Fleiri fréttir

Hamilton ánægður með spretthörkuna

Bretinn Lewis Hamilton er hamingjusamur með McLaren fák sinn eftir æfingar föstudagsins. Hann náði besta tíma á undan Jenson Button, liðsfélaga sínum á seinni æfingunni, en Robert Kubica var fljótari á þeirri fyrri.

Fimmtu lokaúrslitin í röð hjá Margréti Köru og Sigrúnu

KR og Hamar spila í kvöld fyrsta leikinn sinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfuboltanum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHl-höll þeirra KR-inga en tveir leikmenn þekkja fátt annað en að vera í þessari stöðu á vorin.

Davíð Birgisson lánaður í Selfoss

Sóknarmaðurinn Davíð Birgisson mun spila með Selfyssingum í Pepsi-deildinni í sumar á lánssamningi frá KR. Davíð er fæddur 1990 og á tvo leiki að baki með KR í Íslandsmóti.

Eriksen: Ekki tilbúinn fyrir Barcelona

Christian Eriksen hjá Ajax hefur gefið þau skilaboð til Arsenal og Barcelona að hann sé ekki tilbúinn til að fara til risaliðs strax.

Breytt tímasetning á Formúlu 1 keppni

Formúlu 1 mótið í Melbourne í Ástralíu verður í beinni útsendingu kl. 5.30 á sunnudag, á Stöð 2 Sport en ekki 6.30 eins og hefur verið kynnt víða í vikunni.

Balotelli enn úti í kuldanum

Sóknarmaðurinn Mario Balotelli og þjálfarinn Jose Mourinho hafa enn ekki grafið stríðsöxina. Balotelli er ekki í leikmannahópi Inter sem mætir Roma á morgun.

Mancini ákærður en Moyes sleppur

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu. Hegðun Mancini þótti ekki til fyrirmyndar þegar City lék gegn Everton á dögunum.

Nani: Hlakka til að vinna fleiri titla með Man Utd

„Þjálfaraliðið hér hefur kennt mér svo mikið og ég er að spila í kringum marga af bestu leikmönnum heims," segir hinn portúgalski Nani sem skrifaði undir nýjan samning við Englandsmeistara Manchester United í morgun.

Ingi Þór: Ætlum okkur alla leið

„Leikirnir við Grindavík hafa verið skemmtilegir í vetur. Þeir unnu báða deildarleikina en við unnum leikinn sem skipti máli, bikarúrslitaleikinn," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, en hann mætir alls óhræddur í rimmuna við Grindavík í kvöld.

Mun Giggs leysa Ramsey af?

Ryan Giggs segist vera tilbúinn að skoða þann möguleika að spila aftur fyrir landslið Wales. Giggs er orðinn 36 ára og hafði lagt landsliðsskóna á hilluna 2007.

Friðrik: Vantar meiri töffaraskap í okkur

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, bíður spenntur eftir því að fá Snæfell í heimsókn í kvöld þó svo hann hefði kosið annan andstæðing í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Carvalho aftur á meiðslalistann

Nafn Ricardo Carvalho er aftur komið á meiðslalista Chelsea. Talið er að varnarmaðurinn portúgalski verði frá næsta mánuðinn hið minnsta.

Svíi og Skoti í myndinni hjá KR

Það er nokkuð ljóst að erlendur markvörður mun standa í rammanum hjá KR á komandi tímabili. Á dögunum var Lars Ivar Moldskred frá Noregi til reynslu hjá liðinu.

Verður 2010 ár Framara í handboltanum?

„Við erum með gott hlutfall eftir áramót. Ég held að 2009 hafi verið slakasta ár hjá Fram frá upphafi. Við vorum á toppnum fyrir jól 2008 og vorum svo skelfilegir allt árið. Eigum við ekki að segja að 2010 verði árið okkar,“ sagði Magnús Gunnar Erlendsson markmaður Fram í gær.

Alonso: Red Bull menn mjög fljótir

Fernando Alonso var í basli á æfingum í morgun og náði ekki að nýta sér þurra braut á seinni æfingu af tveimur, þegar rigningarskvetta truflaði æfinguna oftar en eini sinni. Hann náði aðeins fimmtánda besta tíma og skorti því æfingatíma á brautinni

Redknapp tekur hjartatöflur

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur viðurkennt að hann þurfi að taka hjartatöflur enda tekur pressan í ensku úrvalsdeildinni sinn toll.

KR-ingar brutu af sér ÍR-álögin - myndir

KR-ingar eru í fyrsta sinn í sögu sinni í úrslitakeppninni komnir 1-0 yfir í einvígi á móti nágrönnum sínum úr Seljahverfinu. Leikur 2 er í Seljaskólanum á sunnudaginn.

Hamilton fljótastur á votri æfingu

Lewis Hamilton á McLaren reyndist allra manna fljótastur á seinni æfingu keppnisliða á götum Melbourne í morgun. Hann var einn fárra sem náði að aka á þurri braut, en rigning hefti framför margra annarra.

Kubica sneggstur á götum Melbourne

Pólverjinn Robert Kubica á Renault var fljótastur allra á fyrstu æfingu keppnisliða í Mlebourne í Ástralíu í nótt. Hann ekur Renault, en Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Jenson Button þriðji á McLaren Mercedes.

KR-ingar ósáttir við Stjörnumenn

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki par sáttur við kollega sína hjá Stjörnunni. Þeir kærðu KR-inginn Tommy Johnson eftir leik liðanna á dögunum og sú kæra varð þess valdandi að Tommy fór í eins leiks bann.

Pavel: Átti von á meiri slagsmálum

Pavel Ermolinskij hefur á skömmum tíma smollið afar vel inn í lið Íslandsmeistara KR. Hann á hvern stórleikinn á fætur öðrum og hann stígur vart inn á völlinn án þess að ná þrefaldri tvennu. Hann gerði það enn og aftur gegn ÍR í kvöld.

Oddur: Leikgleðina skorti hjá okkur

Oddur Gretarsson var markahæstur Akureyringa í kvöld í tapleiknum gegn Fram. Hann viðurkennir að liðið hafi verið alveg jafn lélegt og gegn Gróttu um síðustu helgi í leik sem liðið tapaði einnig.

Valsmenn unnu meistarana á Ásvöllum

Valsmenn hristu af sér slyðruorðið með fjögurra marka sigri á Íslands- og bikarmeisturum Hauka, 24-20 á Ásvöllum í kvöld. Valsmenn voru aðeins búnir að vinna einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni fyrir leikinn.

Hreggviður: Við vorum latir

„Það sem vantaði upp hjá okkur var varnarleikurinn og svo vorum við latir að hlaupa til baka. Þeir refsuðu okkur strax í öðrum leikhluta en fyrsti leikhlutinn gekk vel hjá okkur. Við mættum ferskir til leiks en andleysið kom upp í öðrum leikhluta," sagði ÍR-ingurinn Hreggviður Magnússon eftir tapið gegn KR í kvöld.

Einar Jónsson: Þetta er orðið fullorðins

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Akureyri í kvöld. Hann má líka vera það, Akureyri tapar ekki oft heima, hvað þá með fimm mörkum. 26-31 lokatölur.

Umfjöllun: Stríðsdans Framara fyrir norðan

Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni.

Mascherano áfram á Anfield

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano ætlar að vera áfram hjá Liverpool og reiknar með að skrifa undir nýjan samning á komandi vikum. Mascherano var orðaður við spænska stórliðið Barcelona síðasta sumar.

Wenger sló á þráðinn til Eden Hazard

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur áhuga á miðjumanninum Eden Hazard sem leikur með Lille í Frakklandi. Samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi hringdi Wenger sjálfur í Hazard til að reyna að lokka hann til Lundúna.

Ekkert gekk hjá Jakobi og Sundsvall tapaði leik tvö

Jakob Örn Sigurðarson hitti á afleitan dag í kvöld þegar Sundsvall Dragons tapaði með 21 stigi fyrir Uppsala Basket, 82-61, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Uppsala.

Pellegrini og Diarra rifust

Lassana Diarra, betur þekktur sem Lass í herbúðum Real Madrid, er ósáttur við hvernig hefur verið komið fram við hann í síðustu leikjum.

Vill að Torres og Gerrard setji fram afarkosti

Phil Thompson, fyrrum stjóri Liverpool, vill að þeir Fernando Torres og Steven Gerrard setji eigendum félagsins afarkosti - annaðhvort verði lagðir fram peningar til leikmannakaupa eða þeir hóti að yfirgefa liðið.

Sjá næstu 50 fréttir