Fleiri fréttir

Umfjöllun: Spenna í lokin þegar Keflavík lagði Grindavík

Keflavík vann Grindavík í Iceland Express-deildinni í kvöld 97-89. Leikurinn var afbragðsskemmtun en úrslitin gefa aðeins skakka mynd af þeirri spennu sem var undir lokin. Grindvíkingar reyndu við þriggja stiga körfu til að jafna metin þegar fimm sekúndur voru eftir.

Juventus endurheimti annað sætið á Ítalíu

Juventus vann 1-0 sigur gegn Udinese í lokaleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni en Fabio Grosso skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn. Juventus endurheimti þar með annað sæti deildarinnar sem AC Milan komst tímabundið í fyrr í dag.

Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik

„Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld.

Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu

„Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld.

Jakob Jóhann: Var búinn að stefna á að bæta mig á þessu móti

Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi fór mikinn á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem lauk í dag. Jakob Jóhann setti Íslandsmet í öllum þremur keppnisgreinum sínum á mótinu og hjó þess fyrir utan nálægt Norðurlandametum og var vitaskuld sáttur í mótslok.

Redknapp: Þetta var ótrúlegt afrek hjá Defoe

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham var eðlilega í skýjunum með 9-1 sigur sinna manna gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Redknapp hrósaði sérstaklega framherjanum Jermain Defoe sem gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk.

ÍM25: Móti lauk með Íslandsmeti í boðsundi kvenna

Glæsilegu Íslandsmeistaramóti í sundi í 25 metra laug lauk í Laugardalslaug í dag með enn einu Íslandsmetinu. Kvennasveit Ægis setti Íslandsmet í 4x100 metra skriðsundi þegar hún synti á tímanum 3:50,80.

Hermann lék allan leikinn í tapi Portsmouth

Stoke vann 1-0 sigur gegn Portsmouth í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Staðan var markalaus í hálfleik en Kevin-Prince Boateng misnotaði vítaspyrnu fyrir Portsmouth snemma leiks.

N1-deild karla: Öruggur sigur hjá Haukum

Íslandsmeistarar Hauka unnu 31-24 sigur gegn nýliðum Gróttu í N1-deild karla í handbolta að Ásvöllum í dag en staðan var 13-11 Haukum í vil í hálfleik.

Tottenham slátraði Wigan - Defoe með fimm mörk

Tottenham vann ótrúlegan 9-1 sigur gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag en staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Tottenham. Jermain Defoe skoraði fimm mörk fyrir Tottenham í leiknum en þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla snemma í síðari hálfleiknum.

Ítalski boltinn: AC Milan komið upp í annað sæti

AC Milan vann 4-3 sigur gegn Cagliari á San Siro-leikvanginum í dag en staðan var 3-2 í hálfleik. Clarence Seedorf, Marco Boriello, Alexander Pato og Ronaldinho skoraði fyrir AC Milan í leiknum en Alessandro Matri, Andrea Lazzari og Nene skoruðu mörk gestanna.

N1-deild kvenna: Haukar unnu Hafnarfjarðarslaginn

Haukar unnu sannfærandi 35-19 sigur gegn FH í Hafnarfjarðarslag í N1-deild kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var í járnum lengi framan af en staðan var 14-11 Haukum í vil í hálfleik.

Mun Hiddink snúa aftur til Chelsea?

Mikið hefur verið rætt um framtíð landsliðsþjálfarans Guus Hiddink í starfi sínu með rússneska landsliðið eftir að það mistókst að vinna sér sæti á lokakeppni HM næsta sumar.

Liverpool næsti áfangastaður fyrir Nistelrooy?

Samkvæmt heimildum Daily Mirror ætlar knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool að styrkja framlínu sína þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar með kaupum á Ruud Van Nistelrooy frá Real Madrid.

Messi ekki með gegn Inter - tæpur fyrir El Clásico

Aðstandendur og stuðningsmenn Barcelona bíða nú á milli vonar og ótta með að heyra af meiðslum stjörnuleikmannsins Lionel Messi sem þurfti að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla þegar um stundarfjórðungur lifði leiks í 1-1 jafntefli gegn Athletic Bilbao í gærkvöldi.

Helena með tvöfalda tvennu í tapi TCU

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í Háskólaboltanum í Bandaríkjunum í nótt þegar liðið beið lægri hlut gegn Oklahoma en lokatölur urðu 74-70.

ÍM25: Erla Dögg með glæsilegt Íslandsmet

Lokadagur Íslandsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug í Laugardalslaug hófst með stæl í morgun þegar sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir setti enn eitt Íslandsmetið á mótinu en þau eru nú orðin tíu talsins.

NBA-deildin: New Orleans endaði sigurgöngu Atlanta

Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að Atlanta Hawks tapaði loks eftir að hafa unnið sjö leiki í röð en New Orleans Hornets batt endi á sigurgönguna.

Barcelona missteig sig gegn Bilbao

Barcelona tapaði stigum í toppbaráttunni á Spáni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Athletic Bilbao. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik á San Mames-leikvanginum í Bilbao en Dani Alves opnaði markareikninginn fyrir gestina snemma í síðari hálfleik.

Þýski handboltinn: Töp hjá Íslendingaliðunum

Tveir leikir fóru fram í þýska handboltanum í kvöld en Íslendingaliðin Lübbecke og Minden voru í eldlínunni. Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk og Ingimundur Ingimundarsaon skoraði 1 mark í 21-27 tapi Minden gegn Dormagen en staðan var jöfn, 10-10, í hálfleik.

Ferguson: Ánægður með hversu agaðir við vorum

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hrósaði liði sínu fyrir fagmannlegan 3-0 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford-leikvanginum í kvöld.

Meistaradeildin í handbolta: FCK vann Fyllingen

Arnór Atlason og félagar í danska félaginu FCK unnu sannfærandi 28-19 sigur gegn norska félaginu Fyllingen með Andra Stefan Guðrúnarson innanborðs í C-riðli í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.

Meistaradeildin í handbolta: Kiel vann Amicitia Zürich

Það var sannkallaður Íslendingaslagur í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld þegar Alfreð Gíslason og lærisveinar í Kiel með Aron Pálmarsson innanborðs unnu 26-34 sigur gegn Kára Kristjáni Kristjánssyni og félögum í Amicitia Zürich.

Inter styrkti stöðu sína á toppnum á Ítalíu

Ítalíumeistarar Inter unnu í kvöld góðan 1-3 útisigur gegn Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni. Diego Milito kom Inter yfir með marki á 23. mínútu en Marcelo Zlayeta jafnaði leikinn fyrir heimamenn mínútu síðar.

Bruce: Það er alltaf gaman að vinna Arsenal

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland var hæst ánægður með 1-0 sigur liðs síns gegn Arsenal á leikvangi Ljóssins í dag. Bruce hrósaði sérstaklega hinum unga og efnilega Jordan Henderson í leikslok.

Sjá næstu 50 fréttir