„Allt sem við spiluðum sóknarlega gekk upp“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. nóvember 2022 17:30 Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og gerði 11 mörk í dag Vísir/Hulda Margrét Ísland vann átta marka sigur á Ísrael 34-26 í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2023. Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og gerði ellefu mörk og var afar ángæð með sigurinn í viðtali eftir leik. „Mér fannst sóknarleikurinn mjög góður þar sem allt sem við spiluðum gekk upp. Við fengum á okkur 26 mörk sem var aðeins of mikið en annars var þetta mjög fínn leikur,“ sagði Sandra Erlingsdóttir eftir átta marka sigur á Ísrael. Það var jafnræði með liðunum fyrsta korterið í fyrri hálfleik en síðan fann Ísland betri takt og náði hægt og rólega að byggja upp forskot. „Við vorum að renna blint í sjóinn með andstæðing og það tók smá tíma að finna jafnvægið. Við vildum keyra hratt á þær og hlaupa mikið en fórum aðeins fram úr okkur í byrjun.“ „Við fórum síðan að spila betri vörn og það var meira skipulag þegar við fórum í seinni bylgjuna.“ Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og gerði fyrstu fjögur mörkin og Sandra sagði að það hafi verið talað um það í hálfleik að setja tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks. „Þær fengu ódýr mörk í lok fyrri hálfleiks og enduðu á að skora úr fríkasti svo það var smá þungt yfir okkur inn í klefa í hálfleik en þá var lagt upp með að byrja sterkar í seinni hálfleik.“ Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og var markahæst hjá Íslandi með ellefu mörk og var ánægð með liðsfélagana sína sem voru að gefa á hana. „Ég fékk boltann rosa mikið þegar ég var laus og komin ein í gegn sem gerist ekki það oft og við spiluðum ótrúlega vel sem lið.“ Sandra taldi það afar ólíklegt að það myndi vera þreyta í liðinu gegn Ísrael á morgun. „Við náðum að rúlla þokkalega vel á liðinu og Ísrael spilaði langar sóknir og við fegnum hvíld við það,“ sagði Sandra að lokum. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
„Mér fannst sóknarleikurinn mjög góður þar sem allt sem við spiluðum gekk upp. Við fengum á okkur 26 mörk sem var aðeins of mikið en annars var þetta mjög fínn leikur,“ sagði Sandra Erlingsdóttir eftir átta marka sigur á Ísrael. Það var jafnræði með liðunum fyrsta korterið í fyrri hálfleik en síðan fann Ísland betri takt og náði hægt og rólega að byggja upp forskot. „Við vorum að renna blint í sjóinn með andstæðing og það tók smá tíma að finna jafnvægið. Við vildum keyra hratt á þær og hlaupa mikið en fórum aðeins fram úr okkur í byrjun.“ „Við fórum síðan að spila betri vörn og það var meira skipulag þegar við fórum í seinni bylgjuna.“ Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og gerði fyrstu fjögur mörkin og Sandra sagði að það hafi verið talað um það í hálfleik að setja tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks. „Þær fengu ódýr mörk í lok fyrri hálfleiks og enduðu á að skora úr fríkasti svo það var smá þungt yfir okkur inn í klefa í hálfleik en þá var lagt upp með að byrja sterkar í seinni hálfleik.“ Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og var markahæst hjá Íslandi með ellefu mörk og var ánægð með liðsfélagana sína sem voru að gefa á hana. „Ég fékk boltann rosa mikið þegar ég var laus og komin ein í gegn sem gerist ekki það oft og við spiluðum ótrúlega vel sem lið.“ Sandra taldi það afar ólíklegt að það myndi vera þreyta í liðinu gegn Ísrael á morgun. „Við náðum að rúlla þokkalega vel á liðinu og Ísrael spilaði langar sóknir og við fegnum hvíld við það,“ sagði Sandra að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira