Fleiri fréttir

Benedikt: Drullusvekktur með þetta tap

„Það var ekki mikill munur á liðunum en nægilega mikill til að tapa leiknum og það er ég drullusvekktur með,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn.

Hrafn: Mikilvægt fyrir okkur að byrja á sigri

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur þar sem við vissum alveg að Þórsarar kæmu brjálaðir hingað,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld.

Óskar Bjarni: Framarar eru líklegastir

Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deildinni en þeir unnu fjórða leik sinn í kvöld þegar þeir lögðu Val með einu marki. Lengi stefndi í nokkuð öruggan sigur þeirra en Valsmenn hleyptu spennu í leikinn í lokin.

Umfjöllun: Íslandsmeistararnir byrja á sigri gegn nýliðunum

KR vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í kvöld, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og fá hrós fyrir það.

Framarar unnu á Hlíðarenda og eru áfram með fullt hús

Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin.

Grindavík stakk Keflavík af í þriðja leikhlutanum

Grindvíkingar fylgdu eftir sigri í Meistarakeppni KKÍ um helgina með því að vinna sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 86-80, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Grindavík lagði grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta eftir að Keflavík hafði verið með frumkvæðið framan af leik.

Umfjöllun: Sanngjarnt jafntefli í Digranesi

HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn.

Birkir Ívar: Ég var fyrir í dag

„Það er stundum engin mikil kúnst við það að verja víti - kannski meira að vera bara fyrir. Og ég var svolítið fyrir í dag,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, í léttum dúr. Hann átti stóran hlut í sigri sinna manna á Akureyri í kvöld, 23-22.

Atli: Dýrt að nýta ekki vítin

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22.

Aron: Erum að reyna að minnka sveiflurnar

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil.

Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari

Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Umfjöllun: Haukasigur í háspennuleik

Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla.

Anton og Hlynur dæma stórleik á Spáni

Besta handboltadómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, verða á ferðinni í Madrid um helgina þar sem þeir dæma stórleik í Meistaradeildinni.

Heimir: Væri heiður að starfa með Lars

Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV, er í viðtali við sænska netmiðilinn Fotbollskanalen þar sem hann segir að það myndi vera honum heiður að fá að starfa með Lars Lägerback.

Tevez var látinn æfa einn

Carlos Tevez mætti á sínu fyrstu æfingu hjá Man. City í dag en hann var settur í tveggja vikna verkbann í kjölfar þess að hann neitaði að koma af bekknum í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern.

Alan Shearer myndi taka Rooney með á EM

Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, er á því að Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, eigi að velja Wayne Rooney í lokahópinn sinn fyrir Evrópumótið í Úkraínu og Póllandi þótt að enski framherjinn verði í banni í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar.

Lygilegur sigur Þóris og félaga í Rússlandi

Pólska liðið Kielce vann í dag glæsilegan útisigur á rússnesku meisturunum í Chekovski Medvedi í Meistaradeild Evrópu, 31-30. Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir Kielce.

Bale: Við ætlum á HM 2014

Velski vængmaðurinn Gareth Bale er á því að Wales sé með nógu sterkt lið til þess að komast á lokakeppni HM í Brasilíu árið 2014.

Góð gæsaveiði síðustu daga

Gæsaveiðin síðustu daga hefur verið mjög góð, og þá sérstaklega á suðurlandsundirlendinu. Mikið af gæs er farin af safnast saman í akra og á tún og á sumum stykkjunum eru þær í þúsunda tali.

Forlan kom meiddur heim frá Úrúgvæ

Forráðamenn Inter fóru ekki í neitt sérstakt jólaskap er þeir sáu framherjann sinn, Diego Forlan, meiðast í landsleik Úrúgvæ og Paragvæ á þriðjudag. Forlan skoraði í leiknum en varð síðan að fara af velli vegna meiðsla.

Haye staðfestir að hann sé hættur

Hnefaleikakappinn David Haye hefur staðfest sögusagnir vikunnar að hann ætli sér að leggja hanskana á hilluna Haye stendur við þau orð að keppa ekki eftir að hann verður 31 árs en hann á einmitt afmæli í dag.

Gunnar aðstoðar Zoran

Knattspyrnudeild Keflavíkur náði að setja saman draumaþjálfaraliðið sitt því Gunnar Oddsson hefur samþykkt að verða aðstoðarþjálfari Zorans Daníels Ljubicic.

Jakob æfir í allt að 8 tíma á dag og borðar 10.000 hitaeiningar

Jakob Jóhann Sveinsson var til umfjöllunar í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Þar kom m.a. fram að sundmaðurinn borðar allt að 10.000 hitaeiningar á dag sem er þrefalt meira en flestir karlmenn þurfa. Hann æfir allt að 8 tíma á dag en Jakob fær 80.000 kr. á mánuði úr afrekssjóði ÍSÍ.

Mascherano: Man. City kemur illa fram við Tevez

Argentínumaðurinn Javier Mascherano, leikmaður Barcelona, hefur ákveðið að leggja orð í belg í umræðunni um Carlos Tevez. Mascherano er ekki hrifinn af framkomu Man. City í garð landa síns.

Veiðiflugur komnar með Bernardelli byssurnar

Verslunin Veiðiflugur á Langholtsvegi er nú í óða önn að gera klárt fyrir rjúpnatímabilið. Við tókum púlsinn á Hilmari Hanssyni í Veiðiflugum og spurðum hann um vöruúrval þeirra fyrir skotveiðimenn.

Hernandez framlengir við Man. Utd

Stuðningsmenn Man. Utd þurfa ekki að óttast að missa framherjann Javier Hernandez því hann er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Það var kominn tími á búning sem vekti athygli

Karlalið KR mun frumsýna nýjan og endurbættan búning í kvöld er liðið tekur á móti sínum gamla þjálfara, Benedikt Guðmundssyni, og lærisveinum hans í Þór Þorlákshöfn. Breytingarnar koma þó ekki af góðu einu því aðalstjórn KR fór meðal annars fram á breytingar.

Jói Kalli: Ég er Skagamaður með gult og svart hjarta

Jóhannes Karl Guðjónsson gerir lítið annað þessa dagana en að mæta á æfingar hjá liði sínu, Huddersfield, í Englandi. Hann fær ekki að spila með liðinu og bíður þess nú að losna frá félaginu svo hann geti flutt aftur heim til Íslands með sinni fjölskyldu.

Ungviðið stólar of mikið á tæknina og aðstoðarmenn

Golfþing GSÍ er fram undan. Á þinginu verður lagt til að banna tæki sem mæla fjarlægðir í öllum aldursflokkum á Íslandsmótum. Einnig er lagt til að kylfusveinar og aðstoðarmenn verði lagðir af í aldursflokknum 15-18 ára.

Willum Þór ætlar að koma Leikni upp í efstu deild

Willum Þór Þórsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Leikni. Hann segir mikinn metnað ríkja innan félagsins. Hann segir ekki spurningu um hvort heldur hvenær Leiknir fari upp í efstu deild. Stefnan strax sett upp í úrvalsdeild.

Framarar hafa ekki unnið á Hlíðarenda í tæpa 46 mánuði

Framarar hafa ekki byrjað betur í karlahandboltanum í sex ár en þeir eru með fullt hús á toppi N1 deildar karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Framarar mæta því fullir sjálfstrausts á Hlíðarenda í kvöld þar sem þeir hafa ekki unnið í tæpa 46 mánuði eða síðan í desember 2007.

Spánverjar töpuðu síðast stigi í undankeppni í Laugardalnum

Spænska fótboltalandsliðið hélt sigurgöngu sinni áfram þegar það vann 3-1 sigur á Skotum í fyrrakvöld á lokakvöldi undankeppni EM 2012. Þetta var fjórtándi sigur Spánverja í röð í keppnisleikjum og jöfnuðu þeir þar með met Hollendinga og Frakka.

Sjá næstu 50 fréttir