Fleiri fréttir Landsbankadeildin fyrirferðamikil á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn mun í sumar gera Landsbankadeildinni í knattspyrnu betri skil en nokkru sinni fyrr og alls verða þrjár beinar útsendingar á stöðinni frá fyrstu umferðinni. Sérstakur upphitunarþáttur verður í opinni dagskrá stöðvarinnar á fimmtudagskvöldið klukkan 21. 8.5.2007 18:00 Phoenix - San Antonio í beinni í nótt Annar leikur Phoenix Suns og San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf þrjú í nótt. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir verða sýndir á stöðinni og rásum Sýnar næstu daga. 8.5.2007 17:48 Ferguson: Ekkert mál að leyfa Ruud að fara Sir Alex Ferguson segir að það hafi ekki verið sérlega erfið ákvörðun að leyfa framherjanum Ruud Van Nistelrooy að fara frá liðinu á sínum tíma, því hann hafi verið farinn að hafa áhrif á andann í herbúðum liðsins. Hann segir að erfiðara hafi verið að horfa á eftir Roy Keane. 8.5.2007 17:39 Sér ekkert athugavert við lyfjanotkun íþróttamanna Mark Cuban, eigandi NBA liðs Dallas Mavericks, er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við að íþróttamenn noti lyf til að bæta frammistöðu sína á vellinum. 8.5.2007 17:28 Nelson bannað að drekka bjór Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors, hefur verið beðinn um að hætta að drekka bjór á blaðamannfundum eftir leiki liðsins í úrslitakeppninni í NBA. Nelson opnaði dós af Bud Light og drakk á blaðamannafundum eftir leikina við Dallas og þótti forráðamönnum deildarinnar þetta ekki við hæfi. 8.5.2007 17:20 Ball og Brown ákærðir Varnarmaðurinn Michael Ball hjá Manchester City hefur verið ákærður fyrir ósæmilega hegðun í leik gegn Manchester United á dögunum þegar sannað þótti að hann hefði viljandi troðið á Cristiano Ronaldo hjá United. Ball hefur tíma fram á miðvikudag til að svara fyrir sig. Þá hefur Michael Brown hjá Fulham verið ákærður fyrir að skalla Xabi Alonso leikmann Liverpool og hefur sama tíma og Ball til að svara til saka. 8.5.2007 15:31 Diego Corrales lést í bifhjólaslysi Bandaríski hnefaleikakappinn Diego Corrales lét lífið í bifhjólaslysi í Las Vegas í gærkvöldi. Hann var 29 ára gamall og varð á ferlinum heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum hnefaleika. Dauðsfall hans kemur tveimur árum eftir frægasta bardaga hans þegar hann sigraði Luis Castillo þrátt fyrir að hafa tvisvar verið laminn í gólfið. 8.5.2007 15:14 John Higgins heimsmeistari í snóker Skotinn John Higgins varð í gær heimsmeistari í snóker í annað skipti á ferlinum eftir sögulegan sigur á Englendingnum Mark Shelby í úrslitaleik 18-13. Higgins virtist vera kominn langt með að tryggja sér sigur á mótinu eftir fyrri daginn þegar hann hafði 12-4 forystu, en sá enski barðist hetjulega og náði að minnka muninn í 14-13. 8.5.2007 14:14 Yfirtaka á næsta leiti hjá Charlton Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að hópur fjárfesta frá miðausturlöndum og Evrópu sé nú í alvarlegum viðræðum við stjórn Charlton um hugsanlega yfirtöku í félaginu fyrir 50 milljónir punda. Charlton féll úr úrvalsdeildinni í gær eftir tap á heimavelli fyrir Tottenham. 8.5.2007 14:09 Terry: Það verður erfitt að heiðra United John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að það muni reynast sér þungbært að heiðra nýkrýnda deildarmeistara Manchester United á Stamford Bridge þegar liðin mætast í deildinni annað kvöld. United gerði slíkt hið sama fyrir Chelsea fyrir tveimur árum. 8.5.2007 14:04 Ferill Park var í hættu Ji-Sung Park hefði geta eyðilagt feril sinn ef hann hefði ekki farið strax í aðgerð vegna hnémeiðsla sem hann gekkst undir í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta hefur faðir Kóreumannsins eftir sérfræðingnum Richard Steadman. Park verður ekki klár í slaginn á ný fyrr en á næstu leiktíð. 8.5.2007 14:01 Barton er falur fyrir 5,5 milljónir punda Manchester City er tilbúið að selja vandræðagemlinginn Joey Barton fyrir 5,5 milljónir punda eða um 700 milljónir króna. Þetta segir umboðsmaður leikmannsins í dag. Barton er ekki talinn eiga afturkvæmt í herbúðir City á næsta tímabili eftir að hafa verið settur í bann á dögunum fyrir að senda félaga sinn á sjúkrahús í áflogum. 8.5.2007 13:58 Sanchez vill halda áfram með Fulham Lawrie Sanchez segist ólmur vilja halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri hjá Fulham eftir að ljóst varð í gærkvöld að liðið héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni. Sanchez er landsliðsþjálfari Norður-Íra og er samningsbundinn þar fram yfir EM 2008. 8.5.2007 13:55 Xavier á förum frá Boro Varnarmaðurinn Abel Xavier fer frá enska úrvalsdeildarfélaginu Middlesbrough í sumar. Þetta varð ljóst í dag eftir að leikmaðurinn gat ekki sætt sig við þau kjör sem félagið bauð honum í nýjum eins árs samningi. Hann átti ágæta endurkomu með liði Boro í vetur eftir að hafa verið settur í eins árs bann vegna steranotkunar. 8.5.2007 13:53 Hermann laus allra mála Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður er laus allra mála hjá Charlton eftir að félagið féll úr úrvalsdeildinni í gær eftir tap gegn Tottenham. Hann er nú sterklega orðaður við West Ham. Greint var frá þessu í hádegisfréttum Stöðvar 2. 8.5.2007 13:51 AÍH óskar eftir starfsfólki á Hellu Nú eru bara nokkrir dagar í fyrstu Enduro keppni ársins. Brautin verður frábær - eitthvað við allra hæfi. AÍH vantar hins vegar starfsfólk til að vera í race police og flagga. Þeir sem vilja hjálpa til við að auka öryggi keppenda og aðstoða okkur er bent að hafa samband við Kristján Geir 8.5.2007 08:29 Mótorkrossbrautin á Selfossi opnar Mótorkrossbrautin á Selfossi hefur lengi verið talin sú skemmtilegasta á landinu. Nú hafa Árborgarmenn ákveðið að opna loksins brautina og var það gert í gærkvöldi. Í gær var unnið hörðum höndum að gera brautina tilbúnna fyrir opnun og var verið að slétta hana í gær. Að sögn þeirra sem fór í brautina í gær er hún æðisleg. 8.5.2007 08:12 Utah vann nauman sigur á Golden State Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. 8.5.2007 06:01 Detroit lúskraði aftur á Chicago Detroit er komið með 2-0 forystu gegn Chicago Bulls í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir annan stóran sigur í í nótt 108-87. Varnarleikur Detroit var ógnarsterkur og Chicago sá aldrei til sólar eftir að hafa lent undir 34-18 strax í fyrsta leikhluta. Detroit vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum en næstu tveir fara fram í Chicago. 8.5.2007 05:41 Charlton fallið Charlton féll í kvöld úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Tottenham á heimavelli sínum. Hermann Hreiðarsson var í liði Charlton í kvöld og þarf nú að bíta í það súra epli að falla úr efstu deild á Englandi í fjórða sinn á ferlinum. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í byrjun leiks og Jermain Defoe innsiglaði sigurinn á lokamínútunum. Þessi úrslit þýða jafnframt að Fulham er öruggt með að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. 7.5.2007 21:02 Rúnar Kristinsson á leið í KR Knattspyrnumaðurinn Rúnar Kristinsson hjá Lokeren í Belgíu ætlar að ganga aftur í raðir KR í Landsbankadeildinni í sumar. Rúnar staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag, en óvíst er hvenær hann lýkur keppni með belgíska liðinu sem er í bullandi fallhættu í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Rúnar gæti þó orðið klár í slaginn í þriðju umferðinni hér heima þegar KR mætir Val. 7.5.2007 18:25 Van Gundy ætlar ekki að hætta Jeff Van Gundy, þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni, segist ekki ætla að hætta að þjálfar eins og fram kom í grein í New York Post um helgina. Hann segist aftur á móti ætla að hugsa sig vel um í sumar og íhuga framhaldið, en hann er með lausa samninga hjá Houston og hefur enn ekki verið boðinn nýr samningur. Lið hans féll úr úrslitakeppninni eftir tap gegn Utah í sjöunda leik um helgina. 7.5.2007 21:45 Ívar Ingimarsson leikmaður ársins hjá Reading Landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson var um helgina kosinn leikmaður ársins hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading. Ívar spilaði hverja einustu mínútu með liðinu í deildinni í vetur og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir leik Reading og Watford á laugardaginn. 7.5.2007 19:04 Shevchenko verður ekki með í úrslitaleiknum Forráðamenn Chelsea hafa staðfest að framherjinn Andriy Shevchenko verði ekki með liðinu í úrslitaleik enska bikarsins þann 19. maí. Úkraínumaðurinn er á leið í uppskurð vegna nárameiðsla og kosið var að senda hann í aðgerð strax núna í stað þess að bíða með það til loka leiktíðar eins og til stóð. 7.5.2007 18:00 Ísland steinlá fyrir Belgum Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum yngri en 17 ára steinlá í dag 5-1 fyrir heimamönnum Belgum í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins. Belgarnir komust í 1-0 í leiknum en Kolbeinn Sigþórsson jafnaði metin á 19. mínútu. Heimamenn tóku síðan öll völd á vellinum í síðari hálfleik og skoruðu þar fjögur mörk. Englendingar sigruðu í riðlinum en íslenska liðið var á botninum án stiga. 7.5.2007 17:28 Gleði á götum Manchester Stuðningsmenn Manchester United gerðu sér dagamun í gær þegar lið þeirra tryggði sér enska meistaratitilinn. Þeir létu það ekki á sig fá þó liðið væri ekki að spila og flykktust út á götur til að fagna eftir að Chelsea og Arsenal skildu jöfn í London. Í myndbandinu með fréttini má sjá fagnaðarlætin og nokkur viðtöl við stuðningsmenn. 7.5.2007 17:00 Beckham hrósar Alex Ferguson David Beckham hrósaði fyrrum knattspyrnustjóra sínum Alex Ferguson í hástert í gær þegar hann stýrði Manchester United enn á ný til Englandsmeistaratignar. "Ég verð aldrei hissa á því þegar Alex Ferguson nær árangri því hann nær alltaf að snúa á þá sem efast um hæfileika hans," sagði Beckham eftir góðan sigur hans manna í Real Madrid í gær. 7.5.2007 16:45 Costacurta mun aðstoða Ancelotti Gamli refurinn Alessandro Costacurta hjá AC Milan mun gerast aðstoðarmaður Carlo Ancelotti þjálfara þegar hann leggur skóna á hilluna í sumar. Costacurta er 41 árs gamall og lék sinn fyrsta leik fyrir Milan árið 1986. Tveir aðrir af eldri leikmönnum liðsins, þeir Cafu og Paolo Maldini, hafa þegar gefið það út að þeir ætli að spila eitt ár í viðbót. 7.5.2007 15:58 Mánudagsslúðrið á Englandi Bresku blöðin eru uppfull af slúðri í dag sem endranær þar sem meðal annars er talað um að Sam Allardyce sé líklegasti eftirmaður Glenn Roeder í stjórastólinn hjá Newcastle. 7.5.2007 15:46 Detroit - Chicago í beinni í kvöld Annar leikur Detroit Pistons og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Detroit vann afar sannfærandi sigur í fyrsta leiknum 95-69 og ljóst að gestirnir verða að mæta ákveðnari til leiks í kvöld ef ekki á illa að fara. Í nótt hefst svo einvígi Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. 7.5.2007 15:20 Saviola boðinn samningur hjá Barcelona Framherjinn Jaiver Saviola hefur staðfest að Barcelona hafi boðið honum nýjan samning. Núgildandi samningur Argentínumannsins rennur út í sumar og hann lýsti yfir óánægju sinni fyrir skömmu yfir því að vera ekki boðinn nýr samningur. Í samtali við Mundo Deportivo í dag sagðist Saviola nú ætla að bera tilboðið saman við önnur sem honum hafi borist frá öðrum félögum, en hann hefur verið orðaður við Real Madrid. 7.5.2007 14:59 Ferguson með þrjá leikmenn í sigtinu Sir Alex Ferguson hjá Manchester United segist vera með þrjá nýja leikmenn í sigtinu sem hann hafi áhuga á að fá til félagsins í sumar. Hann vill ekki gefa upp hverjir þetta eru af ótta við að verða yfirboðinn af Chelsea. 7.5.2007 14:49 Ferna hjá Arsenal Kvennalið Arsenal undirstrikaði yfirburði sína í kvennaknattspyrnunni þegar liðið lagði Charlton 4-1 í úrslitaleik enska bikarsins. Þetta var fjórði titill liðsins á tímabilinu því liðið vann deildarbikarinn, Evrópukeppni félagsliða og þá vann liðið ensku deildina fjórða árið í röð. 7.5.2007 14:44 Mourinho: Klöppum fyrir United Jose Mourinho segir Chelsea ætla að taka vel á móti keppinautum sínum í Manchester United þegar liðin mætast á Stamford Bridge í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn. "Við munum klappa þeim lof í lófa þegar þeir komu inn á völlinn og óska þeim til hamingju með titilinn, því þeir gerðu slíkt hið sama fyrir okkur fyrir tveimur árum," sagði Mourinho. 7.5.2007 14:40 Keane og Berbatov leikmenn mánaðarins Framherjaparið Dimitar Berbatov og Robbie Keane hjá Tottenham voru í dag útnefndir leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem liðsfélagar deila með sér heiðrinum. Báðir hafa þeir skorað 21 mark fyrir Tottenham á leiktíðinni. 7.5.2007 14:35 Ekkert varð af golfinu hjá Ferguson Sir Alex Ferguson sagðist á laugardaginn vel geta hugsað sér að fara í golf frekar en að horfa á leik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Jafntefli liðanna þýddi að Manchester United tryggði sér titilinn og Ferguson viðurkennir í samtali við Independent að hann hafi horft á síðustu 15 mínúturnar í leiknum. Hann segist hafa verið með hjartað í munninum af spennu. 7.5.2007 06:45 57. sigur Tiger Woods á PGA Það eru ekki mörg mót á PGA-mótaröðinni sem Tiger Woods hefur ekki unnið. Þeim fækkaði enn í kvöld þegar hann sigraði í fyrsta sinn á Wachovia Meistaramótinu í Norður-Karólínu. Þetta var jafnframt 57. sigur hans á PGA-mótaröðinni. Þetta var sjötta mótið sem hann tekur þátt í á þessu ári og hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn í þeim öllum og sigrað í þremur. 7.5.2007 02:26 Blóðugt tap hjá Phoenix í fyrsta leik San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. 7.5.2007 01:58 Sanngjarn sigur FH á Keflavík Íslandsmeistarar FH unnu sanngjarnan sigur á bikarmeisturum Keflavíkur í hinni árlegu Meistarakeppni KSÍ. Það var Bjarki Gunnlaugsson sem skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu leiksins. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekkert sérstakar á frjálsíþróttavellinum í Krikanu í gær. Nokkur vindur gerði leikmönnum erfitt fyrir en eftir að leikmenn höfðu vanist aðstæðum mátti sjá góð tilþrif. 7.5.2007 00:01 Birgir Leifur upp um 52 sæti á peningalistanum Spánverjinn Gonzalo Fernandez-Castano sigraði á Opna ítalska mótinu í dag eftir bráðabana við Markus Brier frá Austurríki. Þeir léku báðir þrjá hringi á 16 höggum undir pari. Þeir léku 18. brautina tvisvar og í síðara skiptið hafði Castano betur og fékk um 25 milljónir króna í verðlaunafé fyrir fyrsta sætið. Brier fór heim með 16 milljónir. 7.5.2007 01:15 Manchester United enskur meistari Manchester United er enskur meistari árið 2007 eftir að Arsenal og Chelsea skildu jöfn 1-1 á Emirates í dag. Chelsea þurfti á sigri að halda til að halda í vonina um að ná United að stigum fyrir leik liðanna í lokaumferðinni. Gilberto kom Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að Khalid Boulahoruz braut á Julio Baptista í teignum og fékk rautt spjald. 6.5.2007 16:58 Ajax bikarmeistari í Hollandi Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í AZ Alkmaar þurftu að bíta í það súra epli að tapa úrslitaleik hollenska bikarsins í dag. Alkmaar tapaði fyrir Ajax eftir framlengdan leik og vítakeppni. Grétar var allan tímann í liði Alkmaar og skoraði úr sinni spyrnu í vítakeppninni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1, en Ajax náði að hanga á jöfnu manni færri í framlengingunni. 6.5.2007 20:30 Roeder sagði af sér Breska sjónvarpið hefur greint frá því að Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hafi sagt starfi sínu lausu í dag. Hann sat í dag stjórnarfund með forráðamönnum félagsins og niðurstaðan sú að hann hættir störfum. Árangur Newcastle hefur alls ekki staðist háleit markmið stjórnarliða í vetur. 6.5.2007 19:40 Cleveland lagði New Jersey Cleveland hefur náð 1-0 forystu í einvígi sínu við New Jersey í undanúrstitum Austurdeildarinnar í NBA eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld 81-77. Bæði lið hittu skelfilega í leiknum en það voru fyrst og fremst yfirburðir heimamanna í fráköstunum sem skiluðu sigrinum. 6.5.2007 19:34 Þriðji sigur Loeb í röð í Argentínu Franski heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen tryggði sér í dag sinn þriðja sigur í röð í Argentínurallinu. Frakkinn átti erfitt uppdráttar á fyrstu sérleiðunum en var svo í algjörum sérflokki það sem eftir var og kom í mark 36,7 sekúndum á undan Finnanum Marcus Grönholm. Loeb hefur fyrir vikið náð þriggja stiga forskoti í stigakeppni ökuþóra til heimsmeistara eftir fjórða sigur sinn á tímabilinu. Finninn Mikko Hirvonen varð þriðji í Argentínu og er einnig þriðji í stigakeppninni. 6.5.2007 18:21 Sjá næstu 50 fréttir
Landsbankadeildin fyrirferðamikil á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn mun í sumar gera Landsbankadeildinni í knattspyrnu betri skil en nokkru sinni fyrr og alls verða þrjár beinar útsendingar á stöðinni frá fyrstu umferðinni. Sérstakur upphitunarþáttur verður í opinni dagskrá stöðvarinnar á fimmtudagskvöldið klukkan 21. 8.5.2007 18:00
Phoenix - San Antonio í beinni í nótt Annar leikur Phoenix Suns og San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf þrjú í nótt. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir verða sýndir á stöðinni og rásum Sýnar næstu daga. 8.5.2007 17:48
Ferguson: Ekkert mál að leyfa Ruud að fara Sir Alex Ferguson segir að það hafi ekki verið sérlega erfið ákvörðun að leyfa framherjanum Ruud Van Nistelrooy að fara frá liðinu á sínum tíma, því hann hafi verið farinn að hafa áhrif á andann í herbúðum liðsins. Hann segir að erfiðara hafi verið að horfa á eftir Roy Keane. 8.5.2007 17:39
Sér ekkert athugavert við lyfjanotkun íþróttamanna Mark Cuban, eigandi NBA liðs Dallas Mavericks, er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við að íþróttamenn noti lyf til að bæta frammistöðu sína á vellinum. 8.5.2007 17:28
Nelson bannað að drekka bjór Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors, hefur verið beðinn um að hætta að drekka bjór á blaðamannfundum eftir leiki liðsins í úrslitakeppninni í NBA. Nelson opnaði dós af Bud Light og drakk á blaðamannafundum eftir leikina við Dallas og þótti forráðamönnum deildarinnar þetta ekki við hæfi. 8.5.2007 17:20
Ball og Brown ákærðir Varnarmaðurinn Michael Ball hjá Manchester City hefur verið ákærður fyrir ósæmilega hegðun í leik gegn Manchester United á dögunum þegar sannað þótti að hann hefði viljandi troðið á Cristiano Ronaldo hjá United. Ball hefur tíma fram á miðvikudag til að svara fyrir sig. Þá hefur Michael Brown hjá Fulham verið ákærður fyrir að skalla Xabi Alonso leikmann Liverpool og hefur sama tíma og Ball til að svara til saka. 8.5.2007 15:31
Diego Corrales lést í bifhjólaslysi Bandaríski hnefaleikakappinn Diego Corrales lét lífið í bifhjólaslysi í Las Vegas í gærkvöldi. Hann var 29 ára gamall og varð á ferlinum heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum hnefaleika. Dauðsfall hans kemur tveimur árum eftir frægasta bardaga hans þegar hann sigraði Luis Castillo þrátt fyrir að hafa tvisvar verið laminn í gólfið. 8.5.2007 15:14
John Higgins heimsmeistari í snóker Skotinn John Higgins varð í gær heimsmeistari í snóker í annað skipti á ferlinum eftir sögulegan sigur á Englendingnum Mark Shelby í úrslitaleik 18-13. Higgins virtist vera kominn langt með að tryggja sér sigur á mótinu eftir fyrri daginn þegar hann hafði 12-4 forystu, en sá enski barðist hetjulega og náði að minnka muninn í 14-13. 8.5.2007 14:14
Yfirtaka á næsta leiti hjá Charlton Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að hópur fjárfesta frá miðausturlöndum og Evrópu sé nú í alvarlegum viðræðum við stjórn Charlton um hugsanlega yfirtöku í félaginu fyrir 50 milljónir punda. Charlton féll úr úrvalsdeildinni í gær eftir tap á heimavelli fyrir Tottenham. 8.5.2007 14:09
Terry: Það verður erfitt að heiðra United John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að það muni reynast sér þungbært að heiðra nýkrýnda deildarmeistara Manchester United á Stamford Bridge þegar liðin mætast í deildinni annað kvöld. United gerði slíkt hið sama fyrir Chelsea fyrir tveimur árum. 8.5.2007 14:04
Ferill Park var í hættu Ji-Sung Park hefði geta eyðilagt feril sinn ef hann hefði ekki farið strax í aðgerð vegna hnémeiðsla sem hann gekkst undir í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta hefur faðir Kóreumannsins eftir sérfræðingnum Richard Steadman. Park verður ekki klár í slaginn á ný fyrr en á næstu leiktíð. 8.5.2007 14:01
Barton er falur fyrir 5,5 milljónir punda Manchester City er tilbúið að selja vandræðagemlinginn Joey Barton fyrir 5,5 milljónir punda eða um 700 milljónir króna. Þetta segir umboðsmaður leikmannsins í dag. Barton er ekki talinn eiga afturkvæmt í herbúðir City á næsta tímabili eftir að hafa verið settur í bann á dögunum fyrir að senda félaga sinn á sjúkrahús í áflogum. 8.5.2007 13:58
Sanchez vill halda áfram með Fulham Lawrie Sanchez segist ólmur vilja halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri hjá Fulham eftir að ljóst varð í gærkvöld að liðið héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni. Sanchez er landsliðsþjálfari Norður-Íra og er samningsbundinn þar fram yfir EM 2008. 8.5.2007 13:55
Xavier á förum frá Boro Varnarmaðurinn Abel Xavier fer frá enska úrvalsdeildarfélaginu Middlesbrough í sumar. Þetta varð ljóst í dag eftir að leikmaðurinn gat ekki sætt sig við þau kjör sem félagið bauð honum í nýjum eins árs samningi. Hann átti ágæta endurkomu með liði Boro í vetur eftir að hafa verið settur í eins árs bann vegna steranotkunar. 8.5.2007 13:53
Hermann laus allra mála Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður er laus allra mála hjá Charlton eftir að félagið féll úr úrvalsdeildinni í gær eftir tap gegn Tottenham. Hann er nú sterklega orðaður við West Ham. Greint var frá þessu í hádegisfréttum Stöðvar 2. 8.5.2007 13:51
AÍH óskar eftir starfsfólki á Hellu Nú eru bara nokkrir dagar í fyrstu Enduro keppni ársins. Brautin verður frábær - eitthvað við allra hæfi. AÍH vantar hins vegar starfsfólk til að vera í race police og flagga. Þeir sem vilja hjálpa til við að auka öryggi keppenda og aðstoða okkur er bent að hafa samband við Kristján Geir 8.5.2007 08:29
Mótorkrossbrautin á Selfossi opnar Mótorkrossbrautin á Selfossi hefur lengi verið talin sú skemmtilegasta á landinu. Nú hafa Árborgarmenn ákveðið að opna loksins brautina og var það gert í gærkvöldi. Í gær var unnið hörðum höndum að gera brautina tilbúnna fyrir opnun og var verið að slétta hana í gær. Að sögn þeirra sem fór í brautina í gær er hún æðisleg. 8.5.2007 08:12
Utah vann nauman sigur á Golden State Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. 8.5.2007 06:01
Detroit lúskraði aftur á Chicago Detroit er komið með 2-0 forystu gegn Chicago Bulls í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir annan stóran sigur í í nótt 108-87. Varnarleikur Detroit var ógnarsterkur og Chicago sá aldrei til sólar eftir að hafa lent undir 34-18 strax í fyrsta leikhluta. Detroit vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum en næstu tveir fara fram í Chicago. 8.5.2007 05:41
Charlton fallið Charlton féll í kvöld úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Tottenham á heimavelli sínum. Hermann Hreiðarsson var í liði Charlton í kvöld og þarf nú að bíta í það súra epli að falla úr efstu deild á Englandi í fjórða sinn á ferlinum. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í byrjun leiks og Jermain Defoe innsiglaði sigurinn á lokamínútunum. Þessi úrslit þýða jafnframt að Fulham er öruggt með að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. 7.5.2007 21:02
Rúnar Kristinsson á leið í KR Knattspyrnumaðurinn Rúnar Kristinsson hjá Lokeren í Belgíu ætlar að ganga aftur í raðir KR í Landsbankadeildinni í sumar. Rúnar staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag, en óvíst er hvenær hann lýkur keppni með belgíska liðinu sem er í bullandi fallhættu í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Rúnar gæti þó orðið klár í slaginn í þriðju umferðinni hér heima þegar KR mætir Val. 7.5.2007 18:25
Van Gundy ætlar ekki að hætta Jeff Van Gundy, þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni, segist ekki ætla að hætta að þjálfar eins og fram kom í grein í New York Post um helgina. Hann segist aftur á móti ætla að hugsa sig vel um í sumar og íhuga framhaldið, en hann er með lausa samninga hjá Houston og hefur enn ekki verið boðinn nýr samningur. Lið hans féll úr úrslitakeppninni eftir tap gegn Utah í sjöunda leik um helgina. 7.5.2007 21:45
Ívar Ingimarsson leikmaður ársins hjá Reading Landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson var um helgina kosinn leikmaður ársins hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading. Ívar spilaði hverja einustu mínútu með liðinu í deildinni í vetur og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir leik Reading og Watford á laugardaginn. 7.5.2007 19:04
Shevchenko verður ekki með í úrslitaleiknum Forráðamenn Chelsea hafa staðfest að framherjinn Andriy Shevchenko verði ekki með liðinu í úrslitaleik enska bikarsins þann 19. maí. Úkraínumaðurinn er á leið í uppskurð vegna nárameiðsla og kosið var að senda hann í aðgerð strax núna í stað þess að bíða með það til loka leiktíðar eins og til stóð. 7.5.2007 18:00
Ísland steinlá fyrir Belgum Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum yngri en 17 ára steinlá í dag 5-1 fyrir heimamönnum Belgum í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins. Belgarnir komust í 1-0 í leiknum en Kolbeinn Sigþórsson jafnaði metin á 19. mínútu. Heimamenn tóku síðan öll völd á vellinum í síðari hálfleik og skoruðu þar fjögur mörk. Englendingar sigruðu í riðlinum en íslenska liðið var á botninum án stiga. 7.5.2007 17:28
Gleði á götum Manchester Stuðningsmenn Manchester United gerðu sér dagamun í gær þegar lið þeirra tryggði sér enska meistaratitilinn. Þeir létu það ekki á sig fá þó liðið væri ekki að spila og flykktust út á götur til að fagna eftir að Chelsea og Arsenal skildu jöfn í London. Í myndbandinu með fréttini má sjá fagnaðarlætin og nokkur viðtöl við stuðningsmenn. 7.5.2007 17:00
Beckham hrósar Alex Ferguson David Beckham hrósaði fyrrum knattspyrnustjóra sínum Alex Ferguson í hástert í gær þegar hann stýrði Manchester United enn á ný til Englandsmeistaratignar. "Ég verð aldrei hissa á því þegar Alex Ferguson nær árangri því hann nær alltaf að snúa á þá sem efast um hæfileika hans," sagði Beckham eftir góðan sigur hans manna í Real Madrid í gær. 7.5.2007 16:45
Costacurta mun aðstoða Ancelotti Gamli refurinn Alessandro Costacurta hjá AC Milan mun gerast aðstoðarmaður Carlo Ancelotti þjálfara þegar hann leggur skóna á hilluna í sumar. Costacurta er 41 árs gamall og lék sinn fyrsta leik fyrir Milan árið 1986. Tveir aðrir af eldri leikmönnum liðsins, þeir Cafu og Paolo Maldini, hafa þegar gefið það út að þeir ætli að spila eitt ár í viðbót. 7.5.2007 15:58
Mánudagsslúðrið á Englandi Bresku blöðin eru uppfull af slúðri í dag sem endranær þar sem meðal annars er talað um að Sam Allardyce sé líklegasti eftirmaður Glenn Roeder í stjórastólinn hjá Newcastle. 7.5.2007 15:46
Detroit - Chicago í beinni í kvöld Annar leikur Detroit Pistons og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Detroit vann afar sannfærandi sigur í fyrsta leiknum 95-69 og ljóst að gestirnir verða að mæta ákveðnari til leiks í kvöld ef ekki á illa að fara. Í nótt hefst svo einvígi Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. 7.5.2007 15:20
Saviola boðinn samningur hjá Barcelona Framherjinn Jaiver Saviola hefur staðfest að Barcelona hafi boðið honum nýjan samning. Núgildandi samningur Argentínumannsins rennur út í sumar og hann lýsti yfir óánægju sinni fyrir skömmu yfir því að vera ekki boðinn nýr samningur. Í samtali við Mundo Deportivo í dag sagðist Saviola nú ætla að bera tilboðið saman við önnur sem honum hafi borist frá öðrum félögum, en hann hefur verið orðaður við Real Madrid. 7.5.2007 14:59
Ferguson með þrjá leikmenn í sigtinu Sir Alex Ferguson hjá Manchester United segist vera með þrjá nýja leikmenn í sigtinu sem hann hafi áhuga á að fá til félagsins í sumar. Hann vill ekki gefa upp hverjir þetta eru af ótta við að verða yfirboðinn af Chelsea. 7.5.2007 14:49
Ferna hjá Arsenal Kvennalið Arsenal undirstrikaði yfirburði sína í kvennaknattspyrnunni þegar liðið lagði Charlton 4-1 í úrslitaleik enska bikarsins. Þetta var fjórði titill liðsins á tímabilinu því liðið vann deildarbikarinn, Evrópukeppni félagsliða og þá vann liðið ensku deildina fjórða árið í röð. 7.5.2007 14:44
Mourinho: Klöppum fyrir United Jose Mourinho segir Chelsea ætla að taka vel á móti keppinautum sínum í Manchester United þegar liðin mætast á Stamford Bridge í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn. "Við munum klappa þeim lof í lófa þegar þeir komu inn á völlinn og óska þeim til hamingju með titilinn, því þeir gerðu slíkt hið sama fyrir okkur fyrir tveimur árum," sagði Mourinho. 7.5.2007 14:40
Keane og Berbatov leikmenn mánaðarins Framherjaparið Dimitar Berbatov og Robbie Keane hjá Tottenham voru í dag útnefndir leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem liðsfélagar deila með sér heiðrinum. Báðir hafa þeir skorað 21 mark fyrir Tottenham á leiktíðinni. 7.5.2007 14:35
Ekkert varð af golfinu hjá Ferguson Sir Alex Ferguson sagðist á laugardaginn vel geta hugsað sér að fara í golf frekar en að horfa á leik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Jafntefli liðanna þýddi að Manchester United tryggði sér titilinn og Ferguson viðurkennir í samtali við Independent að hann hafi horft á síðustu 15 mínúturnar í leiknum. Hann segist hafa verið með hjartað í munninum af spennu. 7.5.2007 06:45
57. sigur Tiger Woods á PGA Það eru ekki mörg mót á PGA-mótaröðinni sem Tiger Woods hefur ekki unnið. Þeim fækkaði enn í kvöld þegar hann sigraði í fyrsta sinn á Wachovia Meistaramótinu í Norður-Karólínu. Þetta var jafnframt 57. sigur hans á PGA-mótaröðinni. Þetta var sjötta mótið sem hann tekur þátt í á þessu ári og hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn í þeim öllum og sigrað í þremur. 7.5.2007 02:26
Blóðugt tap hjá Phoenix í fyrsta leik San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. 7.5.2007 01:58
Sanngjarn sigur FH á Keflavík Íslandsmeistarar FH unnu sanngjarnan sigur á bikarmeisturum Keflavíkur í hinni árlegu Meistarakeppni KSÍ. Það var Bjarki Gunnlaugsson sem skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu leiksins. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekkert sérstakar á frjálsíþróttavellinum í Krikanu í gær. Nokkur vindur gerði leikmönnum erfitt fyrir en eftir að leikmenn höfðu vanist aðstæðum mátti sjá góð tilþrif. 7.5.2007 00:01
Birgir Leifur upp um 52 sæti á peningalistanum Spánverjinn Gonzalo Fernandez-Castano sigraði á Opna ítalska mótinu í dag eftir bráðabana við Markus Brier frá Austurríki. Þeir léku báðir þrjá hringi á 16 höggum undir pari. Þeir léku 18. brautina tvisvar og í síðara skiptið hafði Castano betur og fékk um 25 milljónir króna í verðlaunafé fyrir fyrsta sætið. Brier fór heim með 16 milljónir. 7.5.2007 01:15
Manchester United enskur meistari Manchester United er enskur meistari árið 2007 eftir að Arsenal og Chelsea skildu jöfn 1-1 á Emirates í dag. Chelsea þurfti á sigri að halda til að halda í vonina um að ná United að stigum fyrir leik liðanna í lokaumferðinni. Gilberto kom Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að Khalid Boulahoruz braut á Julio Baptista í teignum og fékk rautt spjald. 6.5.2007 16:58
Ajax bikarmeistari í Hollandi Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í AZ Alkmaar þurftu að bíta í það súra epli að tapa úrslitaleik hollenska bikarsins í dag. Alkmaar tapaði fyrir Ajax eftir framlengdan leik og vítakeppni. Grétar var allan tímann í liði Alkmaar og skoraði úr sinni spyrnu í vítakeppninni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1, en Ajax náði að hanga á jöfnu manni færri í framlengingunni. 6.5.2007 20:30
Roeder sagði af sér Breska sjónvarpið hefur greint frá því að Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hafi sagt starfi sínu lausu í dag. Hann sat í dag stjórnarfund með forráðamönnum félagsins og niðurstaðan sú að hann hættir störfum. Árangur Newcastle hefur alls ekki staðist háleit markmið stjórnarliða í vetur. 6.5.2007 19:40
Cleveland lagði New Jersey Cleveland hefur náð 1-0 forystu í einvígi sínu við New Jersey í undanúrstitum Austurdeildarinnar í NBA eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld 81-77. Bæði lið hittu skelfilega í leiknum en það voru fyrst og fremst yfirburðir heimamanna í fráköstunum sem skiluðu sigrinum. 6.5.2007 19:34
Þriðji sigur Loeb í röð í Argentínu Franski heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen tryggði sér í dag sinn þriðja sigur í röð í Argentínurallinu. Frakkinn átti erfitt uppdráttar á fyrstu sérleiðunum en var svo í algjörum sérflokki það sem eftir var og kom í mark 36,7 sekúndum á undan Finnanum Marcus Grönholm. Loeb hefur fyrir vikið náð þriggja stiga forskoti í stigakeppni ökuþóra til heimsmeistara eftir fjórða sigur sinn á tímabilinu. Finninn Mikko Hirvonen varð þriðji í Argentínu og er einnig þriðji í stigakeppninni. 6.5.2007 18:21