Fleiri fréttir

Kannski gott að fá þennan skell á móti Noregi

Íslenska kvennalandsliðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á Nettbuss Open-æfingamótinu í Gautaborg um helgina en liðið var nálægt því að vinna Serbíu í lokaleiknum sem tapaðist aðeins með einu marki, 21-22.

Klaus Frimor kennir fluguköst

Hinn kunni danski atvinnuveiðimaðurinn Klaus Frimor verður með kastnámskeið þar sem hann kennir grunnatriði og leiðréttir villur hjá lengra komnum.

Moyes ætlar að klófesta Modric

Luka Modric, leikmaður Real Madrid, mun vera ofarlega á óskarlista David Moyes, nýráðnum knattspyrnustjóra Manchester United, og ætlar Skotinn að leggja mikla áherslu á að klófesta þennan snjalla miðjumann frá Spáni.

Lazio og Celtic bikarmeistarar í dag

Lazio og Celtic tryggðu sér bikarmeistaratitla í sínum löndum í dag, Lazio á Ítalíu með því að vinna nágranna sína í Roma í úrslitaleik en Celtic í Skotlandi með því að vinna Hibernian örugglega í úrslitaleik á Hampden Park.

Rannsaka gróft brot á æfingareglum

Keppnislið Red Bull og Ferrari í Formúlu 1 eru mjög óánægð með leynidekkjaprófanir Pirelli og Mercedes eftir kappaksturinn á Spáni. Enginn vissi að prófanirnar færu fram, ekki einu sinni FIA sem rannsakar nú hvort einhverjir hafa gerst brotlegir gegn reglum Formúlu 1.

Þór/KA vann en Sandra María meiddist

Þór/KA sótti þrjú stig á Valbjarnarvöllinn í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á botnliði Þróttar. Þór/KA missti Söndru Maríu Jessen meidda af velli í fyrri hálfeik og lenti 1-0 undir en svaraði með fjórum mörkum á síðustu 28 mínútum leiksins.

Axel og Guðrún unnu fyrsta mót sumarsins

Fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í Golfi fór fram á Garðavelli um helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, vann í kvennaflokki og það var Axel Bóasson, GK, sem bar sigur úr býtum í karlaflokki.

Maldonado: Chilton er hættulegur

Pastor Maldonado slapp með skrekkinn þegar hann gat gengið frá hörðum árekstri við vegriðið í Mónakó dag. Í kjölfar slyssins var mótið stöðvað tímabundið á meðan hægt var að gera við öryggisveggi.

Matthías tryggði Start jafntefli

Matthías Vilhjálmsson skoraði mark Start í 1-1 jafntefli á útivelli á móti Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Matthías hefur þar með skorað þrjú mörk fyrir Start á þessu tímabili.

Hjálmar og Hjörtur Logi bikarmeistarar

Hjálmar Jónsson og Hjörtur Logi Valgarðsson urðu í kvöld sænskir bikarmeistarar með liði sínu IFK Gautaborg en þeir fengu þó hvorugur að taka þátt í úrslitaleiknum á Friends Arena í Solna í Stokkhólmi.

Grosjean refsað fyrir áreksturinn

Romain Grosjean, frakkinn ungi hjá Lotus, verður færður aftur um tíu sæti á ráslínu í Kanada eftir tvær vikur. Hann hlýtur þessa refsingu fyrir að hafa ekið aftan á Daniel Ricciardo á Toro Rosso í Mónakó í dag.

Barcelona á enn möguleika á 100 stigum

Alexis Sánchez og Pedro Rodríguez skoruðu mörk Barcelona í 2-0 útisigri á nágrönnunum í Espanyol í næstsíðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Barcelona er þar með komið með 97 stig og getur náð hundrað stigunum með sigri í lokaleiknum.

Real Madrid missti niður 2-0 forystu

Real Madrid varð að sætta sig við 3-3 jafntefli á móti Real Sociedad í næstsíðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Real Madrid komst í 2-0 og 3-2 en Xabi Prieto tryggði Real Sociedad jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Massa sendur heim af sjúkrahúsi

Felipe Massa hefur verið sendur heim af sjúkrahúsinu í Mónakó eftir að hafa verið ekið þangað til frekari skoðunar vegna slyss í kappakstrinum í dag.

Sigríður Hrönn og Valgarð unnu brons á NM unglinga

Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir og Valgarð Reinhardsson unnu bæði til bronsverðlauna í dag á Norðurlandameistaramóti unglinga í áhaldafimleikum í Elverum Noregi. Ísland átti þrjá keppendur í úrslitum í dag og unnust eins og áður sagði tvö brons.

Magdeburg rúllaði yfir Gummersbach

Magdeburg vann frábæran sigur á Gummersbach, 41-31, en sigur liðsins var aldrei í hættu. Björgvin Páll Gústavsson átti fínan leik í marki Magdeburg og kom mikið við sögu. Magdeburg hafði aðeins eins marks forskot í hálfleik, 16-15, en gengu gjörsamlega frá gestunum í þeim síðari og unnu að lokum tíu marka sigur.

Yngvi snýr aftur í kvennaboltann - tekur við KR

Yngvi Gunnlaugsson verður næsti þjálfari KR í Dominos-deild kvenna í körfubolta og mun hann taka við starfi Finns Stefánssonar sem tekur við karlaliðinu. Þetta kemur fram á karfan.is

Moyes og Rooney munu ræða saman á næstu dögum

Framtíð Wayne Rooney hjá Manchester United hefur verið óljós undanfarnar vikur og er leikmaðurinn mögulega á leiðinni frá liðinu en hann hefur verið orðaður við flest stórlið í Evrópu að undanförnu.

Fækkaði um tvo í landsliðshópnum rétt fyrir brottför

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður ekki með fullt lið á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg sem hefjast í næstu viku. Aðeins tíu leikmenn flugu út í morgun þar sem tveir urðu að segja sig út úr hópnum vegna meiðsla.

Falcao fer líklega til Monaco

Það lítur allt út fyrir það að Radamel Falcao muni skrifa undir hjá franska liðinu Monaco á morgun en félagið mun líklega kaupa leikmanninn á 60 milljónir evra frá Atletico Madrid.

Lillestrøm með öruggan sigur á Haugesund

Lillestrøm vann góðan sigur, 3-0, gegn Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Åråsen-vellinum í Lillestrøm. Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn fyrir heimamenn.

Wicks ekki í marki Þórsara í kvöld

Bandaríski markvörðurinn Joshua Wicks spilar ekki með Þórsliðinu á móti Fylki í kvöld en liðin mætast þá á Fylkisvellinum í 5. umferð Pepsi-deildar karla og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Joshua Wicks segir á twitter-síðu sinni að hann missi af leiknum af því að konan hans á von á sér á hverri stundu.

Umeå gengur áfram vel með Katrínu í miðverðinum

Katrín Jónsdóttir og félagar hennar í Umeå unnu 2-0 sigur á Mallbacken í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Umeå byrjaði tímabilið ekki alltof vel en hefur fengið níu stig í síðustu níu leikjum sínum.

Rosberg vann Mónakó 30 árum á eftir pabba

Nico Rosberg, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, vann Mónakókappaksturinn í dag. Hann leiddi mótið frá fyrsta hring og hélt forystunni örugglega allt mótið. Keke Rosberg, pabbi Nico, vann mótið fyrir þrjátíu árum, árið 1983.

Íslensku stelpurnar heppnar með riðil

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta verður í riðli með Frakklandi, Slóvakíu og Finnlandi í undankeppni EM 2014 en dregið var í Veszprem í Ungverjalandi í dag. Íslensku stelpurnar höfðu heppnina með sér því liðið lenti í riðli með slökustu liðunum í þriðja og fjórða styrkleikaflokki.

Stelpurnar töpuðu með einu marki á móti Serbíu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öllum þremur leikjum sínum á Nettbuss Open mótinu í Gautaborg en íslensku stelpurnar töpuðu með einu marki á móti Serbíu í lokaleik sínum í dag, 21-22. Þetta voru síðustu æfingaleikir íslenska liðsins fyrir umspilsleikina á móti Tékkum.

Dramatísk jöfnunarmark hjá Hallberu og félögum

Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með Piteå þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Vittsjö í sænsku kvennadeildinni í dag. Þetta var fyrsta stig Piteå-liðsins í langan tíma en liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð.

Lengsta bið í meira en hálf öld

Ólafsvíkur-Víkingar taka á móti Eyjamönnum í 5. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klukkan 18.00 í kvöld en Ólsarar eru enn að bíða eftir sínu fyrsta stigi í efstu deild. Það hefur bara eitt lið þurfa að bíða jafnlengi eftir sínu fyrsta stigi í efstu deild og það félag þreytti frumraun sína í efstu deild fyrir meira en hálfri öld síðan.

Jón Arnór og félagar unnu eftir þríframlengdan leik

Zaragoza tryggði sér oddaleik í 8-liða úrslitum spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið bar sigur úr býtum, 122-120, gegn Valencia í ótrúlegum körfuboltaleik en framlengja þurfti í þrígang. Jón Arnór Stefánsson var flottur í liðið Zaragoza og gerði 14 stig.

Spurs komið í algjöra lykilstöðu gegn Grizzlies

San Antonio Spurs er komið í algjöra lykilstöðu gegn Memphis Grizzlies eftir sigur, 104-93, í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu Vesturdeildarinnar. Spurs hafa unnið alla leikina þrjá og leiðir því einvígið 3-0.

Fleiri Vals-martraðir hjá Keflvíkingum?

Valur tekur á móti Keflavík í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram á Vodafonevellinum að Hlíðarenda og hefst klukkan 19.15.

Þórsarar fengu til sín hæsta körfuboltamann landsins

Ragnar Á. Nathanaelsson, 218 sentímetra miðherji úr Hamar, mun spila með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfubolta næsta vetur en þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara og karfan.is. Þórsarar eru þar með búnir að semja við hæsta körfuboltamann landsins.

Tim Duncan að skilja við eiginkonuna

Þetta hefur verið frábært tímabil fyrir Tim Duncan hjá San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta en það hefur ekki gengið eins vel hjá honum utan vallar.

Vignir valin bestur í hundraðasta landsleiknum

Vignir Hlöðversson lék sinn hundraðasta landsleik á 46 ára afmælisdaginn í gær þegar íslenska karlalandsliðið í blaki tapaði 0-3 fyrir Grikkjum (25-8,25-13,25-12) í riðlakeppni HM. Leikurinn fór fram í Halmstad í Svíþjóð.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Þór 1-4 | Fylkismenn niðurlægðir

Þór vann frábæran sigur á Fylki, 4-1, í fimmtu umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram í Lautinni í Árbæ. Fylkismenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik með rautt spjald og það náðu Þórsarar að nýta sér vel. Tveir sigrar í röð hjá Þór sem hafa sex stig í deildinni en Fylkir hefur ekki enn náð að vinna leik á tímabilinu og eru í næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig.

Sjá næstu 50 fréttir