Hamilton: Formúla 1 er eins og golf 23. júlí 2010 10:27 Bretinn Lewis Hamilton er efstur í stigamóti ökumanna. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. "Ég tek eitt mót í einu. Þetta er svipað og golf sem ég spila stundum. Ég er á þriðju holu og ef ég stend jafn vel að vígi á áttundu holu, þá ætti mér að ganga vel. Og ef það gengur ekki eftir, þá verður maður að taka því. Eitt skref í einu. Þannig er þetta þegar ég er að keppa í kappakstri. Eitt mót í einu og þannig hef ég haft þetta í ár og sé enga ástæðu til að breyta því", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér líður vel með árangur okkar til þessa, en keppinautar okkar gætu lagfært sína bíla og stungið okkur af. Þeir (Red Bull) væri fremstir ef þeir hefðu fylgt eftir ráspólum sem þeir hafa náð á árinu. Við höfum staðið okkur vel miðað við burði bílsins." "Við erum ekki með fljótasta bílinn, en ef við kæmumst þangað væri hægt að brosa. Sjáum hvað gerist. Ef það verður þurrt um helgina ætti okkar bíll að virka vel og vera jafnræði. Ég hélt þetta verði jafnara en síðast", sagði Hamilton. Hann skemmdi bíl sinn talsvert á æfingunni í morgun, en ekur á ný í hádeginu, ef allt gengur eftir. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lokaæfingin er sýnd kl. 8.55 í fyrramálið og tímatakan kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.30 og er í opinni dagskrá eins og tímatakan. Eftir keppni er þátturinn Endamarkið, sem er í lokaðri dagskrá eins og útsendingar frá æfingum. Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. "Ég tek eitt mót í einu. Þetta er svipað og golf sem ég spila stundum. Ég er á þriðju holu og ef ég stend jafn vel að vígi á áttundu holu, þá ætti mér að ganga vel. Og ef það gengur ekki eftir, þá verður maður að taka því. Eitt skref í einu. Þannig er þetta þegar ég er að keppa í kappakstri. Eitt mót í einu og þannig hef ég haft þetta í ár og sé enga ástæðu til að breyta því", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér líður vel með árangur okkar til þessa, en keppinautar okkar gætu lagfært sína bíla og stungið okkur af. Þeir (Red Bull) væri fremstir ef þeir hefðu fylgt eftir ráspólum sem þeir hafa náð á árinu. Við höfum staðið okkur vel miðað við burði bílsins." "Við erum ekki með fljótasta bílinn, en ef við kæmumst þangað væri hægt að brosa. Sjáum hvað gerist. Ef það verður þurrt um helgina ætti okkar bíll að virka vel og vera jafnræði. Ég hélt þetta verði jafnara en síðast", sagði Hamilton. Hann skemmdi bíl sinn talsvert á æfingunni í morgun, en ekur á ný í hádeginu, ef allt gengur eftir. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lokaæfingin er sýnd kl. 8.55 í fyrramálið og tímatakan kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.30 og er í opinni dagskrá eins og tímatakan. Eftir keppni er þátturinn Endamarkið, sem er í lokaðri dagskrá eins og útsendingar frá æfingum.
Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira