Fleiri fréttir Calzaghe afsalar sér WBC titlinum Velski hnefaleikarinn Joe Calzaghe hefur ákveðið að afsala sér WBC titlinum í millivigt til að fá tækifæri til að mæta Roy Jones jr í bardaga um léttvigtartitilinn síðar á árinu. 4.7.2008 09:57 Kewell til Tyrklands Ástralski kantmaðurinn Harry Kewell hefur gert þriggja ára samning við tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray en hann var með lausa samninga hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool. 4.7.2008 09:53 Systurnar leika til úrslita á Wimbledon Það verða bandarísku systurnar Venus og Serena Williams sem leika til úrslita í kvennaflokki á Wimbledon mótinu í tennis á morgun. Þetta varð ljóst í gærkvöld eftir að Serena lagði kínversku stúlkuna Zheng Jie 6-2 og 7-6 (7-5) í undanúrslitum. 4.7.2008 09:48 Barry fer ekki til Liverpool nema fyrir rétta upphæð Martin O'Neill hefur ítrekað að fyrirliðinn Gareth Barry verði ekki seldur til Liverpool nema félagið greiði þá upphæð sem Villa sættir sig við fyrir leikmanninn. 3.7.2008 22:45 Mascherano á Ólympíuleikana Javier Mascherano, miðjumaður Liverpool, mun missa af fyrstu leikjum Liverpool á komandi tímabili. Hann hefur verið valinn í argentínska landsliðið sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Peking í ágúst. 3.7.2008 20:15 Heimasigrar í VISA-bikarnum Þrír leikir voru í VISA-bikarnum í kvöld en í öllum leikjum unnu heimaliðin sigra. Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar FH féllu úr leik í kvöld. 3.7.2008 18:45 Vil ekki vera túristi í Peking Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. 3.7.2008 18:30 Crespo laus frá Chelsea Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo er nú alfarið laus frá Chelsea en samningur hans er runninn út. Hann hefur síðustu tvö tímabil verið lánaður til Inter á Ítalíu. 3.7.2008 18:00 Óvíst hvar Brynjar mun spila Óvissa ríkir um hvar Brynjar Þór Björnsson mun spila á næstu leiktíð. Brynjar fékk tilboð frá Highpoint háskólanum í Bandaríkjanum en var síðan ekki samþykktur inn í kerfið og þarf að bíða að minnsta kosti í eitt ár. 3.7.2008 17:11 Venus í úrslit á Wimbledon í sjöunda sinn Bandaríska tenniskonan Venus Williams tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum þegar hún lagði Elenu Dementievu 6-1, 7-6 (7/3) í undanúrslitum. 3.7.2008 17:02 Fjörið verður í Keflavík 16-liða úrslitunum í Visa-bikar karla í knattspyrnu lýkur með þremur hörkuleikjum í kvöld. Vísir sló á þráðinn til Magnúsar Gylfasonar sérfræðings og fékk hann til að spá í spilin. 3.7.2008 16:41 Tiltekt hjá City Forráðamenn Manchester City hafa tilkynnt að níu leikmenn séu á förum frá félaginu í sumar. Þar af eru fjórir leikmenn í aðalliðinu. 3.7.2008 15:36 Coulthard hættir í lok tímabils Skoski ökuþórinn David Coulthard hjá Red Bull hefur tilkynnt að hann ætli að hætta keppni að loknu yfirstandandi tímabili í Formúlu 1. Coulthard er á sínu 14. ári og hefur unnið 13 keppnir á ferlinum með Williams, McLaren og Red Bull. 3.7.2008 14:50 Kaman spilar fyrir þýska landsliðið Miðherjinn Chris Kaman hjá LA Clippers í NBA deildinni hefur fengið þýskan ríkisborgararétt og mun spila með þýska landsliðinu í undankeppni Ólympíuleikanna síðar í þessum mánuði. 3.7.2008 14:44 Sonics formlega flutt til Oklahoma Eftir 41 ár í NBA á Seattle-borg ekki lengur lið í deildinni. Í gærkvöld náðist samkomulag um að flytja liðið frá borginni til Oklahoma eftir langar og erfiðar deilur. 3.7.2008 14:29 Ronaldo gæti þurft í uppskurð Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United gæti þurft í ökklauppskurð um helgina samkvæmt heimildum Sky. Útsendarar United hittu Ronaldo og lækna portúgalska landsliðsins í gær þar sem ökklameiðsli leikmannsins voru til umræðu. 3.7.2008 14:25 Joey Barton er skræfa Ousmane Dabo, fyrrum leikmaður Man City, lét ófögur orð falla um fyrrum liðsfélaga sinn Joey Barton eftir að sá síðarnefndi fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á Dabo á æfingasvæði liðsins á sínum tíma. 3.7.2008 14:17 Domenech heldur starfinu Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu, verður áfram við stjórnvölinn hjá liðinu þrátt fyrir afar dapurt gengi liðsins á EM. Frakkar féllu úr leik í riðlakeppninni og flestir reiknuðu með því að það myndi kosta þjálfarann starfið. 3.7.2008 14:08 Jóhann Guðmundsson á heimleið? Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 er Jóhann B Guðmundsson, sem verið hefur á mála hjá Gais í Svíþjóð, á leiðinni heim. 3.7.2008 13:39 Skipta Brand og Davis um heimilisfang? Framherjinn Elton Brand hjá LA Clippers í NBA deildinni er nú að íhuga ríkulegt samningstilboð sem Golden State Warriors hefur boðið honum. 3.7.2008 13:27 Valur til Slóvakíu Kvennalið Vals þarf að fara til Slóvakíu og spila þar leiki sína í riðlakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Þetta varð ljóst eftir að dregið var í riðla í morgun. 3.7.2008 12:48 Senna vill ekki fara í Arsenal Marcos Senna leikmaður Villareal og spænska landsliðsins segist ekki ætla að yfirgefa klúbbinn sinn til þess að spila með Arsenal á næstu leiktíð. Eftir frábæra frammistöðu á evrópumótinu sýndu Arsenal lekmanninum mikinn áhuga. Villareal vonast til þess að halda honum þar til hannl eggur skóna á hilluna. 3.7.2008 11:39 Framarar buðu Valsmönnum Henrik Eggerts Valsmenn hafa náð samkomulagi við Fram um kaup á dananum Henrik Eggerts. Félagið á þó eftir að ná samkomulagi við leikmanninn sem skýrist væntanlega á næstu dögum. Eggerts er 32 ára gamall og hefur aðeins spilað tvo leiki með Fram í sumar vegna meiðsla. Félagaskiptin eru gerð í sátt og samlyndi beggja félaga. 3.7.2008 11:14 Craig Fagan til Hull Craig Fagan er formlega orðinn leikmaður Hull City. Þessi 26 ára sóknarmaður var lánaður til liðsins frá Derby County seinni hluta síðasta tímabil. 2.7.2008 23:30 Ravanelli kominn með þjálfararéttindi Fjölmargir þekktir ítalskir leikmenn sem hafa lagt skóna á hilluna öðluðust þjálfararéttindi í dag. Þar á meðal er Fabrizio Ravanelli, fyrrum leikmaður Middlesbrough. 2.7.2008 22:30 Valur og Brann búin að ná samkomulagi um Birki Má Valur og Brann hafa náð samkomulagi sín á milli um kaupverð á Birki Má Sævarssyni leikmanni Vals. Vísir sagði frá því fyrr í kvöld að Valsmenn byggjust við tilboði en gengið var frá því nú fyrir stundu. Birkir mun klára fyrri umferðina með Val en verður síðan leikmaður norsku meistaranna. 2.7.2008 22:02 Ómar hetja Fjölnis sem vann ÍBV í framlengingu Fjölnismenn eru komnir áfram í átta liða úrslit VISA-bikarsins eftir nauman 2-1 sigur á ÍBV í Grafarvoginum í kvöld. Leikurinn var framlengdur og skoraði Ómar Hákonarson sigurmarkið á 113. mínútu. 2.7.2008 21:50 Messi vill spila á Ítalíu Stærstu lið Ítalíu eru væntanlega með augun opin eftir að faðir Leo Messi sagði í viðtali að draumur sonar síns væri að leika í ítölsku deildinni. 2.7.2008 21:30 HK úr leik eftir tap gegn Haukum Haukar sem leika í 1. deild unnu úrvalsdeildarlið HK 1-0 í sextán liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Hrakfarir HK halda því áfram en liðið er í botnsæti Landsbankadeildarinnar. 2.7.2008 21:01 AC Milan gefst upp á krækja í Adebayor Ítalska félagið AC Milan segir að Arsenal hafi sett of háan verðmiða á sóknarmanninn Emmanuel Adebayor. Milan hefur gefist upp á því að krækja í Adebayor. 2.7.2008 20:45 Elfsborg vann Djurgården Sigurður Jónsson og lærisveinar hans í Djurgården töpuðu 0-2 á heimavelli fyrir Elfsborg í sænska boltanum í dag. Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg. 2.7.2008 20:00 Veigar Páll með þrennu Veigar Páll Gunnarsson skoraði þrennu fyrir Stabæk sem vann Oslo Ost 5-0 í norsku bikarkeppninni í kvöld. Annað mark hans í leiknum kom úr vítaspyrnu. 2.7.2008 19:42 Víðismenn fara til Frakklands Víðir Garði verður fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í Evrópukeppninni í Futsal, eða fótbolta innanhúss. Dregið var í riðla í dag og mun riðill Víðismanna verða leikinn í Frakklandi 9. - 17. ágúst. 2.7.2008 19:15 Jo keyptur fyrir metfé Manchester City hefur gengið endanlega frá kaupunum á brasilíska sóknarmanninum Jo frá CSKA Moskvu. Kaupverðið er ekki gefið upp en það mun vera hæsta upphæð sem City hefur greitt fyrir leikmann. 2.7.2008 18:15 Valur á von á tilboði frá Brann í Birki Birkir Már Sævarsson er undir smásjá erlendra liða, en þau eru flest á Norðurlöndum. Þetta sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi. 2.7.2008 18:06 Njarðvíkingar styrkja sig Njarðvíkingar hafa krækt sér í tvo bakverði sem leika munu með félaginu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vefsíðunni karfan.is. 2.7.2008 17:45 Lárus Orri leggur skóna á hilluna Lárus Orri Sigurðsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og hætta að leika með Þór Akureyri. Lárus er 35 ára og á 42 landsleiki og tvö mörk að baki fyrir Ísland. 2.7.2008 17:15 Veldu besta mark níundu umferðar Vísir, Stöð 2 Sport og Landsbankinn standa fyrir kosningu á besta markinu í hverri umferð í Landsbankadeild karla. Síðasta kosning fór af stað í gær eftir að níundu umferðinni lauk í fyrrakvöld. 2.7.2008 16:45 Andreas Isaksson til PSV Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Isaksson hefur gengið til liðs við PSV Eindhoven í Hollandi. 2.7.2008 16:15 Aston Villa refsar Barry Aston Villa hefur refsað Gareth Barry fyrir að veita dagblaði í Englandi viðtal þar sem hann gagnrýnir Martin O'Neill, knattspyrnustjóra liðsins. 2.7.2008 15:45 Alves dýrasti bakvörður heims Barcelona hefur gengið frá kaupum á bakverðinum Daniel Alves frá Sevilla sem kostaði félagið 23,5 milljónir punda eða tæpa 3,7 milljarða króna. 2.7.2008 15:15 Tomasson snýr aftur til Feyenoord Danski sóknarmaðurinn Jon Dahl Tomasson hefur gengið aftur til liðs við Feyenoord frá Villarreal á Spáni. 2.7.2008 14:45 Liverpool vill ekkert segja um tilboð í Barry Enskir fjölmiðlar hafa haldið því fram í morgun að Liverpool hafi gert lokatilraun til að landa Gareth Barry, leikmanni Aston Villa. 2.7.2008 14:15 Yorke áfram hjá Sunderland Dwight Yorke hefur skrifað undir nýjan samning við Sunderland sem gildir til loka næsta tímabils. 2.7.2008 13:30 Barcelona hætt að eltast við Adebayor Eftir því sem kemur fram í spænskum miðlum í dag hefur Barcelona gefist upp á að reyna að fá Emmanuel Adebayor frá Arsenal. 2.7.2008 12:45 Sjá næstu 50 fréttir
Calzaghe afsalar sér WBC titlinum Velski hnefaleikarinn Joe Calzaghe hefur ákveðið að afsala sér WBC titlinum í millivigt til að fá tækifæri til að mæta Roy Jones jr í bardaga um léttvigtartitilinn síðar á árinu. 4.7.2008 09:57
Kewell til Tyrklands Ástralski kantmaðurinn Harry Kewell hefur gert þriggja ára samning við tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray en hann var með lausa samninga hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool. 4.7.2008 09:53
Systurnar leika til úrslita á Wimbledon Það verða bandarísku systurnar Venus og Serena Williams sem leika til úrslita í kvennaflokki á Wimbledon mótinu í tennis á morgun. Þetta varð ljóst í gærkvöld eftir að Serena lagði kínversku stúlkuna Zheng Jie 6-2 og 7-6 (7-5) í undanúrslitum. 4.7.2008 09:48
Barry fer ekki til Liverpool nema fyrir rétta upphæð Martin O'Neill hefur ítrekað að fyrirliðinn Gareth Barry verði ekki seldur til Liverpool nema félagið greiði þá upphæð sem Villa sættir sig við fyrir leikmanninn. 3.7.2008 22:45
Mascherano á Ólympíuleikana Javier Mascherano, miðjumaður Liverpool, mun missa af fyrstu leikjum Liverpool á komandi tímabili. Hann hefur verið valinn í argentínska landsliðið sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Peking í ágúst. 3.7.2008 20:15
Heimasigrar í VISA-bikarnum Þrír leikir voru í VISA-bikarnum í kvöld en í öllum leikjum unnu heimaliðin sigra. Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar FH féllu úr leik í kvöld. 3.7.2008 18:45
Vil ekki vera túristi í Peking Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. 3.7.2008 18:30
Crespo laus frá Chelsea Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo er nú alfarið laus frá Chelsea en samningur hans er runninn út. Hann hefur síðustu tvö tímabil verið lánaður til Inter á Ítalíu. 3.7.2008 18:00
Óvíst hvar Brynjar mun spila Óvissa ríkir um hvar Brynjar Þór Björnsson mun spila á næstu leiktíð. Brynjar fékk tilboð frá Highpoint háskólanum í Bandaríkjanum en var síðan ekki samþykktur inn í kerfið og þarf að bíða að minnsta kosti í eitt ár. 3.7.2008 17:11
Venus í úrslit á Wimbledon í sjöunda sinn Bandaríska tenniskonan Venus Williams tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum þegar hún lagði Elenu Dementievu 6-1, 7-6 (7/3) í undanúrslitum. 3.7.2008 17:02
Fjörið verður í Keflavík 16-liða úrslitunum í Visa-bikar karla í knattspyrnu lýkur með þremur hörkuleikjum í kvöld. Vísir sló á þráðinn til Magnúsar Gylfasonar sérfræðings og fékk hann til að spá í spilin. 3.7.2008 16:41
Tiltekt hjá City Forráðamenn Manchester City hafa tilkynnt að níu leikmenn séu á förum frá félaginu í sumar. Þar af eru fjórir leikmenn í aðalliðinu. 3.7.2008 15:36
Coulthard hættir í lok tímabils Skoski ökuþórinn David Coulthard hjá Red Bull hefur tilkynnt að hann ætli að hætta keppni að loknu yfirstandandi tímabili í Formúlu 1. Coulthard er á sínu 14. ári og hefur unnið 13 keppnir á ferlinum með Williams, McLaren og Red Bull. 3.7.2008 14:50
Kaman spilar fyrir þýska landsliðið Miðherjinn Chris Kaman hjá LA Clippers í NBA deildinni hefur fengið þýskan ríkisborgararétt og mun spila með þýska landsliðinu í undankeppni Ólympíuleikanna síðar í þessum mánuði. 3.7.2008 14:44
Sonics formlega flutt til Oklahoma Eftir 41 ár í NBA á Seattle-borg ekki lengur lið í deildinni. Í gærkvöld náðist samkomulag um að flytja liðið frá borginni til Oklahoma eftir langar og erfiðar deilur. 3.7.2008 14:29
Ronaldo gæti þurft í uppskurð Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United gæti þurft í ökklauppskurð um helgina samkvæmt heimildum Sky. Útsendarar United hittu Ronaldo og lækna portúgalska landsliðsins í gær þar sem ökklameiðsli leikmannsins voru til umræðu. 3.7.2008 14:25
Joey Barton er skræfa Ousmane Dabo, fyrrum leikmaður Man City, lét ófögur orð falla um fyrrum liðsfélaga sinn Joey Barton eftir að sá síðarnefndi fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á Dabo á æfingasvæði liðsins á sínum tíma. 3.7.2008 14:17
Domenech heldur starfinu Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu, verður áfram við stjórnvölinn hjá liðinu þrátt fyrir afar dapurt gengi liðsins á EM. Frakkar féllu úr leik í riðlakeppninni og flestir reiknuðu með því að það myndi kosta þjálfarann starfið. 3.7.2008 14:08
Jóhann Guðmundsson á heimleið? Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 er Jóhann B Guðmundsson, sem verið hefur á mála hjá Gais í Svíþjóð, á leiðinni heim. 3.7.2008 13:39
Skipta Brand og Davis um heimilisfang? Framherjinn Elton Brand hjá LA Clippers í NBA deildinni er nú að íhuga ríkulegt samningstilboð sem Golden State Warriors hefur boðið honum. 3.7.2008 13:27
Valur til Slóvakíu Kvennalið Vals þarf að fara til Slóvakíu og spila þar leiki sína í riðlakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Þetta varð ljóst eftir að dregið var í riðla í morgun. 3.7.2008 12:48
Senna vill ekki fara í Arsenal Marcos Senna leikmaður Villareal og spænska landsliðsins segist ekki ætla að yfirgefa klúbbinn sinn til þess að spila með Arsenal á næstu leiktíð. Eftir frábæra frammistöðu á evrópumótinu sýndu Arsenal lekmanninum mikinn áhuga. Villareal vonast til þess að halda honum þar til hannl eggur skóna á hilluna. 3.7.2008 11:39
Framarar buðu Valsmönnum Henrik Eggerts Valsmenn hafa náð samkomulagi við Fram um kaup á dananum Henrik Eggerts. Félagið á þó eftir að ná samkomulagi við leikmanninn sem skýrist væntanlega á næstu dögum. Eggerts er 32 ára gamall og hefur aðeins spilað tvo leiki með Fram í sumar vegna meiðsla. Félagaskiptin eru gerð í sátt og samlyndi beggja félaga. 3.7.2008 11:14
Craig Fagan til Hull Craig Fagan er formlega orðinn leikmaður Hull City. Þessi 26 ára sóknarmaður var lánaður til liðsins frá Derby County seinni hluta síðasta tímabil. 2.7.2008 23:30
Ravanelli kominn með þjálfararéttindi Fjölmargir þekktir ítalskir leikmenn sem hafa lagt skóna á hilluna öðluðust þjálfararéttindi í dag. Þar á meðal er Fabrizio Ravanelli, fyrrum leikmaður Middlesbrough. 2.7.2008 22:30
Valur og Brann búin að ná samkomulagi um Birki Má Valur og Brann hafa náð samkomulagi sín á milli um kaupverð á Birki Má Sævarssyni leikmanni Vals. Vísir sagði frá því fyrr í kvöld að Valsmenn byggjust við tilboði en gengið var frá því nú fyrir stundu. Birkir mun klára fyrri umferðina með Val en verður síðan leikmaður norsku meistaranna. 2.7.2008 22:02
Ómar hetja Fjölnis sem vann ÍBV í framlengingu Fjölnismenn eru komnir áfram í átta liða úrslit VISA-bikarsins eftir nauman 2-1 sigur á ÍBV í Grafarvoginum í kvöld. Leikurinn var framlengdur og skoraði Ómar Hákonarson sigurmarkið á 113. mínútu. 2.7.2008 21:50
Messi vill spila á Ítalíu Stærstu lið Ítalíu eru væntanlega með augun opin eftir að faðir Leo Messi sagði í viðtali að draumur sonar síns væri að leika í ítölsku deildinni. 2.7.2008 21:30
HK úr leik eftir tap gegn Haukum Haukar sem leika í 1. deild unnu úrvalsdeildarlið HK 1-0 í sextán liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Hrakfarir HK halda því áfram en liðið er í botnsæti Landsbankadeildarinnar. 2.7.2008 21:01
AC Milan gefst upp á krækja í Adebayor Ítalska félagið AC Milan segir að Arsenal hafi sett of háan verðmiða á sóknarmanninn Emmanuel Adebayor. Milan hefur gefist upp á því að krækja í Adebayor. 2.7.2008 20:45
Elfsborg vann Djurgården Sigurður Jónsson og lærisveinar hans í Djurgården töpuðu 0-2 á heimavelli fyrir Elfsborg í sænska boltanum í dag. Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg. 2.7.2008 20:00
Veigar Páll með þrennu Veigar Páll Gunnarsson skoraði þrennu fyrir Stabæk sem vann Oslo Ost 5-0 í norsku bikarkeppninni í kvöld. Annað mark hans í leiknum kom úr vítaspyrnu. 2.7.2008 19:42
Víðismenn fara til Frakklands Víðir Garði verður fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í Evrópukeppninni í Futsal, eða fótbolta innanhúss. Dregið var í riðla í dag og mun riðill Víðismanna verða leikinn í Frakklandi 9. - 17. ágúst. 2.7.2008 19:15
Jo keyptur fyrir metfé Manchester City hefur gengið endanlega frá kaupunum á brasilíska sóknarmanninum Jo frá CSKA Moskvu. Kaupverðið er ekki gefið upp en það mun vera hæsta upphæð sem City hefur greitt fyrir leikmann. 2.7.2008 18:15
Valur á von á tilboði frá Brann í Birki Birkir Már Sævarsson er undir smásjá erlendra liða, en þau eru flest á Norðurlöndum. Þetta sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi. 2.7.2008 18:06
Njarðvíkingar styrkja sig Njarðvíkingar hafa krækt sér í tvo bakverði sem leika munu með félaginu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vefsíðunni karfan.is. 2.7.2008 17:45
Lárus Orri leggur skóna á hilluna Lárus Orri Sigurðsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og hætta að leika með Þór Akureyri. Lárus er 35 ára og á 42 landsleiki og tvö mörk að baki fyrir Ísland. 2.7.2008 17:15
Veldu besta mark níundu umferðar Vísir, Stöð 2 Sport og Landsbankinn standa fyrir kosningu á besta markinu í hverri umferð í Landsbankadeild karla. Síðasta kosning fór af stað í gær eftir að níundu umferðinni lauk í fyrrakvöld. 2.7.2008 16:45
Andreas Isaksson til PSV Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Isaksson hefur gengið til liðs við PSV Eindhoven í Hollandi. 2.7.2008 16:15
Aston Villa refsar Barry Aston Villa hefur refsað Gareth Barry fyrir að veita dagblaði í Englandi viðtal þar sem hann gagnrýnir Martin O'Neill, knattspyrnustjóra liðsins. 2.7.2008 15:45
Alves dýrasti bakvörður heims Barcelona hefur gengið frá kaupum á bakverðinum Daniel Alves frá Sevilla sem kostaði félagið 23,5 milljónir punda eða tæpa 3,7 milljarða króna. 2.7.2008 15:15
Tomasson snýr aftur til Feyenoord Danski sóknarmaðurinn Jon Dahl Tomasson hefur gengið aftur til liðs við Feyenoord frá Villarreal á Spáni. 2.7.2008 14:45
Liverpool vill ekkert segja um tilboð í Barry Enskir fjölmiðlar hafa haldið því fram í morgun að Liverpool hafi gert lokatilraun til að landa Gareth Barry, leikmanni Aston Villa. 2.7.2008 14:15
Yorke áfram hjá Sunderland Dwight Yorke hefur skrifað undir nýjan samning við Sunderland sem gildir til loka næsta tímabils. 2.7.2008 13:30
Barcelona hætt að eltast við Adebayor Eftir því sem kemur fram í spænskum miðlum í dag hefur Barcelona gefist upp á að reyna að fá Emmanuel Adebayor frá Arsenal. 2.7.2008 12:45