimi. Ástæðan er sú að rafmagnslaust er í stórum hluta Þrándheims. Svo gæti farið að leiknum verði frestað til morguns. Rosenborg vann fyrri leikinn 3-0 í Finnlandi og því nær öruggt með að komast í meistaradeildina.

Sunderland kaupir Jones fyrir sex milljónir

Sunderland hefur gengið frá kaupum á framherjanum Kenwyne Jones frá Southampton. Sunderland borgar sex milljónir punda fyrir leikmanninn auk þess sem framherjinn Stern John fer til Southampton sem hluti af kaupunum. Jones óskaði eftir því í síðustu viku að hann yrði seldur frá Southampton og var hann strax orðaður við Sunderland og Derby.

Gummersbach í vandræðum

Þrír leikir eru í þýska handboltanum í kvöld og er hálfleikur í öllum leikjunum. Íslendingaliðið Gummersbach er undir á heimavelli gegn Rhein-Neckar-Löwen, staðan er 10-15. Göppingen er að bursta Wetzlar 15-5 og Nordhorn hefur forystu gegn Füchse Berlín, staðan þar er 18-13.

Dynamo Kiev og Shaktar Donetsk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Dynamo Kiev og Shaktar Donetsk tryggðu sér í dag þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Dynamo Kiev lagði Sarajevo á heimavelli með þremur mörkum gegn engu, samtals 4-0. Shaktar Donetsk sigraði Salzburg 3-1 á heimavelli í dag og því samanlagt 3-2.

Verður Cannavaro seldur til AC Milan áður en glugginn lokar?

Vaxandi orðrómur er bæði á Ítalíu og á Spáni um að Fabio Cannavaro, varnarmaður Real Madrid, gæti verið seldur til AC Milan áður en leikmannaglugginn lokar á föstudaginn. Þessi 33 ára gamli Ítali hefur margoft sagt að hugur hans sé hjá Spánarmeisturunum en oðrómur er um að hann sé falur fyrir sjö milljónir evra.

Riguelme til Madríd?

Juan Roman Riquelme, miðjumaður Villareal, hefur samþykkt að skrifa undir tveggja ára samning við Atletico Madrid samkvæmt spænsku útvarpsstöðinni Cadena Ser. Engin opinber tilkynning hefur komið frá klúbbunum en útvarpsstöðin segist hafa heimildarmann sem er náinn leikmanninum.

Úrtökumót fyrir evrópsku mótaröðina

Nokkrir af okkar bestu kylfingum hafa verið að reyna fyrir sér í atvinnumennsku og margir hafa reynt að komast inn á evrópsku mótaröðina og hafa einungis tveir einstaklingar komist þar inn með fullan þátttökurétt en það var Birgir Leifur Hafþórsson og Ólöf María Jónsdóttir. Hvað þarf til að taka þátt í þessum mótum og hvernig er hægt að komast inn á evrópsku mótaröðina.

Hjartað í Clarke stoppaði tvisvar í gær

Hjartað í Clive Clarke, leikmanni Leicester, stoppaði tvisvar í gær eftir að hann hann féll niður í hálfleik í leik Leicester og Nottingham Forest í deildarbikarnum í gær. Leikmaðurinn er nú á sjúkrahúsi á meðan læknar reyna að komast að því hvað olli því að hjartað í honum stoppaði.

Aston Villa kaupir Zat Knight

Aston Villa er búið að kaupa varnarmanninn Zat Knight frá Fulham. Villa borgar 3,5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Zat Knight hefur alltaf haldið með Aston Villa enda er hann frá Birmingham, og hann segist vera himinlifandi með að hafa samið við félagið.

Yakubu fær atvinnuleyfi og er farinn til Everton

Everton hefur gengið frá kaupunum á nígeríska framherjanum Yakubu frá Middlesbrough eftir að honum var veitt atvinnuleyfi. Upphaflega var honum neitað um atvinnuleyfi vegna þess að hann hafði ekki leikið 75% landsleikja Nígeríu á síðustu tveimur árum, en því var áfrýjað.

Leikmaður 4. umferðar: Frank Lampard

Fjögur mörk í fjórum leikjum, þar af eitt í landsleik. Meira þarf ekki að segja um formið sem Frank Lampard er í þessa daganna. Chelsea getur haldið áfram að spila grútleiðinlegan varnarbolta í allan vetur svo lengi sem menn eins og Lampard dúkka upp einu sinni í leik með gott skot sem markverðir andstæðinganna ráða ekki við.

Video: Dyer tvífótbrotinn eftir harkalega tæklingu

Alan Curbishley á ekki orð til að lýsa vonbrigðum sínum með meiðslin sem Kieran Dyer hlaut í gær í leik West Ham og Bristol City í enska deildarbikarnum. Varnamaður Bristol, Joe Jacobson, sparkaði í Dyer aftan frá með þeim afleiðingum að Dyer tvífótbrotnaði. Of snemmt er að segja til um hve lengi hann verður frá en Dyer er aðeins nýkominn til West Ham eftir að hafa verið keyptur frá Newcastle á 6 milljónir punda. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan er tækling Jacobson afar harkaleg.

Ráðist á dómara í utandeildinni

Ráðist var á dómara eftir leik í utandeildinni í knattspyrnu í gær og hann sparkaður niður þannig að hann braut þrjú rifbein. Dómarinn hyggst líklega kæra málið til lögreglu.

Deildarbikarinn: Aston Villa valtaði yfir Wrexham

Önnur umferð deildarbikarsins í Englandi fór fram í kvöld. Nokkur athyglisverð úrslit litu dagsins ljós og ber þar hæst að nefna 3-0 tap úrvalsdeildarliðsins Sunderland fyrir Luton Town og Aston Villa vann stórsigur á Wrexham.

Leikmaður Leicester City missti meðvitund í hálfleik

Leikur Nottingham Forrest og Leicester City var flautaður af í hálfleik eftir að Clive Clark, leikmaður Leicester missti meðvitund í búningsherbergi liðsins. Á heimasíðu Leicester kemur fram að leikmaðurinn hafi þjáðst af alvarlegum veikindum og bæði félögin hafi tekið þá ákvörðun að fresta leiknum.

Dyer hugsanlega fótbrotinn

Óttast er að Kieron Dyer sé fótbrotinn eftir að hann var borinn af velli á 13. mínútu leiks West Ham og Bristol Rovers sem stendur nú yfir í deildarbikarnum. Leikurinn er aðeins sá þriðji sem að Dyer er í byrjunarliði West Ham síðan hann var keyptur til félagsins fyrr í sumar.

Liverpool sigraði Toulouse

Þrír leikir fóru fram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool sigraði Toulouse örugglega með fjórum mörkum gegn engu og er því komið í riðlakeppnina. Lazio og Rangers tryggðu sér einnig þátttökurétt í riðlakeppninni í kvöld.

Gunnar Heiðar á leiðinni til Våleranga

Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er þessa stundina á leiðinni til Noregs þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá úrvalsdeildarliðinu Våleranga í fyrramálið. Ef Gunnar Heiðar stenst skoðunina mun hann skrifa undir tíu mánaða lánssamning við félagið, eða til lok júní. Þetta staðfestir Ólafur Garðarson, umboðsmaður leikmannsins, í samtali við Vísi í dag.

Samantekt: Knattspyrnumenn sem látast fyrir aldur fram

Tíðindi um að hinn 22 ára gamli Antonio Puerta hafi látið lífið í dag, eftir að hafa fengið hjartáfall í miðjum leik Sevilla og Getafé um helgina hefur skilið knattspyrnuheiminn eftir í uppnámi. Andlát Puerta er þó ekki það fyrsta síns eðlis. Eftirfarandi er samantekt af atvikum þar sem leikmenn láta lífið í þessari vinsælustu íþrótt heims.

Sjá næstu 50 fréttir