Fleiri fréttir

Höfum ekki unnið neitt enn

Snorri Steinn Guðjónsson var með báða fætur á jörðinni eftir sigurinn á Túnisum í kvöld og sagði liðið ekki hafa unnið neitt enn. Guðjón Valur Sigurðsson sagði liðsheildina hafa verið lykilinn að sigri.

Spánverjar með öll spil á hendi

Spánverjar lögðu Rússa í milliriðli 2 á HM rétt í þessu með fjórum mörkum eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum í leiknum. Spánverjar eru með öll spil á hendi í riðlinum með fullt hús stiga sem og Ungverjar sem lögðu Tékka fyrr í dag. Í kvöld mætast svo Danir og Króatar.

Þjóðverjar lögðu Slóvena

Þjóðverjar sigruðu Slóvena með 35 mörkum gegn 29 í milliriðli 1 á HM í handbolta rétt í þessu. Þjóðverjar vinna sér þar með inn sín fyrstu stig í riðlinum og fara upp að hlið Slóvena og Pólverja.

Frábær endurkoma hjá íslenska landsliðinu

Íslenska landsliðið vann í kvöld frábæran 36-30 sigur á Túnisum í milliriðli HM í Dortmund eftir að hafa lent fimm mörkum undir í fyrri hálfleik. Túnisar höfðu yfir 19-16 í hálfleik en íslenska liðið náði að komast inn í leikinn á ný með gríðarlegri baráttu. Lokakaflinn var svo eign íslenska liðsins þar sem vörn og markvarsla komu í bland við góð tilþrif í sókninni.

Man City á eftir Mido

Breska sjónvarpið greinir frá því nú síðdegis að enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City sé að íhuga að bjóða í framherjann Mido hjá Tottenham. Mido er ekki í náðinni hjá Martin Jol knattspyrnustjóra og hefur óstöðugt form hans og vandræði utan vallar orðið til þessa að hann er væntanlega á leið frá félaginu. Mido hefur einnig verið orðaður við félög á Spáni, en verðmiðinn sem settur hefur verið á hann hefur fælt hugsanlega kaupendur frá.

Ballack hefði átt að fara til United

Frans "Keisari" Beckhenbauer, forseti Bayern Munchen, hefur aldrei setið á skoðunum sínum og í dag sagði hann að Michael Ballack hefði aldrei átt að fara til Chelsea heldur hefði verið nær fyrir hann að ganga í raðir Manchester United.

Fyrsti sigur Grænlendinga á HM

Grænlendingar unnu í dag sinn fyrsta leik á HM þegar þeir lögðu Ástrala 34-25 í Kings Cup í dag. Ástralar náðu líka sögulegum áfanga þegar þeir höfðu í fyrsta sinn forystu í leik á mótinu. Grænlendingar höfðu yfir 16-12 í hálfleik og var hinn 18 ára gamli Angultimmarik Kreutzmann markahæstur þeirra með 15 mörk en Darryl McCormack skoraði 11 mörk fyrir Ástrala.

Dominikovic klár í slaginn

Króatíski landsliðsmaðurinn Davor Dominikovic sem féll á lyfjaprófi fyrir nokkru og var settur út úr hópnum, mun koma aftur inn í landsliðið á morgun eftir að bæði A og B sýni hans voru dæmd neikvæð í dag. Þetta eru góð tíðindi fyrir heimsmeistaraefni Króata.

Arnór Atlason í hópinn gegn Túnis

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur tekið Arnór Atlason aftur inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Túnis klukkan 16:30 í dag. Arnór kemur inn í stað Ragnars Óskarssonar og þá verður Roland Eradze í markinu í stað Hreiðars Guðmundssonar. Logi Geirsson er í hópnum þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla í leiknum við Frakka.

Terry framlengir ef Mourinho verður áfram

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti í gærkvöld að verið væri að leggja lokahönd á nýjan samning handa fyrirliðanum John Terry. Nýr samningur hans er talinn verða einhver sá stærsti í sögu úrvalsdeildarinnar, en því er haldið fram að Terry vilji aðeins framlengja ef hann fái tryggingu fyrir því að Jose Mourinho verði áfram knattspyrnustjóri Chelsea.

Rocky veitti leikmönnum Watford innblástur

Adrian Boothroyd, stjóri Watford í ensku úrvalsdeildinni, segir að það hafi verið nýja myndin um Rocky sem veitti leikmönnum sínum innblástur í gærkvöld þegar liðið vann afar sjaldgæfan og mikilvægan sigur. Boothroyd segist vonast til að lið Watford nái að setja á svið endurkomu á borð við þá sem hnefaleikahetjan Rocky hefur nú boðið áhorfendum á hvíta tjaldinu upp á í þrjá áratugi.

Del Piero afþakkaði að fara til Man Utd í sumar

Framherjinn Alessandro Del Piero hjá Juventus sagði í viðtali við breska blaðið The Sun í dag að honum hefði boðist að ganga í raðir Manchester United í sumar. "United hafði samband við mig og ég hefði geta farið til Englands, en ég ákvað að vera áfram í Torinu. Ég var upp með mér yfir áhuga United, en ég hef verið 13 ár í Tórínó og hér vil ég ljúka ferlinum, "sagði Del Piero og sagðist búast ivð því að Sir Alex Ferguson myndi skilja ákvörðun sína.

Upphitun fyrir Ísland - Túnis í dag

Íslendingar mæta Túnisum í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á HM í handbolta klukkan 16:30 í dag. Túnisar hafa á að skipa liði sem hefur getu og burði til að fara langt á þessu heimsmeistaramóti, líkt og þeir sýndu þegar þeir lentu í fjórða sæti á heimavelli á HM fyrir tveimur árum. Eins eru Túnisar margfaldir Afríkumeistarar og á undanförnum árum hafa einungis Egyptar getað velgt þeim eitthvað undir uggum í Afríku.

Alfreð vorkennir næstu andstæðingum Frakka

Alfreð Gíslason hefur fulla trú á að Frakkar séu enn eitt sigurstranglegasta liðið á HM í handbolta, þrátt fyrir stórtap gegn Íslendingum í fyrrakvöld. Hann er jafnframt með skilaboð til næstu andstæðinga franska liðsins.

Onesta kennir lélegum undirbúningi um tapið fyrir Íslendingum

Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handbolta, segir að undirbúningur liðsins fyrir leikinn gegn Íslendingum hafi verið ástæða tapsins stóra. Nikola Karabatic sagði áhorfendur líka hafa spilað stóran þátt í sigri íslenska liðsins.

Baros var nálægt því að ganga í raðir Chelsea

Tékkneski framherjinn Milan Baros hefur viðurkennt að hann hafi verið hársbreidd frá því að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea á dögunum, en ekkert hafi orðið af viðskiptunum eftir að Shaun Wright-Phillips vildi ekki fara til Aston Villa í skiptum félaganna.

Barcelona hefur boðið í Rossi

Umboðsmaður framherjans Giuseppe Rossi hjá Manchester United segir að Barcelona hafi fyrir nokkru gert 4,1 milljón punda tilboð í leikmanninn. Rossi er nú sem lánsmaður hjá gamla liðinu sínu Parma á Ítalíu og fór á kostum þar í sínum fyrsta leik um helgina.

Simon Davies til Fulham

Kantmaðurinn Simon Davies hefur gengið í raðir Fulham frá Everton fyrir óuppgefna upphæð, en Davies hefur ekki átt sæti í liði Everton undanfarið. Hann er 27 ára landsliðsmaður Wales og sló í gegn hjá Tottenham á sínum tíma.

Martin Jol ögrar liði sínu

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur nú sent leikmönnum sínum skýr skilaboð í fjölmiðlum fyrir leikina gegn erkifjendunum í Arsenal í enska deildarbikarnum. Fyrri leikur liðanna verður sýndur beint á Sýn í kvöld.

Gonzalez burstaði Nadal

Chile-maðurinn Fernando Gonzalez kom heldur betur á óvart í morgun þegar hann vann öruggan og glæsilegan sigur á Spánverjanum Rafael Nadal í 8-manna úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis 6-2, 6-4 og 6-3. Gonzales mætir Þjóðverjanum Tommy Haas í undanúrslitum. Þá er Kim Clijsters komin í undanúrslit í kvennaflokki eftir sigur á Martinu Hingis.

Savage fótbrotinn

Blackburn varð fyrir miklu áfalli í gær þegar miðjumaðurinn Robbie Savage þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik í tapinu gegn Watford og í ljós kom að hann er fótbrotinn. Líklegt þykir að hann muni því ekki koma meira við sögu á leiktíðinni.

Phoenix burstaði Washington

Sigurganga Phoenix Suns heldur áfram í NBA deildinni og í dag burstaði liðið Washington á útivelli 127-105 og vann sinn 14. leik í röð. Dallas virðist einnig ósigrandi þessa dagana og skellti Orlando nokkuð auðveldlega á útivelli 111-95.

Ísland komið yfir

Íslenska liðið er búið að ná yfirhöndinni í leiknum gegn Túnis og er komið í 29-26 þegar rúmar 10 mínútur eru eftir af leiknum með gríðarlegri baráttu.

Ísland undir í hálfleik

Íslenska landsliðið hefur átt á brattann að sækja í fyrri hálfleik gegn sterku liði Túnisa í leik liðanna í milliriðlinum á HM, en Túnis hefur yfir 19-16 í hálfleik. Varnarleikur íslenska liðsins hefur ekki átt svör við skyttum Túnisa með sleggjuna Hmam í fararbroddi. Snorri Steinn er markahæstur með 5 mörk og þeir Ólafur Stefánsson og Logi Geirs hafa skorað 3 hvor.

Casey rekinn frá Minnesota

Dwane Casey, þjálfari Minnesota Timberwolves í NBA deildinni, var látinn taka pokann sinn hjá liðinu í kvöld. Liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð, en hefur engu að síður unnið helming leikja sinna í vetur. Casey tók við Minnesota sumarið 2005, en það verður aðstoðarþjálfarinn Randy Wittman tekur við starfi hans.

Þriðji sigur Watford í deildinni

Watford unnu sér inn geysimikilvæg stig í botnbaráttunni á Englandi með 2-1 sigri á Blackburn á heimavelli í kvöld. Brett Emerton varð fyrir því óláni að skora í eigið mark þegar Watford komust yfir snemma leiks en Suður-Afríkumaðurinn Benny McCarthy jafnaði fyrir Blackburn fyrir hálfleik. Varnarmaðurinn Jay Demerit tryggði hinsvegar Watford sigurinn mikilvæga um miðjan síðari hálfleikinn. Þetta er einungis þriðji sigur Watford í deildinni og sitja þeir áfram á botninum eftir leikinn.

Chelsea í úrslit deildarbikarsins

Chelsea sigruðu Wycombe næsta örugglega í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld 4-0. Andriy Shevchenko skoraði fyrstu tvö mörk Englandsmeistaranna, en Frank Lampard innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Spánverji á láni til West Ham

West Ham gengu í kvöld frá lánssamningi við Kepa Blanco, spænskan framherja sem er á mála hjá Sevilla á Spáni. Blanco verður hjá Hömrunum það sem eftir er tímabils og eiga þeir þá kost á að tryggja sér þjónustu hans til frambúðar.

Ashley Young til Aston Villa

Aston Villa gengu í kvöld frá kaupunum á U-21 landsliðsmanninum Ashley Young frá Watford á 9.65 milljónir punda sem er metupphæð hjá félaginu.

Stefan Everts þjálfar KTM á spáni

Stefan Everts sem hefur lagt krossskóna á hilluna og þjálfar nú Redbull / KTM liðið á spáni. Everts sem er hefur orðið tíu sinnum Evrópumeistari í motocross hefur tekið við sem liðstjóri Redbull / KTM og þjálfar liðið nú stíft í motocross skóla Everts norður af Valencia.

Sagan ekki á bandi Tottenham

Ef tekið er mið af sögunni á Tottenham ekki mikla möguleika á að vinna granna sína í Arsenal í undanúrslitum enska deildarbikarsins, en liðin mætast í fyrri leik sínum á White Hart Lane annað kvöld. Tottenham hefur ekki unnið sigur í 15 leikjum gegn grönnum sínum.

Einvígi Davíðs og Golíats á Sýn í kvöld

Síðari undanúrslitaleikur Chelsea og Wycombe í enska deildarbikarnum verður sýndur beint sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Öskubuskulið Wycombe náði 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli sínum og leitast við að gera hið ómögulega á Stamford Bridge í kvöld.

Norðmenn afar óhressir með dómgæsluna

Norsku landsliðsmennirnir voru mjög ósáttir við störf þýsku dómarana sem dæmdu leik þeirra við Dani í gær, en tap norska liðsins þýddi að liðið sat eftir og komst ekki í milliriðil á mótinu.

Nistelrooy hættur að gefa kost á sér

Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy gaf það út í gær að hann væri hættur að gefa kost á sér í hollenska landsliðið á meðan Marco Van Basten réði þar ríkjum. Nistelrooy á að baki 54 landsleiki en hefur ekki verið í liðinu síðan hann lenti í deilum við Van Basten í sumar, en Nistelrooy var ekki sáttur við að eiga ekki fast sæti í liði Hollendinga.

Tapið fyrir Íslandi eins og köld sturta

Franskir miðlar fara hörðum orðum um frammistöðu Frakka í landsleiknum gegn Íslendingum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær. Þar segir að fall Evrópumeistaranna hafi verið hátt enda tapaði liðið með átta mörkum fyrir Íslandi. Frakkarnir hafi einfaldlega verið of sigurvissir eftir stórsigra á Áströlum og Úkraínumönnum.

Wenger hefur fulla trú á kjúklingunum

Arsene Wenger ætlar ekki að breyta út af vananum annað kvöld þegar Arsenal sæki granna sína í Tottenham heim á White Hart Lane í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins, en þar mun Arsenal tefla fram svipuðu liði og burstaði Liverpool í keppninni á dögunum.

Tilboði West Ham neitað

1. deildarlið Birmingham neitaði í dag nýju og endurbættu 6 milljón punda tilboði West Ham í varnarmanninn Matthew Upson. Steve Bruce knattspyrnustjóri er staðráðinn í að halda í Upson til loka leiktíðar, en Birmingham er í ágætri aðstöðu til að komast upp um deild í vor.

Tyson lýsir yfir sakleysi sínu

Hnefaleikarinn Mike Tyson lýsti yfir sakleysi sínu í gær þegar hann kom fyrir dómara í Arizona í Bandaríkjunum, en hann er ákærður fyrir fíkniefnavörslu og að hafa ekið undir áhrifum þann 29. desember sl.

Tottenham kaupir Ricardo Rocha

Tottenham gekk í dag frá kaupum á portúgalska landsliðsmanninum Ricardo Rocha frá Benfica. Rocha er 28 ára gamall miðvörður og fréttir herma að hann hafi kostað enska félagið um 4 milljónir punda.

Milan kaupir Massimo Oddo frá Lazio

AC Milan gekk í dag frá kaupum á ítalska landsliðsmanninum Massimo Oddo frá Lazio, sem fær miðjumanninn Pasquale Foggia í staðinn og 7,75 milljónir evra. Oddo er þrítugur og er uppalinn í yngri flokkum Milan, en hefur unnið sér inn landsliðssæti síðan hann gekk í raðir Lazio árið 2002. Oddo er hægri bakvörður og mun keppa um sæti í liði Milan við gamla brýnið Cafu.

Snjóflóðanámskeið

LÍV-Reykjavík og Motormax standa fyrir verklegu námskeiði í snjóflóðaleit nk. miðvikudagskvöld 24.jan í Bláfjöllum / Framskálanum. Farið verður yfir helstu atriði í noktkun snjóflóðaýla og snjóflóðastanga við leit í snjóflóði. Námskeiðið er öllum opið og er ókeypis. Munið að koma með snjóflóðaýlu, snjóflóðastöng og skóflu. Aukabúnaður verður til staðar á staðnum fyrir þá sem ekki eiga, en eru menn hvattir til að kaupa slíkan búnað.

Íslendingar áberandi í helstu töfræðiþáttum á HM

Ólafur Stefánsson hefur gefið flestar stoðsendingar allra leikmanna til þessa á HM ásamt Króatanum magnaða Ivano Balic en þeir eru báðir með 16 stoðsendingar. Logi Geirsson er í 12. sæti með 11 stoðsendingar.

Reyna á heimleið

Claudio Reyna, fyrirliði bandaríska landsliðsins, hefur verið leystur undan samningi sínum við Manchester City og er á leið til heimalandsins. Reyna hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið og hefur ekki náð að vinna sér sæti í liði City í vetur. Hann er 33 ára gamall og gekk í raðir City frá Sunderland í ágúst árið 2003 fyrir 2,5 milljónir punda.

Federer í undanúrslitin

Tenniskappinn Roger Federer tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins með því að vinna tilþrifalítinn en öruggan sigur á Spánverjanum Tommy Robredo 6-3, 7-6 (7-2) og 7-5. Þetta var ellefta stórmótið í röð sem Federer kemst í undanúrslit og hefur hann enn ekki tapað setti á opna ástralska.

Kawasaki kemur með 450cc endurohjól

Kawasaki hefur kynnt nýtt enduro hjól sem er væntanlegt til landsins í apríl 2007. Þetta hjól er nánast það sama og Kawasaki kxf450 nema þetta er enduro. Það er ekkert sparað í þessari hönnun og er hjólið glæsilegt í alla staði. Miklar líkur eru á því að hjólið muni fá götuskráningu en það mun skýrast innan tíðar.

Sjá næstu 50 fréttir