Fleiri fréttir Höfum ekki unnið neitt enn Snorri Steinn Guðjónsson var með báða fætur á jörðinni eftir sigurinn á Túnisum í kvöld og sagði liðið ekki hafa unnið neitt enn. Guðjón Valur Sigurðsson sagði liðsheildina hafa verið lykilinn að sigri. 24.1.2007 18:59 Spánverjar með öll spil á hendi Spánverjar lögðu Rússa í milliriðli 2 á HM rétt í þessu með fjórum mörkum eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum í leiknum. Spánverjar eru með öll spil á hendi í riðlinum með fullt hús stiga sem og Ungverjar sem lögðu Tékka fyrr í dag. Í kvöld mætast svo Danir og Króatar. 24.1.2007 18:41 Þjóðverjar lögðu Slóvena Þjóðverjar sigruðu Slóvena með 35 mörkum gegn 29 í milliriðli 1 á HM í handbolta rétt í þessu. Þjóðverjar vinna sér þar með inn sín fyrstu stig í riðlinum og fara upp að hlið Slóvena og Pólverja. 24.1.2007 18:20 Frábær endurkoma hjá íslenska landsliðinu Íslenska landsliðið vann í kvöld frábæran 36-30 sigur á Túnisum í milliriðli HM í Dortmund eftir að hafa lent fimm mörkum undir í fyrri hálfleik. Túnisar höfðu yfir 19-16 í hálfleik en íslenska liðið náði að komast inn í leikinn á ný með gríðarlegri baráttu. Lokakaflinn var svo eign íslenska liðsins þar sem vörn og markvarsla komu í bland við góð tilþrif í sókninni. 24.1.2007 17:50 Man City á eftir Mido Breska sjónvarpið greinir frá því nú síðdegis að enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City sé að íhuga að bjóða í framherjann Mido hjá Tottenham. Mido er ekki í náðinni hjá Martin Jol knattspyrnustjóra og hefur óstöðugt form hans og vandræði utan vallar orðið til þessa að hann er væntanlega á leið frá félaginu. Mido hefur einnig verið orðaður við félög á Spáni, en verðmiðinn sem settur hefur verið á hann hefur fælt hugsanlega kaupendur frá. 24.1.2007 17:14 Ballack hefði átt að fara til United Frans "Keisari" Beckhenbauer, forseti Bayern Munchen, hefur aldrei setið á skoðunum sínum og í dag sagði hann að Michael Ballack hefði aldrei átt að fara til Chelsea heldur hefði verið nær fyrir hann að ganga í raðir Manchester United. 24.1.2007 16:22 Fyrsti sigur Grænlendinga á HM Grænlendingar unnu í dag sinn fyrsta leik á HM þegar þeir lögðu Ástrala 34-25 í Kings Cup í dag. Ástralar náðu líka sögulegum áfanga þegar þeir höfðu í fyrsta sinn forystu í leik á mótinu. Grænlendingar höfðu yfir 16-12 í hálfleik og var hinn 18 ára gamli Angultimmarik Kreutzmann markahæstur þeirra með 15 mörk en Darryl McCormack skoraði 11 mörk fyrir Ástrala. 24.1.2007 16:13 Dominikovic klár í slaginn Króatíski landsliðsmaðurinn Davor Dominikovic sem féll á lyfjaprófi fyrir nokkru og var settur út úr hópnum, mun koma aftur inn í landsliðið á morgun eftir að bæði A og B sýni hans voru dæmd neikvæð í dag. Þetta eru góð tíðindi fyrir heimsmeistaraefni Króata. 24.1.2007 15:39 Arnór Atlason í hópinn gegn Túnis Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur tekið Arnór Atlason aftur inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Túnis klukkan 16:30 í dag. Arnór kemur inn í stað Ragnars Óskarssonar og þá verður Roland Eradze í markinu í stað Hreiðars Guðmundssonar. Logi Geirsson er í hópnum þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla í leiknum við Frakka. 24.1.2007 15:19 Terry framlengir ef Mourinho verður áfram Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti í gærkvöld að verið væri að leggja lokahönd á nýjan samning handa fyrirliðanum John Terry. Nýr samningur hans er talinn verða einhver sá stærsti í sögu úrvalsdeildarinnar, en því er haldið fram að Terry vilji aðeins framlengja ef hann fái tryggingu fyrir því að Jose Mourinho verði áfram knattspyrnustjóri Chelsea. 24.1.2007 15:15 Rocky veitti leikmönnum Watford innblástur Adrian Boothroyd, stjóri Watford í ensku úrvalsdeildinni, segir að það hafi verið nýja myndin um Rocky sem veitti leikmönnum sínum innblástur í gærkvöld þegar liðið vann afar sjaldgæfan og mikilvægan sigur. Boothroyd segist vonast til að lið Watford nái að setja á svið endurkomu á borð við þá sem hnefaleikahetjan Rocky hefur nú boðið áhorfendum á hvíta tjaldinu upp á í þrjá áratugi. 24.1.2007 14:28 Del Piero afþakkaði að fara til Man Utd í sumar Framherjinn Alessandro Del Piero hjá Juventus sagði í viðtali við breska blaðið The Sun í dag að honum hefði boðist að ganga í raðir Manchester United í sumar. "United hafði samband við mig og ég hefði geta farið til Englands, en ég ákvað að vera áfram í Torinu. Ég var upp með mér yfir áhuga United, en ég hef verið 13 ár í Tórínó og hér vil ég ljúka ferlinum, "sagði Del Piero og sagðist búast ivð því að Sir Alex Ferguson myndi skilja ákvörðun sína. 24.1.2007 14:22 Upphitun fyrir Ísland - Túnis í dag Íslendingar mæta Túnisum í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á HM í handbolta klukkan 16:30 í dag. Túnisar hafa á að skipa liði sem hefur getu og burði til að fara langt á þessu heimsmeistaramóti, líkt og þeir sýndu þegar þeir lentu í fjórða sæti á heimavelli á HM fyrir tveimur árum. Eins eru Túnisar margfaldir Afríkumeistarar og á undanförnum árum hafa einungis Egyptar getað velgt þeim eitthvað undir uggum í Afríku. 24.1.2007 14:01 Alfreð vorkennir næstu andstæðingum Frakka Alfreð Gíslason hefur fulla trú á að Frakkar séu enn eitt sigurstranglegasta liðið á HM í handbolta, þrátt fyrir stórtap gegn Íslendingum í fyrrakvöld. Hann er jafnframt með skilaboð til næstu andstæðinga franska liðsins. 24.1.2007 13:54 Onesta kennir lélegum undirbúningi um tapið fyrir Íslendingum Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handbolta, segir að undirbúningur liðsins fyrir leikinn gegn Íslendingum hafi verið ástæða tapsins stóra. Nikola Karabatic sagði áhorfendur líka hafa spilað stóran þátt í sigri íslenska liðsins. 24.1.2007 13:46 Baros var nálægt því að ganga í raðir Chelsea Tékkneski framherjinn Milan Baros hefur viðurkennt að hann hafi verið hársbreidd frá því að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea á dögunum, en ekkert hafi orðið af viðskiptunum eftir að Shaun Wright-Phillips vildi ekki fara til Aston Villa í skiptum félaganna. 24.1.2007 13:42 Barcelona hefur boðið í Rossi Umboðsmaður framherjans Giuseppe Rossi hjá Manchester United segir að Barcelona hafi fyrir nokkru gert 4,1 milljón punda tilboð í leikmanninn. Rossi er nú sem lánsmaður hjá gamla liðinu sínu Parma á Ítalíu og fór á kostum þar í sínum fyrsta leik um helgina. 24.1.2007 12:58 Simon Davies til Fulham Kantmaðurinn Simon Davies hefur gengið í raðir Fulham frá Everton fyrir óuppgefna upphæð, en Davies hefur ekki átt sæti í liði Everton undanfarið. Hann er 27 ára landsliðsmaður Wales og sló í gegn hjá Tottenham á sínum tíma. 24.1.2007 12:51 Martin Jol ögrar liði sínu Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur nú sent leikmönnum sínum skýr skilaboð í fjölmiðlum fyrir leikina gegn erkifjendunum í Arsenal í enska deildarbikarnum. Fyrri leikur liðanna verður sýndur beint á Sýn í kvöld. 24.1.2007 12:41 Gonzalez burstaði Nadal Chile-maðurinn Fernando Gonzalez kom heldur betur á óvart í morgun þegar hann vann öruggan og glæsilegan sigur á Spánverjanum Rafael Nadal í 8-manna úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis 6-2, 6-4 og 6-3. Gonzales mætir Þjóðverjanum Tommy Haas í undanúrslitum. Þá er Kim Clijsters komin í undanúrslit í kvennaflokki eftir sigur á Martinu Hingis. 24.1.2007 12:35 Savage fótbrotinn Blackburn varð fyrir miklu áfalli í gær þegar miðjumaðurinn Robbie Savage þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik í tapinu gegn Watford og í ljós kom að hann er fótbrotinn. Líklegt þykir að hann muni því ekki koma meira við sögu á leiktíðinni. 24.1.2007 12:29 Phoenix burstaði Washington Sigurganga Phoenix Suns heldur áfram í NBA deildinni og í dag burstaði liðið Washington á útivelli 127-105 og vann sinn 14. leik í röð. Dallas virðist einnig ósigrandi þessa dagana og skellti Orlando nokkuð auðveldlega á útivelli 111-95. 24.1.2007 12:10 Ísland komið yfir Íslenska liðið er búið að ná yfirhöndinni í leiknum gegn Túnis og er komið í 29-26 þegar rúmar 10 mínútur eru eftir af leiknum með gríðarlegri baráttu. 24.1.2007 17:37 Ísland undir í hálfleik Íslenska landsliðið hefur átt á brattann að sækja í fyrri hálfleik gegn sterku liði Túnisa í leik liðanna í milliriðlinum á HM, en Túnis hefur yfir 19-16 í hálfleik. Varnarleikur íslenska liðsins hefur ekki átt svör við skyttum Túnisa með sleggjuna Hmam í fararbroddi. Snorri Steinn er markahæstur með 5 mörk og þeir Ólafur Stefánsson og Logi Geirs hafa skorað 3 hvor. 24.1.2007 17:05 Casey rekinn frá Minnesota Dwane Casey, þjálfari Minnesota Timberwolves í NBA deildinni, var látinn taka pokann sinn hjá liðinu í kvöld. Liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð, en hefur engu að síður unnið helming leikja sinna í vetur. Casey tók við Minnesota sumarið 2005, en það verður aðstoðarþjálfarinn Randy Wittman tekur við starfi hans. 23.1.2007 22:26 Þriðji sigur Watford í deildinni Watford unnu sér inn geysimikilvæg stig í botnbaráttunni á Englandi með 2-1 sigri á Blackburn á heimavelli í kvöld. Brett Emerton varð fyrir því óláni að skora í eigið mark þegar Watford komust yfir snemma leiks en Suður-Afríkumaðurinn Benny McCarthy jafnaði fyrir Blackburn fyrir hálfleik. Varnarmaðurinn Jay Demerit tryggði hinsvegar Watford sigurinn mikilvæga um miðjan síðari hálfleikinn. Þetta er einungis þriðji sigur Watford í deildinni og sitja þeir áfram á botninum eftir leikinn. 23.1.2007 22:07 Chelsea í úrslit deildarbikarsins Chelsea sigruðu Wycombe næsta örugglega í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld 4-0. Andriy Shevchenko skoraði fyrstu tvö mörk Englandsmeistaranna, en Frank Lampard innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. 23.1.2007 21:53 Spánverji á láni til West Ham West Ham gengu í kvöld frá lánssamningi við Kepa Blanco, spænskan framherja sem er á mála hjá Sevilla á Spáni. Blanco verður hjá Hömrunum það sem eftir er tímabils og eiga þeir þá kost á að tryggja sér þjónustu hans til frambúðar. 23.1.2007 21:22 Ashley Young til Aston Villa Aston Villa gengu í kvöld frá kaupunum á U-21 landsliðsmanninum Ashley Young frá Watford á 9.65 milljónir punda sem er metupphæð hjá félaginu. 23.1.2007 20:44 Stefan Everts þjálfar KTM á spáni Stefan Everts sem hefur lagt krossskóna á hilluna og þjálfar nú Redbull / KTM liðið á spáni. Everts sem er hefur orðið tíu sinnum Evrópumeistari í motocross hefur tekið við sem liðstjóri Redbull / KTM og þjálfar liðið nú stíft í motocross skóla Everts norður af Valencia. 23.1.2007 20:05 Sagan ekki á bandi Tottenham Ef tekið er mið af sögunni á Tottenham ekki mikla möguleika á að vinna granna sína í Arsenal í undanúrslitum enska deildarbikarsins, en liðin mætast í fyrri leik sínum á White Hart Lane annað kvöld. Tottenham hefur ekki unnið sigur í 15 leikjum gegn grönnum sínum. 23.1.2007 18:30 Einvígi Davíðs og Golíats á Sýn í kvöld Síðari undanúrslitaleikur Chelsea og Wycombe í enska deildarbikarnum verður sýndur beint sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Öskubuskulið Wycombe náði 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli sínum og leitast við að gera hið ómögulega á Stamford Bridge í kvöld. 23.1.2007 16:15 Norðmenn afar óhressir með dómgæsluna Norsku landsliðsmennirnir voru mjög ósáttir við störf þýsku dómarana sem dæmdu leik þeirra við Dani í gær, en tap norska liðsins þýddi að liðið sat eftir og komst ekki í milliriðil á mótinu. 23.1.2007 15:37 Nistelrooy hættur að gefa kost á sér Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy gaf það út í gær að hann væri hættur að gefa kost á sér í hollenska landsliðið á meðan Marco Van Basten réði þar ríkjum. Nistelrooy á að baki 54 landsleiki en hefur ekki verið í liðinu síðan hann lenti í deilum við Van Basten í sumar, en Nistelrooy var ekki sáttur við að eiga ekki fast sæti í liði Hollendinga. 23.1.2007 15:30 Tapið fyrir Íslandi eins og köld sturta Franskir miðlar fara hörðum orðum um frammistöðu Frakka í landsleiknum gegn Íslendingum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær. Þar segir að fall Evrópumeistaranna hafi verið hátt enda tapaði liðið með átta mörkum fyrir Íslandi. Frakkarnir hafi einfaldlega verið of sigurvissir eftir stórsigra á Áströlum og Úkraínumönnum. 23.1.2007 15:23 Wenger hefur fulla trú á kjúklingunum Arsene Wenger ætlar ekki að breyta út af vananum annað kvöld þegar Arsenal sæki granna sína í Tottenham heim á White Hart Lane í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins, en þar mun Arsenal tefla fram svipuðu liði og burstaði Liverpool í keppninni á dögunum. 23.1.2007 14:08 Tilboði West Ham neitað 1. deildarlið Birmingham neitaði í dag nýju og endurbættu 6 milljón punda tilboði West Ham í varnarmanninn Matthew Upson. Steve Bruce knattspyrnustjóri er staðráðinn í að halda í Upson til loka leiktíðar, en Birmingham er í ágætri aðstöðu til að komast upp um deild í vor. 23.1.2007 14:03 Tyson lýsir yfir sakleysi sínu Hnefaleikarinn Mike Tyson lýsti yfir sakleysi sínu í gær þegar hann kom fyrir dómara í Arizona í Bandaríkjunum, en hann er ákærður fyrir fíkniefnavörslu og að hafa ekið undir áhrifum þann 29. desember sl. 23.1.2007 13:54 Tottenham kaupir Ricardo Rocha Tottenham gekk í dag frá kaupum á portúgalska landsliðsmanninum Ricardo Rocha frá Benfica. Rocha er 28 ára gamall miðvörður og fréttir herma að hann hafi kostað enska félagið um 4 milljónir punda. 23.1.2007 13:51 Milan kaupir Massimo Oddo frá Lazio AC Milan gekk í dag frá kaupum á ítalska landsliðsmanninum Massimo Oddo frá Lazio, sem fær miðjumanninn Pasquale Foggia í staðinn og 7,75 milljónir evra. Oddo er þrítugur og er uppalinn í yngri flokkum Milan, en hefur unnið sér inn landsliðssæti síðan hann gekk í raðir Lazio árið 2002. Oddo er hægri bakvörður og mun keppa um sæti í liði Milan við gamla brýnið Cafu. 23.1.2007 13:40 Snjóflóðanámskeið LÍV-Reykjavík og Motormax standa fyrir verklegu námskeiði í snjóflóðaleit nk. miðvikudagskvöld 24.jan í Bláfjöllum / Framskálanum. Farið verður yfir helstu atriði í noktkun snjóflóðaýla og snjóflóðastanga við leit í snjóflóði. Námskeiðið er öllum opið og er ókeypis. Munið að koma með snjóflóðaýlu, snjóflóðastöng og skóflu. Aukabúnaður verður til staðar á staðnum fyrir þá sem ekki eiga, en eru menn hvattir til að kaupa slíkan búnað. 23.1.2007 13:33 Íslendingar áberandi í helstu töfræðiþáttum á HM Ólafur Stefánsson hefur gefið flestar stoðsendingar allra leikmanna til þessa á HM ásamt Króatanum magnaða Ivano Balic en þeir eru báðir með 16 stoðsendingar. Logi Geirsson er í 12. sæti með 11 stoðsendingar. 23.1.2007 12:35 Reyna á heimleið Claudio Reyna, fyrirliði bandaríska landsliðsins, hefur verið leystur undan samningi sínum við Manchester City og er á leið til heimalandsins. Reyna hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið og hefur ekki náð að vinna sér sæti í liði City í vetur. Hann er 33 ára gamall og gekk í raðir City frá Sunderland í ágúst árið 2003 fyrir 2,5 milljónir punda. 23.1.2007 12:14 Federer í undanúrslitin Tenniskappinn Roger Federer tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins með því að vinna tilþrifalítinn en öruggan sigur á Spánverjanum Tommy Robredo 6-3, 7-6 (7-2) og 7-5. Þetta var ellefta stórmótið í röð sem Federer kemst í undanúrslit og hefur hann enn ekki tapað setti á opna ástralska. 23.1.2007 12:09 Kawasaki kemur með 450cc endurohjól Kawasaki hefur kynnt nýtt enduro hjól sem er væntanlegt til landsins í apríl 2007. Þetta hjól er nánast það sama og Kawasaki kxf450 nema þetta er enduro. Það er ekkert sparað í þessari hönnun og er hjólið glæsilegt í alla staði. Miklar líkur eru á því að hjólið muni fá götuskráningu en það mun skýrast innan tíðar. 23.1.2007 11:46 Sjá næstu 50 fréttir
Höfum ekki unnið neitt enn Snorri Steinn Guðjónsson var með báða fætur á jörðinni eftir sigurinn á Túnisum í kvöld og sagði liðið ekki hafa unnið neitt enn. Guðjón Valur Sigurðsson sagði liðsheildina hafa verið lykilinn að sigri. 24.1.2007 18:59
Spánverjar með öll spil á hendi Spánverjar lögðu Rússa í milliriðli 2 á HM rétt í þessu með fjórum mörkum eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum í leiknum. Spánverjar eru með öll spil á hendi í riðlinum með fullt hús stiga sem og Ungverjar sem lögðu Tékka fyrr í dag. Í kvöld mætast svo Danir og Króatar. 24.1.2007 18:41
Þjóðverjar lögðu Slóvena Þjóðverjar sigruðu Slóvena með 35 mörkum gegn 29 í milliriðli 1 á HM í handbolta rétt í þessu. Þjóðverjar vinna sér þar með inn sín fyrstu stig í riðlinum og fara upp að hlið Slóvena og Pólverja. 24.1.2007 18:20
Frábær endurkoma hjá íslenska landsliðinu Íslenska landsliðið vann í kvöld frábæran 36-30 sigur á Túnisum í milliriðli HM í Dortmund eftir að hafa lent fimm mörkum undir í fyrri hálfleik. Túnisar höfðu yfir 19-16 í hálfleik en íslenska liðið náði að komast inn í leikinn á ný með gríðarlegri baráttu. Lokakaflinn var svo eign íslenska liðsins þar sem vörn og markvarsla komu í bland við góð tilþrif í sókninni. 24.1.2007 17:50
Man City á eftir Mido Breska sjónvarpið greinir frá því nú síðdegis að enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City sé að íhuga að bjóða í framherjann Mido hjá Tottenham. Mido er ekki í náðinni hjá Martin Jol knattspyrnustjóra og hefur óstöðugt form hans og vandræði utan vallar orðið til þessa að hann er væntanlega á leið frá félaginu. Mido hefur einnig verið orðaður við félög á Spáni, en verðmiðinn sem settur hefur verið á hann hefur fælt hugsanlega kaupendur frá. 24.1.2007 17:14
Ballack hefði átt að fara til United Frans "Keisari" Beckhenbauer, forseti Bayern Munchen, hefur aldrei setið á skoðunum sínum og í dag sagði hann að Michael Ballack hefði aldrei átt að fara til Chelsea heldur hefði verið nær fyrir hann að ganga í raðir Manchester United. 24.1.2007 16:22
Fyrsti sigur Grænlendinga á HM Grænlendingar unnu í dag sinn fyrsta leik á HM þegar þeir lögðu Ástrala 34-25 í Kings Cup í dag. Ástralar náðu líka sögulegum áfanga þegar þeir höfðu í fyrsta sinn forystu í leik á mótinu. Grænlendingar höfðu yfir 16-12 í hálfleik og var hinn 18 ára gamli Angultimmarik Kreutzmann markahæstur þeirra með 15 mörk en Darryl McCormack skoraði 11 mörk fyrir Ástrala. 24.1.2007 16:13
Dominikovic klár í slaginn Króatíski landsliðsmaðurinn Davor Dominikovic sem féll á lyfjaprófi fyrir nokkru og var settur út úr hópnum, mun koma aftur inn í landsliðið á morgun eftir að bæði A og B sýni hans voru dæmd neikvæð í dag. Þetta eru góð tíðindi fyrir heimsmeistaraefni Króata. 24.1.2007 15:39
Arnór Atlason í hópinn gegn Túnis Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur tekið Arnór Atlason aftur inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Túnis klukkan 16:30 í dag. Arnór kemur inn í stað Ragnars Óskarssonar og þá verður Roland Eradze í markinu í stað Hreiðars Guðmundssonar. Logi Geirsson er í hópnum þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla í leiknum við Frakka. 24.1.2007 15:19
Terry framlengir ef Mourinho verður áfram Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti í gærkvöld að verið væri að leggja lokahönd á nýjan samning handa fyrirliðanum John Terry. Nýr samningur hans er talinn verða einhver sá stærsti í sögu úrvalsdeildarinnar, en því er haldið fram að Terry vilji aðeins framlengja ef hann fái tryggingu fyrir því að Jose Mourinho verði áfram knattspyrnustjóri Chelsea. 24.1.2007 15:15
Rocky veitti leikmönnum Watford innblástur Adrian Boothroyd, stjóri Watford í ensku úrvalsdeildinni, segir að það hafi verið nýja myndin um Rocky sem veitti leikmönnum sínum innblástur í gærkvöld þegar liðið vann afar sjaldgæfan og mikilvægan sigur. Boothroyd segist vonast til að lið Watford nái að setja á svið endurkomu á borð við þá sem hnefaleikahetjan Rocky hefur nú boðið áhorfendum á hvíta tjaldinu upp á í þrjá áratugi. 24.1.2007 14:28
Del Piero afþakkaði að fara til Man Utd í sumar Framherjinn Alessandro Del Piero hjá Juventus sagði í viðtali við breska blaðið The Sun í dag að honum hefði boðist að ganga í raðir Manchester United í sumar. "United hafði samband við mig og ég hefði geta farið til Englands, en ég ákvað að vera áfram í Torinu. Ég var upp með mér yfir áhuga United, en ég hef verið 13 ár í Tórínó og hér vil ég ljúka ferlinum, "sagði Del Piero og sagðist búast ivð því að Sir Alex Ferguson myndi skilja ákvörðun sína. 24.1.2007 14:22
Upphitun fyrir Ísland - Túnis í dag Íslendingar mæta Túnisum í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á HM í handbolta klukkan 16:30 í dag. Túnisar hafa á að skipa liði sem hefur getu og burði til að fara langt á þessu heimsmeistaramóti, líkt og þeir sýndu þegar þeir lentu í fjórða sæti á heimavelli á HM fyrir tveimur árum. Eins eru Túnisar margfaldir Afríkumeistarar og á undanförnum árum hafa einungis Egyptar getað velgt þeim eitthvað undir uggum í Afríku. 24.1.2007 14:01
Alfreð vorkennir næstu andstæðingum Frakka Alfreð Gíslason hefur fulla trú á að Frakkar séu enn eitt sigurstranglegasta liðið á HM í handbolta, þrátt fyrir stórtap gegn Íslendingum í fyrrakvöld. Hann er jafnframt með skilaboð til næstu andstæðinga franska liðsins. 24.1.2007 13:54
Onesta kennir lélegum undirbúningi um tapið fyrir Íslendingum Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handbolta, segir að undirbúningur liðsins fyrir leikinn gegn Íslendingum hafi verið ástæða tapsins stóra. Nikola Karabatic sagði áhorfendur líka hafa spilað stóran þátt í sigri íslenska liðsins. 24.1.2007 13:46
Baros var nálægt því að ganga í raðir Chelsea Tékkneski framherjinn Milan Baros hefur viðurkennt að hann hafi verið hársbreidd frá því að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea á dögunum, en ekkert hafi orðið af viðskiptunum eftir að Shaun Wright-Phillips vildi ekki fara til Aston Villa í skiptum félaganna. 24.1.2007 13:42
Barcelona hefur boðið í Rossi Umboðsmaður framherjans Giuseppe Rossi hjá Manchester United segir að Barcelona hafi fyrir nokkru gert 4,1 milljón punda tilboð í leikmanninn. Rossi er nú sem lánsmaður hjá gamla liðinu sínu Parma á Ítalíu og fór á kostum þar í sínum fyrsta leik um helgina. 24.1.2007 12:58
Simon Davies til Fulham Kantmaðurinn Simon Davies hefur gengið í raðir Fulham frá Everton fyrir óuppgefna upphæð, en Davies hefur ekki átt sæti í liði Everton undanfarið. Hann er 27 ára landsliðsmaður Wales og sló í gegn hjá Tottenham á sínum tíma. 24.1.2007 12:51
Martin Jol ögrar liði sínu Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur nú sent leikmönnum sínum skýr skilaboð í fjölmiðlum fyrir leikina gegn erkifjendunum í Arsenal í enska deildarbikarnum. Fyrri leikur liðanna verður sýndur beint á Sýn í kvöld. 24.1.2007 12:41
Gonzalez burstaði Nadal Chile-maðurinn Fernando Gonzalez kom heldur betur á óvart í morgun þegar hann vann öruggan og glæsilegan sigur á Spánverjanum Rafael Nadal í 8-manna úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis 6-2, 6-4 og 6-3. Gonzales mætir Þjóðverjanum Tommy Haas í undanúrslitum. Þá er Kim Clijsters komin í undanúrslit í kvennaflokki eftir sigur á Martinu Hingis. 24.1.2007 12:35
Savage fótbrotinn Blackburn varð fyrir miklu áfalli í gær þegar miðjumaðurinn Robbie Savage þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik í tapinu gegn Watford og í ljós kom að hann er fótbrotinn. Líklegt þykir að hann muni því ekki koma meira við sögu á leiktíðinni. 24.1.2007 12:29
Phoenix burstaði Washington Sigurganga Phoenix Suns heldur áfram í NBA deildinni og í dag burstaði liðið Washington á útivelli 127-105 og vann sinn 14. leik í röð. Dallas virðist einnig ósigrandi þessa dagana og skellti Orlando nokkuð auðveldlega á útivelli 111-95. 24.1.2007 12:10
Ísland komið yfir Íslenska liðið er búið að ná yfirhöndinni í leiknum gegn Túnis og er komið í 29-26 þegar rúmar 10 mínútur eru eftir af leiknum með gríðarlegri baráttu. 24.1.2007 17:37
Ísland undir í hálfleik Íslenska landsliðið hefur átt á brattann að sækja í fyrri hálfleik gegn sterku liði Túnisa í leik liðanna í milliriðlinum á HM, en Túnis hefur yfir 19-16 í hálfleik. Varnarleikur íslenska liðsins hefur ekki átt svör við skyttum Túnisa með sleggjuna Hmam í fararbroddi. Snorri Steinn er markahæstur með 5 mörk og þeir Ólafur Stefánsson og Logi Geirs hafa skorað 3 hvor. 24.1.2007 17:05
Casey rekinn frá Minnesota Dwane Casey, þjálfari Minnesota Timberwolves í NBA deildinni, var látinn taka pokann sinn hjá liðinu í kvöld. Liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð, en hefur engu að síður unnið helming leikja sinna í vetur. Casey tók við Minnesota sumarið 2005, en það verður aðstoðarþjálfarinn Randy Wittman tekur við starfi hans. 23.1.2007 22:26
Þriðji sigur Watford í deildinni Watford unnu sér inn geysimikilvæg stig í botnbaráttunni á Englandi með 2-1 sigri á Blackburn á heimavelli í kvöld. Brett Emerton varð fyrir því óláni að skora í eigið mark þegar Watford komust yfir snemma leiks en Suður-Afríkumaðurinn Benny McCarthy jafnaði fyrir Blackburn fyrir hálfleik. Varnarmaðurinn Jay Demerit tryggði hinsvegar Watford sigurinn mikilvæga um miðjan síðari hálfleikinn. Þetta er einungis þriðji sigur Watford í deildinni og sitja þeir áfram á botninum eftir leikinn. 23.1.2007 22:07
Chelsea í úrslit deildarbikarsins Chelsea sigruðu Wycombe næsta örugglega í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld 4-0. Andriy Shevchenko skoraði fyrstu tvö mörk Englandsmeistaranna, en Frank Lampard innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. 23.1.2007 21:53
Spánverji á láni til West Ham West Ham gengu í kvöld frá lánssamningi við Kepa Blanco, spænskan framherja sem er á mála hjá Sevilla á Spáni. Blanco verður hjá Hömrunum það sem eftir er tímabils og eiga þeir þá kost á að tryggja sér þjónustu hans til frambúðar. 23.1.2007 21:22
Ashley Young til Aston Villa Aston Villa gengu í kvöld frá kaupunum á U-21 landsliðsmanninum Ashley Young frá Watford á 9.65 milljónir punda sem er metupphæð hjá félaginu. 23.1.2007 20:44
Stefan Everts þjálfar KTM á spáni Stefan Everts sem hefur lagt krossskóna á hilluna og þjálfar nú Redbull / KTM liðið á spáni. Everts sem er hefur orðið tíu sinnum Evrópumeistari í motocross hefur tekið við sem liðstjóri Redbull / KTM og þjálfar liðið nú stíft í motocross skóla Everts norður af Valencia. 23.1.2007 20:05
Sagan ekki á bandi Tottenham Ef tekið er mið af sögunni á Tottenham ekki mikla möguleika á að vinna granna sína í Arsenal í undanúrslitum enska deildarbikarsins, en liðin mætast í fyrri leik sínum á White Hart Lane annað kvöld. Tottenham hefur ekki unnið sigur í 15 leikjum gegn grönnum sínum. 23.1.2007 18:30
Einvígi Davíðs og Golíats á Sýn í kvöld Síðari undanúrslitaleikur Chelsea og Wycombe í enska deildarbikarnum verður sýndur beint sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Öskubuskulið Wycombe náði 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli sínum og leitast við að gera hið ómögulega á Stamford Bridge í kvöld. 23.1.2007 16:15
Norðmenn afar óhressir með dómgæsluna Norsku landsliðsmennirnir voru mjög ósáttir við störf þýsku dómarana sem dæmdu leik þeirra við Dani í gær, en tap norska liðsins þýddi að liðið sat eftir og komst ekki í milliriðil á mótinu. 23.1.2007 15:37
Nistelrooy hættur að gefa kost á sér Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy gaf það út í gær að hann væri hættur að gefa kost á sér í hollenska landsliðið á meðan Marco Van Basten réði þar ríkjum. Nistelrooy á að baki 54 landsleiki en hefur ekki verið í liðinu síðan hann lenti í deilum við Van Basten í sumar, en Nistelrooy var ekki sáttur við að eiga ekki fast sæti í liði Hollendinga. 23.1.2007 15:30
Tapið fyrir Íslandi eins og köld sturta Franskir miðlar fara hörðum orðum um frammistöðu Frakka í landsleiknum gegn Íslendingum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær. Þar segir að fall Evrópumeistaranna hafi verið hátt enda tapaði liðið með átta mörkum fyrir Íslandi. Frakkarnir hafi einfaldlega verið of sigurvissir eftir stórsigra á Áströlum og Úkraínumönnum. 23.1.2007 15:23
Wenger hefur fulla trú á kjúklingunum Arsene Wenger ætlar ekki að breyta út af vananum annað kvöld þegar Arsenal sæki granna sína í Tottenham heim á White Hart Lane í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins, en þar mun Arsenal tefla fram svipuðu liði og burstaði Liverpool í keppninni á dögunum. 23.1.2007 14:08
Tilboði West Ham neitað 1. deildarlið Birmingham neitaði í dag nýju og endurbættu 6 milljón punda tilboði West Ham í varnarmanninn Matthew Upson. Steve Bruce knattspyrnustjóri er staðráðinn í að halda í Upson til loka leiktíðar, en Birmingham er í ágætri aðstöðu til að komast upp um deild í vor. 23.1.2007 14:03
Tyson lýsir yfir sakleysi sínu Hnefaleikarinn Mike Tyson lýsti yfir sakleysi sínu í gær þegar hann kom fyrir dómara í Arizona í Bandaríkjunum, en hann er ákærður fyrir fíkniefnavörslu og að hafa ekið undir áhrifum þann 29. desember sl. 23.1.2007 13:54
Tottenham kaupir Ricardo Rocha Tottenham gekk í dag frá kaupum á portúgalska landsliðsmanninum Ricardo Rocha frá Benfica. Rocha er 28 ára gamall miðvörður og fréttir herma að hann hafi kostað enska félagið um 4 milljónir punda. 23.1.2007 13:51
Milan kaupir Massimo Oddo frá Lazio AC Milan gekk í dag frá kaupum á ítalska landsliðsmanninum Massimo Oddo frá Lazio, sem fær miðjumanninn Pasquale Foggia í staðinn og 7,75 milljónir evra. Oddo er þrítugur og er uppalinn í yngri flokkum Milan, en hefur unnið sér inn landsliðssæti síðan hann gekk í raðir Lazio árið 2002. Oddo er hægri bakvörður og mun keppa um sæti í liði Milan við gamla brýnið Cafu. 23.1.2007 13:40
Snjóflóðanámskeið LÍV-Reykjavík og Motormax standa fyrir verklegu námskeiði í snjóflóðaleit nk. miðvikudagskvöld 24.jan í Bláfjöllum / Framskálanum. Farið verður yfir helstu atriði í noktkun snjóflóðaýla og snjóflóðastanga við leit í snjóflóði. Námskeiðið er öllum opið og er ókeypis. Munið að koma með snjóflóðaýlu, snjóflóðastöng og skóflu. Aukabúnaður verður til staðar á staðnum fyrir þá sem ekki eiga, en eru menn hvattir til að kaupa slíkan búnað. 23.1.2007 13:33
Íslendingar áberandi í helstu töfræðiþáttum á HM Ólafur Stefánsson hefur gefið flestar stoðsendingar allra leikmanna til þessa á HM ásamt Króatanum magnaða Ivano Balic en þeir eru báðir með 16 stoðsendingar. Logi Geirsson er í 12. sæti með 11 stoðsendingar. 23.1.2007 12:35
Reyna á heimleið Claudio Reyna, fyrirliði bandaríska landsliðsins, hefur verið leystur undan samningi sínum við Manchester City og er á leið til heimalandsins. Reyna hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið og hefur ekki náð að vinna sér sæti í liði City í vetur. Hann er 33 ára gamall og gekk í raðir City frá Sunderland í ágúst árið 2003 fyrir 2,5 milljónir punda. 23.1.2007 12:14
Federer í undanúrslitin Tenniskappinn Roger Federer tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins með því að vinna tilþrifalítinn en öruggan sigur á Spánverjanum Tommy Robredo 6-3, 7-6 (7-2) og 7-5. Þetta var ellefta stórmótið í röð sem Federer kemst í undanúrslit og hefur hann enn ekki tapað setti á opna ástralska. 23.1.2007 12:09
Kawasaki kemur með 450cc endurohjól Kawasaki hefur kynnt nýtt enduro hjól sem er væntanlegt til landsins í apríl 2007. Þetta hjól er nánast það sama og Kawasaki kxf450 nema þetta er enduro. Það er ekkert sparað í þessari hönnun og er hjólið glæsilegt í alla staði. Miklar líkur eru á því að hjólið muni fá götuskráningu en það mun skýrast innan tíðar. 23.1.2007 11:46