Fleiri fréttir Ásdís endaði í áttunda sæti í New York Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst 56,9 metra og endaði í áttunda sæti á Demantamótinu í New York í Bandaríkjunum í kvöld. Þýski kastarinn Christina Obergföll tryggði sér sigur með kasti upp á 64,33 metra en í öðru sæti varð Mariya Abakumova frá Rússlandi. 25.5.2013 22:32 Robben: Þetta varð bara að gerast núna Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins aðeins mínútu fyrir leikslok í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Robben lagði einnig upp fyrra mark liðsins í leiknum. 25.5.2013 22:01 Hummels: Við vorum orðnir þreyttir í lokin Mats Hummels spilaði í miðri vörn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en var ekki hundrað prósent og það sást. Hann var til dæmis víðsfjarri þegar Arjen Robben skoraði sigurmark Bayern mínútu fyrir leikslok. 25.5.2013 21:36 Klopp: Við sýndum það að við áttum skilið að vera í úrslitaleiknum Jürgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, var að sjálfsögðu niðurlútur eftir 1-2 tap á móti Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í kvöld en hann var jafnframt stoltur af sínum mönnum. 25.5.2013 21:23 Lahm þriðji Bæjarinn til að lyfta bikarnum með stóru eyrun Philipp Lahm, fyrirliði Bayern München, lyfti nú áðan Meistaradeildarbikarnum á Wembley-leikvanginum í London eftir að liðið hans vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleiknum. 25.5.2013 21:08 Heynckes í hóp með Mourinho og fleiri góðum Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, stýrði liði sínu til sigurs í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann þá 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Hollendingurinn Arjen Robben skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok. 25.5.2013 20:58 Stelpurnar töpuðu stórt á móti Noregi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þrettán marka mun á móti Noregi, 20-33, í Nettbuss-æfingamótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir umspilsleiki á móti Tékklandi en fyrri leikurinn fer fram á Íslandi um næstu helgi. 25.5.2013 19:44 Stúlknalandsliðið fékk brons á Norðurlandamóti unglinga Íslenska stúlknalandsliðið í fimleikum fékk bronsverðlaun í sveitakeppni á Norðurlandamóti unglinga í áhaldafimleikum sem fer fram í Elverum í Noregi en þetta kemur fram í frétt frá Fimleikasambandi Íslands. 25.5.2013 19:17 Axel og Guðrún Brá héldu bæði forystunni Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili eru áfram efst á á Egils Gull golfmótinu sem leikið er á Garðavelli á Akranesi en öðrum degi af þremur er nú lokið. Þetta er fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni. 25.5.2013 19:15 Fannar, Arnór og Ólafur allir í sigurliði Íslendingaliðin Flensburg-Handewitt og HSG Wetzlar unnu leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. HSG Wetzlar vann þriggja marka sigur á TuS N-Lübbecke en Flensburg fór létt með TSV GWD Minden. 25.5.2013 18:54 Þráinn og Sigrún Helga komu, sáu og sigruðu Þráinn Kolbeinsson og Sigrún Helga Lund, bæði úr Mjölni, komu, sáu og sigruðu á Mjölnir Open sem haldið var í dag en mótið er stærsta uppgjafarglímumót á Íslandi. Þráinn og Sigrún sigruðu bæði sína þyngdarflokka sem og opinn flokk karla og kvenna. 25.5.2013 18:41 Leiknismenn í góðum gír á Húsavík Leiknismenn sóttu þrjú stig á Húsavík í kvöld þegar liðin mættust í 3. umferð 1. deildar karla. Reykjavíkurmeistararnir voru búnir að gera jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en lönduðu nú fyrsta sigri sínum þegar þeir mættu nýliðum Völsungs. 25.5.2013 18:35 Robben tryggði Bayern sigur í Meistaradeildinni Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Bayern München vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og er Evrópumeistari meistaraliða í fimmta sinn. 25.5.2013 18:00 Liverpool á eftir vængmanni frá Gana Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, er með 21 árs örfættan vængmann frá Gana í sigtinu en Sky Sports segir frá í dag að Liverpool hafi gert Porto tilboð í leikmanninn. 25.5.2013 17:45 Ribery: Við skuldum stuðningsmönnum Bayern sigur Frakkinn Franck Ribery er einn af þeim leikmönnum þýska liðsins Bayern München sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum. 25.5.2013 17:30 Margrét Lára skoraði en Kristianstad tapaði 3-4 Íslendingaliðið Kristianstad tapaði 3-4 á móti Kopparbergs/Göteborg á útivelli í dag í sænsku kvennadeildinni í fótbolta. Kopparbergs/Göteborg skoraði sigurmarkið aðeins tveimur mínútum eftir að Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin í 3-3. 25.5.2013 16:55 Aguero framlengdi við City til 2017 Sergio Agüero, framherji Manchester City, hefur eytt öllum vangaveltum um framtíð sína hjá félaginu með því að framlengja samning sinn um eitt ár. 25.5.2013 16:47 Fer frá Napoli til Internazionale Walter Mazzarri verður nýr þjálfari ítalska liðsins Internazionale frá Mílanó en hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning. Mazzarri hefur gert frábæra hluti með Napoli á fjórum tímabilum sínum þar. 25.5.2013 16:30 Ætlar að halda með með Bayern í kvöld Nico Rosberg, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, ætlar að halda með Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Bayern mætir Borussia Dortmund á Wembley í leik um eftirsóttasta titil Evrópu. 25.5.2013 16:22 Fyrsta deildartap KA undir stjórn Bjarna KF skellti KA 4-1 í Tröllaskagaslag á Ólafsfjarðarvelli í dag en liðin mættust þá í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta. KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, lenti undir en svaraði með fjórum mörkum. 25.5.2013 15:54 Scott Ramsay með tvö mörk í Grindavíkursigri Grindvíkingar unnu 6-1 stórsigur á BÍ/Bolungarvík í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag en þetta var fyrsta tap Vestfirðinga í deildinni í sumar. Grindvíkingar unnu aftur á móti sinn annan leik í röð. Scott Ramsay, Stefán Þór Pálsson og Magnús Björgvinsson skoruðu allir tvö mörk fyrir Grindavík í dag. BÍ/Bolungarvík endaði leikinn með aðeins níu menn inn á vellinum. 25.5.2013 15:52 Skellur hjá Íslendingaliðinu Hönefoss Kristján Örn Sigurðsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og félagar í Hönefoss töpuðu 0-4 á móti Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans í Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 25.5.2013 15:22 Hólmfríður skoraði og Guðbjörg hélt hreinu Íslensku landsliðskonurnar og vinkonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir voru í sviðsljósinu þegar Avaldsnes vann 2-0 heimasigur á Sandviken í norsku kvennadeildinni í dag. Íslendingaliðin Arna Bjørnar, Kolbotn og Vålerenga töpuðu öll stigum á heimavelli. 25.5.2013 14:59 Demba Ba kemst ekki lengur í landslið Senegal Demba Ba, framherji Chelsea, er ekki lengur nógu góður til þess að komast í landslið Senegala. Alain Giresse, þjálfari landsliðsins, valdi Ba ekki í liðið fyrir leiki í undankeppni HM í næsta mánuði. 25.5.2013 14:30 Beckham ekki með PSG á morgun - ferillinn búinn David Beckham var ekki valinn í 19 manna leikmannahóp franska liðsins Paris St Germain sem mætir Lorient á morgun í lokaumferð frönsku deildarinnar. Það þýðir að Beckham hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum. 25.5.2013 14:00 Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund: Stærsti leikur lífs míns Jürgen Klopp, þjálfari þýska liðsins Borussia Dortmund, er kominn með lið í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Lærisveinar hans mæta Bayern München í úrslitaleik á Wembley í kvöld. Klopp kallaði fram hlátur á blaðamannafundi fyrir leikinn. 25.5.2013 13:23 Fyrstur til að spila eftir að hafa komið út úr skápnum Bandaríski knattspyrnumaðurinn Robbie Rogers vakti heimsathygli í febrúar þegar hann kom út úr skápnum og tilkynnti að hann væri samkynhneigður. Nú ætlar hann fyrstur fótboltamanna að spila í bandarísku MLS-deildinni eftir að hafa komið út úr skápnum. 25.5.2013 13:15 Systurnar saman í fyrsta sinn Elsa Sæný Valgeirsdóttir spilaði sinn fimmtugasta landsleik í gær þegar kvennalandslið Íslands í blaki braut blað í 40 ára sögu BLÍ með því að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM. Íslenskt blaklið hefur aldrei áður tekið þátt í HM. Þetta voru þreföld tímamót fyrir Elsu Sæný sem spilaði einnig sinn fyrsta landsleik við hlið yngri systur sinnar. 25.5.2013 13:06 Rosberg á ráspól í þriðja skiptið í röð Nico Rosberg verður fremstur á ráslínu í Mónakókappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur umhverfis götubrautina þröngu í tímatökunum sem lauk nú rétt í þessu. 25.5.2013 13:03 Spilar hundraðasta landsleikinn á afmælisdaginn Vignir Þröstur Hlöðversson, blakmaður úr Stjörnunni, valdi heldur betur daginn til þess að spila sinn hundraðasta landsleik. Vignir spilaðar hundraðasta landsleikinn á 46 ára afmælisdaginn sinn. 25.5.2013 12:45 Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. 25.5.2013 12:15 Neymar fær að velja á milli Barcelona og Real Madrid Það vildu örugglega margir knattspyrnumenn vera í sporum Brasilíumannsins Neymar sem fær nú tækifæri til að velja hvort hann spili með tveimur af stærstu knattspyrnufélögum heima, Barcelona eða Real Madrid. 25.5.2013 11:45 Birkir vann sinn fyrsta sigur á Davis Cup Birkir Gunnarsson vann eina sigur Íslands í leik á móti Möltu á Davis Cup í San Marinó. Íslenska liðið tapaði bæði á móti Noregi og Möltu og keppir við Armeníu um 9. til 12. sæti. 25.5.2013 11:37 Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. 25.5.2013 11:15 NBA: Indiana jafnaði metin á móti Miami Indiana Pacers vann meistarana í Miami Heat í Miami í nótt 97-93 og jafnaði þar með metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Miami vann fyrsta leikinn í framlengingu en tapið í nótt var aðeins það fjórða í 50 leikjum hjá Miami-liðinu. 25.5.2013 11:00 Allt um veiðihnúta Stangaveiðimenn þurfa nauðsynlega að kunna nokkra veiðihnúta. Í raun er fásinna að halda til veiði án þess að búa yfir grunnþekkingu á því hvernig festa eigi taum og línu og flugu eða spún á taum eða girni. Ómögulegt er að þurfa að treysta á veiðifélagana ef fluga slitnar af taum nú eða taumur af línu. 25.5.2013 10:00 Breytt fyrirkomulag í Tungufljóti í Biskupstungum Lax-á hefur ákveðið að breyta veiðifyrirkomulaginu í Tungufljóti í Biskupstungum. Seldir verða stakir dagar, frá morgni til kvölds og mun því ekkert veiðihús fylgja leyfunum. 25.5.2013 07:00 Á Dortmund einhverja möguleika? Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum. 25.5.2013 07:00 Óvenjuleg upphitun | Myndband Þýska fótboltaritið 11Freunde sendi frá sér afar skemmtilegt upphitunarmyndband fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 24.5.2013 23:30 Uppgjafarglímumót hjá Mjölni á morgun Stærsta uppgjafarglímumót á Íslandi fer fram á morgun í húsnæði Mjölnis. Mótið hefst kl. 11.00 og eru rúmlega sjötíu keppendur skráðir til leiks úr a.m.k. fimm félögum frá Reykjavík, Garðabæ, Akureyri og Reykjanesbæ. 24.5.2013 23:02 Phil Jackson: Tæki Bill Russell á undan Jordan Phil Jackson, ellefufaldur meistaraþjálfari í NBA-deildinni í körfubolta, komst í fréttirnar á dögunum þegar hann bar saman þá Michael Jordan og Kobe Bryant í nýrri bók sinni. Jackson hrósaði þá Jordan mikið á kostnað Bryant og það var ekki að heyra á öðru en MJ væri að mati Jackson sá besti í sögunni. 24.5.2013 22:45 Ísland gæti lent með Gíbraltar í riðli í næstu undankeppni Gíbraltar var í dag tekið inn í Knattspyrnusamband Evrópu og verður 54. meðlimur samtakanna. Ísland gæti því hugsanlega lent í riðli með Gíbraltar í undankeppni EM 2016. 24.5.2013 22:00 Prost: 2014 verður meira krefjandi fyrir ökumenn Reglubreytingar næsta árs munu skapa erfiðar og flóknar aðstæður fyrir Formúlu 1-ökumenn að mati Alain Prost, fjórfalds heimsmeistara í formúlunni. Prost var á sínum tíma kallaður "Prófessorinn“ vegna einstakrar hugsunar sinnar í bílnum. 24.5.2013 21:30 Aron og Hjörtur sáu um Fjölni Aron Elís Þrándarson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Víking í kvöld er liðið kjöldró Fjölni, 1-5, í 1. deildinni. 24.5.2013 21:06 Þórey og Rut fengu silfur Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir urðu í kvöld að sætta sig við silfrið í danska handboltanum. Lið þeirra, Team Tvis Holstebro, tapaði þá fyrir Midtjylland, 24-22. 24.5.2013 20:44 Sjá næstu 50 fréttir
Ásdís endaði í áttunda sæti í New York Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst 56,9 metra og endaði í áttunda sæti á Demantamótinu í New York í Bandaríkjunum í kvöld. Þýski kastarinn Christina Obergföll tryggði sér sigur með kasti upp á 64,33 metra en í öðru sæti varð Mariya Abakumova frá Rússlandi. 25.5.2013 22:32
Robben: Þetta varð bara að gerast núna Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins aðeins mínútu fyrir leikslok í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Robben lagði einnig upp fyrra mark liðsins í leiknum. 25.5.2013 22:01
Hummels: Við vorum orðnir þreyttir í lokin Mats Hummels spilaði í miðri vörn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en var ekki hundrað prósent og það sást. Hann var til dæmis víðsfjarri þegar Arjen Robben skoraði sigurmark Bayern mínútu fyrir leikslok. 25.5.2013 21:36
Klopp: Við sýndum það að við áttum skilið að vera í úrslitaleiknum Jürgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, var að sjálfsögðu niðurlútur eftir 1-2 tap á móti Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í kvöld en hann var jafnframt stoltur af sínum mönnum. 25.5.2013 21:23
Lahm þriðji Bæjarinn til að lyfta bikarnum með stóru eyrun Philipp Lahm, fyrirliði Bayern München, lyfti nú áðan Meistaradeildarbikarnum á Wembley-leikvanginum í London eftir að liðið hans vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleiknum. 25.5.2013 21:08
Heynckes í hóp með Mourinho og fleiri góðum Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, stýrði liði sínu til sigurs í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann þá 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Hollendingurinn Arjen Robben skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok. 25.5.2013 20:58
Stelpurnar töpuðu stórt á móti Noregi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þrettán marka mun á móti Noregi, 20-33, í Nettbuss-æfingamótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir umspilsleiki á móti Tékklandi en fyrri leikurinn fer fram á Íslandi um næstu helgi. 25.5.2013 19:44
Stúlknalandsliðið fékk brons á Norðurlandamóti unglinga Íslenska stúlknalandsliðið í fimleikum fékk bronsverðlaun í sveitakeppni á Norðurlandamóti unglinga í áhaldafimleikum sem fer fram í Elverum í Noregi en þetta kemur fram í frétt frá Fimleikasambandi Íslands. 25.5.2013 19:17
Axel og Guðrún Brá héldu bæði forystunni Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili eru áfram efst á á Egils Gull golfmótinu sem leikið er á Garðavelli á Akranesi en öðrum degi af þremur er nú lokið. Þetta er fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni. 25.5.2013 19:15
Fannar, Arnór og Ólafur allir í sigurliði Íslendingaliðin Flensburg-Handewitt og HSG Wetzlar unnu leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. HSG Wetzlar vann þriggja marka sigur á TuS N-Lübbecke en Flensburg fór létt með TSV GWD Minden. 25.5.2013 18:54
Þráinn og Sigrún Helga komu, sáu og sigruðu Þráinn Kolbeinsson og Sigrún Helga Lund, bæði úr Mjölni, komu, sáu og sigruðu á Mjölnir Open sem haldið var í dag en mótið er stærsta uppgjafarglímumót á Íslandi. Þráinn og Sigrún sigruðu bæði sína þyngdarflokka sem og opinn flokk karla og kvenna. 25.5.2013 18:41
Leiknismenn í góðum gír á Húsavík Leiknismenn sóttu þrjú stig á Húsavík í kvöld þegar liðin mættust í 3. umferð 1. deildar karla. Reykjavíkurmeistararnir voru búnir að gera jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en lönduðu nú fyrsta sigri sínum þegar þeir mættu nýliðum Völsungs. 25.5.2013 18:35
Robben tryggði Bayern sigur í Meistaradeildinni Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Bayern München vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og er Evrópumeistari meistaraliða í fimmta sinn. 25.5.2013 18:00
Liverpool á eftir vængmanni frá Gana Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, er með 21 árs örfættan vængmann frá Gana í sigtinu en Sky Sports segir frá í dag að Liverpool hafi gert Porto tilboð í leikmanninn. 25.5.2013 17:45
Ribery: Við skuldum stuðningsmönnum Bayern sigur Frakkinn Franck Ribery er einn af þeim leikmönnum þýska liðsins Bayern München sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum. 25.5.2013 17:30
Margrét Lára skoraði en Kristianstad tapaði 3-4 Íslendingaliðið Kristianstad tapaði 3-4 á móti Kopparbergs/Göteborg á útivelli í dag í sænsku kvennadeildinni í fótbolta. Kopparbergs/Göteborg skoraði sigurmarkið aðeins tveimur mínútum eftir að Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin í 3-3. 25.5.2013 16:55
Aguero framlengdi við City til 2017 Sergio Agüero, framherji Manchester City, hefur eytt öllum vangaveltum um framtíð sína hjá félaginu með því að framlengja samning sinn um eitt ár. 25.5.2013 16:47
Fer frá Napoli til Internazionale Walter Mazzarri verður nýr þjálfari ítalska liðsins Internazionale frá Mílanó en hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning. Mazzarri hefur gert frábæra hluti með Napoli á fjórum tímabilum sínum þar. 25.5.2013 16:30
Ætlar að halda með með Bayern í kvöld Nico Rosberg, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, ætlar að halda með Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Bayern mætir Borussia Dortmund á Wembley í leik um eftirsóttasta titil Evrópu. 25.5.2013 16:22
Fyrsta deildartap KA undir stjórn Bjarna KF skellti KA 4-1 í Tröllaskagaslag á Ólafsfjarðarvelli í dag en liðin mættust þá í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta. KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, lenti undir en svaraði með fjórum mörkum. 25.5.2013 15:54
Scott Ramsay með tvö mörk í Grindavíkursigri Grindvíkingar unnu 6-1 stórsigur á BÍ/Bolungarvík í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag en þetta var fyrsta tap Vestfirðinga í deildinni í sumar. Grindvíkingar unnu aftur á móti sinn annan leik í röð. Scott Ramsay, Stefán Þór Pálsson og Magnús Björgvinsson skoruðu allir tvö mörk fyrir Grindavík í dag. BÍ/Bolungarvík endaði leikinn með aðeins níu menn inn á vellinum. 25.5.2013 15:52
Skellur hjá Íslendingaliðinu Hönefoss Kristján Örn Sigurðsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og félagar í Hönefoss töpuðu 0-4 á móti Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans í Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 25.5.2013 15:22
Hólmfríður skoraði og Guðbjörg hélt hreinu Íslensku landsliðskonurnar og vinkonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir voru í sviðsljósinu þegar Avaldsnes vann 2-0 heimasigur á Sandviken í norsku kvennadeildinni í dag. Íslendingaliðin Arna Bjørnar, Kolbotn og Vålerenga töpuðu öll stigum á heimavelli. 25.5.2013 14:59
Demba Ba kemst ekki lengur í landslið Senegal Demba Ba, framherji Chelsea, er ekki lengur nógu góður til þess að komast í landslið Senegala. Alain Giresse, þjálfari landsliðsins, valdi Ba ekki í liðið fyrir leiki í undankeppni HM í næsta mánuði. 25.5.2013 14:30
Beckham ekki með PSG á morgun - ferillinn búinn David Beckham var ekki valinn í 19 manna leikmannahóp franska liðsins Paris St Germain sem mætir Lorient á morgun í lokaumferð frönsku deildarinnar. Það þýðir að Beckham hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum. 25.5.2013 14:00
Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund: Stærsti leikur lífs míns Jürgen Klopp, þjálfari þýska liðsins Borussia Dortmund, er kominn með lið í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Lærisveinar hans mæta Bayern München í úrslitaleik á Wembley í kvöld. Klopp kallaði fram hlátur á blaðamannafundi fyrir leikinn. 25.5.2013 13:23
Fyrstur til að spila eftir að hafa komið út úr skápnum Bandaríski knattspyrnumaðurinn Robbie Rogers vakti heimsathygli í febrúar þegar hann kom út úr skápnum og tilkynnti að hann væri samkynhneigður. Nú ætlar hann fyrstur fótboltamanna að spila í bandarísku MLS-deildinni eftir að hafa komið út úr skápnum. 25.5.2013 13:15
Systurnar saman í fyrsta sinn Elsa Sæný Valgeirsdóttir spilaði sinn fimmtugasta landsleik í gær þegar kvennalandslið Íslands í blaki braut blað í 40 ára sögu BLÍ með því að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM. Íslenskt blaklið hefur aldrei áður tekið þátt í HM. Þetta voru þreföld tímamót fyrir Elsu Sæný sem spilaði einnig sinn fyrsta landsleik við hlið yngri systur sinnar. 25.5.2013 13:06
Rosberg á ráspól í þriðja skiptið í röð Nico Rosberg verður fremstur á ráslínu í Mónakókappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur umhverfis götubrautina þröngu í tímatökunum sem lauk nú rétt í þessu. 25.5.2013 13:03
Spilar hundraðasta landsleikinn á afmælisdaginn Vignir Þröstur Hlöðversson, blakmaður úr Stjörnunni, valdi heldur betur daginn til þess að spila sinn hundraðasta landsleik. Vignir spilaðar hundraðasta landsleikinn á 46 ára afmælisdaginn sinn. 25.5.2013 12:45
Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. 25.5.2013 12:15
Neymar fær að velja á milli Barcelona og Real Madrid Það vildu örugglega margir knattspyrnumenn vera í sporum Brasilíumannsins Neymar sem fær nú tækifæri til að velja hvort hann spili með tveimur af stærstu knattspyrnufélögum heima, Barcelona eða Real Madrid. 25.5.2013 11:45
Birkir vann sinn fyrsta sigur á Davis Cup Birkir Gunnarsson vann eina sigur Íslands í leik á móti Möltu á Davis Cup í San Marinó. Íslenska liðið tapaði bæði á móti Noregi og Möltu og keppir við Armeníu um 9. til 12. sæti. 25.5.2013 11:37
Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. 25.5.2013 11:15
NBA: Indiana jafnaði metin á móti Miami Indiana Pacers vann meistarana í Miami Heat í Miami í nótt 97-93 og jafnaði þar með metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Miami vann fyrsta leikinn í framlengingu en tapið í nótt var aðeins það fjórða í 50 leikjum hjá Miami-liðinu. 25.5.2013 11:00
Allt um veiðihnúta Stangaveiðimenn þurfa nauðsynlega að kunna nokkra veiðihnúta. Í raun er fásinna að halda til veiði án þess að búa yfir grunnþekkingu á því hvernig festa eigi taum og línu og flugu eða spún á taum eða girni. Ómögulegt er að þurfa að treysta á veiðifélagana ef fluga slitnar af taum nú eða taumur af línu. 25.5.2013 10:00
Breytt fyrirkomulag í Tungufljóti í Biskupstungum Lax-á hefur ákveðið að breyta veiðifyrirkomulaginu í Tungufljóti í Biskupstungum. Seldir verða stakir dagar, frá morgni til kvölds og mun því ekkert veiðihús fylgja leyfunum. 25.5.2013 07:00
Á Dortmund einhverja möguleika? Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum. 25.5.2013 07:00
Óvenjuleg upphitun | Myndband Þýska fótboltaritið 11Freunde sendi frá sér afar skemmtilegt upphitunarmyndband fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 24.5.2013 23:30
Uppgjafarglímumót hjá Mjölni á morgun Stærsta uppgjafarglímumót á Íslandi fer fram á morgun í húsnæði Mjölnis. Mótið hefst kl. 11.00 og eru rúmlega sjötíu keppendur skráðir til leiks úr a.m.k. fimm félögum frá Reykjavík, Garðabæ, Akureyri og Reykjanesbæ. 24.5.2013 23:02
Phil Jackson: Tæki Bill Russell á undan Jordan Phil Jackson, ellefufaldur meistaraþjálfari í NBA-deildinni í körfubolta, komst í fréttirnar á dögunum þegar hann bar saman þá Michael Jordan og Kobe Bryant í nýrri bók sinni. Jackson hrósaði þá Jordan mikið á kostnað Bryant og það var ekki að heyra á öðru en MJ væri að mati Jackson sá besti í sögunni. 24.5.2013 22:45
Ísland gæti lent með Gíbraltar í riðli í næstu undankeppni Gíbraltar var í dag tekið inn í Knattspyrnusamband Evrópu og verður 54. meðlimur samtakanna. Ísland gæti því hugsanlega lent í riðli með Gíbraltar í undankeppni EM 2016. 24.5.2013 22:00
Prost: 2014 verður meira krefjandi fyrir ökumenn Reglubreytingar næsta árs munu skapa erfiðar og flóknar aðstæður fyrir Formúlu 1-ökumenn að mati Alain Prost, fjórfalds heimsmeistara í formúlunni. Prost var á sínum tíma kallaður "Prófessorinn“ vegna einstakrar hugsunar sinnar í bílnum. 24.5.2013 21:30
Aron og Hjörtur sáu um Fjölni Aron Elís Þrándarson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Víking í kvöld er liðið kjöldró Fjölni, 1-5, í 1. deildinni. 24.5.2013 21:06
Þórey og Rut fengu silfur Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir urðu í kvöld að sætta sig við silfrið í danska handboltanum. Lið þeirra, Team Tvis Holstebro, tapaði þá fyrir Midtjylland, 24-22. 24.5.2013 20:44