Fleiri fréttir „Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“ Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu. 6.11.2022 12:01 Meistaraefni Milwaukee í engum vandræðum án Giannis | Durant virðist ekki þurfa Kyrie né Simmons Það kom ekki að sök þó Giannis Antetokounmpo hafi verið fjarri góðu gamni þegar Milwaukee Bucks mætti Oklahoma City Thunder í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistaraefnin frá Milwaukee unnu 14 stiga sigur, 108-94. Þá vann Brooklyn Nets sinn annan leik í röð, kannski er liðið betur sett án Kyrie Irving og Ben Simmons? 6.11.2022 10:31 „Alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir“ Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica. 6.11.2022 09:46 Tottenham án þriggja lykilmanna gegn Liverpool Tottenham Hotspur verður án þriggja sterkra pósta þegar liðið fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag. 6.11.2022 09:01 „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila saman“ Farið var yfir slaka frammistöðu KR gegn Hetti á heimavelli í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi á föstudaginn var. Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi leikmaður KR og margfaldur Íslandsmeistari, segir að það sé eins og leikmönnum finnist ekki gaman að spila saman. 6.11.2022 08:01 „Eitt mest stressandi augnablik lífs míns“ Norska markamaskínan Erling Braut Håland tryggði Manchester City dramatískan sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Norðmaðurinn viðurkenndi að taugarnar hafi verið þandar þegar hann stillti boltanum upp. 6.11.2022 07:00 Dagskráin í dag: Fimmtán beinar útsendingar Það má segja að um sé að ræða sunnudag til sælu á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Hvorki meira né minna en 15 beinar útsendingar eru á dagskrá. 6.11.2022 06:00 Körfuboltakvöld um tilþrif umferðarinnar: „Þetta er svo … mmm mmm“ Að venju valdi Körfuboltakvöld bestu tilþrif síðustu umferðar í Subway deild karla í körfubolta. Að þessu sinni voru tíu bestu tilþrifin valin, þau má öll sjá hér að neðan. 5.11.2022 23:30 „Erum staðráðnir í að spila góðan leik og ná í úrslit“ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Sádi-Arabíu ytra í vináttulandsleik á morgun klukkan 13.00 að íslenskum tíma. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, hefur lagt nokkur orð í belg um mótherja morgundagsins. 5.11.2022 23:01 Barcelona á toppinn eftir sigur í kveðjuleik Pique Gerard Pique var í byrjunarliði Barcelona í síðasta skipti þegar Börsungar unnu 2-0 sigur á Almería. Þetta var hans síðasti leikur í treyju Barcelona. Með sigrinum fór Barcelona upp fyrir Spánarmeistara Real Madríd og trónir nú á toppi deildarinnar. 5.11.2022 22:31 Napoli búið að vinna níu leiki í röð | Mikael Egill kom inn af bekknum í tapi fyrir AC Milan Napoli vann góðan 2-1 sigur á Atalanta í toppslag Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í fótbolta í kvöld. Napoli hefur nú unnið níu leiki í röð. Mikael Egill Ellertsson spilaði 20 mínútur þegar Spezia tapaði naumlega 2-1 fyrir AC Milan á San Siro. 5.11.2022 22:00 Frakkland byrjar EM á stórsigri | Holland marði Rúmeníu Öllum fjórum leikjum dagsins á Evrópumóti kvenna í handbolta er lokið. Frakkland vann tíu marka sigur á Norður-Makedóníu. Þá vann Holland eins marks sigur á Rúmeníu. 5.11.2022 21:30 Óðinn Þór og Oddur með stórleiki Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen vann Bern í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Oddi Gretarssyni í þýsku B-deildinni. 5.11.2022 21:15 Sverrir Ingi á skotskónum Sverri Ingi Ingason skoraði annað mark PAOK í 2-0 sigri á Giannina í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta. 5.11.2022 21:00 Leicester upp úr fallsæti með sigri í Bítlaborginni Leicester City vann 2-0 útisigur á Everton í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn lyfti Leicester upp úr fallsæti. 5.11.2022 20:15 Haukar í basli eftir tap á Kýpur Handknattleikslið Hauka tapaði með fjögurra marka mun fyrir Anorthosis frá Kýpur í 2. umferð EHF Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag, lokatölur 26-22 heimamönnum í vil. Liðin mætast aftur í Kýpur á morgun og þurfa Haukar að vinna með fimma marka mun til að komast áfram. 5.11.2022 20:00 Jón Daði skoraði sárabótamark þegar Bolton féll úr leik Bolton Wanderers er fallið úr FA bikarnum eftir 2-1 tap fyrir Barnsley á heimavelli. Jón Daði Böðvarsson skoraði mark Bolton í leiknum. 5.11.2022 19:31 Aron átti góðan leik í enn sinum sigri Álaborgar | Elvar klikkaði ekki á skoti Aron Pálmarsson var á sínum stað þegar Álaborg vann fimm marka sigur á Mors-Thy í danska handboltanum, 31-26. Þá vann Íslendingalið Ribe-Esbjerg góðan sigur. 5.11.2022 19:00 Sjáðu þegar Svava Rós lagði upp tvö þegar Brann varð bikarmeistari Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk þegar Brann varð norskur bikarmeistari í fótbolta með 3-1 sigri á Stabæk. Stutt er síðan liðið tryggði sér norska meistaratitilinn og fullkomnaði liðið frábært tímabil með sigri í dag. 5.11.2022 18:31 Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5.11.2022 18:00 „Allt sem við spiluðum sóknarlega gekk upp“ Ísland vann átta marka sigur á Ísrael 34-26 í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2023. Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og gerði ellefu mörk og var afar ángæð með sigurinn í viðtali eftir leik. 5.11.2022 17:30 Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5.11.2022 17:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 34-26 | Öruggur sigur og umspil blasir við Íslandi Ísland vann sannfærandi sigur gegn Ísrael í fyrri leik liðanna í forkepni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2023. Ísland spilaði afar vel í seinni hálfleik sem skilaði átta marka sigri 34-26. 5.11.2022 17:15 Bayern lyfti sér upp í efsta sætið Bayern Munchen tyllti sér í efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Hertha Berlin í dag. Borussia Dortmund vann öruggan sigur gegn Bochum. 5.11.2022 17:00 Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5.11.2022 16:30 Pep við Zlatan: „Skrifaðu aðra bók“ Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimovic eru engir sérstakir vinir. Nú hefur þeim enn og aftur lent saman eftir að Ibrahimovic sagði í viðtali að egó Guardiola kæmi í veg fyrir framfarir Erling Haaland hjá Manchester City. 5.11.2022 16:00 Umfjöllun: Donbas - ÍBV 28-36 | Eyjamenn með annan fótinn í næstu umferð ÍBV er komið með annan fótinn í 3.umferð EHF European Cup í handknattleik eftir öruggan 36-28 sigur á úkraínska liðinu Donbas í Vestmannaeyjum í dag. Liðin mætast á nýjan leik á morgun. 5.11.2022 15:30 Mikilvægur sigur hjá Hirti og félögum Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa unnu mikilvægan sigur á Cosenza í ítölsku Serie B í dag. Hjörtur lék allan leikinn en lið Pisa er um miðja deild 5.11.2022 15:01 Slæmt tap Burnley í toppslag Jóhann Berg Guðmundsson kom inn sem varamaður hjá Burnley sem mátti þola slæmt tap gegn Sheffield United í Championship deildinni í dag. Lokatölur 5-2 en Jóhann Berg kom inn á í stöðunni 2-2. 5.11.2022 14:28 Glódís Perla skoraði í öruggum sigri Bayern Glódís Perla Viggósdóttir skoraði annað mark FC Bayern Munchen þegar liðið vann öruggan 3-0 útisigur á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bayern situr í öðru sæti deildarinnar. 5.11.2022 14:03 8. umferð CS:GO: 30-bombur og stórir sigrar Þór er áfram á toppi Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, en NÚ og Dusty fylgja fast á hælana. 5.11.2022 13:49 Íslendingar á fullri ferð þegar lokaumferðin í Svíþjóð var leikin Lokaumferð sænsku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu var að ljúka en lítil spenna var fyrir lokaumferðina. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard voru búnar að tryggja sér meistaratitilinn og unnu öruggan sigur í lokaumferðinni. 5.11.2022 13:16 Hljóp með íslenska fánann í mark á HM og var á meðal tuttugu bestu í heimi Hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir náði frábærum árangri í 40 km hlaupi á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi. Hún varð í 19.sæti og hljóp í mark með íslenska fánann á herðunum. 5.11.2022 12:43 „Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna“ Andrea Jakobsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handknattleik um helgina sem mætir Ísrael í tvígang í forkeppni heimsmeistaramótsins. Hún er bjartsýn fyrir verkefnið og segir ferð liðsins til Færeyja hafa þjappað hópnum vel saman. 5.11.2022 12:30 Chelsea staðfestir að Chilwell missi af HM Chelsea hefur staðfest að Ben Chilwell verði ekki með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Qatar en vinstri bakvörðurinn meiddist í leik gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni. 5.11.2022 11:59 „Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5.11.2022 11:15 „Eins og veggur ef þú lendir á honum“ Ólafur Ólafsson var til umræðu í þættinum Subway-Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en hann átti frábæran leik í sigri Grindavíkur á Njarðvík í Subway-deildinni í gærkvöldi. 5.11.2022 10:31 Wolves búið að ráða Lopetegui Wolves hefur staðfest ráðningu Julen Lopetegui, fyrrum þjálfara Real Madrid og spænska landsliðsins. Lopetegui tekur við Wolves um miðjan mánuðinn. 5.11.2022 09:52 Áttundi þrjátíu stiga leikur Doncic í röð Luka Doncic heldur áfram frábærri spilamennsku sinni í NBA deildinni í körfuknattleik en hann skoraði meira en þrjátíu stig áttunda leikinn í röð þegar lið hans Dallas Mavericks lagði Toronto Raptors í nótt. 5.11.2022 09:29 Klopp um HM í Katar: „Öllum er sama um leikmennina“ Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, segir það gjörsamlega galið að HM í Katar hefjist aðeins viku eftir að enska úrvalsdeildin fer í frí. 5.11.2022 09:00 „Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits“ „Já eiginlega, fyrir mér var það aldrei spurning,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, aðspurð hvort hún hafi alltaf séð það fyrir sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Hún segir sig þó hafa skort fyrirmyndir þegar hún var að alast upp. 5.11.2022 08:00 Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5.11.2022 07:00 Dagskráin í dag: Lokaumferðin í Svíþjóð, FA bikarinn fer af stað, NBA, Serie A og golf Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. 5.11.2022 06:00 „Liðið hefur verið samansafn af lokuðum pappakössum“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir sigur liðsins á útivelli gegn Njarðvík í kvöld. Jóhann telur Grindvíkinga hafa skortað hörku undanfarin ár og kvaðst ánægður að Gkay Skordilis, leikmaður Grindavíkur, hafi látið reka sig af velli. 4.11.2022 23:46 „Passa sig á að sofna ekki á verðinum“ „Ótrúlega gott að fá svona marga leiki svo við getum spilað okkur saman. Bætt okkur í okkar veikleikum og því sem er gott,“ sagði landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir um verkefni íslenska kvennalandsliðsins en eftir tvo leiki í Færeyjum um síðustu helgi þá mætir liðið Ísrael hér heima í undankeppni HM 2023 bæði á laugardag og sunnudag. 4.11.2022 23:30 Sjá næstu 50 fréttir
„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“ Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu. 6.11.2022 12:01
Meistaraefni Milwaukee í engum vandræðum án Giannis | Durant virðist ekki þurfa Kyrie né Simmons Það kom ekki að sök þó Giannis Antetokounmpo hafi verið fjarri góðu gamni þegar Milwaukee Bucks mætti Oklahoma City Thunder í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistaraefnin frá Milwaukee unnu 14 stiga sigur, 108-94. Þá vann Brooklyn Nets sinn annan leik í röð, kannski er liðið betur sett án Kyrie Irving og Ben Simmons? 6.11.2022 10:31
„Alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir“ Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica. 6.11.2022 09:46
Tottenham án þriggja lykilmanna gegn Liverpool Tottenham Hotspur verður án þriggja sterkra pósta þegar liðið fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag. 6.11.2022 09:01
„Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila saman“ Farið var yfir slaka frammistöðu KR gegn Hetti á heimavelli í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi á föstudaginn var. Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi leikmaður KR og margfaldur Íslandsmeistari, segir að það sé eins og leikmönnum finnist ekki gaman að spila saman. 6.11.2022 08:01
„Eitt mest stressandi augnablik lífs míns“ Norska markamaskínan Erling Braut Håland tryggði Manchester City dramatískan sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Norðmaðurinn viðurkenndi að taugarnar hafi verið þandar þegar hann stillti boltanum upp. 6.11.2022 07:00
Dagskráin í dag: Fimmtán beinar útsendingar Það má segja að um sé að ræða sunnudag til sælu á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Hvorki meira né minna en 15 beinar útsendingar eru á dagskrá. 6.11.2022 06:00
Körfuboltakvöld um tilþrif umferðarinnar: „Þetta er svo … mmm mmm“ Að venju valdi Körfuboltakvöld bestu tilþrif síðustu umferðar í Subway deild karla í körfubolta. Að þessu sinni voru tíu bestu tilþrifin valin, þau má öll sjá hér að neðan. 5.11.2022 23:30
„Erum staðráðnir í að spila góðan leik og ná í úrslit“ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Sádi-Arabíu ytra í vináttulandsleik á morgun klukkan 13.00 að íslenskum tíma. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, hefur lagt nokkur orð í belg um mótherja morgundagsins. 5.11.2022 23:01
Barcelona á toppinn eftir sigur í kveðjuleik Pique Gerard Pique var í byrjunarliði Barcelona í síðasta skipti þegar Börsungar unnu 2-0 sigur á Almería. Þetta var hans síðasti leikur í treyju Barcelona. Með sigrinum fór Barcelona upp fyrir Spánarmeistara Real Madríd og trónir nú á toppi deildarinnar. 5.11.2022 22:31
Napoli búið að vinna níu leiki í röð | Mikael Egill kom inn af bekknum í tapi fyrir AC Milan Napoli vann góðan 2-1 sigur á Atalanta í toppslag Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í fótbolta í kvöld. Napoli hefur nú unnið níu leiki í röð. Mikael Egill Ellertsson spilaði 20 mínútur þegar Spezia tapaði naumlega 2-1 fyrir AC Milan á San Siro. 5.11.2022 22:00
Frakkland byrjar EM á stórsigri | Holland marði Rúmeníu Öllum fjórum leikjum dagsins á Evrópumóti kvenna í handbolta er lokið. Frakkland vann tíu marka sigur á Norður-Makedóníu. Þá vann Holland eins marks sigur á Rúmeníu. 5.11.2022 21:30
Óðinn Þór og Oddur með stórleiki Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen vann Bern í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Oddi Gretarssyni í þýsku B-deildinni. 5.11.2022 21:15
Sverrir Ingi á skotskónum Sverri Ingi Ingason skoraði annað mark PAOK í 2-0 sigri á Giannina í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta. 5.11.2022 21:00
Leicester upp úr fallsæti með sigri í Bítlaborginni Leicester City vann 2-0 útisigur á Everton í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn lyfti Leicester upp úr fallsæti. 5.11.2022 20:15
Haukar í basli eftir tap á Kýpur Handknattleikslið Hauka tapaði með fjögurra marka mun fyrir Anorthosis frá Kýpur í 2. umferð EHF Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag, lokatölur 26-22 heimamönnum í vil. Liðin mætast aftur í Kýpur á morgun og þurfa Haukar að vinna með fimma marka mun til að komast áfram. 5.11.2022 20:00
Jón Daði skoraði sárabótamark þegar Bolton féll úr leik Bolton Wanderers er fallið úr FA bikarnum eftir 2-1 tap fyrir Barnsley á heimavelli. Jón Daði Böðvarsson skoraði mark Bolton í leiknum. 5.11.2022 19:31
Aron átti góðan leik í enn sinum sigri Álaborgar | Elvar klikkaði ekki á skoti Aron Pálmarsson var á sínum stað þegar Álaborg vann fimm marka sigur á Mors-Thy í danska handboltanum, 31-26. Þá vann Íslendingalið Ribe-Esbjerg góðan sigur. 5.11.2022 19:00
Sjáðu þegar Svava Rós lagði upp tvö þegar Brann varð bikarmeistari Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk þegar Brann varð norskur bikarmeistari í fótbolta með 3-1 sigri á Stabæk. Stutt er síðan liðið tryggði sér norska meistaratitilinn og fullkomnaði liðið frábært tímabil með sigri í dag. 5.11.2022 18:31
Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5.11.2022 18:00
„Allt sem við spiluðum sóknarlega gekk upp“ Ísland vann átta marka sigur á Ísrael 34-26 í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2023. Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og gerði ellefu mörk og var afar ángæð með sigurinn í viðtali eftir leik. 5.11.2022 17:30
Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5.11.2022 17:15
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 34-26 | Öruggur sigur og umspil blasir við Íslandi Ísland vann sannfærandi sigur gegn Ísrael í fyrri leik liðanna í forkepni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2023. Ísland spilaði afar vel í seinni hálfleik sem skilaði átta marka sigri 34-26. 5.11.2022 17:15
Bayern lyfti sér upp í efsta sætið Bayern Munchen tyllti sér í efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Hertha Berlin í dag. Borussia Dortmund vann öruggan sigur gegn Bochum. 5.11.2022 17:00
Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5.11.2022 16:30
Pep við Zlatan: „Skrifaðu aðra bók“ Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimovic eru engir sérstakir vinir. Nú hefur þeim enn og aftur lent saman eftir að Ibrahimovic sagði í viðtali að egó Guardiola kæmi í veg fyrir framfarir Erling Haaland hjá Manchester City. 5.11.2022 16:00
Umfjöllun: Donbas - ÍBV 28-36 | Eyjamenn með annan fótinn í næstu umferð ÍBV er komið með annan fótinn í 3.umferð EHF European Cup í handknattleik eftir öruggan 36-28 sigur á úkraínska liðinu Donbas í Vestmannaeyjum í dag. Liðin mætast á nýjan leik á morgun. 5.11.2022 15:30
Mikilvægur sigur hjá Hirti og félögum Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa unnu mikilvægan sigur á Cosenza í ítölsku Serie B í dag. Hjörtur lék allan leikinn en lið Pisa er um miðja deild 5.11.2022 15:01
Slæmt tap Burnley í toppslag Jóhann Berg Guðmundsson kom inn sem varamaður hjá Burnley sem mátti þola slæmt tap gegn Sheffield United í Championship deildinni í dag. Lokatölur 5-2 en Jóhann Berg kom inn á í stöðunni 2-2. 5.11.2022 14:28
Glódís Perla skoraði í öruggum sigri Bayern Glódís Perla Viggósdóttir skoraði annað mark FC Bayern Munchen þegar liðið vann öruggan 3-0 útisigur á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bayern situr í öðru sæti deildarinnar. 5.11.2022 14:03
8. umferð CS:GO: 30-bombur og stórir sigrar Þór er áfram á toppi Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, en NÚ og Dusty fylgja fast á hælana. 5.11.2022 13:49
Íslendingar á fullri ferð þegar lokaumferðin í Svíþjóð var leikin Lokaumferð sænsku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu var að ljúka en lítil spenna var fyrir lokaumferðina. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard voru búnar að tryggja sér meistaratitilinn og unnu öruggan sigur í lokaumferðinni. 5.11.2022 13:16
Hljóp með íslenska fánann í mark á HM og var á meðal tuttugu bestu í heimi Hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir náði frábærum árangri í 40 km hlaupi á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi. Hún varð í 19.sæti og hljóp í mark með íslenska fánann á herðunum. 5.11.2022 12:43
„Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna“ Andrea Jakobsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handknattleik um helgina sem mætir Ísrael í tvígang í forkeppni heimsmeistaramótsins. Hún er bjartsýn fyrir verkefnið og segir ferð liðsins til Færeyja hafa þjappað hópnum vel saman. 5.11.2022 12:30
Chelsea staðfestir að Chilwell missi af HM Chelsea hefur staðfest að Ben Chilwell verði ekki með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Qatar en vinstri bakvörðurinn meiddist í leik gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni. 5.11.2022 11:59
„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5.11.2022 11:15
„Eins og veggur ef þú lendir á honum“ Ólafur Ólafsson var til umræðu í þættinum Subway-Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en hann átti frábæran leik í sigri Grindavíkur á Njarðvík í Subway-deildinni í gærkvöldi. 5.11.2022 10:31
Wolves búið að ráða Lopetegui Wolves hefur staðfest ráðningu Julen Lopetegui, fyrrum þjálfara Real Madrid og spænska landsliðsins. Lopetegui tekur við Wolves um miðjan mánuðinn. 5.11.2022 09:52
Áttundi þrjátíu stiga leikur Doncic í röð Luka Doncic heldur áfram frábærri spilamennsku sinni í NBA deildinni í körfuknattleik en hann skoraði meira en þrjátíu stig áttunda leikinn í röð þegar lið hans Dallas Mavericks lagði Toronto Raptors í nótt. 5.11.2022 09:29
Klopp um HM í Katar: „Öllum er sama um leikmennina“ Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, segir það gjörsamlega galið að HM í Katar hefjist aðeins viku eftir að enska úrvalsdeildin fer í frí. 5.11.2022 09:00
„Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits“ „Já eiginlega, fyrir mér var það aldrei spurning,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, aðspurð hvort hún hafi alltaf séð það fyrir sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Hún segir sig þó hafa skort fyrirmyndir þegar hún var að alast upp. 5.11.2022 08:00
Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5.11.2022 07:00
Dagskráin í dag: Lokaumferðin í Svíþjóð, FA bikarinn fer af stað, NBA, Serie A og golf Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. 5.11.2022 06:00
„Liðið hefur verið samansafn af lokuðum pappakössum“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir sigur liðsins á útivelli gegn Njarðvík í kvöld. Jóhann telur Grindvíkinga hafa skortað hörku undanfarin ár og kvaðst ánægður að Gkay Skordilis, leikmaður Grindavíkur, hafi látið reka sig af velli. 4.11.2022 23:46
„Passa sig á að sofna ekki á verðinum“ „Ótrúlega gott að fá svona marga leiki svo við getum spilað okkur saman. Bætt okkur í okkar veikleikum og því sem er gott,“ sagði landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir um verkefni íslenska kvennalandsliðsins en eftir tvo leiki í Færeyjum um síðustu helgi þá mætir liðið Ísrael hér heima í undankeppni HM 2023 bæði á laugardag og sunnudag. 4.11.2022 23:30