Fleiri fréttir

Pétur Marteinsson í KR

Landsliðsmaðurinn Pétur Marteinsson sem leikið hefur með Hammarby í Svíþjóð síðustu ár hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og ætlar að ganga í raðir KR. Pétur mun einnig starfa með Akademíu KR þar sem hann mun vinna með ungum knattspyrnumönnum.

Matthías skrifaði undir þriggja ára samning við FH

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hefur Valsmaðurinn Matthías Guðmundsson nú skrifað undir þriggja ára samning um að leika með Íslandsmeisturum FH. Matthías skrifaði undir hjá FH í hádeginu.

Dregið í 32 liða úrslitin í dag

Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 32 liða úrslitum bikarkeppni Lýsingar í körfubolta í karlaflokki. Þrjár úrvalsdeildarviðureignir líta dagsins ljós strax í þessari umferð, þar sem UMFG mætir Snæfelli, KR mætir Haukum og þá eigast við ÍR og Njarðvík. Leikirnir fara fram dagana 24.-26. nóvember.

Arsenal - CSKA Moskva í beinni

Leikur Arsenal og CSKA Moskvu í meistaradeild Evrópu verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:30 og á sama tíma verður leikur FC Kaupmannahöfn og Manchester United sýndur á Sýn Extra.

Alonso kveður Renault

Heimsmeistarinn Fernando Alonso fór í kveðjutúr um verksmiðjur Renault á Englandi um helgina en hann gengur til liðs við McClaren fyrir næsta tímabil. Alonso kvaddi starfsmenn Renault með þökkum og óskaði þeim sigurs í öllum keppnum sem hann á annað borð sigraði ekki í sjálfur.

Tveir stórleikir í 16 liða úrslitunum

Í dag var dregið í 16 liða úrslit karla í ss bikarnum í karlaflokki og þar verða tveir stórleikir á dagskrá. Íslandsmeistarar Fram mæta Fylki og Haukar taka á móti Valsmönnum, en leikirnir verða spilaðir 15. nóvember.

Baunar áfram á Barcelona

Jose Mourinho hrósaði baráttuanda sinna manna í gærkvöld þegar lið Chelsea náði jöfnu gegn Barcelona í Meistaradeildinni, en hann gat ekki stillt sig um að bauna aðeins á Frank Rijkaard þjálfara.

Ræddi við Nígeríumenn

Breskir fjölmiðlar segja í dag að sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson hafi átt í viðræðum við Nígeríska knattspyrnusambandið þar sem honum hafi verið boðið að taka við landsliðinu. Eriksson var áður hjá enska landsliðinu en hætti þar eftir HM í sumar. Hann hefur verið orðaður við West Ham, Benfica, Newcastle, Inter og West Ham í fréttum undanfarið.

Bann Mijailovic stendur

Serbneski varnarmaðurinn Nikola Mijailovic hjá Wisla Krakow í Póllandi þarf að sitja af sér fimm leikja bannið sem hann var settur í af evrópska knattspyrnusambandinu á dögunum eftir að áfrýjun hans á banninu var hafnað í dag. Mijailovic beitti Benni McCarthy leikmann Blackburn kynþáttaníð í leik liðanna þann 19 október sl.

Staðfestir tilboð í Leicester City

Milan Mandaric, fyrrum eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, hefur staðfest að hann hafi gert kauptilboð í 1. deildarfélagið Leicester City. Mandaric náði á sínum tíma að rífa Portsmouth upp úr meðalmennsku og í efstu deild og ætlar sér nú að gera það sama við Leicester. Talið er að tilboð hans sé upp á um 25 milljónir punda.

Sölusýning í Hestheimum

Sölusýning verður haldin næstkomandi sunnudag 5. nóvember og hefst hún stundvíslega kl: 14.00. Sölusýningar í Hestheimum hafa fest sig í sessi hjá hestamönnum og áhugafólki í hestamennsku á þessum árstíma og hefur fjöldi fólks fundið þar sinn eðal gæðing.

Ræktunarbú ársins 2006

Á haustfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem haldin var í gær tilkynnti Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur hvaða ræktunarbú eru tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2006. Tilkynnt verður hvaða bú sigrar á uppskeruháthíð hestamanna sem haldin verður í næsta mánuði.

Hestamarkaður í Víðidal

Hestamarkaður og sölusýning verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 4. nóvember næstkomandi og hefst sýningin klukkan 13:00 en húsið opnar kl 12:00. Í anddyri reiðhallarinnar er búið að setja upp Markaðstorg þar sem söluaðilar kynna vörur fyrir hestamenn allt frá hóffjöðrum uppí traktora, allt sem snýst um hesta og hestamennsku verður á Markaðstorginu, en þar verður hægt að kaupa vörur á mjög góðu tilboðsverði.

Knapamerkjanámsefni komið út

Námsefni fyrir fyrstu 3 stig Knapamerkjanna er nú komið út. Höfundur námsefnisins er Helga Thoroddsen og útgefandi er Hólaskóli. Um er að ræða vandað námsefni og ríkulega myndskreytt. Námsefnið getur nýst breiðum aldurshópi og geta allir fengið efnið keypt hvort sem þeir hyggja á nám skv. Knapamerkjunum eða ekki.

Skaut úr riffli að hrossahópi í Flókadal

Tilkynnt hefur verið til lögreglu á Sauðárkróki um mann sem skaut að hrossahópi í Flókadal nú nýlega. Bóndi á bæ einum í dalnum var að sækja hross sín snemma síðastliðinn laugardagsmorgun, en þau höfðu komist yfir á nágrannajörð. Um 60 hross voru í hópnum og var ætlunin að reka þau heim í tún.

Nýji stjórnarformaðurinn hefur verið frábær

Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, segir að gott gengi liðsins á síðustu vikum megi að stóru leyti þakka þeim stuðning sem Peter Coates, stjórnarformaður félagsins, hefur sýnt honum. Coates tók sem kunnugt við af íslensku fjárfestunum fyrir tímabilið í ár og segir Pulis að starfsumhverfi félagsins hafi verið allt annað í vetur.

Lakers skellti Phoenix

Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Phoenix Suns í síðari leiknum á opnunarkvöldi deildarkeppninnar í nótt 114-106. Lakers var án Kobe Bryant í nótt en það kom ekki að sök þar sem Lamar Odom fór fyrir liðinu með 34 stigum og 13 fráköstum á hrekkjavökukvöldi.

Chicago kippti meisturunum niður á jörðina

Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66.

Öruggt hjá Liverpool

Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Bordaeux af velli á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og er Liverpool búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, rétt eins og PSV sem sigraði Galatasary, 2-0.

Gleði og sorg hjá Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Didier Drogba jafnaði leikinn í uppbótartíma.

Barcelona leiðir í hálfleik

Staðan á Nou Camp leikvanginum í Barcelona er 1-0 fyrir heimamönnum gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leik liðanna í Meistaradeildinni. Það var Portúgalinn Deco sem skoraði markið strax á 4. mínútu leiksins. Liverpool er yfir gegn Bordeaux á Anfield.

Stjórnarmaður segir af sér

Noel White, stjórnarmaður hjá Liverpool, hefur sagt af sér eftir að upp komst um þáttöku hans í orðrómi sem fór á kreik í síðustu viku um að Rafael Benitez væri valtur í sessi sem knattspyrnustjóri liðsins.

Eiður Smári í byrjunarliðinu

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Chelsea í Meistaradeild Evrópu eftir örfáar mínútur. Leikurinn hefst kl. 19:45 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Flestir vilja sjá Saviola taka sæti Eiðs

Ratomir Antic, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona, segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki að spila vel fyrir félagið og að flestir myndu frekar vilja sjá Javier Saviola í fremstu víglínu liðsins.

Aldrei lent í öðru eins

Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel.

Alveg bannað að svindla

Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti.

Ásthildur varð þriðja markahæst

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir varð þriðja markahæst í sænsku úrvalsdeildinni sem lauk í gær. Ásthildur skoraði 19 mörk en Lotta Schelin varð markahæst með 21 mark og hin brasilíska Marta varð næstmarkahæst með 20 mörk.

Króatar hrósuðu sigri

Króatar sigruðu í dag á heimsbikarmótinu í handbolta með því að leggja Túnisa að velli 33-31 í rafmögnuðum úrlslitaleik þar sem úrslitin réðust í vítakeppni eftir framlengingu. Ljubo Vukic skoraði 7 mörk fyrir Króata í dag en markamaskínan Wissem Hmam skoraði 13 mörk fyrir Túnisa.

Nemanja Sovic bestur í 3. umferð

Framherjinn Nemanja Sovic hjá Fjölni var í dag útnefndur leikmaður 3. umferðar í úrvalsdeild karla í körfubolta samkvæmt frammistöðuformúlu á tölfræðivef KKÍ. Sovic fékk 44 stig fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík á dögunum þar sem hann skoraði 35 stig, hirti 11 fráköst og hitti mjög vel úr skotum sínum í sigri Fjölnis.

Langþráður sigur West Ham

West Ham vann í dag mjög langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið skellti Blackburn 2-1 á heimavelli sínum Upton Park. Gamla brýnið Teddy Sheringham skoraði fyrra mark West Ham í fyrri hálfleik og Hayden Mullins bætti öðru við á 79. mínútu. Nokkuð fór um áhorfendur þegar David Bentley minnkaði muninn í uppbótartíma en West Ham náði að halda forskotinu þar til flautað var af.

Valsstúlkur á toppinn

Kvennalið Vals skellti sér á toppinn í DHL deild kvenna í dag með sigri á Akureyri 27-20 í Laugardalshöll. Markahæst í liði Vals var Hildigunnur Einarsdóttir með 10 mörk en Ester Óskarsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Akureyri. Valur er í toppsætinu með 11 stig en Stjarnan hefur 10 stig í öðru sætinu en á leik til góða.

Fimm leikir í kvöld

Fimm leikir eru á dagskrá í körfuboltanum hér heima í kvöld. Fjórir leikir eru hjá körlunum og einn í kvennaflokki þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti nýliðum Hamars/Selfoss. Sá leikur hefst klukkan 19:15 eins og raunar allir leikir kvöldsins.

Osasuna - Bilbao í beinni

Leikur Osasuna og Atletic Bilbao verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 í kvöld og strax að leiknum loknum verður á dagská viðureign Denver og Indianapolis í bandarísku NFL deildinni.

Singh sigraði óvænt

Indverjinn Milkha Singh sigraði óvænt á Volvo Masters mótinu í golfi sem lauk í dag og lauk keppni á tveimur höggum undir pari. Sigur Singh féll þó nokkuð í skuggann af æsispennandi baráttu um efsta sæti peningalistans á tímabilinu, en það tryggði Írinn Padraig Harrington sér í dag með góðum endaspretti. Hann hafnaði í öðru sæti Volvo mótsins ásamt þeim Sergio Garcia og Luke Donald.

A-lið Íslands sigraði

A-lið Íslands hafði í dag sigur á fyrsta alþjóðlega glímumótinu sem haldið var hér á landi í dag í tilfefni af 100 ára afmæli Glímusambands Íslands. Alls tóku 60 glímumenn þátt í mótinu, þar af 20 erlendir, en keppt var í nýju íþróttahúsi Ármanns í Laugardalnum.

Trevor Berbick myrtur

Fyrrum þungavigtarmeistarinn í hnefaleikum, Trevor Berbick, fannst látinn í Norwich á Jamaíku í gær. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins en Berbick var með ljóta höfuðáverka þegar hann fannst.

Inter lagði Milan í æsilegum leik

Inter Milano lagði granna sína í AC Milan 4-3 í æsilegu uppgjöri erkifjendanna í ítölsku A-deildinni í gær. Crespo, Stankovic og Ibrahimovic komu Inter í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en Seedorf minnkaði muninn fyrir Inter. Materazzi kom þá Inter í 4-1 og var rekinn af velli fyrir fagnaðarlæti sín og í kjölfarið minnkuðu þeir Gilardino og Kaka muninn fyrir AC.

Kaman og Howard gera nýja samninga

ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur greint frá því að miðherjinn Chris Kaman hjá LA Clippers og framherjinn Josh Howard hjá Dallas Mavericks séu nú búnir að framlengja samninga sína við lið sín í NBA deildinni.

Shevchenko og Drogba með Chelsea á Spáni

Framherjarnir Andriy Shevchenko og Didier Drogba fóru báðir með liði Chelsea til Spánar þar sem liðið sækir Evrópumeistara Barcelona heim í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld. Báðir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða.

Jóhann og Freyja hlutskörpust

Mikil spenna var í karlaflokki þegar nýjir Íslandsmeistarar voru krýndir á Íslandsmótinu í Ice Fitnes sem fram fór í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.

Loeb heimsmeistari þriðja árið í röð

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb tryggði sér um helgina þriðja heimsmeistaratitil sinn í ralli í röð án þess svo mikið að setjast undir stýri, þegar Finninn Marcus Grönholm kom fimmti í mark í Ástralíukappakstrinum.

Red Auerbach allur

Red Auerbach, forseti Boston Celtics í NBA deildinni og fyrrum þjálfari, lést á laugardaginn 89 ára að aldri. Auerbach er einn þekktasti og sigursælasti þjálfari í sögu körfuknattleiksins en undir hans stjórn vann lið Boston átta meistaratitla í röð og níu alls á sjötta og sjöunda áratugnum.

Eiður skoraði ekki en Barcelona vann

Eiður Smári var í byrjunarliði Börsunga en skoraði ekki þegar þeir sigruðu Recreativo 3-0 í Barcelona í kvöld. Ronaldinho, Eiður Smári og Giuly voru í framvarðarlínunni því Leo Messi var meiddur og lék því ekki með.

Besta frammistaða okkar í deildinni til þessa

Rafa Benitez sagði að frammistaða Liverpool í fyrri hálfleiknum í 3-1 sigri á Aston Villa í dag hefði verið besti leikkafli liðsins á leiktíðinni í úrvalsdeildinni. Liverpool gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum með þremur mörkum.

Gagnrýnir Steve McClaren

Sol Campbell, varmarnaður Portsmouth og fyrrum landsliðsmaður, segir að Steve McClaren hafi ekki staðið vel að því þegar hann tilkynnti sér að hann ætti ekki lengur sæti í landsliðinu.

Sjá næstu 50 fréttir