Fleiri fréttir

Westwood kominn á topp heimslistans í golfi

Það urðu kaflaskil í golfheiminum í dag þegar Englendingurinn Lee westwood hrifsaði toppsæti heimslistans af Tiger Woods. Tiger hafði setið á toppi listans samfleytt í 281 viku.

Rúrik og félagar í fjórða sætið

Rúrik Gíslason lék síðustu 15 mínúturnar fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið vann öruggan útisigur á Nordsjælland, 1-4.

Wilshere framlengir við Arsenal

Jack Wilshere hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal en þessi stórefnilegi leikmaður er aðeins átján ára gamall.

25 stig dregin af Dundee

Skoska knattspyrnusambandið hefur dregið 25 stig af B-deildarliðinu Dundee FC eftir að félagið fór í greiðslustöðvun.

Cole tæpur fyrir leikinn gegn Chelsea

Óvíst er hvort að Joe Cole geti spilað með Liverpool gegn hans gamla félagi, Chelsea, þegar að liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Olic frá í sex mánuði

Ivica Olic, leikmaður Bayern München, verður frá næstu sex mánuðina þar sem hann er með sködduð liðbönd í hné.

Hamilton: Tvísýn barátta um titilinn

Bretinn Lewis Hamilton er einn af fimm sem á enn möguleika á meistaratitili í Formúlu 1, en hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Fernando Alonso og Sebastian Vettel. Þeir keppa í Brasilíu um næstu helgi, þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá Hamilton.

Di Matteo er ekki hrifinn af mánudögum

Roberto Di Matteo er ekki hrifinn af því að spila á mánudögum en lið hans, West Brom, mætir Blackpool á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Xavi: Messi jafnvel betri en Maradona

Xavi, leikmaður spænska landsliðsins og Barcelona, er í ítarlegu viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann lýsir aðdáun sinni á Lionel Messi, liðsfélaga sínum.

Galaxy yfir í undanúrslitarimmunni

Nú stendur yfir úrslitakeppnin í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu. LA Galaxy er kominn með annan fótinn í úrslitaleik Vesturdeildarinnar eftir 1-0 útisigur á Seattle Sounders í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í gær.

Úrslitin í Formúlu 1 meistaramótinu ráðast á næstu 13 dögum

Lokaspretturinn í meistaraslag Formúlu 1 er framundan, en keppt verður í Brasilíu um næstu helgi og í Abu Dhabi um aðra helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari á sunnudaginn, en líklegra er að úrslitin ráðist í lokamótinu 14. nóvember, en fimm ökumenn eiga möguleika á titlinum.

Zeitz vill láta reka Heiner Brand

Christian Zeitz er allt annað en sáttur við Heiner Brand, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, og vill losna við hann úr starfi.

Favre spilaði um helgina

Þrátt fyrir að vera tvíbrotinn á ökkla var Brett Favre á sínum stað í byrjunarliði Minnesota Vikings þegar liðið mætti New England Patriots í NFL-deildinni um helgina.

Ronaldo: Er í stórskotlegu formi

Cristiano Ronaldo segir að hann sé í frábæru formi þessa dagana enda hefur hann skorað tíu mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Ferdinand ekki með til Tyrklands

Rio Ferdinand mun ekki spila með Manchester United gegn tyrkneska liðinu Bursaspor í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Van der Vaart missir af leiknum gegn Inter

Rafael van der Vaart mun ekki spila með Tottenham þegar liðið tekur á móti Evrópumeisturum Inter frá Ítalíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

NBA í nótt: Miami fór létt með New Jersey

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem að stórlið Miami fór létt með að vinna New Jersey Nets sem var ósigrað fyrir leik liðanna í nótt.

Stelpurnar nálægt sigri gegn Noregi - myndir

Íslenska kvennalandsliðið undirbýr sig nú að kappi fyrir Evrópumótið í handbolta í Danmörku sem fer fram í desember. Íslensku stelpurnar spiluðu tvo æfingaleiki við 20 ára lið Norðmanna um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir