Fleiri fréttir

Sunderland hafnaði í efsta sæti 1. deildar

Lærisveinar Roy Keane í Sunderland tryggðu sér í dag sigur í ensku 1. deildinni með því að bursta Luton 5-0. Birmingham tapaði á sama tíma 1-0 fyrir Preston og West Brom, sem burstaði Barnsley 7-0, mun mæta grönnum sínum í Wolves í úrslitakeppninni um sæti í úrvalsdeild. Í hinni viðureigninni um úrvalsdeildarsæti mætast Derby og Southampton.

Sögulegur sigur hjá Utah - McGrady grét á blaðamannafundi

Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið.

Detroit tók Chicago í kennslustund

Detroit Pistons bauð Chicago Bulls velkomið í aðra umferð úrslitakeppninnar í nótt með stórsigri 95-69 á heimavelli sínum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Chicago skoraði aðeins 28 stig í síðari hálfleiknum og þótti fyrnasterkur varnarleikur Detroit-liðsins minna á þann sem tryggði liðinu meistaratitilinn árið 2004.

Mayweather vann nauman sigur á De la Hoya

Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í nótt þegar hann sigraði Oscar de la Hoya naumlega á stigum í bardaga þeirra um WBC titilinn í léttmillivigt. Ekkert varð þó úr barsmíðunum sem Mayweather var búinn að lofa, því De la Hoya barðist hetjulega og veitti andstæðingi sínum góða keppni.

Roeder rekinn frá Newcastle?

Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því nú fyrir stundu að Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hafi verið boðaður á neyðarfund hjá stjórn félagsins í dag. Helsta umræðuefni fundarins mun vera slakur árangur liðsins á leiktíðinni og hallast flestir að því að Roeder verði látinn taka pokann sinn. Frekari frétta er að vænta af þessu máli í kvöld.

Birgir Leifur í beinni á Sýn á morgun

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá lokadegi opna ítalska mótsins í golfi upp úr klukkan 12 á morgun og þar gefst áhorfendum tækifæri til að fylgjast með Birgi Leifi Hafþórssyni keppa á Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur hefur verið í miklu stuði á mótinu og er sem stendur í 7-12 sæti.

Mayweather - De la Hoya í beinni í nótt

Bardagi ársins í hnefaleikaheiminum verður í Las Vegas í nótt þar sem hinn ósigraði og yfirlýsingaglaði Floyd Mayweather tekur á móti gulldrengnum Oscar de la Hoya. Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir bardagann beint og hefst útsending klukkan eitt í nótt.

Detroit - Chicago í beinni í kvöld

Fyrsti leikur Detroit Pistons og Chicago Bulls í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan 23:00 í kvöld. Klukkan 17 á morgun verður fyrsti leikur Cleveland og New Jersey í beinni á stöðinni og klukkan 20:50 verður Sýn með beina útsendingu frá fyrsta leik Phoenix og San Antonio í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Óbreytt staða á toppnum í þýska handboltanum

Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Efstu liðin tvö Kiel og Hamburg unnu leiki sína og sem fyrr voru íslensku leikmennirnir áberandi í umferð dagsins.

Eiður kom við sögu í sigri Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðustu fimm mínúturnar með Barcelona í kvöld þegar liðið styrkti stöðu sína á toppi spænsku deildarinnar með 2-0 sigri á Real Sociedad. Andres Iniesta og Samuel Eto´o skoruðu mörk Barcelona eftir frábæran undirbúining Ronaldinho.

Mikill halli á rekstri KKÍ

Fjármálastaða körfuknattleikssambands Íslands er fjarri því að vera í lagi sagði formaður sambandsins á ársþingi þess sem nú stendur yfir á Flúðum. Rekstrarhalli sambandsins á síðasta ári voru 14 milljónir króna.

Schalke heldur toppsætinu

Schalke hefur enn eins stigs forystu á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir að liðið vann 1-0 sigur á Nurnberg í dag. Stuttgart er í öðru sæti eftir 2-0 sigur á Mainz. Bayern verður líklega að gera sér sæti í UEFA keppninni að góðu eftir 1-1 jafntefli við botnlið Gladbach. Bremen er fimm stigum á eftir Schalke og á enn möguleika á titlinum ef það leggur Hertha á morgun.

Aston Villa lagði Sheffield United

Aston Villa vann auðveldan 3-0 sigur á Sheffield United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og því er United enn í fallhættu í deildinni. Gabriel Agbonlahor, Ashey Young og Patrick Berger skoruðu mörk Villa. Wigan getur enn komist upp fyrir Sheffield í lokaumferðinni á betri markamun, en liðið hefur 38 stig í 16 sæti líkt og West Ham.

Rangers í Meistaradeildina

Glasgow Rangers tryggði sér í dag sæti í Meistaradeild Evrópu með góðum 2-0 sigri á erkifjendum sínum Celtic í skoska boltanum. Kris Boyd skoraði fyrra mark Rangers og sitt 100. í úrvalsdeildinni í fyrri hálfleik og Charlie Adams bætti við öðru í þeim síðari. Rangers hefur ekki tapað leik síðan Walter Smith tók við liðinu í janúar, en Celtic er þegar búið að tryggja sér titilinn.

Oddaleikur hjá HK og Stjörnunni

Stjarnan lagði HK 28-23 í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í deildarbikarkeppni karla í handbolta í dag. Liðin verða því að mætast í oddaleik í Digranesi á miðvikudagskvöldið. HK hafði yfir í leikhléi í dag 14-13 en heimamenn voru sterkari á lokasprettinum.

Birgir Leifur: Spennustigið verður hátt

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er í 7.-12. sæti fyrir lokahringinn á Opna ítalska mótinu sem fram fer á morgun. Hann verður væntanlega í þriðja síðasta holli og fer þá út um klukkan níu að íslenskum tíma. Hann lék á 67 höggum, eða 5 höggum undir pari, í dag eins og fyrsta hringinn á fimmtudag. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari og er aðeins fjórum höggum frá toppsætinu.

Stjarnan deildarbikarmeistari

Íslandsmeistarar Stjörnunnar urðu í dag deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta eftir sigur á Gróttu í annari úrslitaviðureignar liðanna á Seltjarnarnesi 25-23. Stjarnan var með þægilegt forskot þegar skammt var til leiksloka en Grótta náði að minnka muninn niður í eitt mark með æsilegum lokaspretti. Rakel Dögg Bragadóttir tryggði svo Stjörnunni sigurinn með marki í lokin. Stjarnan vann einvígið 2-0.

West Ham af fallsvæðinu

West Ham lyfti sér í dag af botni ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Bolton á heimavelli sínum. Wigan tapaði á sama tíma fyrir Middlesbrough á heimavelli 1-0 og missti West Ham upp fyrir sig í töflunni. Fulham krækti í gríðarlega mikilvæg stig með 1-0 sigri á Liverpool.

Dabo kærir Barton

Ousmane Dabo, leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú formlega lagt fram kæru til lögreglu vegna árásar Joey Barton liðsfélaga síns á dögunum. Lögreglan hefur staðfest þetta og Barton hefur þegar verið settur í leikbann út leiktíðina af forráðamönnum City.

Ferguson: Ætli maður skelli sér ekki í golf

Sir Alex Ferguson hrósaði skapgerð sinna manna í dag eftir að Manchester United lagði granna sína í City 1-0 í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki ætla að horfa á leik Arsenal og Chelsea á morgun og reiknar með því að leika frekar einn hring af golfi.

United með aðra höndina á titlinum

Manchester United er nú nánast búið að tryggja sér enska meistaratitilinn eftir 1-0 sigur á grönnum sínum í Manchester City í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vítaspyrna Cristiano Ronaldo á 34. mínútu tryggði þeim rauðu sigurinn og nú verður Chelsea að vinna Arsenal á Emirates á morgun til að halda í von um titilinn.

Reina getur bætt fyrir syndir föður síns

Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum.

Met Spánar verður jafnað

Annaðhvort Ítalía eða England mun jafna met Spánar yfir flesta Evrópumeistaratitla félagsliða þegar AC Milan og Liverpool mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í mánuðinum.

Ég er opinn fyrir öllu

Landsliðsfyrirliðinn og fyrirliði Keflavíkur, Magnús Þór Gunnarsson, segir ekki víst að hann verði áfram í herbúðum Keflvíkinga næsta vetur en Magnús er samningslaus.

Í viðræðum um nýjan samning

Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, hefur hafið viðræður um nýjan samning við félagið. Búist er við því að hann skrifi undir nýjan fjögurra ára samning sem tryggi honum 120 þúsund pund í vikulaun.

Velur 19 manna landsliðshóp

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í gær 19 manna leikmannahóp sem verður til æfinga frá 7. maí til 16. júní en þessar æfingabúðir Júlíusar eru nokkuð umdeildar að því er greint hefur verið frá áður.

ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga?

Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu.

Brynjar þríbrotnaði á vinstri úlnlið

Brynjar Valsteinsson, leikmaður HK, verður ekki meira með í úrslitum deildarbikarkeppninnar og gæti misst af upphafi næsta tímabils. Hann þríbrotnaði á úlnlið í vinstri hendi í leik gegn Stjörnunni í fyrrakvöld er hann lenti illa eftir að hafa keyrt upp völlinn í hraðaupphlaupi.

Alltof stórt tap hjá strákunum í gær

Íslenska 17 ára landsliðið er enn stigalaust og markalaust eftir fyrstu tvo leikina í úrslitakeppni stórmóts. Íslensku strákarnir töpuðu 0-3 fyrir Hollandi í gær eftir 0-2 tap fyrir Englendingum í fyrsta leiknum. Íslensku strákarnir léku betur en gegn Englandi og því var sárt að tapa leiknum svona stórt.

Leeds er fallið

Leeds óskaði eftir greiðslustöðvun í gær og þá var enn fremur ljóst að félagið fellur úr ensku 1. deildinni og spilar í C-deildinni 2007-08. Félag missir tíu stig við það að fara í greiðslustöðvun en með því að gera þetta núna þegar liðið átti aðeins litla möguleika á að bjarga sér í lokaumferðinni um helgina koma Leedsarar í veg fyrir að liðið byrji með tíu stig í mínus á næsta tímabili.

New Jersey mætir Cleveland

Í nótt varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni eftir að New Jersey vann nauman sigur á Toronto 98-97 í sjötta leik liðanna. Richard Jefferson skoraði sigurkörfu Nets á síðustu sekúndum leiksins og stal svo boltanum af Toronto liðinu í síðustu sókn liðsins. New Jersey vann einvígið 4-2.

Björgvin og Arnar á leið í Hauka

Það er mikill hugur í Haukamönnum fyrir komandi tímabil í handboltanum en Aron Kristjánsson hefur tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu í stað Páls Ólafssonar. Haukar hafa þegar gengið frá samningi við skyttuna Gunnar Berg Viktorsson og markvörðinn Gísla Guðmundsson og eftir helgi verður væntanlega gengið frá samningum við skytturnar Björgvin Hólmgeirsson og Arnar Jón Agnarsson.

Kláraði bara fimm holur

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur í GKG, náði bara að klára fimm holur á öðrum hring á opna Ítalíumótinu í golfi í Mílanó í gær.

Valur vann KR

Valur er deildameistari kvenna í fótbolta í þriðja sinn eftir 2-1 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöllinni í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Val yfir eftir 25. mínútu og Nína Ósk Kristinsdóttir bætti síðan við öðru marki tólf mínútum eftir hálfleik.

Óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppni NBA

Öskubuskulið Golden State Warriors er komið í aðra umferð úrslitakepninnar í NBA deildinni eftir stórsigur á Dallas Maverics í stórkostlegum sjötta leik liðanna í nótt 111-86. Þetta eru almennt talin óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, en Golden State vann einvígið 4-2.

Houston og Utah mætast í oddaleik

Einvígi Houston Rockets og Utah Jazz í úrslitakeppni NBA hefur verið æsispennandi og í nótt knúði Utah fram oddaleik í Houston á laugardagskvöldið með 94-82 sigri í Salt Lake City. Staðan er því jöfn 3-3 í einvíginu og hafa allir leikir í seríunni til þessa unnist á heimavelli.

HK lagði Stjörnuna

HK-menn báru sigurorð af Stjörnunni í kvöld í fyrsta úrslitaleik liðanna í deildarbikar karla í handbolta. Stjarnan var yfir 11-9 í hálfleik. Augustas Stradzdas skoraði 9 mörk fyrir HK og Tomas Eitutis 8, en David Kekelia skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna og Patrekur Jóhannesson 7. HK getur tryggt sér deildarbikarinn með sigri í öðrum leik liðanna í Garðabæ á laugardaginn.

Spænskur úrslitaleikur

Það verða spænsku liðin Sevilla og Espanyol sem leika til úrslita í Evrópukeppni félagsliða þetta árið, en þau unnu bæði góða sigra í síðari leikjunum í undanúrslitunum í kvöld. Sevilla lagði Osasuna 2-0 og samtals 2-1 og Espanyol lagði Werder Bremen 2-1 á útivelli og samanlagt 5-1.

Tímabilið undir hjá Dallas í nótt

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Houston getur slegið Utah Jazz úr keppni með sigri í Salt Lake City og í sjónvarpsleiknum á NBA TV getur Golden State sent Dallas í sumarfrí með sigri í sjötta leik liðanna í Oakland. Leikurinn verður sýndur beint klukkan hálf þrjú í nótt, en þeir sem treysta sér ekki til að vaka geta séð leikinn á Sýn á föstudagskvöldið.

Lippi ætlar að vera lengur í fríi

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Marcello Lippi sem gerði Ítali að heimsmeisturum síðasta sumar, ætlar ekkert að flýta sér aftur út á vinnumarkaðinn þó hann sé búinn að vera í fríi allar götur síðan hann sagði af sér eftir HM. "Ég ætla að skella mér á sjóinn," sagði Lippi og bætti vð hann hefði fengið mörg atvinnutilboð í fríinu, en ekkert þeirra væri frá Ítalíu.

Frábær fyrsti hringur hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG byrjar einstaklega vel opna Telecom mótinu í golfi sem fram fer á Ítalíu. Birgir lauk hringnum á 67 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Hann er í 14. sæti í mótinu en sænski kylfingurinn Joakim Backström er í efsta sæti mótsins á tíu höggum undir pari.

Fegnir að fá ekki enskan úrslitaleik

Forráðamenn Knattspyrnusambands Evrópu segja það gott að ekki verði enskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni í Aþenu þann 23. maí. Um tíma leit út fyrir að liðin í úrslitum yrðu bæði frá Englandi, en AC Milan setti þar stórt strik í reikninginn með stórsigri á Manchester United í gær.

Shevchenko þarf í aðgerð

Framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea þarf að gangast undir aðgerð á nára strax og leiktíðinni á Englandi lýkur. Nárameiðsli hans eru ástæða þess að hann missti af leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni, en forráðamenn Chelsea vonast til að geta notað hann eitthvað í síðustu leikjunum í deildinni.

Inter heldur tryggð við Adriano

Forseti Ítalíumeistara Inter Milan segir félagið ekki ætla að selja framherjann Adriano þó hann hafi átt í miklum vandræðum á leiktíðinni. Adriano skoraði um tíma ekki mark í níu mánuði fyrir lið sitt og var í kjölfarið sæmdur "Gullnu Ruslatunnunni" sem eru verðlaun sem ítölsk útvapsstöð veitir fyrir lélegustu frammistöðuna á tímabilinu.

Sjá næstu 50 fréttir