NBA í nótt: San Antonio náði sér í titil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2009 09:26 Tekið á því í leik San Antonio og New Orleans í nótt. Nordic Photos / Getty Images Lokakeppnisdagur deildakeppninnar í NBA-deildinni fór fram í nótt og er því ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. Alls voru fjórtán leikir í deildinni í nótt og af nægu að taka. Einna athyglisverðast var að San Antonio tókst að hrifsa meistaratitilinn í suðvesturriðli Vesturdeildarinnar af Houston með góðum sigri á New Orleans, 105-98.Vesturdeildin Dallas - Houston 95-84 Portland - Denver 104-76 San Antonio - New Orleans 105-98 Minnesota - Sacramento 90-97 LA Clippers - Oklahoma City 85-126 Phoenix - Goilden State 117-113 San Antonio var fimm stigum undir þegar tæpar 50 sekúndur voru til leiksloka. Michael Finley setti niður þrist um leið og leiktíminn rann út og tryggði þar með sínum mönnum framlengingu. Í henni vann svo San Antonio öruggan sjö stiga sigur sem fyrr segir. Þar sem Houston tapaði fyrir Dallas á sama tíma var ljóst að fyrrnefnda liðið lét titilinn sér úr rennum greipa og það sem meira er - heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Tim Duncan átti stórleik með San Antonio og skoraði 20 stig og tók nítján fráköst. Hann skoraði sex stig í framlengingunni og tók þar að auki sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Tony Parker átti sem fyrr góðan leik og skoraði 29 stig. San Antonio náði í þriðja sæti Austurdeildarinnar en Houston féll úr því þriðja í það fimmta með sínu tapi. Portland vann góðan sigur á Denver og færðist þar með upp í fjórða sætið. Með sigri hefði Houston náð öðru sæti Austurdeildarinnar þar sem liðið er með betri árangur en Denver í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Tapið í nótt reyndist því liðinu nokkuð dýrkeypt. Með sigri Dallas færðist liðið upp í sjötta sæti deildarinnar á kostnað New Orleans. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: LA Lakers - Utah Denver - New Orleans San Antonio - Dallas Portland - Houston Austurdeildin Boston - Washington 115-107 Chicago - Toronto 98-109 Cleveland - Philadelphia 110-111 Indiana - Milwaukee 115-108 Memphis - Atlanta 98-90 Miami - Detroit 102-96 New York - New Jersey 102-73 Orlando - Charlotte 98-73 Cleveland hefði með sigri á Philadelphia í nótt jafnað 24 ára gamalt met Boston Celtics fyrir flesta sigra á heimavelli á einu og sama tímabilinu. En ákveðið var að hvíla þá LeBron James og Mo Williams. Philadelphia hafði að einhverju að keppa í leiknum og lagði því allt í sölurnar. Andre Miller skoraði 30 stig og Andre Iguodala 24 í framlengdum leik og sigri Philadelphia, 111-110. Þar sem að Chicago tapaði fyrir Toronto á sama tíma hafði liðið sætaskipti við Philadelphia. Chicago féll í sjöunda sæti deildarinnar og fær það erfiða verkefni að mæta Boston í fyrstu umferðinni. Annað lá fyrir í Vesturdeildinni fyrir leiki næturinnar hvað úrslitakeppnina varðaði. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: Cleveland - Detroit Boston - Chicago Orlando - Philadelphia Atlanta - Miami NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Sjá meira
Lokakeppnisdagur deildakeppninnar í NBA-deildinni fór fram í nótt og er því ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. Alls voru fjórtán leikir í deildinni í nótt og af nægu að taka. Einna athyglisverðast var að San Antonio tókst að hrifsa meistaratitilinn í suðvesturriðli Vesturdeildarinnar af Houston með góðum sigri á New Orleans, 105-98.Vesturdeildin Dallas - Houston 95-84 Portland - Denver 104-76 San Antonio - New Orleans 105-98 Minnesota - Sacramento 90-97 LA Clippers - Oklahoma City 85-126 Phoenix - Goilden State 117-113 San Antonio var fimm stigum undir þegar tæpar 50 sekúndur voru til leiksloka. Michael Finley setti niður þrist um leið og leiktíminn rann út og tryggði þar með sínum mönnum framlengingu. Í henni vann svo San Antonio öruggan sjö stiga sigur sem fyrr segir. Þar sem Houston tapaði fyrir Dallas á sama tíma var ljóst að fyrrnefnda liðið lét titilinn sér úr rennum greipa og það sem meira er - heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Tim Duncan átti stórleik með San Antonio og skoraði 20 stig og tók nítján fráköst. Hann skoraði sex stig í framlengingunni og tók þar að auki sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Tony Parker átti sem fyrr góðan leik og skoraði 29 stig. San Antonio náði í þriðja sæti Austurdeildarinnar en Houston féll úr því þriðja í það fimmta með sínu tapi. Portland vann góðan sigur á Denver og færðist þar með upp í fjórða sætið. Með sigri hefði Houston náð öðru sæti Austurdeildarinnar þar sem liðið er með betri árangur en Denver í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Tapið í nótt reyndist því liðinu nokkuð dýrkeypt. Með sigri Dallas færðist liðið upp í sjötta sæti deildarinnar á kostnað New Orleans. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: LA Lakers - Utah Denver - New Orleans San Antonio - Dallas Portland - Houston Austurdeildin Boston - Washington 115-107 Chicago - Toronto 98-109 Cleveland - Philadelphia 110-111 Indiana - Milwaukee 115-108 Memphis - Atlanta 98-90 Miami - Detroit 102-96 New York - New Jersey 102-73 Orlando - Charlotte 98-73 Cleveland hefði með sigri á Philadelphia í nótt jafnað 24 ára gamalt met Boston Celtics fyrir flesta sigra á heimavelli á einu og sama tímabilinu. En ákveðið var að hvíla þá LeBron James og Mo Williams. Philadelphia hafði að einhverju að keppa í leiknum og lagði því allt í sölurnar. Andre Miller skoraði 30 stig og Andre Iguodala 24 í framlengdum leik og sigri Philadelphia, 111-110. Þar sem að Chicago tapaði fyrir Toronto á sama tíma hafði liðið sætaskipti við Philadelphia. Chicago féll í sjöunda sæti deildarinnar og fær það erfiða verkefni að mæta Boston í fyrstu umferðinni. Annað lá fyrir í Vesturdeildinni fyrir leiki næturinnar hvað úrslitakeppnina varðaði. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: Cleveland - Detroit Boston - Chicago Orlando - Philadelphia Atlanta - Miami
NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Sjá meira