Enski boltinn

Buffon á óskalista United?

Nordic Photos/Getty Images

Gianluigi Buffon, dýrasti markvörður heims, er á óskalista Manchester United í sumar eftir því sem fram kemur í Daily Mail í dag.

Buffon er 31 árs gamall og kostaði Juventus 30 milljónir punda þegar hann var keyptur frá Parma árið 2001. Hann hefur síðan verið álitinn einn besti markvörður heims, ef ekki sá besti.

Buffon sýndi Juventus mikla hollustu þegar hann ákvað að fara með liðinu niður í B-deildina eftir mútuhneykslið á sínum tíma, en umboðsmaður hans hefur látið í það skína að Buffon hafi áhuga á að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni áður en hann leggur hanskana á hilluna.

Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, framlengdi nýverið samning sinn við félagið út næstu leiktíð og varamaður hans Ben Foster er talinn framtíðarmaður til að leysa Hollendinginn af hólmi þegar að því kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×