„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 11:15 Arnar Pétursson er landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. Skjáskot Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. Liðið hefur fengið fínan undirbúningstíma síðustu daga og lék tvo æfingaleiki um síðustu helgi. Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hitti Arnar Pétursson landsliðþjálfara að máli eftir æfingu liðsins í gær. „Þetta er búið að vera töluvert af æfingum og svo fengum við tvo mjög góða leiki við Færeyjar um helgina sem vonandi nýtast okkur mjög vel,“ sagði Arnar. Arnar segir að liðið sé búið að fara yfir alla þætti á æfingum fyrir leikina í dag og segir að ein af áherslubreytingum í varnarleiknum sé að liðið stigi aðeins ofar í 6:0 vörninni. „Það eru töluverðar breytingar á hópnum frá því í seinustu undankeppni. Við höfum verið að slípa inn nýja leikmenn og koma þeim inn í það sem við erum að gera. Við höfum verið að keyra svolítið markvissara seinni bylgjuna og bæta við þar líka. Sóknarlega erum við að koma inn einu og einu nýju kerfi.“ Íslenska liðið rennir blint í sjóinn að sumu leyti hvað varðar Ísraelska liðið sem það mætir um helgina og viðurkennir Arnar að það sé óþægilegt fyrir þjálfara. „Það er alveg óþolandi að vita ekki alveg hvað við erum að fara út í. Þannig er þetta bara í þessu tilfelli. Það eru að koma inn tveir nýir leikmenn sem eru í lykilhlutverki hjá þeim, miðjumanneskja og línumanneskja, úkraínskir leikmenn sem eru komnir með passa.“ „Það er nýr þjálfari sem tók við fyrir mánuði síðan. Við teljum okkur kannski vita hver grunnurinn er en við þurfum að spila smá skák í upphafi leiks á morgun, sjá hvað þær eru að gera og reyna að svara því.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri leikur Íslands og Ísrael hefst í dag klukkan 15:00 og fer eins og áður segir fram á Ásvöllum. Klippa: Viðtal við Arnar Pétursson Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Liðið hefur fengið fínan undirbúningstíma síðustu daga og lék tvo æfingaleiki um síðustu helgi. Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hitti Arnar Pétursson landsliðþjálfara að máli eftir æfingu liðsins í gær. „Þetta er búið að vera töluvert af æfingum og svo fengum við tvo mjög góða leiki við Færeyjar um helgina sem vonandi nýtast okkur mjög vel,“ sagði Arnar. Arnar segir að liðið sé búið að fara yfir alla þætti á æfingum fyrir leikina í dag og segir að ein af áherslubreytingum í varnarleiknum sé að liðið stigi aðeins ofar í 6:0 vörninni. „Það eru töluverðar breytingar á hópnum frá því í seinustu undankeppni. Við höfum verið að slípa inn nýja leikmenn og koma þeim inn í það sem við erum að gera. Við höfum verið að keyra svolítið markvissara seinni bylgjuna og bæta við þar líka. Sóknarlega erum við að koma inn einu og einu nýju kerfi.“ Íslenska liðið rennir blint í sjóinn að sumu leyti hvað varðar Ísraelska liðið sem það mætir um helgina og viðurkennir Arnar að það sé óþægilegt fyrir þjálfara. „Það er alveg óþolandi að vita ekki alveg hvað við erum að fara út í. Þannig er þetta bara í þessu tilfelli. Það eru að koma inn tveir nýir leikmenn sem eru í lykilhlutverki hjá þeim, miðjumanneskja og línumanneskja, úkraínskir leikmenn sem eru komnir með passa.“ „Það er nýr þjálfari sem tók við fyrir mánuði síðan. Við teljum okkur kannski vita hver grunnurinn er en við þurfum að spila smá skák í upphafi leiks á morgun, sjá hvað þær eru að gera og reyna að svara því.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri leikur Íslands og Ísrael hefst í dag klukkan 15:00 og fer eins og áður segir fram á Ásvöllum. Klippa: Viðtal við Arnar Pétursson
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira