Fleiri fréttir Íslandsmet í armbeygjum Íslandsmet var sett í armbeygjum á Skólahreysti í Laugardalshöll í gærkvöldi. Fríða Rún Einarsdóttir sló met Kristjönu Sæunnar Ólafsdóttur frá því í fyrra með því að taka 65 armbeygjur. Metið var 60. Fríða var í vinningsliði Skólahreystis úr Lindarskóla. Þau settu einnig Íslandsmet í hraðaþraut. Í öðru sæti í keppninni varð Hagaskóli og í því þriðja Breiðholtsskóli. 27.4.2007 11:33 Espanyol með annan fótinn í úrslitum Spænska liðið Espanyol er komið með annan fótinn í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða eftir 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen í fyrri viðureign liðanna í kvöld. Moises Hurtado kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og Walter Pandiani og varamaðurinn Ferran Corominas tryggðu sigurinn í þeim síðari. Markvörðurinn Tim Wiese var rekinn af velli hjá Bremen eftir klukkutíma leik. 26.4.2007 21:04 Roy Keane náði athygli leikmanna með karatetilþrifum Markvörðurinn Darren Ward hjá Sunderland segir að knattspyrnustjórinn Roy Keane geri lítið af því að öskra á leikmenn sína til að ná athygli þeirra, en segir að komið hafi til þess að Keane hafi tekið karatespörk í leiktöfluna til að undirstrika mál sitt. Sunderland á góða möguleika á að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni í vor eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni. 26.4.2007 20:30 Zlatan missir væntanlega af leiknum við Íslendinga Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Inter Milan verður ekki meira með liði sínu á lokasprettinum í A-deildinni á Ítalíu og gæti misst af leikjum Svía við Ísland og Danmörku í undankeppni EM. Zlatan fer til Amsterdam í uppskurð vegna nárameiðsla á næstu dögum. Svíar mæta Dönum 2. júní og Íslendingum fjórum dögum síðar. 26.4.2007 19:33 Monta Ellis tók mestum framförum Bakvörðurinn Monta Ellis hjá Golden State Warriors í NBA deildinni var í kvöld valinn sá leikmaður sem tók mestum framförum í deildinni ár af nefnd fjölmiðlamanna. Ellis bætti stigaskor sitt um tæp 10 stig frá nýliðaári sínu í fyrra. Kevin Martin hjá Sacramento Kings varð annar í kjörinu en aðeins munaði þremur stigum á þeim í fyrsta og öðru sæti, sem er minnsti munur í sögu kjörsins. 26.4.2007 19:25 Þrír leikir í úrslitakeppni NBA í kvöld Utah Jazz, LA Lakers og Orlando Magic standa öll frammi fyrir erfiðu verkefni í kvöld þegar þau mæta andstæðingum sínum í þriðja sinn í úrslitakeppninni í NBA. Leikur Utah og Houston verður sýndur beint á NBA TV klukkan eitt í nótt, en öll þrjú liðin eru undir 2-0 í einvígjum sínum eftir tap á útivöllum í fyrstu tveimur leikjunum. 26.4.2007 18:34 Wenger: Flutningurinn á Emirates hefur kostað okkur stig Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir engan vafa á því í sínum huga að flutningur liðsins á Emirates völlinn hafi reynst því erfiðari en fólk geri sér grein fyrir. Ungir leikmenn liðsins hafi fundist þeir vera að spila á hlutlausum velli framan af tímabili, en séu nú óðum að venjast nýjum aðstæðum. 26.4.2007 18:15 McEnroe: Federer hefur tvö ár til að sanna sig Skaphundurinn og tennisgoðsögnin John McEnroe frá Bandaríkjunum segir að Roger Federer verði að sanna sig á leirvöllum ef hann ætli sér að gera tilkall til þess að verða kallaður besti tennisleikari allra tíma. Federer hefur enn ekki náð að vinna opna franska meistaramótið á Roland Garos þar sem spilað er á leir. 26.4.2007 17:30 Fimmtudagsslúðrið á Englandi Bresku slúðurblöðin eru full af safaríku efni í dag þar sem meðal annars er sagt frá því að Portúgalarnir Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho hafi skotið föstum skotum sín á milli í viðtölum við sjónvarpsstöð frá heimalandi sínu. 26.4.2007 16:48 Ítarleg úttekt á tölfræðinni í IE deildinni Síðustu daga hefur verið að safnast inn á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins ítarleg úttekt á efstu mönnum í öllum tölfræðiþáttum í Iceland Express deildinni í vetur. Þar kemur fram að Damon Baley frá Þór Þorlákshöfn var stigahæsti leikmaður deildarinnar með rúm 24 stig að meðaltali í leik. Stigahæsti Íslendingurinn var Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík með rúm 22 stig að meðaltali. 26.4.2007 16:22 Mijatovic: Það voru mistök að leyfa Beckham að fara Predrag Mijatovic, yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska liðinu Real Madrid, viðurkenndi í samtali við breska blaðið The Sun í dag að það hefðu verið mistök að leyfa David Beckham að fara frá félaginu. Hann segir klaufaskap í samningaviðræðunum vera ástæðu brottfarar leikmannsins. 26.4.2007 15:30 Uppselt á San Siro Ítalska félagið AC Milan hefur tilkynnt að þegar sé uppselt á síðari leik liðsins við Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar næsta miðvikudag. 67,500 áhorfendur munu fylgjast með leiknum, þar sem heimamenn þurfa að snúa við blaðinu eftir 3-2 tap á Englandi til að komast í úrslitaleikinn í Aþenu. 26.4.2007 15:27 Eggert: Við verðum að byggja nýjan leikvang Eggert Magnússon segir að West Ham verði að byggja nýjan knattspyrnuleikvang ef félagið ætli sér að verða rótgróinn klúbbur og eitt af sex stærstu félögunum á Englandi. Hann segir jafnframt að Alan Curbishley stjóri verði ekki látinn selja leikmenn þó liðið falli í 1. deilidina í vor. 26.4.2007 15:17 Wenger segir Ferguson vera stjóra ársins Arsene Wenger og Alex Ferguson hafa háð margt einvígið með liðum sínum Arsenal og Manachester United á síðasta áratug í ensku úrvalsdeildinni. Oft hefur andað köldu á milli þeirra, en þeir bera þó virðingu fyrir hvor öðrum eins og sést á ummælum Arsene Wenger í fjölmiðlum í dag. 26.4.2007 15:01 Real Madrid ætlar að kaupa Saviola Spænska blaðið Marca hefur í dag eftir umboðsmanni Argentínumannsins Javier Saviola hjá Barcelona að leikmaðurinn hafi gert munnlegt samkomulag um að ganga í raðir erkifjendanna í Real Madrid. Samningur Saviola rennur út í sumar en þessi 25 ára gamli framherji hefur aldrei náð að festa sig í sessi hjá Barcelona. 26.4.2007 14:56 Buffon sagður á leið til AC Milan Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon muni ganga til liðs við AC Milan frá Juventus í sumar. Buffon stóð við loforð sitt í vetur og spilaði með Juve í B-deildinni þar sem liðið er nálægt því að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu á ný. 26.4.2007 14:48 Klose átti fund með Bayern Munchen Þýskir fjölmiðlar slá því upp í dag að framherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen hafi átt leynilegan fund með forráðamönnum Bayern Munchen á dögunum. Sagt er að þýsku meistararnir séu tilbúnir að bjóða Bremen 15 milljónir evra í kappann, en spænska blaðið Sport fullyrðir að Barcelona hafi einnig mikinn áhuga á markaskoraranum. Forráðamenn Bremen hafa staðfest áhuga Barcelona, en þar á bæ eru menn ekkert að flýta sér að selja hann. 26.4.2007 14:44 Podolski úr leik hjá Bayern Þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski hjá Bayern Munchen þarf að fara í hnéuppskurð og leikur ekki meira með liðinu á lokasprettinum í deildinni. Hann verður frá í þrjá mánuði vegna meiðsla sinna, en fyrir eru þeir Owen Hargreaves, Claudio Pizarro og Mark van Bommel allir tæpir vegna meiðsla fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Hamburg á laugardaginn. 26.4.2007 14:40 Klinsmann í sjónvarpið Jurgen Klinsmann, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, skrifaði í dag undir vænan samning við þýsku sjónvarpsstöðina Arena og mun starfa við að lýsa leikjum í heimalandinu. Þetta er talið binda enda á orðróm sem verið hefur á kreiki um að Klinsmann taki við starfi Jose Mourinho sem næsti stjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Klinsmann býr enn í Bandaríkjunum en mun fljúga milli landa til að lýsa stærstu leikjunum í Þýskalandi, Englandi og Spáni í sjónvarpi. 26.4.2007 14:35 Undanúrslitin í UEFA bikarnum á Sýn í kvöld Í kvöld fara fram fyrri undanúrslitaleikirnir í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og verða báðir leikir sýndir beint á rásum Sýnar. Espanyol tekur á móti Werder Bremen í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 18:35. Á sama tíma eigast við spænsku liðin Osasuna og Sevilla og er sá leikur í beinni á Sýn Extra. 26.4.2007 14:28 Slæmur endasprettur hjá Heiðari Heiðar Davíð Bragason úr Kili í Mosfellsbæ lék lokahringinn á Welness mótinu í Danmörku í dag á 77 höggum, eða 5 höggum yfir pari. Hann byrjaði vel og eftir 13 holur var hann á 2 höggum undir pari, en lék síðustu fimm holurnar á 7 höggum yfir pari. Hann lék hringina þrjá á samtals 222 höggum, eða 6 höggum yfir pari. Heiðar Davíð hafnaði í 31.-34. sæti í mótinu. 26.4.2007 14:26 Reina: Leikmenn Chelsea eru þreyttir Markvörðurinn Jose Reyna hjá Liverpool segir að stíf keppni á öllum vígstöðvum sé greinilega farin að taka sinn toll af leikmönnum Chelsea. Hann segir þá hafa virkað þreytta í síðari hálfleiknum gegn Liverpool í gær. „Þeir eiga erfiðan leik í deildinni á laugardaginn og kannski verða þeir enn þreyttari í síðari leiknum gegn okkur," sagði Reina. 26.4.2007 13:48 Middlesbrough kaupir Woodgate Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough staðfesti í dag formlega að það hefði gengið frá kaupum á enska landsliðsmiðverðinum Jonathan Woodgate frá Real Madrid fyrir 7 milljónir punda. Woodgate hefur verið sem lánsmaður hjá enska liðinu í vetur og hefur náð ferlinum á skrið á ný á heimaslóðunum eftir alvarleg meiðsli undanfarin ár. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning á Riverside. 26.4.2007 13:42 Heitt í kolunum í Dallas Dallas jafnaði í nótt metin í 1-1 í einvígi sínu við Golden State í úrslitakeppninni í NBA með 112-99 sigri í öðrum leik liðanna. Gestirnir spiluðu vel í fyrri hálfleik, en misstu tökin á leiknum í síðari hálfleik þegar bæði Baron Davis og Stephen Jackson var hent í bað fyrir kjaftbrúk. 26.4.2007 05:01 Mourinho: Við ætlum að skora á Anfield Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var sáttur við 1-0 sigur sinna manna í Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segir sína menn staðráðna í því að ná að skora í síðari leiknum á Anfield í næstu viku, því það muni fara langt með að fleyta liðinu í úrslitaleikinn. 25.4.2007 22:28 Benitez treystir á stuðning áhorfenda Rafa Benitez var sæmilega jákvæður eftir 1-0 tap hans manna í Liverpool gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge í kvöld. 25.4.2007 22:21 Chelsea lagði Liverpool Chelsea vann í kvöld 1-0 baráttusigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Joe Cole sem skoraði mark heimamanna eftir góðan undirbúning Didier Drogba eftir hálftíma leik og ljóst að mikið er eftir af þessu harða einvígi. Síðari leikurinn fer fram á Anfield í næstu viku. 25.4.2007 20:36 Dallas - Golden State í beinni í nótt Annar leikur Dallas Mavericks og Golden State Warriors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan 1:30 í nótt. Golden State vann mjög óvæntan útisigur í fyrsta leiknum en annar leikurinn fer einnig fram í Dallas. 25.4.2007 23:02 Larry Brown að taka við Grizzlies? Forráðamenn Philadelphia 76ers í NBA deildinni hafa gefið Larry Brown leyfi til að ræða við eigendur Memphis Grizzlies um að hann taki hugsanlega við þjálfun liðsins í sumar. Brown hefur verið í stjórnunarstöðu hjá Philadelphia síðan hann var rekinn frá New York Knicks fyrir síðasta keppnistímabil. 25.4.2007 22:38 HK lagði Fram Tveir leikir fóru fram í deildarbikarkeppni karla í handbolta í kvöld. HK lagði Fram 28-26 eftir að jafnt var í hálfleik 14-14. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 8 mörk fyrir HK og þeir Tomas Eitutis, Valdimar Þórsson og Augustas Strazdas 5 hver en Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 8 fyrir Fram og Guðjón Drengsson 7. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Val 27-23. 25.4.2007 22:17 Lehmann verður áfram hjá Arsenal Þýska blaðið Bild hafði í dag eftir landsliðsmarkverðinum Jens Lehmann að hann ætlaði að vera hjá Arsenal eina leiktíð í viðbót. Samningur hans hjá Arsenal rennur út í sumar en markvörðurinn vildi semja til tveggja ára á meðan félagið bauð aðeins eins árs samning. Ef marka má fréttaflutning Bild virðist sem Lehmann hafi dregið í land með kröfur sínar. 25.4.2007 22:15 Carlisle hættur hjá Indiana Pacers Rick Carlisle sem þjálfað hefur lið Indiana Pacers í NBA frá árinu 2003 er hættur hjá liðinu. Þetta tilkynnti Larry Bird forseti félagsins í dag. Carlisle náði frábærum árangri með Indiana á fyrsta ári sínu með liðið, en þar á bæ hefur allt verið á lóðréttri niðurleið eftir áflogin í Detroit 2004. Indiana komst ekki í úrslitakeppnina í ár og náði lakasta árangri sínum í nær tvo áratugi. 25.4.2007 20:50 Miðvikudagsslúðrið á Englandi The Sun heldur því fram í dag að yfirmaður unglingastarfsins hjá Chelsea, Frank Arnesen, hafi verið að skoða leikmenn með hollenska þjálfaranum Guus Hiddink sem nú er landsliðsþjálfari Rússa. Hiddink hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea á næsta tímabili. 25.4.2007 17:33 Schumacher: Árangur Hamilton kemur ekki á óvart Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher lætur nú lítið á sér bera í Formúlu 1 en hefur þess í stað verið á ferðalagi í tengslum við herferð í umferðaröryggi. Blaðamaður nokkur náði þó að skjóta á hann spurningu varðandi hinn unga og efnilega Lewis Hamilton á dögunum. 25.4.2007 17:25 Framkvæmdastjórar tippa á Dirk Nowitzki Nú styttist óðum í að fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum velji verðmætasta leikmann ársins í deildarkeppninni í NBA körfuboltanum. Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks þykir afar líklegur til að hreppa hnossið að þessu sinni en hann hlaut nokkuð afgerandi kosningu í könnun sem gerð var í gær þar sem framkvæmdastjórar allra liða í deildinni voru spurðir um sitt álit. 25.4.2007 17:09 Heiðar í 11. sæti í Danmörku Heiðar Davíð Bragason úr Kili í Mosfellsbæ lék annan hringinn á Welness mótinu í Danmörku í dag á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Hann hefur því leikið 36 holur á samtals einu höggi yfir pari og er í 11.-17. sæti fyrir lokahringinn á morgun. 25.4.2007 17:02 Stuðningsmenn United og Roma sektaðir Knattspyrnusamband Evrópu sektaði í dag Manchester United og Roma vegna óláta stuðningsmanna félaganna á fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Roma var sektað um 31,000 pund en United um 14,500 pund. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja sektunum. 25.4.2007 16:56 Beckham: Ég myndi aldrei gagnrýna Capello David Beckham segist bera mikla virðngu fyrir þjálfara sínum Fabio Capello hjá Real Madrid og segir aldrei hafa komið til greina að gagnrýna hann þó hann hafi tekið sig út úr liðinu á sínum tíma. Capello neitaði að láta Beckham spila fyrst eftir að hann samdi við LA Galaxy í Bandaríkjunum, en hann vann sér aftur sæti í liðinu með dugnaði sínum. 25.4.2007 16:00 Nýr leikvangur á teikniborðinu hjá Portsmouth Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur lagt fram drög að byggingu nýs knattspyrnuleikvangs sem taka mun 36,000 manns í sæti. Hann verður reistur á hafnarsvæðinu í borginni og stefnt er að því að koma honum í gagnið árið 2011. Þetta þýðir að liðið mun flytja sig frá Fratton Park sem tekur aðeins rúmlega 20,000 manns í sæti. 25.4.2007 15:15 Miðaverð hækkar hjá Manchester United Stuðningsmenn Manchester United horfa fram á talsverða hækkun á miðaverði á næstu leiktíð, en fregnir herma að miðaverð muni hækka um allt að 14%. Hækkunin verður hvað mest á dýrustu sætunum í stúkunni, en ódýrustu miðarnir sem ætlaðir eru barnafólki verða lækkaðir í verði. 25.4.2007 15:15 Sálfræðistríðið heldur áfram Sálfræðistríð þeirra Rafa Benitez og Jose Mourinho hefur nú náð hámarki fyrir fyrri leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 18:30 að lokinni upphitun með Guðna Bergs. 25.4.2007 14:05 Bjartsýni í herbúðum Miami NBA meistarar Miami örvænta ekki þó liðið sé komið 2-0 undir í einvíginu við Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir stórt tap í gærkvöldi. Leikmenn liðsins eru flestir með gríðarlega reynslu og vilja meina að mikið sé eftir af einvíginu. 25.4.2007 13:48 Alan Ball látinn Alan Ball, yngsti leikmaður enska landsliðsins sem vann heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 1966, er látinn. Hann fékk hjartaáfall á heimili sínu í morgun. Ball spilaði 72 landsleiki fyrir England og spilaði með Everton, Arsenal og Southampton. Hann varð síðar knattspyrnustjóri Portsmouth, Manchester City og Southampton. Hann var aðeins 61 árs gamall. 25.4.2007 13:31 Phoenix burstaði LA Lakers Phoenix náði í nótt 2-0 forystu í einvígi sínu við Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í NBA með auðveldum 126-98 sigri á heimavelli sínum. Sigur Phoenix var aldrei í hættu og líkt og í fyrsta leiknum var það varamaður ársins Leandro Barbosa sem stal senunni. 25.4.2007 05:04 Meistarar Miami í vandræðum Meistarar Miami Heat eru komnir í bullandi vandræði gegn frísku liði Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir að Chicago vann sannfærandi 107-89 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Chicago leiðir nú 2-0 í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram í Miami. 25.4.2007 03:47 Sjá næstu 50 fréttir
Íslandsmet í armbeygjum Íslandsmet var sett í armbeygjum á Skólahreysti í Laugardalshöll í gærkvöldi. Fríða Rún Einarsdóttir sló met Kristjönu Sæunnar Ólafsdóttur frá því í fyrra með því að taka 65 armbeygjur. Metið var 60. Fríða var í vinningsliði Skólahreystis úr Lindarskóla. Þau settu einnig Íslandsmet í hraðaþraut. Í öðru sæti í keppninni varð Hagaskóli og í því þriðja Breiðholtsskóli. 27.4.2007 11:33
Espanyol með annan fótinn í úrslitum Spænska liðið Espanyol er komið með annan fótinn í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða eftir 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen í fyrri viðureign liðanna í kvöld. Moises Hurtado kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og Walter Pandiani og varamaðurinn Ferran Corominas tryggðu sigurinn í þeim síðari. Markvörðurinn Tim Wiese var rekinn af velli hjá Bremen eftir klukkutíma leik. 26.4.2007 21:04
Roy Keane náði athygli leikmanna með karatetilþrifum Markvörðurinn Darren Ward hjá Sunderland segir að knattspyrnustjórinn Roy Keane geri lítið af því að öskra á leikmenn sína til að ná athygli þeirra, en segir að komið hafi til þess að Keane hafi tekið karatespörk í leiktöfluna til að undirstrika mál sitt. Sunderland á góða möguleika á að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni í vor eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni. 26.4.2007 20:30
Zlatan missir væntanlega af leiknum við Íslendinga Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Inter Milan verður ekki meira með liði sínu á lokasprettinum í A-deildinni á Ítalíu og gæti misst af leikjum Svía við Ísland og Danmörku í undankeppni EM. Zlatan fer til Amsterdam í uppskurð vegna nárameiðsla á næstu dögum. Svíar mæta Dönum 2. júní og Íslendingum fjórum dögum síðar. 26.4.2007 19:33
Monta Ellis tók mestum framförum Bakvörðurinn Monta Ellis hjá Golden State Warriors í NBA deildinni var í kvöld valinn sá leikmaður sem tók mestum framförum í deildinni ár af nefnd fjölmiðlamanna. Ellis bætti stigaskor sitt um tæp 10 stig frá nýliðaári sínu í fyrra. Kevin Martin hjá Sacramento Kings varð annar í kjörinu en aðeins munaði þremur stigum á þeim í fyrsta og öðru sæti, sem er minnsti munur í sögu kjörsins. 26.4.2007 19:25
Þrír leikir í úrslitakeppni NBA í kvöld Utah Jazz, LA Lakers og Orlando Magic standa öll frammi fyrir erfiðu verkefni í kvöld þegar þau mæta andstæðingum sínum í þriðja sinn í úrslitakeppninni í NBA. Leikur Utah og Houston verður sýndur beint á NBA TV klukkan eitt í nótt, en öll þrjú liðin eru undir 2-0 í einvígjum sínum eftir tap á útivöllum í fyrstu tveimur leikjunum. 26.4.2007 18:34
Wenger: Flutningurinn á Emirates hefur kostað okkur stig Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir engan vafa á því í sínum huga að flutningur liðsins á Emirates völlinn hafi reynst því erfiðari en fólk geri sér grein fyrir. Ungir leikmenn liðsins hafi fundist þeir vera að spila á hlutlausum velli framan af tímabili, en séu nú óðum að venjast nýjum aðstæðum. 26.4.2007 18:15
McEnroe: Federer hefur tvö ár til að sanna sig Skaphundurinn og tennisgoðsögnin John McEnroe frá Bandaríkjunum segir að Roger Federer verði að sanna sig á leirvöllum ef hann ætli sér að gera tilkall til þess að verða kallaður besti tennisleikari allra tíma. Federer hefur enn ekki náð að vinna opna franska meistaramótið á Roland Garos þar sem spilað er á leir. 26.4.2007 17:30
Fimmtudagsslúðrið á Englandi Bresku slúðurblöðin eru full af safaríku efni í dag þar sem meðal annars er sagt frá því að Portúgalarnir Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho hafi skotið föstum skotum sín á milli í viðtölum við sjónvarpsstöð frá heimalandi sínu. 26.4.2007 16:48
Ítarleg úttekt á tölfræðinni í IE deildinni Síðustu daga hefur verið að safnast inn á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins ítarleg úttekt á efstu mönnum í öllum tölfræðiþáttum í Iceland Express deildinni í vetur. Þar kemur fram að Damon Baley frá Þór Þorlákshöfn var stigahæsti leikmaður deildarinnar með rúm 24 stig að meðaltali í leik. Stigahæsti Íslendingurinn var Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík með rúm 22 stig að meðaltali. 26.4.2007 16:22
Mijatovic: Það voru mistök að leyfa Beckham að fara Predrag Mijatovic, yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska liðinu Real Madrid, viðurkenndi í samtali við breska blaðið The Sun í dag að það hefðu verið mistök að leyfa David Beckham að fara frá félaginu. Hann segir klaufaskap í samningaviðræðunum vera ástæðu brottfarar leikmannsins. 26.4.2007 15:30
Uppselt á San Siro Ítalska félagið AC Milan hefur tilkynnt að þegar sé uppselt á síðari leik liðsins við Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar næsta miðvikudag. 67,500 áhorfendur munu fylgjast með leiknum, þar sem heimamenn þurfa að snúa við blaðinu eftir 3-2 tap á Englandi til að komast í úrslitaleikinn í Aþenu. 26.4.2007 15:27
Eggert: Við verðum að byggja nýjan leikvang Eggert Magnússon segir að West Ham verði að byggja nýjan knattspyrnuleikvang ef félagið ætli sér að verða rótgróinn klúbbur og eitt af sex stærstu félögunum á Englandi. Hann segir jafnframt að Alan Curbishley stjóri verði ekki látinn selja leikmenn þó liðið falli í 1. deilidina í vor. 26.4.2007 15:17
Wenger segir Ferguson vera stjóra ársins Arsene Wenger og Alex Ferguson hafa háð margt einvígið með liðum sínum Arsenal og Manachester United á síðasta áratug í ensku úrvalsdeildinni. Oft hefur andað köldu á milli þeirra, en þeir bera þó virðingu fyrir hvor öðrum eins og sést á ummælum Arsene Wenger í fjölmiðlum í dag. 26.4.2007 15:01
Real Madrid ætlar að kaupa Saviola Spænska blaðið Marca hefur í dag eftir umboðsmanni Argentínumannsins Javier Saviola hjá Barcelona að leikmaðurinn hafi gert munnlegt samkomulag um að ganga í raðir erkifjendanna í Real Madrid. Samningur Saviola rennur út í sumar en þessi 25 ára gamli framherji hefur aldrei náð að festa sig í sessi hjá Barcelona. 26.4.2007 14:56
Buffon sagður á leið til AC Milan Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon muni ganga til liðs við AC Milan frá Juventus í sumar. Buffon stóð við loforð sitt í vetur og spilaði með Juve í B-deildinni þar sem liðið er nálægt því að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu á ný. 26.4.2007 14:48
Klose átti fund með Bayern Munchen Þýskir fjölmiðlar slá því upp í dag að framherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen hafi átt leynilegan fund með forráðamönnum Bayern Munchen á dögunum. Sagt er að þýsku meistararnir séu tilbúnir að bjóða Bremen 15 milljónir evra í kappann, en spænska blaðið Sport fullyrðir að Barcelona hafi einnig mikinn áhuga á markaskoraranum. Forráðamenn Bremen hafa staðfest áhuga Barcelona, en þar á bæ eru menn ekkert að flýta sér að selja hann. 26.4.2007 14:44
Podolski úr leik hjá Bayern Þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski hjá Bayern Munchen þarf að fara í hnéuppskurð og leikur ekki meira með liðinu á lokasprettinum í deildinni. Hann verður frá í þrjá mánuði vegna meiðsla sinna, en fyrir eru þeir Owen Hargreaves, Claudio Pizarro og Mark van Bommel allir tæpir vegna meiðsla fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Hamburg á laugardaginn. 26.4.2007 14:40
Klinsmann í sjónvarpið Jurgen Klinsmann, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, skrifaði í dag undir vænan samning við þýsku sjónvarpsstöðina Arena og mun starfa við að lýsa leikjum í heimalandinu. Þetta er talið binda enda á orðróm sem verið hefur á kreiki um að Klinsmann taki við starfi Jose Mourinho sem næsti stjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Klinsmann býr enn í Bandaríkjunum en mun fljúga milli landa til að lýsa stærstu leikjunum í Þýskalandi, Englandi og Spáni í sjónvarpi. 26.4.2007 14:35
Undanúrslitin í UEFA bikarnum á Sýn í kvöld Í kvöld fara fram fyrri undanúrslitaleikirnir í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og verða báðir leikir sýndir beint á rásum Sýnar. Espanyol tekur á móti Werder Bremen í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 18:35. Á sama tíma eigast við spænsku liðin Osasuna og Sevilla og er sá leikur í beinni á Sýn Extra. 26.4.2007 14:28
Slæmur endasprettur hjá Heiðari Heiðar Davíð Bragason úr Kili í Mosfellsbæ lék lokahringinn á Welness mótinu í Danmörku í dag á 77 höggum, eða 5 höggum yfir pari. Hann byrjaði vel og eftir 13 holur var hann á 2 höggum undir pari, en lék síðustu fimm holurnar á 7 höggum yfir pari. Hann lék hringina þrjá á samtals 222 höggum, eða 6 höggum yfir pari. Heiðar Davíð hafnaði í 31.-34. sæti í mótinu. 26.4.2007 14:26
Reina: Leikmenn Chelsea eru þreyttir Markvörðurinn Jose Reyna hjá Liverpool segir að stíf keppni á öllum vígstöðvum sé greinilega farin að taka sinn toll af leikmönnum Chelsea. Hann segir þá hafa virkað þreytta í síðari hálfleiknum gegn Liverpool í gær. „Þeir eiga erfiðan leik í deildinni á laugardaginn og kannski verða þeir enn þreyttari í síðari leiknum gegn okkur," sagði Reina. 26.4.2007 13:48
Middlesbrough kaupir Woodgate Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough staðfesti í dag formlega að það hefði gengið frá kaupum á enska landsliðsmiðverðinum Jonathan Woodgate frá Real Madrid fyrir 7 milljónir punda. Woodgate hefur verið sem lánsmaður hjá enska liðinu í vetur og hefur náð ferlinum á skrið á ný á heimaslóðunum eftir alvarleg meiðsli undanfarin ár. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning á Riverside. 26.4.2007 13:42
Heitt í kolunum í Dallas Dallas jafnaði í nótt metin í 1-1 í einvígi sínu við Golden State í úrslitakeppninni í NBA með 112-99 sigri í öðrum leik liðanna. Gestirnir spiluðu vel í fyrri hálfleik, en misstu tökin á leiknum í síðari hálfleik þegar bæði Baron Davis og Stephen Jackson var hent í bað fyrir kjaftbrúk. 26.4.2007 05:01
Mourinho: Við ætlum að skora á Anfield Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var sáttur við 1-0 sigur sinna manna í Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segir sína menn staðráðna í því að ná að skora í síðari leiknum á Anfield í næstu viku, því það muni fara langt með að fleyta liðinu í úrslitaleikinn. 25.4.2007 22:28
Benitez treystir á stuðning áhorfenda Rafa Benitez var sæmilega jákvæður eftir 1-0 tap hans manna í Liverpool gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge í kvöld. 25.4.2007 22:21
Chelsea lagði Liverpool Chelsea vann í kvöld 1-0 baráttusigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Joe Cole sem skoraði mark heimamanna eftir góðan undirbúning Didier Drogba eftir hálftíma leik og ljóst að mikið er eftir af þessu harða einvígi. Síðari leikurinn fer fram á Anfield í næstu viku. 25.4.2007 20:36
Dallas - Golden State í beinni í nótt Annar leikur Dallas Mavericks og Golden State Warriors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan 1:30 í nótt. Golden State vann mjög óvæntan útisigur í fyrsta leiknum en annar leikurinn fer einnig fram í Dallas. 25.4.2007 23:02
Larry Brown að taka við Grizzlies? Forráðamenn Philadelphia 76ers í NBA deildinni hafa gefið Larry Brown leyfi til að ræða við eigendur Memphis Grizzlies um að hann taki hugsanlega við þjálfun liðsins í sumar. Brown hefur verið í stjórnunarstöðu hjá Philadelphia síðan hann var rekinn frá New York Knicks fyrir síðasta keppnistímabil. 25.4.2007 22:38
HK lagði Fram Tveir leikir fóru fram í deildarbikarkeppni karla í handbolta í kvöld. HK lagði Fram 28-26 eftir að jafnt var í hálfleik 14-14. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 8 mörk fyrir HK og þeir Tomas Eitutis, Valdimar Þórsson og Augustas Strazdas 5 hver en Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 8 fyrir Fram og Guðjón Drengsson 7. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Val 27-23. 25.4.2007 22:17
Lehmann verður áfram hjá Arsenal Þýska blaðið Bild hafði í dag eftir landsliðsmarkverðinum Jens Lehmann að hann ætlaði að vera hjá Arsenal eina leiktíð í viðbót. Samningur hans hjá Arsenal rennur út í sumar en markvörðurinn vildi semja til tveggja ára á meðan félagið bauð aðeins eins árs samning. Ef marka má fréttaflutning Bild virðist sem Lehmann hafi dregið í land með kröfur sínar. 25.4.2007 22:15
Carlisle hættur hjá Indiana Pacers Rick Carlisle sem þjálfað hefur lið Indiana Pacers í NBA frá árinu 2003 er hættur hjá liðinu. Þetta tilkynnti Larry Bird forseti félagsins í dag. Carlisle náði frábærum árangri með Indiana á fyrsta ári sínu með liðið, en þar á bæ hefur allt verið á lóðréttri niðurleið eftir áflogin í Detroit 2004. Indiana komst ekki í úrslitakeppnina í ár og náði lakasta árangri sínum í nær tvo áratugi. 25.4.2007 20:50
Miðvikudagsslúðrið á Englandi The Sun heldur því fram í dag að yfirmaður unglingastarfsins hjá Chelsea, Frank Arnesen, hafi verið að skoða leikmenn með hollenska þjálfaranum Guus Hiddink sem nú er landsliðsþjálfari Rússa. Hiddink hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea á næsta tímabili. 25.4.2007 17:33
Schumacher: Árangur Hamilton kemur ekki á óvart Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher lætur nú lítið á sér bera í Formúlu 1 en hefur þess í stað verið á ferðalagi í tengslum við herferð í umferðaröryggi. Blaðamaður nokkur náði þó að skjóta á hann spurningu varðandi hinn unga og efnilega Lewis Hamilton á dögunum. 25.4.2007 17:25
Framkvæmdastjórar tippa á Dirk Nowitzki Nú styttist óðum í að fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum velji verðmætasta leikmann ársins í deildarkeppninni í NBA körfuboltanum. Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks þykir afar líklegur til að hreppa hnossið að þessu sinni en hann hlaut nokkuð afgerandi kosningu í könnun sem gerð var í gær þar sem framkvæmdastjórar allra liða í deildinni voru spurðir um sitt álit. 25.4.2007 17:09
Heiðar í 11. sæti í Danmörku Heiðar Davíð Bragason úr Kili í Mosfellsbæ lék annan hringinn á Welness mótinu í Danmörku í dag á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Hann hefur því leikið 36 holur á samtals einu höggi yfir pari og er í 11.-17. sæti fyrir lokahringinn á morgun. 25.4.2007 17:02
Stuðningsmenn United og Roma sektaðir Knattspyrnusamband Evrópu sektaði í dag Manchester United og Roma vegna óláta stuðningsmanna félaganna á fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Roma var sektað um 31,000 pund en United um 14,500 pund. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja sektunum. 25.4.2007 16:56
Beckham: Ég myndi aldrei gagnrýna Capello David Beckham segist bera mikla virðngu fyrir þjálfara sínum Fabio Capello hjá Real Madrid og segir aldrei hafa komið til greina að gagnrýna hann þó hann hafi tekið sig út úr liðinu á sínum tíma. Capello neitaði að láta Beckham spila fyrst eftir að hann samdi við LA Galaxy í Bandaríkjunum, en hann vann sér aftur sæti í liðinu með dugnaði sínum. 25.4.2007 16:00
Nýr leikvangur á teikniborðinu hjá Portsmouth Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur lagt fram drög að byggingu nýs knattspyrnuleikvangs sem taka mun 36,000 manns í sæti. Hann verður reistur á hafnarsvæðinu í borginni og stefnt er að því að koma honum í gagnið árið 2011. Þetta þýðir að liðið mun flytja sig frá Fratton Park sem tekur aðeins rúmlega 20,000 manns í sæti. 25.4.2007 15:15
Miðaverð hækkar hjá Manchester United Stuðningsmenn Manchester United horfa fram á talsverða hækkun á miðaverði á næstu leiktíð, en fregnir herma að miðaverð muni hækka um allt að 14%. Hækkunin verður hvað mest á dýrustu sætunum í stúkunni, en ódýrustu miðarnir sem ætlaðir eru barnafólki verða lækkaðir í verði. 25.4.2007 15:15
Sálfræðistríðið heldur áfram Sálfræðistríð þeirra Rafa Benitez og Jose Mourinho hefur nú náð hámarki fyrir fyrri leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 18:30 að lokinni upphitun með Guðna Bergs. 25.4.2007 14:05
Bjartsýni í herbúðum Miami NBA meistarar Miami örvænta ekki þó liðið sé komið 2-0 undir í einvíginu við Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir stórt tap í gærkvöldi. Leikmenn liðsins eru flestir með gríðarlega reynslu og vilja meina að mikið sé eftir af einvíginu. 25.4.2007 13:48
Alan Ball látinn Alan Ball, yngsti leikmaður enska landsliðsins sem vann heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 1966, er látinn. Hann fékk hjartaáfall á heimili sínu í morgun. Ball spilaði 72 landsleiki fyrir England og spilaði með Everton, Arsenal og Southampton. Hann varð síðar knattspyrnustjóri Portsmouth, Manchester City og Southampton. Hann var aðeins 61 árs gamall. 25.4.2007 13:31
Phoenix burstaði LA Lakers Phoenix náði í nótt 2-0 forystu í einvígi sínu við Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í NBA með auðveldum 126-98 sigri á heimavelli sínum. Sigur Phoenix var aldrei í hættu og líkt og í fyrsta leiknum var það varamaður ársins Leandro Barbosa sem stal senunni. 25.4.2007 05:04
Meistarar Miami í vandræðum Meistarar Miami Heat eru komnir í bullandi vandræði gegn frísku liði Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir að Chicago vann sannfærandi 107-89 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Chicago leiðir nú 2-0 í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram í Miami. 25.4.2007 03:47