Kristinn farinn í mál við félag sitt í Noregi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. maí 2011 20:30 Kristinn Björgúlfsson. Handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson er ekkert í allt of góðum málum í Noregi. Félag hans, Oppsal, hefur sagt upp samningi sínum við Kristin en það sættir hann sig ekki við og ætlar í hart við félagið. "Við erum þrír sem erum mjög ósáttir við framkomu félagsins og ætlum að kæra þá fyrir ólöglega uppsögn á samningi. Við viljum skaðabætur og að þeir greiði fyrir þann tíma sem við eigum eftir á samningi," sagði Kristinn við Vísi en hann átti ár eftir af samningi sínum við félagið. "Það er búið að vera basl á félaginu og það skuldaði 600 þúsund norskar krónur í upphafi tímabilsins. Það náðist að rétta skútuna við en í apríl sagðist félagið svo vera komið með heildarskuld upp á 1,4 milljónir. Þeir sögðu því upp samningum við alla á þeim forsendum að annars færi félagið í þrot," sagði Kristinn en hann og aðrir hjá félaginu segja félagið ekki koma heiðarlega fram. "Þeir ljúga bara að okkur. Samkvæmt ársreikningi á félagið milljón inn á bók þannig að það er ekki eins illa statt og það segir. Svo hefur það verið að semja við dýra kvennaleikmenn þannig að málið gengur ekki upp." Félagið bauð Kristni nýjan og verri samning sem hann segir nánast hafa verið móðgun. "Sá samningur hljóðaði upp á launaskerðingu upp á 84 prósent ásamt því sem íbúðar- og bílafríðindi voru ekki lengur í pakkanum. Það er ekki neitt," sagði Kristinn sem stendur eftir án félags. Hann hefur farið víð á sínum ferli og meðal annars leikið í Þýskalandi og Grikklandi. Hvað nú? "Það er ómögulegt að segja hvar ég enda næst. Ég er opinn fyrir öllu." Handbolti Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson er ekkert í allt of góðum málum í Noregi. Félag hans, Oppsal, hefur sagt upp samningi sínum við Kristin en það sættir hann sig ekki við og ætlar í hart við félagið. "Við erum þrír sem erum mjög ósáttir við framkomu félagsins og ætlum að kæra þá fyrir ólöglega uppsögn á samningi. Við viljum skaðabætur og að þeir greiði fyrir þann tíma sem við eigum eftir á samningi," sagði Kristinn við Vísi en hann átti ár eftir af samningi sínum við félagið. "Það er búið að vera basl á félaginu og það skuldaði 600 þúsund norskar krónur í upphafi tímabilsins. Það náðist að rétta skútuna við en í apríl sagðist félagið svo vera komið með heildarskuld upp á 1,4 milljónir. Þeir sögðu því upp samningum við alla á þeim forsendum að annars færi félagið í þrot," sagði Kristinn en hann og aðrir hjá félaginu segja félagið ekki koma heiðarlega fram. "Þeir ljúga bara að okkur. Samkvæmt ársreikningi á félagið milljón inn á bók þannig að það er ekki eins illa statt og það segir. Svo hefur það verið að semja við dýra kvennaleikmenn þannig að málið gengur ekki upp." Félagið bauð Kristni nýjan og verri samning sem hann segir nánast hafa verið móðgun. "Sá samningur hljóðaði upp á launaskerðingu upp á 84 prósent ásamt því sem íbúðar- og bílafríðindi voru ekki lengur í pakkanum. Það er ekki neitt," sagði Kristinn sem stendur eftir án félags. Hann hefur farið víð á sínum ferli og meðal annars leikið í Þýskalandi og Grikklandi. Hvað nú? "Það er ómögulegt að segja hvar ég enda næst. Ég er opinn fyrir öllu."
Handbolti Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira