Fleiri fréttir

Íslandsmet Jóns Margeirs dugði ekki til að komast á pall

Jón Margeir Sverrisson varði í 5. sæti í 200 metra fjórsundi á lokakeppnisdegi heimsmeistaramóts fatlaðra í sundi í Montréal en hann var með þriðja besta tímann inn í úrslitasundið. Það dugði ekki að Jón Margeir bætt Íslandsmet sitt um tæpar tvær sekúndur því hann rétt missti af bronsinu eftir æsispenanndi lokasprett.

Lampard: Mourinho er kominn aftur heim

Frank Lampard, leikmaður Chelsea var himinlifandi eftir opnunarleik liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lampard sem skoraði eitt mark í sigri Chelsea ræddi sérstaklega endurkomu Jose Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins og sagði hann vera kominn heim aftur.

Osvaldo til Southampton

Enska úrvalsdeildarliðið Southampton staðfesti í kvöld kaup sín á ítalska framherjanum, Pablo Osvaldo en hann var keyptur frá Roma á Ítalíu. Verðmiðinn á Osvaldo er talinn vera í kringum þrettán milljónir punda.

Pepsi-mörkin koma öll inn á Vísi

Vegna tæknilegra erfiðleika var ekki hægt að sýna Pepsi-mörkin í beinni útsendingu inn á Vísi í kvöld. Við biðjumst afsökunar á þessu en þátturinn kemur allur í staðinn inn á Vísi og verður þá aðgengilegur hér á vefnum.

Harpa með fernu og Stjörnukonur með tólf stiga forskot - myndir

Stjarnan er komið með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 stórsigur á HK/Víkingi á Víkingsvellinum í kvöld. Jafntefli Vals og Þór/KA fyrr í kvöld og þessi góði útisigur sér til þess að Garðabæjarliðið er komið með tólf stiga forskot á toppi deildarinnar.

Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið

Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út.

Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg

Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar.

Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.

Pepsi-mörkin verða á dagskránni í kvöld - Ólafur Kristjánsson mætir

Stöð 2 Sport hefur ákveðið að sýna Pepsi-mörkin í kvöld en það hafði áður verið hætt við að sýna þau eftir að það varð að flauta af leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en honum varð hætt eftir að Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson varð fyrir slæmum höfðumeiðslum.

Sara Björk skoraði í stórsigri LdB Malmö

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka LdB Malmö í 5-0 stórsigri liðsins á útivelli á móti Kopparbergs/Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. LdB Malmö er á miklu skriði eftir EM-fríið og hefur unnið alla þrjá leiki sína með markatölunni 12-2.

Isco tryggði Real Madrid þrjú stig í fyrsta leik

Real Madrid vann 2-1 endurkomusigur á Real Betis á Estadio Santiago Bernabéu í kvöld í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Það var ungstirnið Isco sem skoraði sigurmarkið en Real Madrid keypti þennan 21 árs gamla strák frá Málaga í sumar. Isco lagði einnig upp fyrra mark Real Madrid.

Leikur Breiðabliks og KR flautaður af

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.

Keilismenn og GKG-konur unnu Sveitakeppni GSí

Karlalið Golfklúbbsins Keilis og kvennalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar tryggðu sér í dag sigur í Sveitakeppni GSÍ. Keilismenn unnu á heimavelli í úrslitaleik karla en það var mikil dramatík í gangi hjá konunum sem spiluðu suður með sjó. Keiiskonur héldu að þær hefði unnið en GKG var dæmdur sigur eftir kæru.

Barcelona skoraði sex mörk í fyrsta hálfleik tímabilsins

Barcelona byrjar vel í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann 7-0 stórsigur á Levante í dag. Lionel Messi og Pedro skoruðu báðir tvö mörk og Cesc Fàbregas fékk tækifæri í byrjunarliðinu og lagði upp þrjú mörk.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - FH 2-6

Björn Daníel Sverrisson átti ótrúlegan leik en hann skoraði fjögur mörk í góðum 6-2 sigri Íslandsmeistara FH á Skagamönnum upp á Skipaskaga í sextándu umferð Pepsi-deildarinnar nú í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1

ÍBV og Víkingur Ó. gerði 1-1 jafntefli í slökum leik á Hásteinsvelli í dag. Eyjamenn náðu þarna í sitt fyrsta stig síðan 14. júlí en ÍBV-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð.

Þór/KA stoppaði sigurgöngu Vals og hjálpaði Stjörnunni - myndir

Norðanstúlkur úr Þór/KA gáfu liði Stjörnunnar tækifæri á því að komast enn nærri Íslandsmeistaratitli kvenna í fótbolta í kvöld þegar norðanliðið stöðvaði sigurgöngu Vals í markalausu jafntefli á Vodafone-vellinum í kvöld. Stjarnan getur því náð tólf stiga forskoti með sigri á HK/Víkingi seinna í kvöld.

Bolt með enn ein gullverðlaunin

Usain Bolt nældi sér í sín þriðju gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag þegar Bolt og félagar hans í sveit Jamaíka unnu 4x100 m boðhlaup karla.

Fraser-Pryce með þrenn gullverðlaun

Boðhlaupssveit Jamaíku setti heimsmet og vann auðveldan sigur í 4x100 metra boðhlaupi kvenna á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum sem haldin er í Moskvu.

Aníta og Kolbeinn urðu bæði tvöfaldir Norðurlandameistarar

Aníta Hinriksdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson urðu bæði Norðurlandameistarar annan daginn í röð þegar þau unnu 1500 metra hlaup kvenna og 200 metra hlaup karla á Norðurlandamóti 19 ára og yngri sem lauk fyrir skömmu í Espoo í Finnlandi.

Kolbeinn afgreiddi Feyenoord

Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk Ajax í 2-1 sigri á Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Amsterdam ArenA í dag en þetta voru fyrstu deildarmörk kappans á tímabilinu. 52.581 sáu Íslendinginn tryggja hollensku meisturunum þrjú stig.

Gylfi lék allan leikinn í sigri Tottenham

Íslenski landsliðsmaðurinn, Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik fyrir Tottenham þegar liðið vann 1-0 útisigur á nýliðum Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi lék allan leikinn.

Hörður skoraði í vítaspyrnukeppni í sigri Spezia

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður 21-árs landsliðs Íslendinga spilaði sinn fyrsta leik þegar ítalska B-deildar liðið Spezia fór áfram í bikarnum eftir sigur á efstu deildar liði Genoa en leikurinn réðst í vítaspyrnukeppni.

Gunnar Heiðar klikkaði á víti en lagði svo upp sigurmarkið

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar hans í Konyaspor unnu magnaðan endurkomu sigur í fyrstu umferð tyrknesku úrvalsdeildarinnar. Konyaspor var 0-2 undir á móti Fenerbahce þegar aðeins fimmtán mínútur voru til leiksloka en vann 3-2.

Aron með mark á 65 mínútna fresti í búningi AZ

Aron Jóhannsson skoraði eitt marka AZ Alkmaar í 2-1 sigur á RKC Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Hann hefur þar með skorað í öllum fjórum leikjum liðsins á tímabilinu, þrjú mörk í þremur deildarleikjum og 1 mark í hollensku meistarakeppninni. Aron hefur einnig lagt upp tvö mörk fyrir félaga sína í þessum leikjum.

Ancelotti þarf ekkert Gareth Bale

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er fyllilega sáttur með leikmannahópinn sinn og þarf ekkert fleiri leikmenn. Tottenham-maðurinn Gareth Bale hefur verið orðaður við spænska stórliðið í allt sumar og lengi vel var slúðrað um það að Real-menn ætluðu að gera Bale að dýrasta knattspyrnumanni heims.

Usain Bolt tók myndavél Svíans í þriðja sinn

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt leggur það í vana sinn að vinna gull á stórmótum og fagna því með því að fá lánaða myndavél sænska ljósmyndarans Jimmy Wixtröm sem tekur myndir fyrir Sportbladet.

Villas-Boas hafnaði tilboðum frá PSG og Real Madrid

André Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, segist hafa hafnað tilboðum frá stórliðunum Paris Saint-Germain og Real Madrid af því að hann vildi vera annað tímabil með Tottenham. Tottenham spilar sinn fyrsta leik á nýju tímabili í dag þegar liðið mætir nýliðum Crystal Palace á útivelli.

Aníta Heims-, Evrópu- og Norðurlandameistari á árinu 2013

Ísland eignaðist þrjá Norðurlandameistara unglinga á Norðurlandamóti 19 ára og yngri sem fram fer um helgina í Espoo í Finnlandi. Björg Gunnarsdóttir sigraði á nýju persónulegu meti í 400 m hlaupi kvenna, Kolbeinn Höður Gunnarssson sigraði í 400 m hlaupi á nýju Íslandsmeti 18 til 19 ára og þá bætti Aníta Hinriksdóttir Norðurlandameistaratitli í safnið sitt þegar hún vann 800 metra hlaupið örugglega.

Keilir og GKG mætast bæði í úrslitaleik karla og kvenna

Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar eiga lið í bæði úrslitaleik karla og kvenna í Sveitakeppninni í golfi en það var ljóst eftir undanúrslitaleikina í dag. Karlalið Keils er á heimavelli á Hvaleyrarvellinum en úrslitaleikirnir fara fram á morgun.

Messi verður með Barcelona í fyrsta leik

Lionel Messi er leikfær og getur því spilað með Barcelona á morgun þegar liðið hefur leiktíðina á heimaleik á móti Levante. Messi tognaði lítillega í vikunni og gat því ekki spilað með argentínska landsliðinu á móti Ítalíu.

Almarr: Það er ekki eins og þeir séu með einhverja sögu

"Við gáfumst ekki upp þrátt fyrir að lenda 2-0 undir. Að fara 2-0 inn í hálfleik er hrikalega erfitt en við börðumst eins og ljón,“ sagði Almarr Ormarsson sem skoraði tvö mörk fyrir Fram og lagði upp það þriðja þegar Fram varð bikarmeistari í dag. Fram og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum en Fram vann vítakeppnina 3-1.

Sjá næstu 50 fréttir