Fleiri fréttir

Sigurvilji Chelsea-manna bræddi þýska stálið

Sigur Chelsea í Meistaradeildinni er efni í góða og dramatíska Rocky-bíómynd. Hvað eftir annað lifðu Chelsea-menn af þegar allir voru búnir að afskrifa þá og þeir komnir í nær vonlausa stöðu. Þetta er liðið sem tapaði 3-1 í fyrri leiknum í Napólí í 16 liða úrslitunum, liðið sem þurfti að spila manni færra á móti Lionel Messi og félögum á Nývangi í 53 mínútur og liðið sem lenti 1-0 undir í úrslitaleiknum á móti Bayern München þegar aðeins sjö mínútur voru eftir.

Sigurganga Skagamanna heldur áfram - myndir

Skagamenn ætla ekki að gefa neitt eftir í Pepsi-deildinni en nýliðarnir hafa fullt hús eftir fjórar fyrstu umferðinar. ÍA-liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Keflavík á Akranesi í kvöld þar sem að varamaðurinn Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið í blálokin.

NBA: Miami Heat jafnar einvígið gegn Indiana | James og Wade fóru á kostum

Lebron James og Dwyane Wade hafa fengið á sig töluverða gagnrýni að undanförnu og þá sérstaklega sá síðarnefndi. Í kvöld voru þeir báðir heldur betur mættir til leiks og fóru fyrir sínum mönnum í Miami Heat þegar liðið bar sigur úr býtum, 101-93, gegn Indiana Pacers í fjórða leik liðanna í undan úrslitum Austurdeildarinnar. Staðan er því 2-2 í einvíginu.

KR-ingar unnu þúsundasta leikinn í efstu deild - myndir

KR-ingar héldu upp á þúsundasta leikinn í efstu deild í kvöld með því að vinna 1-0 sigur á nárgrönnunum í Val á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. KR-liðið er þar með búið að gera betur en í fyrra þegar liðið náði ekki að vinna Valsmenn í tveimur deildarleikjum liðanna.

Olic: Það vildi enginn taka víti

Ivica Olic, leikmaður Bayern Munich, sagði í viðtali eftir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í gær að hann hafi ekki viljað taka spyrnu í vítaspyrnukeppninni, en sökum þess að allir neituðu því í kringum hann varð Olic að stíga fram.

Jón Heiðar gengur til liðs við ÍR

Handknattleiksmaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍR og mun leika með félaginu á næsta tímabili en Breiðhyltingar hafa verið að styrkja sig mikið að undanförnu.

Robben: Vítaspyrnan mín var hræðileg

Arjen Robben, leikmaður Bayern München , átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 0-1 | Maggi Lú hetjan

Magnús Már Lúðvíksson var óvænt hetja KR-inga sem unnu 1-0 sigur á Val í Reykjavíkurslag á Hlíðarenda í kvöld. Magnús skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleikinn eftir varnarmistök Valsara og tryggði KR sinn 1000. sigur í efstu deild. Valsmenn áttu síst minna í leik kvöldsins og ganga svekktir frá borði.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Keflavík 3-2

ÍA er enn með fullt hús stiga á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-2 sigur á Keflavík í rafmögnuðum háspennuleik á Akranesi þar sem Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á síðustu mínútunni en Keflvíkingar sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir fín tilþrif í leiknum.

Owen gæti verið á leiðinni til Stoke

Michael Owen, leikmaður Manchester United, gæti verið á leiðinni til Stoke City á næstu leiktíð en þetta gaf Peter Coates, stjórnarformaður Stoke, til kynna í viðtali við enskan fjölmiðil.

Phil Neville: Gary mun reynast enska landsliðinu vel

Knattspyrnumaðurinn Phil Neville telur að það sé frábært fyrir enska landsliðið að vera með Gary Neville í þjálarateymi Englands fyrir Evrópumótið í Póllandi og Úkraínu í sumar.

Modric gæti verið á leiðinni til Real Madrid

Spænsku meistararnir í Real Madrid ætla samkvæmt enskum fjölmiðlum að festa kaup á Luka Modric, leikmann Tottenham, í sumar en kaupverðið mun vera um 25 milljónir punda.

Stelpurnar misstu bronsið úr höndunum í fjórða leikhluta

Íslenska 18 ára landslið kvenna rétt missti af bronsinu eftir naumt þriggja stiga tap á móti Dönum, 56-59, í leiknum um þriðja sætið á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta i Solna í Svíþjóð. Danska liðið tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu átta mínúturnar 26-7.

Lineker búinn að breyta Þjóðverjakenningu sinni

Gary Lineker er ekki bara þekktur fyrir framgöngu sína inn á fótboltavellinum því hann á ein frægustu ummæli fótboltasögunnar eftir enn eitt tap Englendinga á móti Þjóðverjum í vítakeppni.

Þrír íslenskir krakkar komust í úrvalslið Norðurlandamótsins

Ísland átti þrjá leikmenn í úrvalsliðum á Norðurlandamóts unglinga í körfubolta í Svíþjóð en valið var tilkynnt nú rétt áðan. Martin Hermannsson og Valur Orri Valsson voru í úrvalsliði 18 ára stráka og Sara Rún Hinriksdóttir var valin í úrvalsliði 16 ára stelpna. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Lovísa fékk ekki að leiða uppáhaldið

Lovísa Scheving, íslenska stelpan sem fékk að leiða leikmann inn á völlinn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, fékk ekki ósk sína uppfyllta. Lovísa vildi helst leiða Philipp Lahm, fyrirliða Bayern en leiddi þess í stað Jerome Boateng.

Didier Drogba: Níu úrslitaleikir - níu mörk

Didier Drogba skoraði að sjálfsögðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í gær alveg eins og hann gerði í sigrinum á Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á dögunum. Drogba er maður stórleikjanna og tölfræðin hans sýnir það svart á hvítu.

Van Persie talar ekki við blaðamenn á meðan EM stendur

Robin van Persie er ekki búinn að ganga frá sínum málum og framtíð hans mun ekki skýrast fyrir Evrópumótið í sumar. Arsenal hefur enn ekki fengið hann til að skrifa undir nýjan samning og Van Persie er stanslaust orðaður við Manchester City eða Juventus.

Strákarnir töpuðu illa í úrslitaleiknum - 16 ára stelpurnar í 4. sæti

Íslenska 18 ára landsliðið í körfubolta varð að sætta sig við silfrið á Norðurlandamóti unglinga í Solna í Svíþjóð eftir 41 stigs stórtap á móti Finnum í leiknum um gullið. Þetta var fyrsta og eina tap íslenska liðsins á mótinu. Sextán ára stelpunum tókst á sama tíma ekki að ná í bronsið en þær töpuðu fyrir Dönum í leiknum um þriðja sætið.

NBA: Los Angeles liðin misstu bæði niður góða forystu

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og eftir hana eru bæði Los Angeles liðin aðeins einu tapi frá því að detta út. San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram og er komið í 3-0 á móti Los Angeles Clippers og Oklahoma City Thunder er 3-1 yfir á móti Los Angeles Lakers eftir endurkomusigur í æsispennandi leik í LA.

Sigurmarkið hans Hjartar í gær - myndband

Hjörtur Júlíus Hjartarson opnaði markareikning sinn í 1. deild karla í fótbolta í sumar þegar hann skoraði sigurmark Víkinga á móti ÍR á lokamínútu leik liðanna í Víkinni í gær.

Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus

Eins og veiðimenn vita hefur Jökla, sem nýtt svæði í veiðiflóru okkar Íslendinga, bætt sig ár frá ári. Mikinn hluta ársins er Jökla, eða Jökulsá á Dal, tær bergvatnsá, þó hún litist eftir að Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fyllist og yfirfallið kemur til sögunnar.

Tevez kemst ekki í argentínska landsliðið

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, er ekki nógu góður til að komast í argentínska landsliðið fyrir leik í undankeppni HM í næsta mánuði. Alejandro Sabella, þjálfari Argentínu, valdi Tevez ekki í hópinn sinn fyrir leik á móti Ekvador.

NM unglinga í körfu: Einn leikur um gull og tveir leikir um brons

Í dag fer fram lokadagurinn á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem fer eins og venjulega fram í Solna í Svíþjóð. Þrjú af fjórum landsliðum Íslands eiga möguleika á verðlaunum þar af spila 18 ára strákarnir um gullið. Sextán ára strákarnir urðu að sætta sig við að lenda í fimmta og síðasta sætinu.

Þrjú þúsund rúmmetra malarnám úr Svarfaðardalsá

Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar heimilar að teknir verði þrjú þúsund rúmmetrar af möl úr Svarfaðardalsá. Formaður Stangaveiðifélags Akureyrar segist treysta á að veiðiskilyrðum verði ekki spillt.

Þórey og Rut rétt misstu af bronsinu

Íslensku landsliðskonunar Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir urðu í fjórða sæti með Tvis Holstebro í úrslitakeppni dönsku deildarinnar í handbolta þrátt fyrir 27-26 sigur á FC Midtjylland í gær. Þetta var seinni leikurinn í einvíginu um bronsið.

McManaman: Liverpool getur ekki lengur valið sér hvaða stjóra sem er

Steve McManaman, fyrrum stjarna Liverpool-liðsins, segir þá daga vera liðna þegar Liverpool gat valið sér hvaða stjóra sem er. Liverpool er þessa dagana að leita að eftirmanni Kenny Dalglish sem gerði liðið að deildarmeisturum í vetur en náði aðeins áttunda sætinu í ensku úrvalsdeildinni og var fyrir vikið látinn fara.

Chelsea vann Meistaradeildina - myndir

Chelsea-menn fögnuðu gríðarlega á Allianz Arena í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Chelsea vann þá þýska liðið Bayern München í vítakeppni eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Drogba: Þetta var skrifað í skýin fyrir löngu síðan

Didier Drogba var hetja Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í kvöld þegar Chelsea vann titilinn eftir sigur á Bayern í vítakeppni. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni.

Chelsea vann Bayern í vítakeppni | Drogba og Cech voru hetjur liðsins

Chelsea vann Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Bayern München 4-3 í vítakeppni á þeirra eigin heimavelli á Allianz Arena í München. Didier Drogba og Petr Cech voru hetjur Chelsea í þessum leik. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Petr Cech varði aftur á móti víti Arjen Robben í framlengingunni og tók síðan tvö víti Bæjara í vítakeppninni.

Sjá næstu 50 fréttir