Fleiri fréttir

Obertan tryggði Manchester United sigur í nótt

Frakkinn Gabriel Obertan tryggði Manchester United 1-0 sigur á Philadelphia Union í æfingaleik í nótt á Lincoln Financial Field í Philadelphia í Bandaríkjunum. Þetta var annar leikur United á undirbúningstímabilinu en liðið vann 3-1 sigur á Celtic á föstudaginn var.

Íslandsmót í einstakri náttúrufegurð

Mánudaginn síðasta hélt Golfsamband Íslands, GSÍ, svokallað Pro/Am-golfmót en þar fá „venjulegir" kylfingar tækifæri til þess að spila með þeim bestu á sjálfum Íslandsmótsvellinum.

Aldrei verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi

Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli.

Birgir Leifur aftur með á Íslandsmótinu

Þekktasti kylfingur Íslands, Birgir Leifur Hafþórsson, verður mættur í Kiðjabergið í dag en hann tekur þá þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti síðan í Eyjum árið 2007.

Aðeins átján konur í Kiðjaberginu

Alls taka 142 kylfingar þátt í Íslandsmótinu í höggleik en athygli vekur að aðeins 18 konur eru skráðar til leiks að þessu sinni.

Bara fínt að vera litla liðið

„Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið,“ segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni.

Búið að selja 1000 miða af 1340

Búið er að selja um þúsund miða af þeim 1.340 sem í boði eru á leik Breiðabliks og Motherwell í kvöld. Forráðamenn Blika sögðu við Fréttablaðið í gær að um 150 stuðningsmenn Motherwell myndu horfa á leikinn úr gömlu stúkunni á Kópavogsvelli.

Fyrsti leikur Rúnars í KR-útvarpinu

KR-ingar spila í dag seinni leikinn sinn við FK Karpaty L'viv í 2. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar. FK Karpaty vann fyrri leikinn 3-0 á KR-velli í síðustu viku og KR-liðið á því ekki mikla möguleika á að komast áfram.

Mamma gaf mér það að bjóða systur minni með

Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, keppir í dag og á morgun í sjöþraut á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Moncton í Kanada. Helga er framarlega í sínum aldursflokki í sjöþraut og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á mótinu.

Oosthuizen keypti traktor fyrir sigurféð á opna breska

Louis Oosthuizen er sveitastrákur sem vann opna breska meistaramótið í golfi á dögunum. Hann var ekki lengi að byrja að eyða 850 þúsund punda verðlaunafénu sínu, hann keypti sér umsvifalaust traktor.

Stelpurnar enda á því að mæta heimsmeisturum Rússa

Ísland er í riðli með Svartfjallalandi, Króatíu og heimsmeistaraliði Rússlands í lokakeppni EM í handbolta sem fer fram í Noregi og Danmörku í desember. Leikaniðurröðun mótsins hefur verið gefin út.

Naumur sigur Þróttar á HK

Þróttur vann HK 3-2 í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. Staðan í hálfleik var 3-2 en endurkoma HK hófst of seint en annað mark HK kom í uppbótartíma.

FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu

FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals.

Marklínu-dómararnir verða í Meistaradeildinni í vetur

Það verða fimm dómarar á vellinum í Meistaradeildinni á komandi tímabili en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti þetta í dag. Það var gerð tilraun með tvo auka aðstoðardómara í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og henni verður haldið áfram á komandi tímabili.

Fá Valskonur gull- silfur og bronsskóinn í ár?

Valskonur eru í frábærum málum í Pepsi-deild kvenna eftir leiki gærkvöldsins með sex stiga forskot á toppnum auk þess að eiga leik inni á liðið í öðru sæti sem er Breiðablik. Valsliðið hefur skorað 51 mark í 11 leikjum eða 28 mörkum meira en næsta lið og nú er svo komið að liðið á þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar.

Gestir skysports.com spá Manchester United titlinum

Manchester United mun vinna enska meistaratitilinn ef marka má gesti heimasíðu Skysports. 26 prósent spá því að United-liðið endurheimti enska titilinn en 50 þúsund atkvæði hafa borist í könnun síðunnar. Enska úrvalsdeildin fer af stað 14. ágúst.

David James í viðræður við Celtic

Skoska liðið Celtic er að leita sér að markverði eftir að Artur Boruc fór til ítalska liðsins Fiorentina. Neil Lennon, stjóri liðsins, er að vonast eftir því að hinn 39 ára gamli David James standi í marki Celtic í vetur.

Silvio Berlusconi heimtar að AC Milan spili með tvo framherja

Silvio Berlusconi hefur gefið nýjum þjálfara AC Milan, Massimiliano Allegri, skýr fyrirmæli um hvernig leikaðferð liðið eigi að spila á næsta tímabili. Berlusconi hefur nefnilega heimtað að liðið muni spila með tvo framherja á næsta tímabili.

Sunderland að kaupa Titus Bramble fyrir eina milljón punda

Wigan hefur samþykkt tilboð Sunderland í varnarmanninn Titus Bramble og er leikmaðurinn á leiðinni í læknisskoðun í Sunderland. Bramble er 28 ára gamall og mun kosta Sunderland eina milljón punda eða um 188 milljónir íslenskra króna.

Ekki meiri pressa á Vettel á heimavelli

Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli.

Engir vuvuzela-lúðrar hjá Arsenal, Liverpool og West Ham

Ensku úrvalsdeildarliðin keppast nú við að banna vuvuzela-lúðrana sem tröllriðu öllu á meðan HM í suður-Afríku stóð. Tottenham var fyrsta félagið til að banna lúðrana á heimaleikjum sínum en nú hefur bæst vel í hópinn af enskum úrvalsdeildarliðum.

Alonso vill á verðalaunapallinn

Fernando Alonso keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi og mætir m.a. sex þýskum ökumönnum sem allir vilja heilla heimamenn. En Ferrari á fjölda aðdáenda í Þýskalandi og ljóst að Alonso fær sinn stuðning líka. Alonso hefur ekki unnið mót frá því að hann fyrsta mót ársins í Barein í mars.

Schumacher spenntur að keppa á heimavelli

Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg.

KR borgaði upp samning Loga - Gaui Þórðar ekki í myndinni

Rúnar Kristinsson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá KR síðdegis í gær. Hann tók við liðinu af Loga Ólafssyni daginn eftir 3-3 jafnteflið við Hauka en fyrsti leikur hans með liðið er seinni leikurinn gegn Karpaty frá Úkraínu á morgun. Liðið flaug út í nótt en fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri Karpaty.

Sjá næstu 50 fréttir