Fleiri fréttir

Skarð Gunnhildar Yrsu vandfyllt

„Við vitum að við verðum í toppbaráttunni og stefnan verður að sjálfsögðu sett á titilinn,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar. Stjarnan varð Íslandsmeistari sumarið 2011 en missti titilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Það var sárabót að Garðbæingar urðu bikarmeistarar.

Það gekk illa hjá Hermanni að skipta sér inn á völlinn

Hermann Hreiðarsson stýrði liði ÍBV til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari í efstu deild á Íslandi þegar ÍBV vann ÍA 1-0 á sunnudaginn og hann endaði leikinn inn á vellinum eftir að hafa skipt sér inn á völlinn í lok leiks.

Þurfti að semja við bankann

Rúnar Kárason og félagar hjá Grosswallstadt hafa átt í ítrekuðum vandræðum með að fá greidd laun í vetur en liðið er að berjast fyrir lífi sínu í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar er að koma öflugur til baka eftir meiðsli.

Endaði verðlaunakvöldið í steininum

Michael Higdon, 29 ára framherji Motherwell, var á dögunum valinn besti leikmaður skosku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili en hann fór afar sérstaka leið í því að fagna þessum eftirsóttu verðlaunum.

Einar, Maggi, Halli, Siggi og Jói segja bless

Framarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld með 22-20 sigri á Haukum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Það er hinsvegar ljóst að liðið verður gjörbreytt á næsta ári.

Matthías lagði upp mark í jafntefli við meistarana

Matthías Vilhjálmsson lagði upp mark Start þegar nýliðarnir gerðu 1-1 jafntefli á móti norsku meisturunum í Molde. Molde hefur unnið norska meistaratitilinn undir stjórn Ole Gunnar Solskjær undanfarin tvö ár en á enn eftir að vinna leik á þessari leiktíð.

Þær þrjár markahæstu framlengdu hjá Haukum

Haukar hafa framlengt samninga sína við þrjá markahæstu leikmenn liðsins frá síðustu leiktíð í N1 deild kvenna í handbolta. Marija Gedroit, markahæsti leikmaður deildarinnar, hefur skrifað undir nýjan samning sem og hinar efnilegu Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir.

Íslandsmeistararnir hafa ekki unnið fyrsta leik í sex ár

Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina í kvöld þegar þeir taka á móti Keflavík á Kaplakrikavelli en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Það hefur gengið illa hjá ríkjandi Íslandsmeisturum í fyrstu umferðinni undanfarin ár.

Stjarnan hefur aldrei unnið deildarleik á KR-vellinum

KR tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla í fótbolta en Garðbæingar eru til alls líklegir í sumar enda komnir með Veigar Pál Gunnarsson í framlínuna við hlið Garðars Jóhannssonar.

Bara eitt lið hefur komist alla leið í oddaleik

Fram og Haukar mætast í kvöld í fjórða leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla í handbolta. Fram komst í 2-0 í einvíginu en tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í leik þrjú á laugardaginn.

Framherji til Stjörnunnar

Stjarnan hefur fengið til sín liðsstyk fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Megan Manthey, 24 ára bandarískur framherji, er gengin í raðir félagsins.

Riise kveður landsliðið

John Arne Riise gagnrýndi á dögunum ákvörðun Egils Drillo Olsen að gera sig ekki að varafyrirliða landsiðsins. Í dag tilkynnti hann að hann væri hættur að leika fyrir hönd þjóðar sinnar.

Tóm tjara

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Heiðar Helguson sé á leiðinni til ÍBV.

O'Shea tryggði tíu mönnum Sunderland stig

Sunderland og Stoke gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikurinn fór fram á Leikvangi ljósanna í Sunderland. Sunderland náði í stig þrátt fyrir að leika manni færri í 56 mínútur.

Kona gæti breytt FIFA til hins betra

Með sæti ætluðu konu í framkvæmdastjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins er stórt skref stigið í átt til aukins jafnréttis kynjanna segir hin ástralska Moya Dodd. Hún vonast til þess að ná kjöri til framkvæmdastjórnar FIFA.

Dansarar og kylfingur hljóta styrk

Sex íþróttamenn fengu 180 þúsund krónur í styrk þegar veitt var úr afreksmannasjóði Ungmennasambands Borgarfjarðar á dögunum.

Fékk 15 punda urriða í Varmá

"Þetta hefur verið óvenju gott það sem af er sumri," segir Hrafn H. Hauksson, nítján ára veiðimaður úr Veiðifélaginu Kvistum, sem veiddi 14-15 punda urriða í Varmá þann 1. maí síðastliðinn. "Hann var 78 sentimetrar og með ummál upp á 55 cm og ég náði ekki utan um styrtluna á honum. Hann var vaxinn eins og rugbybolti."

Fagna Framarar aftur?

Hörðustu stuðningsmenn Framara voru vafalaust ryðgaðir í morgunsárið eftir fagnaðarlætin í kjölfar Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta í gær.

Framkvæmdastjórinn reynt að fegra hlutina

"Það hefur verið launaseinkun í allan vetur þannig að þetta er ekkert nýtt af nálinni," segir handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason hjá Grosswallstadt í samtali við Vísi.

Heiðar Helguson hvergi nærri hættur

Framherjinn Heiðar Helguson sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að atvinnumannaferli sínum í knattspyrnu væri lokið. Hann er þó ekki hættur að skora.

Snýst ekki um kynjamisrétti

"Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands.

Fimm mörk Klose á 40 mínútum

Þýski landsliðsmaðurinn Miroslav Klose skoraði fimm mörk á fjörutíu mínútum þegar Lazio tók Bologna í kennslustund í ítölsku knattspyrnunni í gær.

Fá ekki greidd laun

"Það passar. Við æfðum ekki á föstudaginn. Við höfum beðið í langan tíma eftir því að fá greidd laun og andrúmsloftið í klefanum er þungt," segir Sverre Jakobsson fyrirliði Grosswallstadt.

Snorri til Njarðvíkur

Snorri Hrafnkelsson er genginn til liðs við meistaraflokk karla hjá Njarðvík. Miðherjinn samdi við Njarðvík til tveggja ára.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 1-2

Rautt spjald á Finn Ólafsson, leikmann Fylkis reyndist vendipunkturinn í 2-1 sigri Valsmanna í Pepsi deild karla. Fylkismenn sem voru 1-0 yfir fengu dæmt á sig víti og rautt spjald og eftir það tóku Valsmenn völdin og unnu að lokum sigur.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1

KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi.

Ofþjálfun barna í íþróttum áhyggjuefni

Faðir og knattspyrnuþjálfari hefur áhyggjur af því að ungmenni í íþróttum æfi of mikið í viku hverri sem geti valdið ofþreytu, langvarandi meiðslum, og áhugaleysi.

Luiz féll eins og dauður svanur

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sakar Brasilíumanninn David Luiz um stórkostlegan leikaraskap í 1-0 sigri Chelsea á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Enski boltinn: Öll mörk helgarinnar

Wigan skoraði þrjú mörk og nældi í jafnmörg stig í heimsókn sinni til West Brom. Liðsmenn Roberto Martinez virðast enn eitt árið líklegir til þess að bjarga sér frá falli á elleftu stundu.

Þorgerður endurkjörin

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir var endurkjörinn formaður Fimleikasambands Íslands á fimleikaþingi sem haldið var um helgina.

Durant enn einu sinni hetja Oklahoma

Oklahoma City Thunder tók forystuna gegn Memphis Grizzlies í undanúrslitum Austurdeildar NBA í gærkvöldi með 93-91 sigri á heimavelli í gær.

Við Garðar eigum eftir að skora slatta

Stjörnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson spilar í kvöld fyrsta deildarleik sinn á Íslandi síðan haustið 2003 þegar hann kvaddi sem Íslandsmeistari með KR. Það er kannski við hæfi að fyrsti leikurinn sé á KR-vellinum.

Kvaddi með langþráðu gulli

Stella Sigurðardóttir átti stórleik þegar Framkonur tryggðu sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í 23 ár. Stella fæddist þremur dögum eftir að síðasti titillinn kom í hús. Stella var búin að vinna silfur fimm ár í röð.

Pálína komst í úrvalshóp

Keflvíkingurinn Pálína Gunnlaugsdóttir kórónaði frábært tímabil með því að vinna annað árið í röð tvöfalt á lokahófi KKÍ.

Justin sá fyrsti í 26 ár til að vinna tvö ár í röð

Stjörnumaðurinn Justin Shouse var annað árið í röð valinn besti leikmaðurinn í íslenska körfuboltanum á lokahófi KKÍ um helgina og er hann fyrsti maðurinn í 26 ár til að vinna þessi eftirsóttu verðlaun tvö ár í röð.

Di Stefano yngir upp

Argentínska goðsögnin Alfredo Di Stefano er ekki hættur að skora þó leikmannaferli hans hjá Real Madrid sé fyrir löngu lokið. Markahrókurinn mikli sem er orðinn 86 ára gamall hyggst kvænast 36 ára gamalli konu.

Moyes: Fæ aldrei neitt á Anfield

David Moyes knattspyrnustjóri Everton kvartaði sáran undan því að enn einn dómurinn gegn liði hans neitaði honum um fyrsta sigurinn á erkifjendunum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðin gerðu markalaust jafntefli í dag.

Anton og Jónas dæma saman á næsta tímabili

Ingvar Guðjónsson dómari í N1 deildum karla og kvenna í handbolta sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann tilkynnit meðal annars að hann og Jónas Elíasson myndu hætta að dæma saman að loknum yfirstandandi tímabili.

Lét lífið á knattspyrnuleik

Stuðningsmaður Kilmarnock lést í dag eftir að hafa fengið hjartaáfall á leik Kilmarnock og Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maðurinn sem er á sextugsaldri hneig niður í miðjum leik og lést seinna á sjúkrahúsi. Leiknum var hætt í kjölfarið.

James einu atkvæði frá því að fá fullt hús

LeBron James fékk 120 af 121 mögulegu atkvæði í fyrsta sætið í kjörinu á mikilvægasta leikmanni NBA-deildarinnar á þessu tímabili en valið var tilkynnt formlega í kvöld. James átti möguleika að vera sá fyrsti sem vinnur þessi eftirsóttu verðlaun með fullu húsi stiga.

Juventus ítalskur meistari í 29. sinn

Juventus tryggði sér í dag ítalska meistaratitilinn annað árið í röð með því að vinna 1-0 sigur á Palermo. Þetta er 29. meistaratitilinn félagsins frá upphafi.

Sjá næstu 50 fréttir