Fleiri fréttir

Gerrard: Við erum martröð allra liða

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist ekki geta beðið eftir því að fara með lið sitt í annan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á tveimur árum. Hann segir það martröð fyrir hvaða lið sem er að mæta Liverpool í keppninni því þeir rauðu gefist aldrei upp.

San Zero

Breskir fjölmiðlar buðu upp á skrautlegar fyrirsagnir eftir leik AC Milan og Manchester United í gær þar sem enska liðið féll úr keppni eftir 3-0 tap. The Sun bauð upp á fyrirsögnina "San Zero" og vísaði þar í markatöluna og máttlausa frammistöðu United. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri viðurkenndi að hans menn hefðu verið slakir og er enn fúll yfir því að þurfa að mæta grönnum liðsins í Manchester City strax á laugardaginn.

Fastir liðir hjá San Antonio - Denver úr leik

San Antonio Spurs er komið í aðra umferð úrslitakeppninnar í NBA eftir öruggan 93-78 sigur á Denver Nuggets í fimmta leik liðanna í nótt. Michael Finley var hetja San Antonio í þetta skiptið og setti félagsmet með 8 þriggja stiga körfum úr 9 tilraunum. San Antonio vann einvígið 4-1 og mætir sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og LA Lakers.

Fylkir missir sína sterkustu menn

Nú er ljóst að Fylkir mun missa sína sterkustu leikmenn en liðið féll nú á vikunum úr DHL-deildinni. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort Fylkir ætli að tefla fram liði í 1. deild karla á næsta ári. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Heimir Örn Árnason, Guðlaugur Arnarsson og Hlynur Morthens gætu vel verið á leið til Stjörnunnar ásamt ÍR-ingnum Ragnari Má Helgasyni.

Ancelotti: United er betra lið en Liverpool

Carlo Ancelotti þjálfari Milan var kátur með sigur sinna manna á Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld. Nú getur Milan náð fram hefndum á Liverpool eftir hrunið í Istanbul fyrir tveimur árum.

Ferguson: Milan verðskuldaði sigurinn

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkenndi að AC Milan hefði verið betra liðið í kvöld þegar lið hans féll úr keppni í Meistaradeildinni eftir 3-0 tap í Mílanó. Hann sagði sína menn aldrei hafa verið sérstaklega líklega til að skora.

Milan og Liverpool mætast í úrslitum

Það verður AC Milan sem leikur til úrslita gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Ítalska liðið vann í kvöld sannfærandi 3-0 sigur á Manchester United í síðari leik liðanna í undanúrslitum á San Siro. Milan og Liverpool mættust í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum.

Pat Riley: Við fengum það sem við áttum skilið

Pat Riley, þjálfari NBA meistara Miami Heat, segir að allt annar bragur verði á liðinu á næsta tímabili, en það steinlá 4-0 fyrir Chicago í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á dögunum. Hann segir að liðið hafi verðskuldað að falla úr keppni en er ekki búinn að gera það upp við sig hvort hann muni þjálfa liðið næsta vetur.

Tiger og Michael Jordan saman í liði

Tveir af frægustu íþróttamönnum sögunnar, körfuboltamaðurinn Michael Jordan og Tiger Woods, eru saman í liði í Pro/Am móti sem fram fer á Quail Hollow vellinum í Norður-Karólínu í dag.

Brandon Roy kjörinn nýliði ársins

Bakvörðurinn Brandon Roy hjá Portland Trailblazers var í dag kjörinn nýliði ársins í NBA deildinni með gríðarlegum yfirburðum. 127 af 128 nefndarmönnum settu hann í fyrsta sæti í kjörinu, en Andrea Bargnani hjá Toronto varð annar í kjörinu og Rudy Gay hjá Memphis varð þriðji.

Heiðursforseti Chelsea ferst í þyrluslysi

Lögregla og björgunarsveitir í Bretlandi rannsaka nú flak einkaþyrlu sem hrapaði í Cambridge-skýri í morgun. Um borð var heiðursforseti í stjórn breska knattspyrnuliðsins Chelsea og var hann ásamt tveimur öðrum farþegum og þyrluflugmanni á leið frá Liverpool.

Rooney einn í framlínu United

Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin fyrir síðari leik AC Milan og Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem hefst klukkan 18:45 í beinni á Sýn. Wayne Rooney er einn í framlínu enska liðsins og Nemanja Vidic kemur aftur inn í miðvarðarstöðuna.

Dýrasti boxbardagi sögunnar á laugardaginn

Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna.

San Antonio - Denver í beinni á miðnætti

Fimmti leikur San Antonio og Denver í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á miðnætti í kvöld. San Antonio getur klárað einvígið með sigri í kvöld og hefur yfir 3-1. Aðra nótt klukkan 2:30 verður svo bein útsending frá sjötta leik Golden State og Dallas, en þar er á ferðinni eitt áhugaverðasta einvígi fyrstu umferðar í sögu deildarinnar. Golden State getur slegið Dallas úr keppni með sigri á heimavelli.

Ferguson: Við þurfum að eiga frábæran leik

Nú styttist í að flautað verði til leiks í síðari undanúrslitaleik AC Milan og Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 18:30. Sir Alex Ferguson segir sína menn þurfa á algjörum toppleik að halda til að komast í úrslitin.

Tap gegn Englendingum

Íslenska U-17 ára landslið Íslands tapaði í dag fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Belgíu þegar það lá 2-0 fyrir Englendingum í B-riðli. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik þar sem Englendingar voru sterkari aðilinn, en nokkuð jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Hollendingum á föstudaginn, en þá mæta Englendingar heimamönnum Belgum.

Reina rændur

Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool var hetja liðsins í sigrinum á Chelsea í gær, en kvöldið var þó ekki eintóm hamingja hjá kappanum. Innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans á meðan leiknum stóð og stálu öllu steini léttara. Þá var Porche-jeppa hans stolið og fannst hann úrbræddur í vegkanti í morgun.

Mourinho gefur lítið út á stemminguna á Anfield

Jose Mourinho vill ekki meina að stemmingin góða á Anfield í gær hafi orðið sínum mönnum í Chelsea að falli, en Rafa Benitez stjóri Liverpool sagði að áhorfendur liðsins væru "sá útvaldi" hjá Liverpool og skaut þar með á nafngiftina sem Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við Chelsea.

Klose fer ekki til Bayern

Forráðamenn Werder Bremen í Þýskalandi hafa nú ítrekað að framherjinn Miroslav Klose muni ekki fara til Bayern Munchen í sumar eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum þar í landi. Bayern á yfir höfði sér refsingu eftir að félagið átti ólöglegan fund með landsliðsmanninum á dögunum. "Klose fer ekki til annars liðs í Þýskalandi í sumar," sagði talsmaður Bremen. Klose á eitt ár eftir af samningi sínum.

Hvítir dómarar harðari við svarta leikmenn

Niðurstöður rannsóknar sem birt var á heimasíðu New York Times á þriðjudagskvöldið hafa valdið nokkru fjaðrafoki í NBA deildinni. Í könnuninni, sem var úttekt á dómgæslu á 13 árum fram að 2004, kom í ljós að hvítir dómarar virtust dæma áberandi fleiri villur á svarta leikmenn. Forráðamenn NBA deildarinnar blása á þessar niðurstöður og segja þeir ekki marktækar.

Vieira: Wenger gæti farið fá Arsenal

Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan og fyrrum fyrirliði Arsenal, segist viss um að Arsene Wenger muni hugsa sig vel um áður en hann samþykki að framlengja samning sinn við félagið eftir að David Dein fór frá félaginu á dögunum.

Engin skrúðganga hjá Sunderland

Forráðamenn Sunderland hafa ákveðið að afþakka boð borgaryfirvalda um að halda skrúðgöngu í tilefni þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni á ný. Þetta segja þeir til marks um nýja stefnu félagsins, sem ætli sér annað og meira en bara að tryggja sér úrvalsdeildarsætið.

Benitez vill gera betur í deildinni

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir gríðarlega mikilvægt fyrir félagið að ná góðum árangri í Meistaradeildinni, en segir tíma til kominn að veita Manchester United og Chelsea meiri samkeppni í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili.

Ranieri efst um framtíð Mourinho hjá Chelsea

Claudio Ranieri, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að tap liðsins fyrir Liverpool í gær varpi skugga yfir framtíð Jose Mourinho hjá félaginu á ný. Hann segir ólíklegt að Mourinho haldi starfi sínu ef hann vinnur ekki annað en deildarbikarinn í ár.

Fínt að vinna deildarbikarinn fyrir 500 milljónir punda

Rick Parry, yfirmaður Liverpool, gat ekki stillt sig um að skjóta á Chelsea í gær þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar með því að slá Chelsea út úr keppninni. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hafði kallað Liverpool lítið félag og lið sem sérhæfði sig í bikarkeppnum fyrir leikina og Parry skaut til baka í gær.

Dallas hélt naumlega lífi

Dallas náði í nótt að afstýra óvæntustu úrslitum í sögu fyrstu umferðar úrslitakeppni NBA deildarinnar - um að minnsta kosti tvo sólarhringa - þegar liðið vann mjög nauman sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Dallas 118-112. Gestirnir voru með unninn leik í höndunum í lokin, en þá stimplaði Dirk Nowitzki sig loksins inn í einvígið með eftirminnilegum hætti.

Mourinho: Við vorum betri

Jose Mourinho knattspyrnustjóri sagðist stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tapið gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld og sagði sína menn hafa verið betri aðilan í leiknum.

Toronto minnkaði muninn

Toronto minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við New Jersey Nets í úrslitakeppni NBA í nótt með 98-96 sigri á heimavelli. Toronto náði strax góðu forskoti í leiknum og stefndi í auðveldan sigur liðsins, en gestirnir voru klaufar að stela ekki sigrinum í blálokin eftir mikla rispu.

Benitez: Get ekki beðið um meira

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var að vanda ánægður með leik sinna manna í gærkvöldi þegar liðið lagði Chelsea í Meistaradeildinni og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Hann vildi ekki ræða stríð sitt við Jose Mourinho frekar, heldur kaus að njóta sigursins.

3-0 fyrir Milan

Nú stefnir í að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu þetta árið verði endurtekning á leiknum í Istanbul árið 2005, því Alberto Gilardino var að koma AC Milan í 3-0 gegn Manchester United á San Siro. Gestirnir þurfa nú að skora tvö mörk á tíu mínútum til að tryggja framlengingu.

Milan hefur 2-0 yfir í hálfleik

AC Milan er í mjög góðum málum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Kaka kom heimamönnum yfir eftir ellefu mínútur og eftir hálftíma leik bætti Clarence Seedorf við öðru marki. Manchester United þarf nú að skora tvö mörk til að eiga möguleika á að ná í úrslitin.

2-0 fyrir Milan

AC Milan er komið í 2-0 gegn Manchester United á San Siro. Það var Clarence Seedorf sem skoraði annað markið á 30. mínútu eftir að Kaka skoraði fyrsta markið á 11. mínútu. Gestirnir frá Englandi eru nú komnir í vond mál og þurfa að skora tvö mörk til að komast áfram.

Kaka kemur Milan yfir

Brasilíski snillingurinn Kaka hefur komið AC Milan yfir 1-0 gegn Manchester United á San Siro. Markið skoraði hann með laglegu skoti í bláhornið á elleftu mínútu leiksins og heimamenn mjög ákveðnir í byrjun.

HondaRacing leggur land undir fót

Honda Racing hefur áhveðið að skella sér á krókinn um komandi helgi með MX1, MX2 , MX85 liðið og stelpurnar, í brautina sem hefur verið í smíðum undanfarið á króknum.

Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar

Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á tveimur árum með því að bera sigurorð af Chelsea í kvöld. Liverpool vann leikinn 1-0 og því þurfti að grípa til framlengingar og síðar vítakeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram. Leikmenn Liverpool sýndu stáltaugar í vítakeppninni og mæta Milan eða Manchester United í úrslitum.

Vidic og Ferdinand klárir í slaginn

Miðverðirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand hafa báðir fengið grænt ljós á að spila með liði sínu Manchester United annað kvöld þegar liðið sækir AC Milan heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Gennaro Gattuso hefur sömuleiðis náð sér af meiðslum hjá Milan en varnarmaðurinn Paolo Maldini er mjög tæpur.

Joey Barton í banni út leiktíðina

Vandræðagemlingurinn Joey Barton hjá Manchester City er enn búinn að koma sér í fréttirnar á röngum forsendum. Félagið tilkynnti í dag að miðjumaðurinn kæmi ekki meira við sögu með liðinu út leiktíðina, því hann hefði verið settur í bann fyrir að slást við félaga sinn Ousmane Dabo á æfingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barton kemur sér í vandræði vegna óláta sinna og nú missir hann meðal annars af grannaslagnum við United á laugardaginn þar sem þeir rauðu geta tryggt sér meistaratitilinn.

FH-ingar deildarbikarmeistarar

Íslandsmeistarar FH tryggðu sér í dag sigur í Lengjubikarnum eftir að þeir lögðu Val 3-2 eftir framlengdan úrslitaleik á Stjörnuvelli. Valsmenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik, en Sigurbjörn Hreiðarsson fór illa að ráði sínu í upphafi leiks þegar hann lét Daða Lárusson verja frá sér vítaspyrnu.

Tekst Golden State hið ómögulega í kvöld?

Þeir sem hafa aðgang að NBA TV sjónvarpsstöðinni geta í kvöld orðið vitni að einhverjum óvæntustu úrslitum í sögu NBA deildarinnar ef Golden State Warriors tekst að leggja Dallas Mavericks að velli í fimmta leik liðanna klukkan hálf tvö.

HK: Nýliðarnir númeri of litlir

Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust.

Saviola útilokar að fara til Real Madrid

Framerjinn Javier Saviola hjá Barcelona segist aldrei muni gera stuðningsmönnum Barcelona þann grikk að ganga til liðs við erkifjendur liðsins Real Madrid. Hann segist súr yfir því að þurfa að yfirgefa herbúðir Spánarmeistaranna.

Shevchenko er ekki í deilum við Chelsea

Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að ástæða þess að Andiy Shevchenko fer ekki með liðinu til Liverpool sé meiðsli en ekki deilur við knattspyrnustjórann. Shevchenko tilkynnti í gær að hann gæti ekki spilað gegn Liverpool vegna nárameiðsla, en bresku blöðin héldu því fram að hann hefði neitað að fara með liðinu eftir að honum hafi verið tjáð að hann væri ekki í byrjunarliðinu í kvöld.

Robert Horry snýr aftur

San Antonio hefur náð afgerandi 3-1 forystu í einvígi sínu við Denver í úrslitakeppni NBA eftir 96-89 útisigur á Denver í fjórða leik liðanna í nótt. Það var gamli refurinn Robert Horry sem tryggði sigur San Antonio með þriggja stiga körfu þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Denver þurfti nauðsynlega á sigri að halda en tapaði öðrum heimaleik sínum í röð eftir að gestirnir luku leiknum með 17-6 rispu.

Houston náði forystu á ný gegn Utah

Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu.

Cleveland sópaði Washington

Cleveland Cavaliers er komið í aðra umferð úrslitakeppni NBA eftir sigur á Washington í fjórða leik liðanna í nótt 97-90. Cleveland vann seríuna því 4-0 og var þetta í fyrsta skipti í sögu félagsins sem liðinu tekst það, en lið Washington átti aldrei möguleika í einvíginu með tvö stjörnuleikmenn á meiðslalistanum.

Sjá næstu 50 fréttir