Fleiri fréttir

Kaka: Okkur varð hugsað til Roma-leiksins

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan sagði að sér hafi verið hugsað til leiks Manchester United og Roma þegar heimamenn skoruðu fyrsta markið eftir aðeins fimm mínútur í leiknum í kvöld. Hann vonast til þess að stuðningur áhorfenda nægi til að koma liði Milan í úrslitaleikinn.

Rooney: Scholes er snillingur

Wayne Rooney var að vonum ánægður eftir sigur Manchester United á AC Milan í kvöld, en hann skoraði jöfnunarmarkið og tryggði liði sínu sigur með glæsilegu marki í uppbótartíma. Hann segir félaga sína aldrei hafa misst trú á verkefninu þó liðið hafi lent undir.

Ferguson: Liðið spilaði frábæran fótbolta

Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigurinn á AC Milan í kvöld og sagði sína menn hafa spilað frábæran fótbolta á tíðum í leiknum. Hann segir sína menn eiga góða möguleika á að fara í úrslitaleikinn.

Real í viðræðum við Diego?

Svo virðist sem forráðamenn Real Madrid ætli að eiga það á hættu að vekja reiði enn eins félagsins í Evrópu vegna afskipta af samningsbundnum leikmanni. Spænska blaðið Marca greindi frá því í dag að Real hafi verið í sambandi við brasilíska miðjumanninn Diego hjá Werder Bremen.

Stjarnan burstaði Hauka

Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum deildarbikarkeppni kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan burstaði Hauka 40-22 í Ásgarði þar sem Sólveig Lára Kjærnested skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna og Kristín Clausen 6, en Ramune Pekarskyte skoraði 10 mörk fyrir Hauka. Þá vann Grótta 23-18 sigur á Val. Liðin mætast að nýju á fimmtudagskvöldið, en tvo sigra þarf til að komast í úrslitarimmuna.

Maðurinn flaugst á við Shaquille O´Neal og lifði það af

Chicago Bulls og Miami Heat mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í kvöld. Scott Skiles þjálfari Chicago spilaði með Shaquille O´Neal hjá Miami þegar hann var nýliði með liði Orlando Magic árið 1992 og vann sér það þá til frægðar að slást við tröllið og lifa það af.

Maldini spilaði í Evrópu áður en Rooney og Ronaldo fæddust

Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir AC Milan árið 1985, en þá voru þeir Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ófæddir. Varamaðurinn Alessandro Costacurta hjá Milan er þó enn eldri og reyndari, en hann á einmitt 41 árs afmæli í dag. Leikmenn Milan eiga góðar minningar frá Old Trafford, því liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni á þessum velli árið 2003.

Mourinho fer ekki frá Chelsea

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho segir að sér hafi létt mikið eftir fund sem hann átti með forráðamönnum Chelsea um helgina, þar sem endanlega var staðfest að hann væri ekki á förum annað eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum undanfarnar vikur.

Eggert borgar undir 6000 stuðningsmenn

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Eggert Magnússon stjórnarformaður ætli að greiða fyrir 6000 stuðningsmenn West Ham á útileikinn mikilvæga gegn Wigan í fallslagnum á laugardaginn. Sagt er að West Ham hafi farið fram á að fá fleiri miða en venjulega á leikinn og að 34 rútur muni ferja stuðningsmenn á leikinn.

Hoddle tippar á Milan og Liverpool í úrslitum

Glenn Hoddle, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist tippa á að það verði Liverpool og AC Milan sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu í vor og endurtaki þar með leikinn frá í Istanbul árið 2005.

Heiðar lék á 72 höggum í dag

Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, hefur nú lokið leik á fyrsta hring á Wellness mótinu, sem er hluti af dönsku mótaröðinni, sem fram fer í Römö vellinum. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum, eða pari vallar. Hann lék nokkuð stöðugt og gott golf - fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör og 3 skolla. Heiðar hitti 7 brautir, 12 flatir og var með 30 pútt.

Sörenstam fallin úr efsta sæti heimslistans

Það þykja stór tíðindi að Annika Sörenstam frá Svíþjóð er ekki lengur í efsta sæti heimslistans í kvennaflokki. Hún hefur verið í efsta sæti listans frá því hann var settur á laggirnar í febrúar 2006 og hefur undanfarin ári verið fremsta golfkona heims.

Sam Mitchell þjálfari ársins í NBA

Sam Mitchell hjá Toronto Raptors var í dag kjörinn þjálfari ársins í NBA deildinni. Mitchell þótti framan af vetri einn líklegasti þjálfarinn til að verða rekinn úr starfi eftir erfiða byrjun liðsins, en síðari hluti leiktíðar var frábær hjá liðinu sem tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Mourinho sagður hafa falið sig í þvottakörfu

Tvö bresk blöð halda því fram í dag að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hafi notað mjög óhefðbundnar aðferðir til að koma skilaboðum til sinna manna þegar hann var í leikbanni í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum. Hann fékk þá tveggja leikja bann fyrir framkomu sína á leik gegn Barcelona.

90 milljón punda tilboð í City

Hópur breskra fjárfesta hefur lagt fram 90 milljón punda yfirtökutilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City. Sky sjónvarpsstöðin greinir frá þessu í dag, en tilkynning þess efnis barst kauphöllinni í dag. Forráðamenn City fara mjög varlega í yfirlýsingum vegna þessa og segja tilboðið verða skoðað í rólegheitunum - ekkert segi að tilboðinu verði endilega tekið.

Verðlaunaþrenna hjá Cristiano Ronaldo

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United bætti í dag við verðlaunasafnið sitt á leiktíðinni þegar hann var einróma kjörinn leikmaður ársins hjá samtökum stuðningsmanna í dag. Hann varð á dögunum fyrsti maðurinn í 30 ár til að vera kjörinn bæði besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.

Hinrich sektaður um 25 þúsund dollara

Leikstjórnandinn Kirk Hinrich hjá Chicago Bulls var í gærkvöld sektaður um 25,000 dollara eða 1,6 milljónir króna, fyrir að kasta munnstykki sínu upp í áhorfendastæði í fyrsta leik Chicago og Miami í úrslitakeppni NBA í fyrrakvöld. Hinrich átti afleitan leik og var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu. Liðin mætast öðru sinni í kvöld, en Chicago vann fyrsta leikinn á heimavelli sínum.

Barbosa besti varamaðurinn í NBA

Brasilíumaðurinn sprettharði Leandro Barbosa hjá Phoenix var í gær kjörinn varamaður ársins í NBA deildinni. Barbosa tók stórstígum framförum á tímabilinu og var lykilmaður í sigursælu liði Phoenix. Hann undirstrikaði mikilvægi sitt í fyrsta leik Phoenix og LA Lakers í fyrrakvöld þegar hann var stigahæsti maður liðsins í góðum sigri.

Benitez neitar orðrómi um Torres

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir ekkert til í þeim sögusögnum að félagið sé í viðræðum við Atletico Madrid um kaup á framherjanum Fernando Torres. Þessar sögusagnir gengu fjöllunum hærra í gær eftir slagorðið "You never walk alone" sást prentað á fyrirliðabandið hans hjá Atletico. Þetta er nafnið á þemalagi Liverpool-liðsins.

27. dauðsfallið í Lundúnamaraþoninu

Fjölskylda mannsins sem lést eftir að hafa keppt í Lundúnamaraþoninu á sunnudaginn hefur farið þess á leit við mótshaldara og fjölmiðla að hugsanleg dánarorsök hans verði ekki rædd opinberlega. Maðurinn sem var Breti hné niður eftir að hann kom í mark en hann hljóp heilt maraþon. Hann lést svo í gærmorgun en þetta er níunda dauðsfallið í 27 ára sögu marþonhlaupsins.

Dida klár í slaginn með Milan

Markvörðurinn Dida er leikfær og er í leikmannahópi AC Milan sem mætir meiðslum hrjáðu liði Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Ferguson: Við óttumst ekki AC Milan

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir sína menn ekki óttast ítalska liðið AC Milan fyrir fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikið verður á Old Trafford og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Maldini hrósar Manchester United

Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, hrósar liði Manchester United fyrir slag liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segir liðið vera mun sterkara nú en það var fyrir tveimur árum, en segir sína menn tilbúna í slaginn.

Manchester City neitaði beiðni granna sinna

Viðureignir grannliðanna City og United í Manchester eru jafnan hörkurimmur og nú er ljóst að viðureign þeirra þann 5. maí verður líklega sérstaklega hörð, því forráðamenn City neituðu grönnum sínum í dag um frestun á leiknum þann 5. maí vegna þáttöku United í Meistaradeildinni.

Dudek líður eins og þræl í herbúðum Liverpool

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki hafa áhyggjur af ummælum markvarðarins Jerzy Dudek í viðtali við dagblaðið The Sun, þar sem hann sagði sér líða eins og þræl í herbúðum liðsins og því vildi hann fara frá félaginu í sumar.

Essien handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur

Miðjumaðurinn Michael Essien var handtekinn í gærkvöldi vegna gruns um ölvunarakstur. Honum var sleppt gegn tryggingu eftir yfirheyrslu en hann á yfir höfði sér frekari rannsókn vegna málsins. Breska sjónvarpið greindir frá þessu í morgun. Essien er í banni þegar Chelsea mætir Liverpool í Meistaradeild Evrópu.

Detroit og Houston í góðum málum

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Detroit kom sér í 2-0 gegn Orlando með nokkuð auðveldum 98-90 sigri á heimavelli og Houston komst sömuleiðis í 2-0 gegn Utah með 98-90 sigri í leik tvö.

Strijbos og Cairoli menn helgarinar

Mjög þurr og krefjandi braut beið keppenda í MXGP í Portúgal, og 18 þús áhorfendur fengu skemmtilega keppni fyrir aðgangseyrinn.

Rooney jafnar fyrir United

Staðan í leik Manchester United og AC Milan er orðin jöfn 2-2. Það var Wayne Rooney sem jafnaði leikinn fyrir United eftir klukkutíma leik og heimamenn allir að lifna við eftir kjaftshöggið sem þeir fengu í fyrri hálfleik.

Milan leiðir í hálfleik á Old Trafford

AC Milan hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn Manchester United í fyrri leik liðanna á Old Trafford í Manchester. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og komust í 1-0 eftir fimm mínútur þegar markvörðurinn Dida sló boltann í eigið net. Það var svo Brasilíumaðurinn Kaka sem stal senunni fyrir gestina og kom liði sínu í 2-1 með mörkum á 22. og 37. mínútu.

Kaka kemur Milan yfir á Old Trafford

AC Milan hefur náð 2-1 forystu gegn Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Brasilíumaðurinn Kaka sem var aftur á ferðinni fyrir ítalska liðið og skoraði á 37. mínútu. Heimamenn eru því komnir í vond mál í einvíginu.

Kaka jafnar

Snillingurinn Kaka hjá AC Milan er búinn að jafna fyrir AC Milan gegn Manchester United á Old Trafford. Markið kom á 22. mínútu eftir fallega spilamennsku hjá Milan-liðinu þar sem Kaka fékk góða sendingu inn fyrir vörnina og lagði boltann í hornið.

United komið yfir

Það tók Manchester United aðeins 5 mínútur að ná forystu gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Cristiano Ronaldo átti fínan skalla að marki ítalska liðsins, en markvörðurinn Dida gerði mistök og kýldi boltann í eigið net.

Byrjunarliðin klár hjá United og Milan

Fyrri leikur Manchester United og AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Sýn. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og þau má sjá hér fyrir neðan. Guðni Bergsson og Heimir Karlsson eru nú að hita upp fyrir leikinn í beinni á Sýn.

Götuhjólastuntari sýnir listir sínar á morgun

Á morgun miðvikudag verður Aaron Colton 15 ára götuhjólastöntari með sýningu á planinu hjá Nítró/N1 kl. 18:30 - 21:00. Þrátt fyrir ungan aldur er Aaron talinn verða næsti heimsmeistari í þessari rosalegu íþrótt. Þetta er sýning sem fólk sér ekki á hverjum degi og hvetjum við þessvegna sem flesta að mæta.

Maldini verður ekki settur til höfuðs Ronaldo

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, hefur ekki í hyggju að breyta leikskipulagi sínu út af vananum til að halda sem mest aftur af Cristiano Ronaldo, leikmanni Manchester United, í fyrri viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á morgun. Orðrómur hafði verið um að fyrirliðinn Paulo Maldini yrði settur í vinstri bakvörðinn til höfuðs Ronaldo, en Ancelotti segir svo ekki vera.

Eric Abidal má fara frá Lyon

Franski landsliðsbakvörðurinn Eric Abidal hjá Lyon hefur fengið grænt ljós frá Jean-Michel Aulas, stjórnarformanni félagsins, um að leita sér að nýjum liði utan Frakklands. Abidal þykir gríðarlega öflugur vinstri bakvörður og er líklegur til að vekja áhuga margra af helstu stórliðum Evrópu.

Ferguson skipar Ronaldo að hvíla sig

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo, nýkjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, verði að slaka á æfingum sínum, ella eigi hann á hættu að verða útbrunninn á lokaspretti tímabilsins. Ferguson segist reglulega þurfa að draga Ronaldo af æfingasvæði liðsins.

Keppinautarnir ánægðir með tap Barcelona

Forráðamenn Real Madrid og Sevilla, helstu keppinauta Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn í fótbolta, hafa lýst yfir ánægju sinni með tap liðsins fyrir Villareal í gær. Frank Rijkaard, stjóri Barca, var mjög óánægður með frammistöðu leikmanna sinna fyrir framan markið í gær.

Berbatov gagnrýnir varnarmenn Tottenham

Búlgverjinn Dimitar Berbatov, sóknarmaður Tottenham, segir að varnarmenn liðsins þurfi heldur betur að hysja upp um sig brækurnar í síðustu leikjum tímabilsins, ætli liðið sér að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Berbatov segir varnarleik Tottenham gegn Arsenal á laugardag hafa verið hrikalegan.

David James er sá besti að mati Redknapp

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segir að markvörður sinn David James, sé “sá besti í bransanum”, en þannig orðaði hann það eftir að hafa horft upp á magnaða frammistöðu James gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni í gær. James setti nýtt úrvalsdeildarmet í leiknum í gær með því að halda hreinu í 142. sinn á ferlinum.

Zamora: Þetta ræðst í lokaumferðinni

Framherji West Ham, Bobby Zamora, segir að sjálfstraustið í herbúðum liðsins sé í góðu lagi í augnablikinu og er hann vongóður um að Íslendingaliðið nái að halda sæti sínu í deildinni. Zamora segist sannfærður um að það ráðist ekki fyrr en í lokaumferðinni hvaða lið þurfi að bíta í það súra epli að falla niður í 1. deild.

Nakamura bestur í Skotlandi

Shunsuke Nakamura, leikmaður meistaranna í Celtic, hefur verið valinn besti leikmaður skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nakamura spilaði lykilrullu á miðju Celtic í vetur og skoraði alls 10 mörk, mörg þeirra beint úr aukaspyrnu.

Wenger: Skapið í Lehmann er vandamál

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að skapofsi markvarðarins Jens Lehmann sé vandamál. Lehmann fékk sitt áttunda gula spjald á tímabilinu í gær þegar hann lenti í ryskingum við Dimitar Berbatov, leikmann Tottenham.

Sjá næstu 50 fréttir