Fleiri fréttir SkySports: Eiður Smári lánaður til Fulham Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið lánaður til Fulham frá Stoke samkvæmt heimildum SkySports. Eiður Smári fór í læknisskoðun í kvöld og í framhaldinu var síðan fengið frá lánsamningnum. BBC hefur síðan staðfest þessar fréttir. 31.1.2011 22:36 Torres: Stærsta skrefið sem ég hef tekið á mínum fótboltaferli Fernando Torres er búinn að skrifa undir fimm og hálfs árs samning við Chelsea eða til júní 2016. Chelsea keypti hann frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í kvöld. 31.1.2011 23:46 Durant segir að Bosh sé ekki alvöru „nagli“ Kevin Durant stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar er ekki þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu en hann lenti í orðaskaki við Chris Bosh miðherja Miami Heat í gær þegar liðin áttust við. Durant og Bosh fengu báðir tæknivillu í kjölfarið en Durant skaut föstum skotum á Bosh í viðtölum eftir leikinn – sem telst vera fréttaefni því Durant hefur aldrei sagt slíkt áður. 31.1.2011 23:30 Carroll gerði fimm og hálfs árs samning eins og Suarez Andy Carroll er búinn að ganga frá fimm og hálfs árs samning við Liverpool og verður því samningsbundinn til ársins 2016. Þetta er jafnlangur samningur og Luis Suarez skrifaði undir hjá félaginu fyrr í dag. 31.1.2011 23:05 Barcelona seldi 19 ára framherja til Blackburn Barcelona seldi í kvöld varaliðsframherjan Rubén Rochina til enska félagsins Blackburn fyrir um 450 þúsund evrur eða tæpar 72 milljónir íslenskra króna. Það var annars ekki mikið að gerast á félagsskiptamarkaðnum á Spáni í dag. 31.1.2011 23:00 Everton vildi ekki selja Phil Neville til Tottenham Tottenham reyndi að kaupa Phil Neville, fyrirliða Everton, í kvöld en varð ekki ágengt. Harry Redknapp bauð um 1,5 milljónir punda í þenaan 34 ára miðjumann. 31.1.2011 22:30 Bolton fær Daniel Sturridge á láni frá Chelsea Chelsea hefur lánað Daniel Sturridge til Bolton til loka tímabilsins og mun Sturridge vera í hópnum hjá Bolton í leiknum á móti Wolverhampton Wanderers á miðvikudagskvöldið. 31.1.2011 22:15 Liverpool ekki tilbúið að borga 14 milljónir punda fyrir Adam Það verður líklega ekkert af því að Charlie Adam, fyrirliði Blackpool, fari til Liverpool eins og stefndi í fyrr í kvöld. Blackpool hafnaði tveimur tilboðum Liverpool í Adam og hann verður áfram á Bloomfield Road. 31.1.2011 21:45 Kovalainen og Trulli aka með Team Lotus Team Lotus liðið sem er í dómsmáli og slag við Lotus Renault GP liðið um notkun á Lotus nafninu kynnti bíl sinn í dag. Ökumenn liðsins eru Heikki Kovalainen og Jarno Trulli. 31.1.2011 21:18 Luis Suarez orðinn leikmaður Liverpool og fær sjöuna Liverpool hefur endanlega gengið frá kaupunum á Luis Suarez frá hollenska félaginu Ajax. Liverpool mun borga 22,7 milljónir punda fyrir Suarez eða um fimm milljarða íslenskra króna. 31.1.2011 21:00 Fótbrotnaði í brunkeppni en vissi ekki af því Svissneski skíðamaðurinn Georg Streitberger féll illa í brunkeppni á heimsbikarmótinu í Chamonix á laugardag en eftir fallið stóð hann upp og renndi sér sjálfur niður brekkuna inn í endamarkið þrátt fyrir að vera úr leik. Streitberger áttaði sig ekki á því að hann var fótbrotinn og með illa löskuð liðbönd í hné og missir hann af því sem eftir lifir af keppnistímabilinu. 31.1.2011 20:45 Guardian: Eiður Smári á leið í læknisskoðun hjá Fulham Það skipast fljótt veður í lofti á félagsskiptamarkaðnum í Englandi en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 Sport og Sunnudagsmessunnar fyrr í kvöld leit út fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram hjá Stoke. Nýjustu fréttirnar í enskum fjölmiðlum eru hinsvegar þær að Eiður sé í raun á leiðinni til Fulham og það á láni til loka tímabilsins. 31.1.2011 20:18 Sundsvall Dragons vann toppslaginn á móti LF Basket Sundsvall Dragons, lið þeirra Hlyns Bæringssonar og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, vann mikilvægan 94-81 útisigur á LF Basket í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. 31.1.2011 20:07 Liverpool staðfestir sölu á Torres til Chelsea Liverpool hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup Chelsea á spænska landsliðsframherjanum Fernando Torres. Torres er kominn til London og hefur fengið leyfi til þess að fara í samningaviðræður við Chelsea. 31.1.2011 19:43 Robert Kubica vill keppa við Ferrari, McLaren og Red Bull Robert Kubica hjá Lotus Renault GP liðinu er spenntur fyrir næsta tímabili eftir vetrarfrí og afhjúpaði nýja keppnisbíl liðsins í dag á Spáni. Félagi hans Vitaly Petrov fer fyrsta sprettinn á Lotus Renault bílnum í Valencia brautinni á morgun. 31.1.2011 19:41 Newcastle að leita að eftirmanni Andy Carroll Newcastle seldi í dag stjörnuframherjann sinn Andy Carroll til Liverpool og eru forráðamenn félagsins víst á fullu þessa stundina að finna nýjan sóknarmann til að fylla skarð Carroll. 31.1.2011 19:30 Chelsea náði á endanum að kaupa David Luiz frá Benfica Portúgalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Benfica sé búið að selja David Luiz til Chelsea fyrir 21 milljón punda. Luiz er á leiðinni til London til þess að ganga frá nýjum samningi. 31.1.2011 19:15 Liverpool reyndi líka að kaupa Micah Richards Það hefur verið nóg að gera hjá forráðamönnum Liverpool í dag. Þeir hafa þegar keypt Andy Carroll frá Newcastle fyrir metfé og eru langt komnir með að selja Fernando Torres fyrir metfé til Chelsea. 31.1.2011 19:00 Eiður Smári verður áfram hjá Stoke Eiður Smári Guðjohnsen mun verða áfram í herbúðum Stoke City út þetta tímabil en ekkert er að gerast í hans málum og félagsskiptaglugginn lokar eftir aðeins fjóra klukkutíma. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. 31.1.2011 18:45 Carroll bað sjálfur um vera seldur til Liverpool Andy Carroll bað um að vera seldur til Liverpool í dag og eftir að Newcastle sættist á það að selja stjörnuframherjann sinn þá fór félagið í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum. 31.1.2011 18:30 Spænska pressan: Búið spil hjá Real Madrid Real Madrid á ekki lengur möguleika á því að verða spænskur meistari samkvæmt spænskum fjölmiðlum eftir að liðið tapaði óvænt á móti fallbaráttuliði Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Barcelona er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð og er komið með sjö stiga forskot á toppnum. 31.1.2011 18:15 Hreyfingar hjá Stoke - Tuncay Sanli til Wolfsburg Tyrkneski landsliðsmaðurinn Tuncay Sanli samdi í dag við þýska félagið Wolfsburg en hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. Það er því einhver að vinna á skrifstofunni hjá Stoke þessa stundina en engar fregnir hafa borist af væntanlegum félagaskiptum Eiðs Smára Guðjohnsen sem er sagður á förum frá Stoke. 31.1.2011 17:45 Arjen Robben kýldi liðsfélaga sinn Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben var allt annað en ánægður með liðsfélaga sinn Thomas Müller þrátt fyrir 3-1 sigur Bayern München gegn Werder Bremen um helgina í efstu deild þýsku knattspyrnunnar. 31.1.2011 17:00 Bandaríski landsliðsþjálfarasonurinn á leið til Aston Villa Aston Villa mun fá bandaríska miðjumanninn Michael Bradley á láni frá þýska liðinu Borussia Moenchengladbach til enda þessa tímabils en Bradley er mættur á Villa Park til þess að ganga frá sínum málum. 31.1.2011 16:30 Park Ji-sung leikur ekki fleiri landsleiki fyrir Suður-Kóreu Park Ji-sung leikmaður Manchester United er hættur að leika með landsliði Suður-Kóreu en hinn 29 ára gamli miðjumaður hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin ár. 31.1.2011 16:00 Framkvæmdum hætt við Tiger Woods golfvöll í Dubai Golfvöllur sem Tiger Woods hafði lagt nafn sitt við í Dubai verður ekki að veruleika en framkvæmdum hefur verið hætt í bili að minnsta kosti. 31.1.2011 15:41 Fer Eiður Smári frá Stoke í dag eða kvöld? Engar fregnir hafa borist í dag af íslenska landsliðsmanninum Eiði Smára Guðjohnsen varðandi væntanleg félagaskipti hans frá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. 31.1.2011 15:14 Liverpool búið að kaupa Andy Carroll fyrir 35 milljónir punda Enskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Newcastle sé búið að samþykkja 35 milljón punda tilboð Liverpool í framherjann Andy Carroll. Þetta ýtir líka undir það að Liverpool sé í raun búið að selja Spánverjann Fernando Torres til Chelsea. 31.1.2011 15:08 Larry Bird missti þolinmæðina og rak Jim O'Brien Larry Bird forseti NBA liðsins Indiana Pacers missti þolinmæðina gagnvart þjálfaranum Jim O'Brien í gær og Frank Vogel aðstoðarþjálfari liðsins mun stýra liðinu út leiktíðina. 31.1.2011 14:45 Aguero samdi við Atletico Madrid og fer ekki til Englands Argentínumaðurinn Sergio Aguero er ekki á leiðinni frá spænska liðinu Atletico Madrid og hann batt enda á allar vangaveltur þess efnis með því að skrifa undir samning við félagið í hádeginu. 31.1.2011 14:00 Anna Úrsúla besti leikmaðurinn í fyrri hluta N1-deildarinnar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir leikmaður Íslandsmeistaraliðs Vals var í dag valinn besti leikmaðurinn á fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í handbolta, N1-deildinni. Gústaf Adolf Björnsson var valinn besti þjálfarinn en HSÍ tilkynnti um val á sjö manna úrvalsliði 1.-9. umferðar í hádeginu. 31.1.2011 13:30 Ivica Kostelic sigraði enn og aftur Ivica Kostelic frá Króatíu virðist í sérflokki á heimsbikarmótunum í alpagreinum í karlaflokki. Kostelic sigraði í gær í alpatvíkeppni og hefur hann sigrað á sjö heimsbikarmótum á einum mánuði. Kostelic, sem er 31 árs gamall, er efstur á heimsbikar stigalistanum í samanlögðum árangri og hann er efstur á heimsbikar stigalistanum í svigi 31.1.2011 13:00 Tvö lið kynnt undir merkjum Lotus og deilt un notkun á nafninu Lotus Renault GP liðið frumsýndi 2011 bíl sinn formlega á Spáni í dag, á Ricardo Tormo brautinni, en liðið hét áður Renault og ökumenn liðsins eru Robert Kubica frá Póllandi og Vitaly Petrov frá Rússlandi. Sömu ökumenn og óku með Renault í fyrra. Sömu ökumenn og óku með Renault í fyrra, en nýja liðið er staðsettt í Enstone í Bretlandi eins og Renault í fyrra. 31.1.2011 12:48 Newcastle hafnaði tilboði Liverpool í Andy Carroll Hlutirnir gerast hratt hvað leikmannamálin varðar á Englandi en síðasti dagur félagaskiptagluggans er í dag. Það er eflaust nóg að gera á skrifstofunni hjá Kenny Dalglish en eins og kunnugt vill Fernando Torres fara frá félaginu. 31.1.2011 12:30 Dalglish segir að Torres sé ekki til sölu Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool sagði í morgun að félagið hafi ekki skipt um skoðun frá því á föstudag og spænski framherjinn Fernando Torres er því ekki til sölu. 31.1.2011 12:00 Redknapp neitar því að hafa boðið 38,5 milljónir punda í Aguero Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham hefur neitað þeim fregnum að félagið hafi boðið 38,5 milljónir punda í framherja Atletico Madrid Sergio Aguero. Redknapp telur að það séu litlar líkur á því að hinn 22 ára gamli landsliðsmaður frá Argentínu verði leikmaður Tottenham áður en félagaskiptaglugganum lokar í dag. 31.1.2011 11:30 Sauber kynnti 2011 bílinn og mexíkanska ökumenn Sauber liðið frumsýndi í dag nýjan 2011 keppnisbíl sinn og einnig tvo nýja ökumenn liðsins sem báðir eru frá Mexíkó. Mexíkaninn Sergio Perez mun aka sem keppnisökumaður við hlið Japanans Kamui Kobayashi, en landi Perez frá Mexíkó, Esteban Gutiegraverrez verður þróunar og varaökumaður liðsins. 31.1.2011 11:19 Watson stóð af sér áhlaup Mickelson á Torrey Pines Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé. 31.1.2011 11:00 JR bikarmeistari á afmælismóti Júdósambandsins Afmælismót Júdósambands Íslands fór fram í gær og voru keppendur rúmlega 50 og komu þeir frá öllum aðildarfélögum JSÍ. Júdófélag Reykjavíkur fagnaði sigri í bikarkeppni karla sem fram fór strax að loknu afmælismótinu . 31.1.2011 10:30 Mun Chelsea bjóða 9 milljarða kr. í Torres? Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi hækkað tilboð sitt í spænska framherjann Fernando Torres í 50 milljón pund eða rúmlega 9 milljarða kr. Hinn 26 ára gamli framherji Liverpool hefur óskað eftir því að vera settur á sölulista en samkvæmt samningi hans við liðið getur hann farið ef eitthvað lið býður 50 milljón pund í hann. 31.1.2011 10:00 Mikkel Hansen markakóngur HM - Alexander í hópi þeirra markahæstu Mikkel Hansen frá Danmökur var markakóngur heimsmeistaramótsins í handbolta í Svíþjóð en stórskyttan skoraði alls 68 mörk fyrir silfurlið Dana. Alexander Petersson var markahæsti leikmaður Íslands með alls 53 mörk og endaði hann í 4.-6. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins. Guðjón Valur Sigurðsson er í hópi 10 efstu á þessum lista. 31.1.2011 09:30 Lotus Renault fumsýndur í beinni útsendingu á vefnum kl. 11.30 Fyrrum Renault keppnisliðið svokallaða frumsýnir nýjan keppnibíl sinn í dag undir nýjum merkjum liðsins sem Lotus Renault, en Lotus bílaverksmiðjan breska keypti hlut í liðinu í vetur. 31.1.2011 09:03 Boston sýndi styrk sinn gegn meistaraliði Lakers Fjölmargir spennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær þar sem að viðureign gömlu stórveldana, Boston Celtics og LA Lakers bar hæst. Meistaraliðið Lakers varð að játa sig sigrað á heimavelli í Los Angeles, 109-96, þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 41 stig. 31.1.2011 09:00 Sýndi að það er ekki þörf á nýjum sóknarmanni Kolbeinn Sigþórsson lék eftir 28 ára gamalt afrek Atla Eðvaldssonar þegar hann skoraði fimm mörk í 6-1 sigri AZ Alkmaar á VVV Venlo í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. 31.1.2011 08:00 Omeyer: Erum enn hungraðir í meiri árangur Thierry Omeyer, markvörður franska liðsins, brosti til blaðamanna eftir sigur Frakka á Dönum, 37-35, í gær enda ástæða til. Frakkar tryggðu sér með sigrinum heimsmeistaratitilinn í annað skiptið í röð og í fjórða skiptið alls. 31.1.2011 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
SkySports: Eiður Smári lánaður til Fulham Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið lánaður til Fulham frá Stoke samkvæmt heimildum SkySports. Eiður Smári fór í læknisskoðun í kvöld og í framhaldinu var síðan fengið frá lánsamningnum. BBC hefur síðan staðfest þessar fréttir. 31.1.2011 22:36
Torres: Stærsta skrefið sem ég hef tekið á mínum fótboltaferli Fernando Torres er búinn að skrifa undir fimm og hálfs árs samning við Chelsea eða til júní 2016. Chelsea keypti hann frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í kvöld. 31.1.2011 23:46
Durant segir að Bosh sé ekki alvöru „nagli“ Kevin Durant stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar er ekki þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu en hann lenti í orðaskaki við Chris Bosh miðherja Miami Heat í gær þegar liðin áttust við. Durant og Bosh fengu báðir tæknivillu í kjölfarið en Durant skaut föstum skotum á Bosh í viðtölum eftir leikinn – sem telst vera fréttaefni því Durant hefur aldrei sagt slíkt áður. 31.1.2011 23:30
Carroll gerði fimm og hálfs árs samning eins og Suarez Andy Carroll er búinn að ganga frá fimm og hálfs árs samning við Liverpool og verður því samningsbundinn til ársins 2016. Þetta er jafnlangur samningur og Luis Suarez skrifaði undir hjá félaginu fyrr í dag. 31.1.2011 23:05
Barcelona seldi 19 ára framherja til Blackburn Barcelona seldi í kvöld varaliðsframherjan Rubén Rochina til enska félagsins Blackburn fyrir um 450 þúsund evrur eða tæpar 72 milljónir íslenskra króna. Það var annars ekki mikið að gerast á félagsskiptamarkaðnum á Spáni í dag. 31.1.2011 23:00
Everton vildi ekki selja Phil Neville til Tottenham Tottenham reyndi að kaupa Phil Neville, fyrirliða Everton, í kvöld en varð ekki ágengt. Harry Redknapp bauð um 1,5 milljónir punda í þenaan 34 ára miðjumann. 31.1.2011 22:30
Bolton fær Daniel Sturridge á láni frá Chelsea Chelsea hefur lánað Daniel Sturridge til Bolton til loka tímabilsins og mun Sturridge vera í hópnum hjá Bolton í leiknum á móti Wolverhampton Wanderers á miðvikudagskvöldið. 31.1.2011 22:15
Liverpool ekki tilbúið að borga 14 milljónir punda fyrir Adam Það verður líklega ekkert af því að Charlie Adam, fyrirliði Blackpool, fari til Liverpool eins og stefndi í fyrr í kvöld. Blackpool hafnaði tveimur tilboðum Liverpool í Adam og hann verður áfram á Bloomfield Road. 31.1.2011 21:45
Kovalainen og Trulli aka með Team Lotus Team Lotus liðið sem er í dómsmáli og slag við Lotus Renault GP liðið um notkun á Lotus nafninu kynnti bíl sinn í dag. Ökumenn liðsins eru Heikki Kovalainen og Jarno Trulli. 31.1.2011 21:18
Luis Suarez orðinn leikmaður Liverpool og fær sjöuna Liverpool hefur endanlega gengið frá kaupunum á Luis Suarez frá hollenska félaginu Ajax. Liverpool mun borga 22,7 milljónir punda fyrir Suarez eða um fimm milljarða íslenskra króna. 31.1.2011 21:00
Fótbrotnaði í brunkeppni en vissi ekki af því Svissneski skíðamaðurinn Georg Streitberger féll illa í brunkeppni á heimsbikarmótinu í Chamonix á laugardag en eftir fallið stóð hann upp og renndi sér sjálfur niður brekkuna inn í endamarkið þrátt fyrir að vera úr leik. Streitberger áttaði sig ekki á því að hann var fótbrotinn og með illa löskuð liðbönd í hné og missir hann af því sem eftir lifir af keppnistímabilinu. 31.1.2011 20:45
Guardian: Eiður Smári á leið í læknisskoðun hjá Fulham Það skipast fljótt veður í lofti á félagsskiptamarkaðnum í Englandi en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 Sport og Sunnudagsmessunnar fyrr í kvöld leit út fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram hjá Stoke. Nýjustu fréttirnar í enskum fjölmiðlum eru hinsvegar þær að Eiður sé í raun á leiðinni til Fulham og það á láni til loka tímabilsins. 31.1.2011 20:18
Sundsvall Dragons vann toppslaginn á móti LF Basket Sundsvall Dragons, lið þeirra Hlyns Bæringssonar og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, vann mikilvægan 94-81 útisigur á LF Basket í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. 31.1.2011 20:07
Liverpool staðfestir sölu á Torres til Chelsea Liverpool hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup Chelsea á spænska landsliðsframherjanum Fernando Torres. Torres er kominn til London og hefur fengið leyfi til þess að fara í samningaviðræður við Chelsea. 31.1.2011 19:43
Robert Kubica vill keppa við Ferrari, McLaren og Red Bull Robert Kubica hjá Lotus Renault GP liðinu er spenntur fyrir næsta tímabili eftir vetrarfrí og afhjúpaði nýja keppnisbíl liðsins í dag á Spáni. Félagi hans Vitaly Petrov fer fyrsta sprettinn á Lotus Renault bílnum í Valencia brautinni á morgun. 31.1.2011 19:41
Newcastle að leita að eftirmanni Andy Carroll Newcastle seldi í dag stjörnuframherjann sinn Andy Carroll til Liverpool og eru forráðamenn félagsins víst á fullu þessa stundina að finna nýjan sóknarmann til að fylla skarð Carroll. 31.1.2011 19:30
Chelsea náði á endanum að kaupa David Luiz frá Benfica Portúgalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Benfica sé búið að selja David Luiz til Chelsea fyrir 21 milljón punda. Luiz er á leiðinni til London til þess að ganga frá nýjum samningi. 31.1.2011 19:15
Liverpool reyndi líka að kaupa Micah Richards Það hefur verið nóg að gera hjá forráðamönnum Liverpool í dag. Þeir hafa þegar keypt Andy Carroll frá Newcastle fyrir metfé og eru langt komnir með að selja Fernando Torres fyrir metfé til Chelsea. 31.1.2011 19:00
Eiður Smári verður áfram hjá Stoke Eiður Smári Guðjohnsen mun verða áfram í herbúðum Stoke City út þetta tímabil en ekkert er að gerast í hans málum og félagsskiptaglugginn lokar eftir aðeins fjóra klukkutíma. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. 31.1.2011 18:45
Carroll bað sjálfur um vera seldur til Liverpool Andy Carroll bað um að vera seldur til Liverpool í dag og eftir að Newcastle sættist á það að selja stjörnuframherjann sinn þá fór félagið í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum. 31.1.2011 18:30
Spænska pressan: Búið spil hjá Real Madrid Real Madrid á ekki lengur möguleika á því að verða spænskur meistari samkvæmt spænskum fjölmiðlum eftir að liðið tapaði óvænt á móti fallbaráttuliði Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Barcelona er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð og er komið með sjö stiga forskot á toppnum. 31.1.2011 18:15
Hreyfingar hjá Stoke - Tuncay Sanli til Wolfsburg Tyrkneski landsliðsmaðurinn Tuncay Sanli samdi í dag við þýska félagið Wolfsburg en hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. Það er því einhver að vinna á skrifstofunni hjá Stoke þessa stundina en engar fregnir hafa borist af væntanlegum félagaskiptum Eiðs Smára Guðjohnsen sem er sagður á förum frá Stoke. 31.1.2011 17:45
Arjen Robben kýldi liðsfélaga sinn Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben var allt annað en ánægður með liðsfélaga sinn Thomas Müller þrátt fyrir 3-1 sigur Bayern München gegn Werder Bremen um helgina í efstu deild þýsku knattspyrnunnar. 31.1.2011 17:00
Bandaríski landsliðsþjálfarasonurinn á leið til Aston Villa Aston Villa mun fá bandaríska miðjumanninn Michael Bradley á láni frá þýska liðinu Borussia Moenchengladbach til enda þessa tímabils en Bradley er mættur á Villa Park til þess að ganga frá sínum málum. 31.1.2011 16:30
Park Ji-sung leikur ekki fleiri landsleiki fyrir Suður-Kóreu Park Ji-sung leikmaður Manchester United er hættur að leika með landsliði Suður-Kóreu en hinn 29 ára gamli miðjumaður hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin ár. 31.1.2011 16:00
Framkvæmdum hætt við Tiger Woods golfvöll í Dubai Golfvöllur sem Tiger Woods hafði lagt nafn sitt við í Dubai verður ekki að veruleika en framkvæmdum hefur verið hætt í bili að minnsta kosti. 31.1.2011 15:41
Fer Eiður Smári frá Stoke í dag eða kvöld? Engar fregnir hafa borist í dag af íslenska landsliðsmanninum Eiði Smára Guðjohnsen varðandi væntanleg félagaskipti hans frá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. 31.1.2011 15:14
Liverpool búið að kaupa Andy Carroll fyrir 35 milljónir punda Enskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Newcastle sé búið að samþykkja 35 milljón punda tilboð Liverpool í framherjann Andy Carroll. Þetta ýtir líka undir það að Liverpool sé í raun búið að selja Spánverjann Fernando Torres til Chelsea. 31.1.2011 15:08
Larry Bird missti þolinmæðina og rak Jim O'Brien Larry Bird forseti NBA liðsins Indiana Pacers missti þolinmæðina gagnvart þjálfaranum Jim O'Brien í gær og Frank Vogel aðstoðarþjálfari liðsins mun stýra liðinu út leiktíðina. 31.1.2011 14:45
Aguero samdi við Atletico Madrid og fer ekki til Englands Argentínumaðurinn Sergio Aguero er ekki á leiðinni frá spænska liðinu Atletico Madrid og hann batt enda á allar vangaveltur þess efnis með því að skrifa undir samning við félagið í hádeginu. 31.1.2011 14:00
Anna Úrsúla besti leikmaðurinn í fyrri hluta N1-deildarinnar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir leikmaður Íslandsmeistaraliðs Vals var í dag valinn besti leikmaðurinn á fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í handbolta, N1-deildinni. Gústaf Adolf Björnsson var valinn besti þjálfarinn en HSÍ tilkynnti um val á sjö manna úrvalsliði 1.-9. umferðar í hádeginu. 31.1.2011 13:30
Ivica Kostelic sigraði enn og aftur Ivica Kostelic frá Króatíu virðist í sérflokki á heimsbikarmótunum í alpagreinum í karlaflokki. Kostelic sigraði í gær í alpatvíkeppni og hefur hann sigrað á sjö heimsbikarmótum á einum mánuði. Kostelic, sem er 31 árs gamall, er efstur á heimsbikar stigalistanum í samanlögðum árangri og hann er efstur á heimsbikar stigalistanum í svigi 31.1.2011 13:00
Tvö lið kynnt undir merkjum Lotus og deilt un notkun á nafninu Lotus Renault GP liðið frumsýndi 2011 bíl sinn formlega á Spáni í dag, á Ricardo Tormo brautinni, en liðið hét áður Renault og ökumenn liðsins eru Robert Kubica frá Póllandi og Vitaly Petrov frá Rússlandi. Sömu ökumenn og óku með Renault í fyrra. Sömu ökumenn og óku með Renault í fyrra, en nýja liðið er staðsettt í Enstone í Bretlandi eins og Renault í fyrra. 31.1.2011 12:48
Newcastle hafnaði tilboði Liverpool í Andy Carroll Hlutirnir gerast hratt hvað leikmannamálin varðar á Englandi en síðasti dagur félagaskiptagluggans er í dag. Það er eflaust nóg að gera á skrifstofunni hjá Kenny Dalglish en eins og kunnugt vill Fernando Torres fara frá félaginu. 31.1.2011 12:30
Dalglish segir að Torres sé ekki til sölu Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool sagði í morgun að félagið hafi ekki skipt um skoðun frá því á föstudag og spænski framherjinn Fernando Torres er því ekki til sölu. 31.1.2011 12:00
Redknapp neitar því að hafa boðið 38,5 milljónir punda í Aguero Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham hefur neitað þeim fregnum að félagið hafi boðið 38,5 milljónir punda í framherja Atletico Madrid Sergio Aguero. Redknapp telur að það séu litlar líkur á því að hinn 22 ára gamli landsliðsmaður frá Argentínu verði leikmaður Tottenham áður en félagaskiptaglugganum lokar í dag. 31.1.2011 11:30
Sauber kynnti 2011 bílinn og mexíkanska ökumenn Sauber liðið frumsýndi í dag nýjan 2011 keppnisbíl sinn og einnig tvo nýja ökumenn liðsins sem báðir eru frá Mexíkó. Mexíkaninn Sergio Perez mun aka sem keppnisökumaður við hlið Japanans Kamui Kobayashi, en landi Perez frá Mexíkó, Esteban Gutiegraverrez verður þróunar og varaökumaður liðsins. 31.1.2011 11:19
Watson stóð af sér áhlaup Mickelson á Torrey Pines Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé. 31.1.2011 11:00
JR bikarmeistari á afmælismóti Júdósambandsins Afmælismót Júdósambands Íslands fór fram í gær og voru keppendur rúmlega 50 og komu þeir frá öllum aðildarfélögum JSÍ. Júdófélag Reykjavíkur fagnaði sigri í bikarkeppni karla sem fram fór strax að loknu afmælismótinu . 31.1.2011 10:30
Mun Chelsea bjóða 9 milljarða kr. í Torres? Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi hækkað tilboð sitt í spænska framherjann Fernando Torres í 50 milljón pund eða rúmlega 9 milljarða kr. Hinn 26 ára gamli framherji Liverpool hefur óskað eftir því að vera settur á sölulista en samkvæmt samningi hans við liðið getur hann farið ef eitthvað lið býður 50 milljón pund í hann. 31.1.2011 10:00
Mikkel Hansen markakóngur HM - Alexander í hópi þeirra markahæstu Mikkel Hansen frá Danmökur var markakóngur heimsmeistaramótsins í handbolta í Svíþjóð en stórskyttan skoraði alls 68 mörk fyrir silfurlið Dana. Alexander Petersson var markahæsti leikmaður Íslands með alls 53 mörk og endaði hann í 4.-6. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins. Guðjón Valur Sigurðsson er í hópi 10 efstu á þessum lista. 31.1.2011 09:30
Lotus Renault fumsýndur í beinni útsendingu á vefnum kl. 11.30 Fyrrum Renault keppnisliðið svokallaða frumsýnir nýjan keppnibíl sinn í dag undir nýjum merkjum liðsins sem Lotus Renault, en Lotus bílaverksmiðjan breska keypti hlut í liðinu í vetur. 31.1.2011 09:03
Boston sýndi styrk sinn gegn meistaraliði Lakers Fjölmargir spennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær þar sem að viðureign gömlu stórveldana, Boston Celtics og LA Lakers bar hæst. Meistaraliðið Lakers varð að játa sig sigrað á heimavelli í Los Angeles, 109-96, þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 41 stig. 31.1.2011 09:00
Sýndi að það er ekki þörf á nýjum sóknarmanni Kolbeinn Sigþórsson lék eftir 28 ára gamalt afrek Atla Eðvaldssonar þegar hann skoraði fimm mörk í 6-1 sigri AZ Alkmaar á VVV Venlo í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. 31.1.2011 08:00
Omeyer: Erum enn hungraðir í meiri árangur Thierry Omeyer, markvörður franska liðsins, brosti til blaðamanna eftir sigur Frakka á Dönum, 37-35, í gær enda ástæða til. Frakkar tryggðu sér með sigrinum heimsmeistaratitilinn í annað skiptið í röð og í fjórða skiptið alls. 31.1.2011 07:00