Fleiri fréttir Barnes valdi frekar titlvonir hjá Lakers en peningana í Cleveland Matt Barnes er nýjasti leikmaðurinn hjá NBA-meisturum Los Angeles Lakers en framherjinn spilaði stórt hlutverk hjá Orlando Magic á síðasta tímabili. Barnes var með betra launatilboð frá Cleveland Cavaliers en valdi frekar Lakers. 23.7.2010 11:30 Afleitt Evrópusumar íslenskra liða - átta töp í tíu Evrópuleikjum Íslensku karlaliðin í Evrópukeppnunum félagsliða luku keppni í gær þegar Breiðablik og KR féllu úr leik í Evrópudeildinni. Kvöldið áður höfðu Íslandsmeistarar FH-inga fallið úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar. 23.7.2010 11:00 Lærvöðvinn að angra Alex - frá í mánuð eins og Cech Englandsmeistarar Chelsea eru óheppnir með meiðsli leikmanna á undirbúningstímabilinu því auk þess að vera án markvarðarins Petr Cech í byrjun móts þá mun varnarmaðurinn Alex einnig missa af mánuði vegna meiðsla. 23.7.2010 10:30 Hamilton: Formúla 1 er eins og golf Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. 23.7.2010 10:27 Henry skoraði á móti Tottenham í fyrsta leiknum með New York Red Bulls Thierry Henry var á skotskónum í fyrsta leiknum sínum með New York Red Bulls í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Tottenham-liðið svaraði hinsvegar með tveimur mörkum og vann leikinn 2-1. 23.7.2010 10:00 Heimamaðurinn Sutil fremstur á Hockenheim Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða á Hockenheim brautinni í Þýskalandi í morgun. Forystumaður stigamótsins, Lewis Hamilton stórskemmdi sinn bíl á æfingunni sem fór fram á blautri brautinni að sögn autosport.com. 23.7.2010 09:51 Liverpool mætir makedónsku liði í Evrópudeildinni Í gær kom í ljós hverjir verða mótherjar Liverpool í Evrópudeildinni þegar makadóníska liðið Rabotnicki sló út Mika frá Armeníu með minnsta mun eða 1-0 samanlagt. 23.7.2010 09:30 Sven-Göran Eriksson efstur á listanum hjá Fulham Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er enn í stjóraleit eftir að ekkert varð úr því að Martin Jol kæmi til liðsins þar sem að Ajax vildi ekki sleppa sínum manni. Jol var óskamaður eigandans Mohamed Al Fayed en nú þurfa Fulham-menn að drífa sig að finna nýja stjórann enda styttist óðum í tímabilið. 23.7.2010 09:00 Birgir Leifur: Rosalega stutt á milli fuglasöngs og skollanna Birgir Leifur Hafþórsson setti glæsilegt vallarmet á Kiðjabergsvelli í gær. Hann lék hringinn á 68 höggum, þremur undir pari. Búið er að setja upp hvíta teiga í fyrsta skipti í sögu vallarins og því féll vallarmetið sem Hlynur Geir Hjartarson setti á mánudaginn fyrst fyrr um daginn þegar Sigurpáll Geir Sveinsson skilaði skorkorti upp á 69 högg í hús. 23.7.2010 08:15 Unglingarnir stálu senunni í Kiðjaberginu Þrjár átján ára gamlar stelpur úr GR leiða listann á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Kiðjabergi í Grímsnesinu í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst en hún verður reyndar ekki 18 ára fyrr en í október. 23.7.2010 07:30 Jóhannes tryggði sigur gegn Blackburn með stórbrotnu marki - myndband Jóhannes Karl Guðjónsson er þegar byrjaður að sýna stuðningsmönnum síns nýja félags að hann fylgdist vel með þegar Skagamönnum voru kennd þrumuskotin. Hann skoraði sigurmark Huddersfield gegn Blackburn í gær, og þvílíkt mark. 23.7.2010 06:45 Stoke býður allt að 14 milljónir punda í Carlton Cole Stoke mun bjóða West Ham allt að fjórtán milljónir punda fyrir framherjann Carlton Cole. Tíu milljónir strax og fjórar milljónir með ýmsum ákvæðum myndu koma í hlut Hamranna. 22.7.2010 23:45 Helga Margrét fimmta eftir fyrri keppnisdag Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur lokið keppni í dag í sjöþraut á Heimsmeistaramóti unglinga. Keppt er í Kanada en Helga er í fimmta sæti með 3260 stig. 22.7.2010 23:37 Hvorki Ben Arfa, Campbell né Benjani til Newcastle Á hverju sumri eru tugir leikmanna orðaðir við félög í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle er eitt þeirra en stjóri liðsins neitaði því í dag að þeir Raul, Hatem Ben Arfa, Sol Campbell og Benjani væru á leið til félagsins. 22.7.2010 23:15 Víkingar skoruðu þrjú mörk á síðustu sjö gegn Fjölni Víkingar styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Þeir lögði Fjölni 5-3 í Víkinni eftir að hafa lent undir í tvígang. 22.7.2010 22:15 Eduardo strax farinn að sakna Arsenal Króatíski Brasilíumaðurinn, Eduardo da Silva, er sorgmæddur yfir því að vera farinn frá Arsenal en hann var seldur á 6 milljónir punda til Shaktar Donetsk í Úkraínu. 22.7.2010 22:15 Kári: Þetta er svekkjandi Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur með að hafa fallið úr leik í Evrópudeild UEFA fyrir Motherwell í kvöld. 22.7.2010 21:54 Blikar úr leik í Evrópudeildinni Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. 22.7.2010 20:59 Mallorca meinuð þátttaka í Evrópudeild UEFA vegna fjárhagsskilyrða Real Mallorca fær ekki að taka þátt í Evrópudeild UEFA þar sem félagið uppfyllir ekki kröfur UEFA um fjármál. Félagið skuldar um 70 milljónir evra. 22.7.2010 20:45 Kjartan orðinn markahæsti leikmaður KR í Evrópukeppnum Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppnum ásamt fríðum hópi manna, þeim Guðmundi Benediktssyni, Mihajlo Bibercic og Ríkharði Daðasyni. Þetta kemur fram á heimasíðu KR en þeir hafa allir skorað fjögur mörk. 22.7.2010 20:30 Ásdís fimmta á Demantamótinu í Mónakó Ásdís Hjálmsdóttir lenti í fimmta sæti af átta keppendum á Demantamótinu í Mónakó. Ásdís kastaði lengst 59,55 metra. 22.7.2010 19:45 Ferguson ekki viss um að halda Vidic Sögusagnir þess eðlis að serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic sé á förum til Real Madrid frá Man. Utd ætla ekki að deyja út. 22.7.2010 19:30 Mark Veigars dugði ekki Stabæk Mark Veigars Páls Gunnarssonar dugði ekki fyrir Stabæk til að komast áfram í undakeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Veigar kom liði sínu yfir gegn Dnepr Mogilev. 22.7.2010 18:49 Tvö mörk Kjartans Henry hvergi nærri nóg fyrir KR KR er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir tap í Úkraínu gegn Karpaty. Leiknum lauk með 3-2 sigri Úkraínumannanna en Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk KR og jafnaði leikinn í 2-2. 22.7.2010 17:37 Bild: Raul búinn að semja við Schalke Þýska blaðið Bild segir frá því í dag að spænski leikmaðurinn Raul sé að ganga frá tveggja ára samning við þýska liðið Schalke 04 en hann var ekki inn í framtíðaráformum Jose Mourinho á Santiago Bernabeu. 22.7.2010 17:30 Klaas-Jan Huntelaar til Liverpool í skiptum fyrir Ryan Babel? Ítalska blaðið Corriere dello Sport segir að Liverpool sé þegar farið að undirbúa það ef Fernando Torres ákveður að fara frá liðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins ætlar Liverpool þá að fá Klaas-Jan Huntelaar frá AC Milan og nota landa hans Ryan Babel upp í kaupverðið. 22.7.2010 16:45 Birgir Leifur sjóðheitur og leiðir í Kiðjaberginu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG mun líklega leiða Íslandsmótið í golfi í Kiðjabergi eftir fyrsta daginn en hann var að koma í hús á 68 höggum, eða þrem undir pari, sem er vallarmet. 22.7.2010 16:01 McGrady með mörg járn í eldinum Tracy McGrady er enn að leita sér að félagi en hann æfði með LA Clippers í gær eftir að hafa farið í læknisskoðun hjá félaginu á þriðjudag. 22.7.2010 16:00 Haraldur Freyr: Ekki viss um að Kongsvinger sé réttur kostur Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, er ekki viss um að það yrði rétt skref fyrir sig að fara frá Keflavík til Kongsvinger í Noregi. Norska úrvalsdeildarfélagið er í harðri fallbaráttu og er í næst neðsta sæti eftir 17 umferðir af 30. 22.7.2010 15:41 Bayern keppir við Real um Sami Khedira - á að leysa af van Bommel Bayern Munchen er búið að blanda sér í baráttuna um þýska landsliðsmanninn Sami Khedira sem spilar með VfB Stuttgart en sló í gegn í Heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku. Khedira var á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid en það gæti nú breyst víst að besta liðið í Þýskalandi sér hann sem framtíðarmann á miðju liðsins. 22.7.2010 15:30 Gunnar Kristjánsson í byrjunarliði KR í Úkraínu Gunnar Kristjánsson er í byrjunarliði KR sem mætir Karpaty í Úkraínu nú klukkan 16.15. Gunnar er á óskalista FH og mun ræða við Hafnarfjarðarliðið þegar hann kemur frá Úkraínu. 22.7.2010 15:25 Tiger launahæsti íþróttamaður heims Þó svo Tiger Woods hafi orðið af milljónum dollara í auglýsingatekjur þá er hann enn langlaunahæsti íþróttamaður heims samkvæmt lista Sports Illustrated. 22.7.2010 15:00 Schumacher staðráðinn í að ná titli 2011 Michael Schumacher var á fréttamannafundi á Hockenheim brautinni í dag og var enn og aftur spurður hvort hann hygðist halda áfram í Formúlu 1 á næsta ári, þrátt fyrir misjafnt gengi. Hann játti því. 22.7.2010 14:58 Viktor Unnar farinn til Selfoss Viktor Unnar Illugason var í dag seldur frá Val til Selfoss. Viktor samdi við Selfyssinga til loka leiktíðarinnar. 22.7.2010 14:31 Chris Paul vill losna - Knicks, Lakers og Magic á óskalistanum Chris Paul, leikstjórnandi New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta hefur óskað formlega eftir því að vera skipt til eitt af þremur eftirtöldum félögum áður en tímabilið hefst: New York Knicks, Los Angeles Lakers eða Orlando Magic. 22.7.2010 14:30 Martin O'Neill tilbúinn að selja James Milner Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, segist vera tilbúinn í að selja landsliðsmanninn James Milner frá félaginu eftir að Milner lýsti því yfir að hann vilji fara. 22.7.2010 14:00 Ólafía með þriggja högga forskot Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR leiðir á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki eftir fyrsta hringinn í Kiðjabergi. 22.7.2010 13:46 Dan Gosling skrifaði undir fjögurra samning við Newcastle Newcastle United hefur samið við 21 árs landsliðsmanninn Dan Gosling en hann var með lausan samning hjá Everton. Gosling skrifaði undir fjögurra ára samning en hann var búinn að spila 22 leiki fyrir Everton frá því að hann kom til liðsins í janúar 2008. 22.7.2010 13:30 Webber sér ekki eftir ummælum Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull sagði í dag að hann sæi ekkert á eftir ummælum sínum eftir sigurinn á Silverstone á dögunum. Ummæli hans ollu miklu fjaðrafoki meðal fjölmiðlamanna, en ljóst þótti að hann var ósáttur við meferð Red Bull liðsins á sér. Webber keppir á Hockenheim brautinni um helgina. 22.7.2010 13:09 Grétar Rafn skaut í slána í vítakeppni en Bolton vann Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton Wanderers fóru taplausir í gegnum fjóra leiki sína í æfingaferðinni til Bandaríkjanna. Bolton vann síðasta leikinn á móti Toronto FC í vítakeppni í nótt. 22.7.2010 13:00 Webb sáttur með sjálfan sig eftir að hann horfði aftur á úrslitaleikinn Howard Webb hefur viðurkennt að hegðun leikmanna í úrslitaleik Spánverja og Hollendinga á HM i Suður-Afríku hafi eyðilagt drauminn hans að dæma þennan stærsta leik fótboltans. Howard Webb setti nýtt met með því að gefa fjórtán gul spjöld í leiknum. 22.7.2010 12:30 Rosberg stendur betur að vígi en Schumacher Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. 22.7.2010 12:01 Stór dagur hjá íslenskum frjálsíþróttakonum í dag Fjórar íslenskar frjálsíþróttakonur verða í sviðsljósinu á erlendum vettvangi í dag, þrjár eru að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada og Ásdís Hjálmsdóttir keppir síðan í kvöld á Demantamótinu í Mónakó. 22.7.2010 12:00 Massa ósáttur við eigin árangur Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. 22.7.2010 11:42 Redknapp: Tottenham getur alveg orðið meistari Harry Redknapp, stjóri Tottenham Hotspur, er sannfærður um að sitt lið geti barist um enska meistaratitilinn á þessu tímabili en hann kom liðinu frekar óvænt inn í Meistaradeildina á síðustu leiktíð. 22.7.2010 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Barnes valdi frekar titlvonir hjá Lakers en peningana í Cleveland Matt Barnes er nýjasti leikmaðurinn hjá NBA-meisturum Los Angeles Lakers en framherjinn spilaði stórt hlutverk hjá Orlando Magic á síðasta tímabili. Barnes var með betra launatilboð frá Cleveland Cavaliers en valdi frekar Lakers. 23.7.2010 11:30
Afleitt Evrópusumar íslenskra liða - átta töp í tíu Evrópuleikjum Íslensku karlaliðin í Evrópukeppnunum félagsliða luku keppni í gær þegar Breiðablik og KR féllu úr leik í Evrópudeildinni. Kvöldið áður höfðu Íslandsmeistarar FH-inga fallið úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar. 23.7.2010 11:00
Lærvöðvinn að angra Alex - frá í mánuð eins og Cech Englandsmeistarar Chelsea eru óheppnir með meiðsli leikmanna á undirbúningstímabilinu því auk þess að vera án markvarðarins Petr Cech í byrjun móts þá mun varnarmaðurinn Alex einnig missa af mánuði vegna meiðsla. 23.7.2010 10:30
Hamilton: Formúla 1 er eins og golf Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. 23.7.2010 10:27
Henry skoraði á móti Tottenham í fyrsta leiknum með New York Red Bulls Thierry Henry var á skotskónum í fyrsta leiknum sínum með New York Red Bulls í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Tottenham-liðið svaraði hinsvegar með tveimur mörkum og vann leikinn 2-1. 23.7.2010 10:00
Heimamaðurinn Sutil fremstur á Hockenheim Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða á Hockenheim brautinni í Þýskalandi í morgun. Forystumaður stigamótsins, Lewis Hamilton stórskemmdi sinn bíl á æfingunni sem fór fram á blautri brautinni að sögn autosport.com. 23.7.2010 09:51
Liverpool mætir makedónsku liði í Evrópudeildinni Í gær kom í ljós hverjir verða mótherjar Liverpool í Evrópudeildinni þegar makadóníska liðið Rabotnicki sló út Mika frá Armeníu með minnsta mun eða 1-0 samanlagt. 23.7.2010 09:30
Sven-Göran Eriksson efstur á listanum hjá Fulham Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er enn í stjóraleit eftir að ekkert varð úr því að Martin Jol kæmi til liðsins þar sem að Ajax vildi ekki sleppa sínum manni. Jol var óskamaður eigandans Mohamed Al Fayed en nú þurfa Fulham-menn að drífa sig að finna nýja stjórann enda styttist óðum í tímabilið. 23.7.2010 09:00
Birgir Leifur: Rosalega stutt á milli fuglasöngs og skollanna Birgir Leifur Hafþórsson setti glæsilegt vallarmet á Kiðjabergsvelli í gær. Hann lék hringinn á 68 höggum, þremur undir pari. Búið er að setja upp hvíta teiga í fyrsta skipti í sögu vallarins og því féll vallarmetið sem Hlynur Geir Hjartarson setti á mánudaginn fyrst fyrr um daginn þegar Sigurpáll Geir Sveinsson skilaði skorkorti upp á 69 högg í hús. 23.7.2010 08:15
Unglingarnir stálu senunni í Kiðjaberginu Þrjár átján ára gamlar stelpur úr GR leiða listann á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Kiðjabergi í Grímsnesinu í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst en hún verður reyndar ekki 18 ára fyrr en í október. 23.7.2010 07:30
Jóhannes tryggði sigur gegn Blackburn með stórbrotnu marki - myndband Jóhannes Karl Guðjónsson er þegar byrjaður að sýna stuðningsmönnum síns nýja félags að hann fylgdist vel með þegar Skagamönnum voru kennd þrumuskotin. Hann skoraði sigurmark Huddersfield gegn Blackburn í gær, og þvílíkt mark. 23.7.2010 06:45
Stoke býður allt að 14 milljónir punda í Carlton Cole Stoke mun bjóða West Ham allt að fjórtán milljónir punda fyrir framherjann Carlton Cole. Tíu milljónir strax og fjórar milljónir með ýmsum ákvæðum myndu koma í hlut Hamranna. 22.7.2010 23:45
Helga Margrét fimmta eftir fyrri keppnisdag Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur lokið keppni í dag í sjöþraut á Heimsmeistaramóti unglinga. Keppt er í Kanada en Helga er í fimmta sæti með 3260 stig. 22.7.2010 23:37
Hvorki Ben Arfa, Campbell né Benjani til Newcastle Á hverju sumri eru tugir leikmanna orðaðir við félög í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle er eitt þeirra en stjóri liðsins neitaði því í dag að þeir Raul, Hatem Ben Arfa, Sol Campbell og Benjani væru á leið til félagsins. 22.7.2010 23:15
Víkingar skoruðu þrjú mörk á síðustu sjö gegn Fjölni Víkingar styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Þeir lögði Fjölni 5-3 í Víkinni eftir að hafa lent undir í tvígang. 22.7.2010 22:15
Eduardo strax farinn að sakna Arsenal Króatíski Brasilíumaðurinn, Eduardo da Silva, er sorgmæddur yfir því að vera farinn frá Arsenal en hann var seldur á 6 milljónir punda til Shaktar Donetsk í Úkraínu. 22.7.2010 22:15
Kári: Þetta er svekkjandi Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur með að hafa fallið úr leik í Evrópudeild UEFA fyrir Motherwell í kvöld. 22.7.2010 21:54
Blikar úr leik í Evrópudeildinni Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. 22.7.2010 20:59
Mallorca meinuð þátttaka í Evrópudeild UEFA vegna fjárhagsskilyrða Real Mallorca fær ekki að taka þátt í Evrópudeild UEFA þar sem félagið uppfyllir ekki kröfur UEFA um fjármál. Félagið skuldar um 70 milljónir evra. 22.7.2010 20:45
Kjartan orðinn markahæsti leikmaður KR í Evrópukeppnum Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppnum ásamt fríðum hópi manna, þeim Guðmundi Benediktssyni, Mihajlo Bibercic og Ríkharði Daðasyni. Þetta kemur fram á heimasíðu KR en þeir hafa allir skorað fjögur mörk. 22.7.2010 20:30
Ásdís fimmta á Demantamótinu í Mónakó Ásdís Hjálmsdóttir lenti í fimmta sæti af átta keppendum á Demantamótinu í Mónakó. Ásdís kastaði lengst 59,55 metra. 22.7.2010 19:45
Ferguson ekki viss um að halda Vidic Sögusagnir þess eðlis að serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic sé á förum til Real Madrid frá Man. Utd ætla ekki að deyja út. 22.7.2010 19:30
Mark Veigars dugði ekki Stabæk Mark Veigars Páls Gunnarssonar dugði ekki fyrir Stabæk til að komast áfram í undakeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Veigar kom liði sínu yfir gegn Dnepr Mogilev. 22.7.2010 18:49
Tvö mörk Kjartans Henry hvergi nærri nóg fyrir KR KR er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir tap í Úkraínu gegn Karpaty. Leiknum lauk með 3-2 sigri Úkraínumannanna en Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk KR og jafnaði leikinn í 2-2. 22.7.2010 17:37
Bild: Raul búinn að semja við Schalke Þýska blaðið Bild segir frá því í dag að spænski leikmaðurinn Raul sé að ganga frá tveggja ára samning við þýska liðið Schalke 04 en hann var ekki inn í framtíðaráformum Jose Mourinho á Santiago Bernabeu. 22.7.2010 17:30
Klaas-Jan Huntelaar til Liverpool í skiptum fyrir Ryan Babel? Ítalska blaðið Corriere dello Sport segir að Liverpool sé þegar farið að undirbúa það ef Fernando Torres ákveður að fara frá liðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins ætlar Liverpool þá að fá Klaas-Jan Huntelaar frá AC Milan og nota landa hans Ryan Babel upp í kaupverðið. 22.7.2010 16:45
Birgir Leifur sjóðheitur og leiðir í Kiðjaberginu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG mun líklega leiða Íslandsmótið í golfi í Kiðjabergi eftir fyrsta daginn en hann var að koma í hús á 68 höggum, eða þrem undir pari, sem er vallarmet. 22.7.2010 16:01
McGrady með mörg járn í eldinum Tracy McGrady er enn að leita sér að félagi en hann æfði með LA Clippers í gær eftir að hafa farið í læknisskoðun hjá félaginu á þriðjudag. 22.7.2010 16:00
Haraldur Freyr: Ekki viss um að Kongsvinger sé réttur kostur Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, er ekki viss um að það yrði rétt skref fyrir sig að fara frá Keflavík til Kongsvinger í Noregi. Norska úrvalsdeildarfélagið er í harðri fallbaráttu og er í næst neðsta sæti eftir 17 umferðir af 30. 22.7.2010 15:41
Bayern keppir við Real um Sami Khedira - á að leysa af van Bommel Bayern Munchen er búið að blanda sér í baráttuna um þýska landsliðsmanninn Sami Khedira sem spilar með VfB Stuttgart en sló í gegn í Heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku. Khedira var á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid en það gæti nú breyst víst að besta liðið í Þýskalandi sér hann sem framtíðarmann á miðju liðsins. 22.7.2010 15:30
Gunnar Kristjánsson í byrjunarliði KR í Úkraínu Gunnar Kristjánsson er í byrjunarliði KR sem mætir Karpaty í Úkraínu nú klukkan 16.15. Gunnar er á óskalista FH og mun ræða við Hafnarfjarðarliðið þegar hann kemur frá Úkraínu. 22.7.2010 15:25
Tiger launahæsti íþróttamaður heims Þó svo Tiger Woods hafi orðið af milljónum dollara í auglýsingatekjur þá er hann enn langlaunahæsti íþróttamaður heims samkvæmt lista Sports Illustrated. 22.7.2010 15:00
Schumacher staðráðinn í að ná titli 2011 Michael Schumacher var á fréttamannafundi á Hockenheim brautinni í dag og var enn og aftur spurður hvort hann hygðist halda áfram í Formúlu 1 á næsta ári, þrátt fyrir misjafnt gengi. Hann játti því. 22.7.2010 14:58
Viktor Unnar farinn til Selfoss Viktor Unnar Illugason var í dag seldur frá Val til Selfoss. Viktor samdi við Selfyssinga til loka leiktíðarinnar. 22.7.2010 14:31
Chris Paul vill losna - Knicks, Lakers og Magic á óskalistanum Chris Paul, leikstjórnandi New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta hefur óskað formlega eftir því að vera skipt til eitt af þremur eftirtöldum félögum áður en tímabilið hefst: New York Knicks, Los Angeles Lakers eða Orlando Magic. 22.7.2010 14:30
Martin O'Neill tilbúinn að selja James Milner Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, segist vera tilbúinn í að selja landsliðsmanninn James Milner frá félaginu eftir að Milner lýsti því yfir að hann vilji fara. 22.7.2010 14:00
Ólafía með þriggja högga forskot Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR leiðir á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki eftir fyrsta hringinn í Kiðjabergi. 22.7.2010 13:46
Dan Gosling skrifaði undir fjögurra samning við Newcastle Newcastle United hefur samið við 21 árs landsliðsmanninn Dan Gosling en hann var með lausan samning hjá Everton. Gosling skrifaði undir fjögurra ára samning en hann var búinn að spila 22 leiki fyrir Everton frá því að hann kom til liðsins í janúar 2008. 22.7.2010 13:30
Webber sér ekki eftir ummælum Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull sagði í dag að hann sæi ekkert á eftir ummælum sínum eftir sigurinn á Silverstone á dögunum. Ummæli hans ollu miklu fjaðrafoki meðal fjölmiðlamanna, en ljóst þótti að hann var ósáttur við meferð Red Bull liðsins á sér. Webber keppir á Hockenheim brautinni um helgina. 22.7.2010 13:09
Grétar Rafn skaut í slána í vítakeppni en Bolton vann Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton Wanderers fóru taplausir í gegnum fjóra leiki sína í æfingaferðinni til Bandaríkjanna. Bolton vann síðasta leikinn á móti Toronto FC í vítakeppni í nótt. 22.7.2010 13:00
Webb sáttur með sjálfan sig eftir að hann horfði aftur á úrslitaleikinn Howard Webb hefur viðurkennt að hegðun leikmanna í úrslitaleik Spánverja og Hollendinga á HM i Suður-Afríku hafi eyðilagt drauminn hans að dæma þennan stærsta leik fótboltans. Howard Webb setti nýtt met með því að gefa fjórtán gul spjöld í leiknum. 22.7.2010 12:30
Rosberg stendur betur að vígi en Schumacher Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. 22.7.2010 12:01
Stór dagur hjá íslenskum frjálsíþróttakonum í dag Fjórar íslenskar frjálsíþróttakonur verða í sviðsljósinu á erlendum vettvangi í dag, þrjár eru að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada og Ásdís Hjálmsdóttir keppir síðan í kvöld á Demantamótinu í Mónakó. 22.7.2010 12:00
Massa ósáttur við eigin árangur Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. 22.7.2010 11:42
Redknapp: Tottenham getur alveg orðið meistari Harry Redknapp, stjóri Tottenham Hotspur, er sannfærður um að sitt lið geti barist um enska meistaratitilinn á þessu tímabili en hann kom liðinu frekar óvænt inn í Meistaradeildina á síðustu leiktíð. 22.7.2010 11:30