Fleiri fréttir Manchester City úr leik í UEFA-bikarnum Enska liðið Manchester City er úr leik í UEFA-bikarnum þrátt fyrir 2-1 sigur á þýska liðinu Hamburger SV í seinni leik liðanna í 8 liða úrslitum keppninnar í kvöld. 16.4.2009 19:49 Óvæntur sigur Fram - frábær seinni hálfleikur Safamýrarpilta Fram gerði sér lítið fyrir og lagði Íslands- og deildarmeistara Hauka, 32-28, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 úrslitakeppninnar að Ásvöllum. Fram lék frábærlega í síðari hálfleik og var betri á öllum sviðum leiksins. 16.4.2009 19:48 Valsmenn héldu sigurgöngunni áfram á heimavelli Valsmenn eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti HK í N1 deild karla en úrslitakeppnin hófst í kvöld. Valsmenn unnu nokkuð öruggan sex marka sigur,25-19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7. 16.4.2009 19:47 Viggó er mættur á leikinn á Ásvöllum Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram í N1 deild karla í handbolta, tekur út leikbanni þegar liðið byrjar þátttöku sína í úrslitakeppninni í kvöld. Viggó er engu að síður mættur á Ásvelli þar sem Framarar sækja deildarmeistara Hauka heim. 16.4.2009 19:39 Kærumál í Rásmarkinu á Stöð 2 Sport Ítarlega verður fjallað um störf Ólafs Guðmundssonar í fyrstu tveimur Formúlu 1 mótum ársins í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Þátturinn er upphitun fyrir kappaksturinn í Kína um helgina. 16.4.2009 19:06 Tölfræðin í NBA: Wade stigakóngur Nú þegar deildarkeppninni í NBA deildinni er lokið er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn skáru fram úr í helstu tölfræðiþáttum í vetur. 16.4.2009 17:45 Buffon á óskalista United? Gianluigi Buffon, dýrasti markvörður heims, er á óskalista Manchester United í sumar eftir því sem fram kemur í Daily Mail í dag. 16.4.2009 17:15 Garnett gæti misst af úrslitakeppninni Framherjinn Kevin Garnett hjá meisturum Boston Celtics verður ekki klár í slaginn með liði sínu þegar það hefur leik gegn Chicago Bulls í úrslitakeppninni á laugardagskvöldið. 16.4.2009 16:43 United hafði heppnina með sér Jose Gomes, aðstoðarþjálfari Porto, segir að Manchester United hafi einfaldlega haft heppnina með sér í einvígi liðanna í Meistaradeildinni og þess vegna sé liðið komið áfram í undanúrslitin. 16.4.2009 16:01 Ronaldo tilnefndur til Laureus verðlaunanna Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur nú fengið enn eina verðlaunatilnefninguna. Hann er einn þeirra sem koma til greina þegar Laureus verðlaunin verða afhent í tíunda sinn í sumar. 16.4.2009 15:50 Scolari orðaður við QPR Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Luiz Felipe Scolari, fyrrum þjálfari Chelsea, sé á óskalista QPR sem rak knattspyrnustjórann Paulo Sousa úr starfi fyrir skömmu. 16.4.2009 15:23 Þórir ráðinn landsliðsþjálfari Noregs Þórir Hergeirsson hefur tekið við starfi landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta en þetta var staðfest á heimasíðu norska handknattleikssambandsins í dag. 16.4.2009 15:07 Úrslitakeppnin beint á netinu í kvöld Úrslitakeppnin í N1 deild karla hefst í kvöld með tveimur leikjum og hægt verður að fylgjast með þeim beint á netinu. 16.4.2009 14:58 Laudrup rekinn frá Spartak Moskvu Spartak Moskva í Rússlandi hefur rekið Danann Michael Laudrup úr starfi knattspyrnustjóra félagsins eftir aðeins sjö mánuði í starfi. 16.4.2009 14:22 Erfitt að hafna boði upp á 100 milljónir evra Marco Tronchetti, yfirmaður íþróttamála hjá Inter á Ítalíu, segir að það yrði erfitt að hafna boði í Zlatan Ibrahimovic upp á 100 milljónir evra. 16.4.2009 14:02 Lét sprauta bílinn sinn í félagslitnum Stephen Ireland, leikmaður Manchester City, neyddist til að láta sprauta Audi R8-bifreið sína eftir að liðsfélagar hans létu hann heyra það. 16.4.2009 13:45 Ranieri áfram hjá Juventus Forráðamenn Juventus segja það ekki rétt sem hafi komið fram í ítölskum fjölmiðlum og að Claudio Ranieri verði áfram knattspyrnustjóri liðsins. 16.4.2009 12:45 Pires spáir Arsenal velgengni Robert Pires, leikmaður Villarreal, spáir sínum gömlu félögum í Arsenal velgengni í Meistaradeild Evrópu. 16.4.2009 12:15 Ribery: Enn miklu ólokið með Bayern Franck Ribery hefur gefið í skyn að hann ætli sér að vera áfram í herbúðum Bayern München en hann hefur verið sterklega orðaður við stórlið víða um Evrópu. 16.4.2009 11:45 Mourinho verður áfram hjá Inter Jorge Mendes, umboðsmaður Jose Mourinho, segir að hann verði áfram hjá ítalska úrvalsdeildarliðinu Inter sama hvað tautar og raular. 16.4.2009 11:15 England átt flest lið í undanúrslitunum Ensk lið tóku fram úr spænskum er þrjú ensk lið tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu nú í vikunni. 16.4.2009 10:43 Viduka gæti spilað um helgina Mark Viduka gæti spilað með Newcastle á nýjan leik nú um helgina eftir langa fjarveru vegna meiðsla. 16.4.2009 10:34 Santa Cruz í hnéaðgerð Roque Santa Cruz, leikmaður Blackburn, verður frá í einhvern tíma eftir að hann gekkst undir aðgerð á hné í vikunni. 16.4.2009 10:16 Drykkjufélagarnir gætu átt afturkvæmt til Rangers Walter Smith, knattspyrnustjóri Rangers, hefur gefið í skyn að þeir Barry Ferguson og Allan McGregor gætu snúið til baka í lið félagsins. 16.4.2009 10:03 NBA í nótt: San Antonio náði sér í titil Lokakeppnisdagur deildakeppninnar í NBA-deildinni fór fram í nótt og er því ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. 16.4.2009 09:26 Ragnar og félagar steinlágu í derby-slagnum Ragnar Sigurðsson og félagar í IFK Göteborg voru skotnir niður á jörðina í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eftir 6-0 stórsigur á Djurgården um síðustu helgi tapaði liðið 4-1 á móti BK Häcken. 15.4.2009 23:30 Ólafur var traustur á lokasprettinum í sigri Ciudad Real í kvöld Ciudad Real heldur áfram tveggja stiga forustu sinni á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 26-19 sigur á Portland á útivelli í kvöld. Barcelona vann á sama tíma nauman sigur á Antequera og fylgir Ciudad sem skugginn. 15.4.2009 23:15 Meistaradeildarmet hjá Ferguson í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, setti nýtt met í Meistaradeildinni í kvöld þegar hann kom Manchester United í sjötta sinn inn í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Manchester United tryggði sér sætið með því að vinna Porto 1-0 í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum. 15.4.2009 22:45 Halldór Ingólfsson tekur við Gróttuliðinu Halldór Ingólfsson er kominn aftur heim og tekinn við þjálfun karlaliðs Gróttu sem tryggði sér á dögunum sæti í N1 deild karla. Halldór tekur við starfi Ágústs Þórs Jóhannssonar sem mun þjálfa norska kvennaliðið Levanger á næsta tímabili. 15.4.2009 22:30 Wenger: Það verður krefjandi verkefni að mæta United Arsenal tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta með öruggum 3-0 sigri á spænska liðinu Villarreal. 15.4.2009 21:45 Alex Ferguson: Mikilvægt að ná að halda aftur hreinu Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með 1-0 sigur liðsins á Porto í Meistaradeildinni í kvöld en með því komst liðið í sjötta sinn í undanúrslit keppninnar undir hans stjórn 15.4.2009 21:15 Kiel vantar aðeins eitt stig til að tryggja sér titilinn Lærisveina Alfreðs Gíslasonar vantar nú aðeins eitt stig til þess að tryggja sér þýska meistaratitilinn eftir auðveldan tólf marka sigur á Stralsunder, 32-20 á heimavelli í kvöld. Þetta var 27. sigur Kiel í 28 leikjum í þýsku deildinni. 15.4.2009 20:30 Markaleikur hjá Bröndby í danska bikarnum Stefán Gíslason og félagar í Bröndby gerðu 3-3 jafntefli við AaB í fyrri leik liðanna í undanúrslitum danska bikarsins í dag. Bröndby komst þrisvar yfir í leiknum en það dugði ekki til sigurs. 15.4.2009 19:15 Manchester og Arsenal fóru áfram - frábært sigurmark Ronaldo Manchester United og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fóbolta eftir sigra í seinni leikjum sínum í átta liða úrslitunum. Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á spænska liðinu Villarreal en Cristiano Ronaldo tryggði United 1-0 sigur með stórkostlegu marki í upphafi leiks. 15.4.2009 17:37 Kosið hjá Real þann 14. júní Geturðu útvegað 10 milljarða bankaábyrgð? Ertu spænskur? Hefurðu borgað félagsgjöldin þín hjá Real Madrid síðustu 10 ár? Ef þú svarar þessum spurningum játandi, getur þú orðið næsti forseti félagsins. 15.4.2009 17:15 Inter íhugar að rifta samningi við Adriano Massimo Moratti, forseti Inter Milan, segist vera að íhuga að rifta samningi við brasilíska vandræðagemlinginn Adriano eftir ítrekuð agabrot hans. 15.4.2009 16:45 Klinsmann krossfestur Jurgen Klinsmann, þjálfari Bayern Munchen, er sagður ætla að höfða mál á hendur blaðinu Die Tageszeitung eftir að það birti skopmynd af honum hangandi á krossi. 15.4.2009 16:15 Hiddink lýsir yfir stuðningi við Cech Guus Hiddink, stjóri Chelsea, segist standa við bakið á markverði sínum Petr Cech þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta að undanförnu. 15.4.2009 16:12 Voronin sektaður og settur í bann Úkraínumaðurinn Andriy Voronin hjá Hertha Berlín hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann og gert að greiða sekt upp á 1,7 milljónir króna vegna agabrots í leik um síðustu helgi. 15.4.2009 15:58 Zarate á innkaupalista Liverpool og City? Argentínumaðurinn Mauro Zarate hjá Lazio á Ítalíu er eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni ef marka má breska fjölmiðla í dag. 15.4.2009 15:30 Búið að fastsetja fyrstu sjónvarpsleikina Nú er komið í ljós hvaða leikir í fyrstu fjórum umferðum efstu deildar karla í knattspyrnu verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. 15.4.2009 15:17 Defoe kominn af stað á ný Framherjinn Jermaine Defoe hjá Tottenham er nú byrjaður að æfa á fullu með liði sínu eftir að hafa verið frá keppni síðan í janúar vegna meiðsla. 15.4.2009 15:12 Herbergi Rooney yngri verður í Everton-stíl Wayne Rooney og kona hans Coleen eiga von á sínu fyrsta barni. Ef það verður strákur, verður herbergið hans innréttað og málað í litum Everton. 15.4.2009 14:37 Anderson: Vissi að Porto væri með hörkulið Brasilíumaðurinn Anderson hjá Manchester United, sem áður lék með Porto, segir ekkert hafa komið sér á óvart í leik Porto þegar liðið náði fræknu 2-2 jafntefli við United í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í síðustu viku. 15.4.2009 14:30 Danielle krækti í þriðja Spursarann Breska fyrirsætan Danielle Lloyd hlýtur að vera harðasti aðdáandi Tottenham í heimi. Hún er nú að rugla saman reitum við þriðja leikmannin úr röðum liðsins á nokkrum árum. 15.4.2009 14:09 Sjá næstu 50 fréttir
Manchester City úr leik í UEFA-bikarnum Enska liðið Manchester City er úr leik í UEFA-bikarnum þrátt fyrir 2-1 sigur á þýska liðinu Hamburger SV í seinni leik liðanna í 8 liða úrslitum keppninnar í kvöld. 16.4.2009 19:49
Óvæntur sigur Fram - frábær seinni hálfleikur Safamýrarpilta Fram gerði sér lítið fyrir og lagði Íslands- og deildarmeistara Hauka, 32-28, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 úrslitakeppninnar að Ásvöllum. Fram lék frábærlega í síðari hálfleik og var betri á öllum sviðum leiksins. 16.4.2009 19:48
Valsmenn héldu sigurgöngunni áfram á heimavelli Valsmenn eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti HK í N1 deild karla en úrslitakeppnin hófst í kvöld. Valsmenn unnu nokkuð öruggan sex marka sigur,25-19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7. 16.4.2009 19:47
Viggó er mættur á leikinn á Ásvöllum Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram í N1 deild karla í handbolta, tekur út leikbanni þegar liðið byrjar þátttöku sína í úrslitakeppninni í kvöld. Viggó er engu að síður mættur á Ásvelli þar sem Framarar sækja deildarmeistara Hauka heim. 16.4.2009 19:39
Kærumál í Rásmarkinu á Stöð 2 Sport Ítarlega verður fjallað um störf Ólafs Guðmundssonar í fyrstu tveimur Formúlu 1 mótum ársins í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Þátturinn er upphitun fyrir kappaksturinn í Kína um helgina. 16.4.2009 19:06
Tölfræðin í NBA: Wade stigakóngur Nú þegar deildarkeppninni í NBA deildinni er lokið er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn skáru fram úr í helstu tölfræðiþáttum í vetur. 16.4.2009 17:45
Buffon á óskalista United? Gianluigi Buffon, dýrasti markvörður heims, er á óskalista Manchester United í sumar eftir því sem fram kemur í Daily Mail í dag. 16.4.2009 17:15
Garnett gæti misst af úrslitakeppninni Framherjinn Kevin Garnett hjá meisturum Boston Celtics verður ekki klár í slaginn með liði sínu þegar það hefur leik gegn Chicago Bulls í úrslitakeppninni á laugardagskvöldið. 16.4.2009 16:43
United hafði heppnina með sér Jose Gomes, aðstoðarþjálfari Porto, segir að Manchester United hafi einfaldlega haft heppnina með sér í einvígi liðanna í Meistaradeildinni og þess vegna sé liðið komið áfram í undanúrslitin. 16.4.2009 16:01
Ronaldo tilnefndur til Laureus verðlaunanna Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur nú fengið enn eina verðlaunatilnefninguna. Hann er einn þeirra sem koma til greina þegar Laureus verðlaunin verða afhent í tíunda sinn í sumar. 16.4.2009 15:50
Scolari orðaður við QPR Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Luiz Felipe Scolari, fyrrum þjálfari Chelsea, sé á óskalista QPR sem rak knattspyrnustjórann Paulo Sousa úr starfi fyrir skömmu. 16.4.2009 15:23
Þórir ráðinn landsliðsþjálfari Noregs Þórir Hergeirsson hefur tekið við starfi landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta en þetta var staðfest á heimasíðu norska handknattleikssambandsins í dag. 16.4.2009 15:07
Úrslitakeppnin beint á netinu í kvöld Úrslitakeppnin í N1 deild karla hefst í kvöld með tveimur leikjum og hægt verður að fylgjast með þeim beint á netinu. 16.4.2009 14:58
Laudrup rekinn frá Spartak Moskvu Spartak Moskva í Rússlandi hefur rekið Danann Michael Laudrup úr starfi knattspyrnustjóra félagsins eftir aðeins sjö mánuði í starfi. 16.4.2009 14:22
Erfitt að hafna boði upp á 100 milljónir evra Marco Tronchetti, yfirmaður íþróttamála hjá Inter á Ítalíu, segir að það yrði erfitt að hafna boði í Zlatan Ibrahimovic upp á 100 milljónir evra. 16.4.2009 14:02
Lét sprauta bílinn sinn í félagslitnum Stephen Ireland, leikmaður Manchester City, neyddist til að láta sprauta Audi R8-bifreið sína eftir að liðsfélagar hans létu hann heyra það. 16.4.2009 13:45
Ranieri áfram hjá Juventus Forráðamenn Juventus segja það ekki rétt sem hafi komið fram í ítölskum fjölmiðlum og að Claudio Ranieri verði áfram knattspyrnustjóri liðsins. 16.4.2009 12:45
Pires spáir Arsenal velgengni Robert Pires, leikmaður Villarreal, spáir sínum gömlu félögum í Arsenal velgengni í Meistaradeild Evrópu. 16.4.2009 12:15
Ribery: Enn miklu ólokið með Bayern Franck Ribery hefur gefið í skyn að hann ætli sér að vera áfram í herbúðum Bayern München en hann hefur verið sterklega orðaður við stórlið víða um Evrópu. 16.4.2009 11:45
Mourinho verður áfram hjá Inter Jorge Mendes, umboðsmaður Jose Mourinho, segir að hann verði áfram hjá ítalska úrvalsdeildarliðinu Inter sama hvað tautar og raular. 16.4.2009 11:15
England átt flest lið í undanúrslitunum Ensk lið tóku fram úr spænskum er þrjú ensk lið tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu nú í vikunni. 16.4.2009 10:43
Viduka gæti spilað um helgina Mark Viduka gæti spilað með Newcastle á nýjan leik nú um helgina eftir langa fjarveru vegna meiðsla. 16.4.2009 10:34
Santa Cruz í hnéaðgerð Roque Santa Cruz, leikmaður Blackburn, verður frá í einhvern tíma eftir að hann gekkst undir aðgerð á hné í vikunni. 16.4.2009 10:16
Drykkjufélagarnir gætu átt afturkvæmt til Rangers Walter Smith, knattspyrnustjóri Rangers, hefur gefið í skyn að þeir Barry Ferguson og Allan McGregor gætu snúið til baka í lið félagsins. 16.4.2009 10:03
NBA í nótt: San Antonio náði sér í titil Lokakeppnisdagur deildakeppninnar í NBA-deildinni fór fram í nótt og er því ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. 16.4.2009 09:26
Ragnar og félagar steinlágu í derby-slagnum Ragnar Sigurðsson og félagar í IFK Göteborg voru skotnir niður á jörðina í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eftir 6-0 stórsigur á Djurgården um síðustu helgi tapaði liðið 4-1 á móti BK Häcken. 15.4.2009 23:30
Ólafur var traustur á lokasprettinum í sigri Ciudad Real í kvöld Ciudad Real heldur áfram tveggja stiga forustu sinni á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 26-19 sigur á Portland á útivelli í kvöld. Barcelona vann á sama tíma nauman sigur á Antequera og fylgir Ciudad sem skugginn. 15.4.2009 23:15
Meistaradeildarmet hjá Ferguson í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, setti nýtt met í Meistaradeildinni í kvöld þegar hann kom Manchester United í sjötta sinn inn í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Manchester United tryggði sér sætið með því að vinna Porto 1-0 í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum. 15.4.2009 22:45
Halldór Ingólfsson tekur við Gróttuliðinu Halldór Ingólfsson er kominn aftur heim og tekinn við þjálfun karlaliðs Gróttu sem tryggði sér á dögunum sæti í N1 deild karla. Halldór tekur við starfi Ágústs Þórs Jóhannssonar sem mun þjálfa norska kvennaliðið Levanger á næsta tímabili. 15.4.2009 22:30
Wenger: Það verður krefjandi verkefni að mæta United Arsenal tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta með öruggum 3-0 sigri á spænska liðinu Villarreal. 15.4.2009 21:45
Alex Ferguson: Mikilvægt að ná að halda aftur hreinu Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með 1-0 sigur liðsins á Porto í Meistaradeildinni í kvöld en með því komst liðið í sjötta sinn í undanúrslit keppninnar undir hans stjórn 15.4.2009 21:15
Kiel vantar aðeins eitt stig til að tryggja sér titilinn Lærisveina Alfreðs Gíslasonar vantar nú aðeins eitt stig til þess að tryggja sér þýska meistaratitilinn eftir auðveldan tólf marka sigur á Stralsunder, 32-20 á heimavelli í kvöld. Þetta var 27. sigur Kiel í 28 leikjum í þýsku deildinni. 15.4.2009 20:30
Markaleikur hjá Bröndby í danska bikarnum Stefán Gíslason og félagar í Bröndby gerðu 3-3 jafntefli við AaB í fyrri leik liðanna í undanúrslitum danska bikarsins í dag. Bröndby komst þrisvar yfir í leiknum en það dugði ekki til sigurs. 15.4.2009 19:15
Manchester og Arsenal fóru áfram - frábært sigurmark Ronaldo Manchester United og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fóbolta eftir sigra í seinni leikjum sínum í átta liða úrslitunum. Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á spænska liðinu Villarreal en Cristiano Ronaldo tryggði United 1-0 sigur með stórkostlegu marki í upphafi leiks. 15.4.2009 17:37
Kosið hjá Real þann 14. júní Geturðu útvegað 10 milljarða bankaábyrgð? Ertu spænskur? Hefurðu borgað félagsgjöldin þín hjá Real Madrid síðustu 10 ár? Ef þú svarar þessum spurningum játandi, getur þú orðið næsti forseti félagsins. 15.4.2009 17:15
Inter íhugar að rifta samningi við Adriano Massimo Moratti, forseti Inter Milan, segist vera að íhuga að rifta samningi við brasilíska vandræðagemlinginn Adriano eftir ítrekuð agabrot hans. 15.4.2009 16:45
Klinsmann krossfestur Jurgen Klinsmann, þjálfari Bayern Munchen, er sagður ætla að höfða mál á hendur blaðinu Die Tageszeitung eftir að það birti skopmynd af honum hangandi á krossi. 15.4.2009 16:15
Hiddink lýsir yfir stuðningi við Cech Guus Hiddink, stjóri Chelsea, segist standa við bakið á markverði sínum Petr Cech þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta að undanförnu. 15.4.2009 16:12
Voronin sektaður og settur í bann Úkraínumaðurinn Andriy Voronin hjá Hertha Berlín hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann og gert að greiða sekt upp á 1,7 milljónir króna vegna agabrots í leik um síðustu helgi. 15.4.2009 15:58
Zarate á innkaupalista Liverpool og City? Argentínumaðurinn Mauro Zarate hjá Lazio á Ítalíu er eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni ef marka má breska fjölmiðla í dag. 15.4.2009 15:30
Búið að fastsetja fyrstu sjónvarpsleikina Nú er komið í ljós hvaða leikir í fyrstu fjórum umferðum efstu deildar karla í knattspyrnu verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. 15.4.2009 15:17
Defoe kominn af stað á ný Framherjinn Jermaine Defoe hjá Tottenham er nú byrjaður að æfa á fullu með liði sínu eftir að hafa verið frá keppni síðan í janúar vegna meiðsla. 15.4.2009 15:12
Herbergi Rooney yngri verður í Everton-stíl Wayne Rooney og kona hans Coleen eiga von á sínu fyrsta barni. Ef það verður strákur, verður herbergið hans innréttað og málað í litum Everton. 15.4.2009 14:37
Anderson: Vissi að Porto væri með hörkulið Brasilíumaðurinn Anderson hjá Manchester United, sem áður lék með Porto, segir ekkert hafa komið sér á óvart í leik Porto þegar liðið náði fræknu 2-2 jafntefli við United í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í síðustu viku. 15.4.2009 14:30
Danielle krækti í þriðja Spursarann Breska fyrirsætan Danielle Lloyd hlýtur að vera harðasti aðdáandi Tottenham í heimi. Hún er nú að rugla saman reitum við þriðja leikmannin úr röðum liðsins á nokkrum árum. 15.4.2009 14:09