Fleiri fréttir

Ást­ríkur, Stein­ríkur og Zlatan I­bra­himo­vić

Fertugi framherjinn Zlatan Ibrahimović stefnir á endurkomu með AC Milan í vetur þegar hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hrjá hann um þessar mundir. Þá má sjá hann á hvíta skjánum á næsta ári þar sem hann mun leika í nýjustu myndinni um Ástrík og Steinrík.

Hætt í fót­bolta til að huga að and­legri heilsu

Hin írska Clare Shine, leikmaður Glasgow City, er hætt í fótbolta vegna andlegrar vanlíðan. Shine var hluti af liði liði Glasgow City sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2020.

Fær­eyjar með ó­trú­legan sigur á Tyrk­landi

Færeyjar og Tyrkland mættust í C-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Tyrkland hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum og þar með sæti í B-deild og Færeyjar voru öruggar með sæti sitt í riðlinum. Það var því kannski ekki mikið undir í leik kvöldsins en úrslitin eru þó ein þó óvæntustu í manna minnum.

Frækinn sigur Dana dugði ekki til

Danmörk gerði sér lítið fyrir og vann Frakkland 2-0 í riðli 1 í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Það dugði ekki til sigurs í riðlinum þar sem Króatía lagði Austurríki 3-1 og er því komið í undanúrslit.

Nökkvi Þeyr kominn á blað í Belgíu

Dalvíkingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson er kominn á blað í Belgíu. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir B-deildarlið Beerschot í öruggum 4-0 sigri á Royal Knokke í belgísku bikarkeppninni í dag.

Bjarki Már marka­hæstur hjá Veszprém

Bjarki Már Elísson er hægt og rólega að komast í sitt besta form með Veszprém. Hann var markahæstur hjá sínu liði er það fékk Tatabánya í heimsókn í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 42-32.

Nik Chamberlain: Ánægður fyrir hönd Brynju Ránar

Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ánægður með að ná að halda hreinu þegar lið hans vann sannfærandi 5-0 sigur á móti KR í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 

Viggó tryggði Leipzig jafntefli gegn Lemgo

Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig, var markahæsti leikmaður liðsins og skoraði markið sem réði úrslitum í 29-29 jafntefli gegn Lemgo. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, leikmenn Magdeburg, skoruðu samtals 12 mörk í stórsigri á Minden á sama tíma.

„Eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd“

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Selfyssingum í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Tapið þýðir að Evrópudraumar Blika eru í hættu og Ásmundur segir tilfinninguna ekki góða eftir leik.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 1-2 | ÍBV aftur á sigurbraut

ÍBV komst aftur á sigurbraut en ÍBV hafði ekki tekist að vinna í síðustu fjórum leikjum. Leikurinn fór rólega af stað en ÍBV komst yfir þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík brotnaði algjörlega við þetta mark og ÍBV bætti við öðru marki tveimur mínútum síðar.Keflavík minnkaði forystu ÍBV í seinni hálfleik en gerði lítið til að jafna leikinn og Eyjakonur fögnuðu 1-2 sigri. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Hlín og Berglind á skotskónum í Svíþjóð

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, og Berglind Rós Ágústsdóttir, leikmaður Örebo, voru báðar í eldlínunni með sínum liðum í sænsku úrvalsdeildinni í dag og tókst þeim báðum að skora mark í sigri síns liðs.

Anna Björk á toppnum á Ítalíu

Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Inter Milan, var í byrjunarliði liðsins og lék allan leikinn í miðri vörninni í 0-2 útisigri Inter gegn Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Óttaðist líf sitt vegna rasista og nettrölla

Alex Scott, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segist hafa óttast um líf sitt og gat ekki yfirgefið húsið sitt vegna rasista og nettrölla sem hótuðu að binda enda á líf hennar.

Bætti eigið heimsmet um 30 sekúndur

Hlauparinn Eliud Kipchoge frá Keníu sló í dag eigið heimsmet í maraþoni þegar hann vann Berlínar maraþonið á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum.

Heimsúrvalið hafði betur á þriðja degi forsetabikarsins

Af alls átta viðureignum í gær voru það aðeins Jordan Spieth og Justin Thomas ásamt Tony Finau og Max Homa sem unnu sín einvígi fyrir Bandaríkjamenn. Heimsúrvalið hefur því náð að minnka forskot Bandaríkjanna úr sex niður í fjóra vinninga.

Ísak Snær dregur sig úr landsliðshópnum

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks og íslenska U-21 landsliðsins, hefur dregið sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Hilmir Rafn Mikaelsson hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Ísaks.

„Þetta er Klopp-syndrome“

Farið var yfir stemninguna hjá Gróttu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Róbert Gunnarsson, þjálfari liðsins, fagnaði sigrinum á Stjörnunni vel og innilega með leikmönnum sínum.

„Ungur strákur sem átti margt ó­lært“

Slegið var á létta strengi í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi hafði nefnilega grafið upp fermingarmyndir af sérfræðingum þáttarins sem og sjálfum sér. Ásamt Stefáni Árna voru þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Jóhann Einar Gunnarsson að þessu sinni.

Sviss gerði Portúgal greiða

Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Portúgal vann 4-0 stórsigur á Tékklandi á meðan Sviss vann óvæntan 2-1 sigur á Spáni.

„Ekkert grín að taka þetta svona tvö ár í röð“

„Þetta verður aldrei þreytt, sem betur fer,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, en liðið varði titil sinn með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta fyrr í dag.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.