Fleiri fréttir Mannabreytingar hjá ÍA Ný rekstrarstjórn hefur tekið við ÍA en fráfarandi stjórn hefur óskað eftir því að vera leyst undan störfum. Félagið sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis nú fyrir skömmu. 26.9.2006 13:15 Liverpool býr sig undir átökin Það var létt yfir leikmönnum Liverpool á æfingu í morgun. Þeir eru að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Galatasaray í C-riðli Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á Anfield á morgun. Þessar myndir voru teknar af ljósmyndurum AP fréttastofunnar í morgun. 26.9.2006 12:15 Newcastle rekur Kevin Bond Kevin Bond, aðstoðarmaður Glen Roeder knattspyrnustjóra Newcastle, hefur verið leystur frá störfum. Brottreksturinn kemur í kjölfar ásakana sem fram komu í heimildaþættinum Panorama á BBC í síðustu viku. Bond var ráðinn til starfa í júlí mánuði síðastliðnum. 26.9.2006 11:13 Newcastle vill fá Hedman Aftonbladet greindi frá því í gær að Newcastle hefði sett sig í samband við fyrrum sænska landsliðsmarkvörðinn Magnus Hedman sem lagði skóna á hilluna fyrir fimmtán mánuðum. Hedman er 33 ára gamall og fyrirspurnin kom honum algerlega í opna skjöldu. ¿Ég átti ekki von á því að fólk myndi eftir mér þar sem ég hef ekki spilað lengi,¿ sagði Hedman. Shay Given lagðist nýverið undir hnífinn og verður frá í sex vikur. 26.9.2006 06:00 Dani genginn í raðir félagsins Valsmenn eru ekkert að bíða með að bæta við sig mannskap fyrir næsta sumar í Landsbankadeild karla því að í gær gekk félagið frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Rene Carlsen. 26.9.2006 06:00 Vill til Noregs eða Danmerkur Dusan Djuric, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, telur ferli sínum best borgið ef hann fer til félags utan eigin heimalands. Hann hefur verið orðaður við AIK, efsta félagið í deildinni, en þangað vill hann ekki fara. "Ég vil frekar fara til eitt af betri félögunum í Noregi eða Danmörku. Til dæmis FC Kaupmannahöfn, það væri gott skref fyrir mig," sagði Djuric sem er 22 ára gamall og hefur leikið einn leik með sænska A-landsliðinu. 26.9.2006 06:00 Manchester United vill hefna ófara síðasta árs Árið 1966 skoraði átján ára unglingur að nafni George Best þrennu fyrir Manchester United gegn portúgalska liðinu Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Þá þaggaði hann í áhorfendum á leikvangi ljóssins í Portúgal sem fyrir rest stóðu upp og hylltu afrek hans. Tveimur árum síðar skoraði hann aftur gegn liðinu, þá í úrslitaleik keppninnar og tryggði ensku liði í fyrsta sinn Evrópumeistaratitil. 26.9.2006 06:00 Gladbach og Aachen sektuð Þýsku úrvalsdeildarfélögin Aachen og Borussia Mönchengladbach hafa verið sektuð af þýska knattspyrnusambandinu eftir að stuðningsmenn liðanna viðhöfðu niðrandi ummæli sem fólu í sér kynþáttafordóma um leikmennina í leik liðanna. Aachen var sektað um 6,75 milljónir króna og Gladbach um 2,25 milljónir. FH var í sumar sektað um 30 þúsund krónur fyrir samskonar atvik í leik liðsins gegn ÍBV. 26.9.2006 06:00 Í dái og berst fyrir lífi sínu Dario Silva, fyrrum leikmaður Portsmouth og úrúgvæska landsliðsins, lenti nýverið í bílslysi í heimalandi sínu og er illa haldinn. Hann hefur þegar gengist undir aðgerð og er haldið sofandi en læknir á spítalanum þar sem Silva dvelst sagði hann berjast fyrir lífi sínu þessa stundina. Fyrrverandi landsliðsfélagar Silva, Elbio Pappa og Dardo Pereira, voru einnig í bílnum en sluppu með minni háttar meiðsli. Silva keppti á HM 2002 með landsliði sínu en yfirgaf Portsmouth í febrúar síðastliðnum og er ekki bundinn neinu félagi eins og er. 26.9.2006 06:00 50 grunsamleg félagaskipti Fyrr á árinu réð enska knattspyrnusambandið fyrrum yfirmann Lundúnalögreglunnar, Stevens lávarð, til að rannsaka ásakanir um mútugreiðslur í tengslum við félagaskipti leikmanna. Greint var frá því um helgina að rannsókn Stevens hefði leitt í ljós 50 grunsamleg félagaskipti sem skoða þyrfti nánar. Alls voru 362 félagaskipti skoðuð. Niðurstöðu rannsóknarinnar er að vænta á mánudag. 26.9.2006 06:00 Pabbinn nýbakaði var hvíldur Svíinn Zlatan Ibrahimovic var hvíldur um helgina er Inter vann Chievo, 4-3, í ítölsku úrvalsdeildinni í fyrradag. Á föstudag fæddist honum sonur sem var nefndur Maximilian og ákvað Roberto Mancini, þjálfari Inter, að hvíla hann í leiknum. Mino Raiola, umboðsmaður Zlatan, sagði að það hefði engum tilgangi þjónað. "Hann er ekki þreyttur enda var það ekki hann sem fæddi barnið," sagði Raiola. 26.9.2006 06:00 Valsmönnum spáð sigri Valur og Stjarnan munu standa uppi sem sigurvegarar í DHL-deild karla og kvenna ef spár forráðamanna og fyrirliða liða í deildunum rætast. Átta lið mæta til leiks í 1. deild karla og þar er Aftureldingu og FH spáð í 1. og 2. sætið. 26.9.2006 06:00 Björgólfur og Ólafur bestir Íþróttafréttamenn Fréttablaðsins og Sýnar völdu í gærkvöld í sérstökum Landsbankadeildarþætti á Sýn bestu einstaklingana í síðari hluta Íslandsmótsins. 26.9.2006 06:00 Ósigurinn í París hjálpar okkur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir þá staðreynd að lið hans var aðeins 13 mínútum frá því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, hjálpi liðinu nú til að ná enn betri árangri í keppninni. Viljinn til að ná árangri gegn líkunum hafi meðal annars fengið Thierry Henry til að vera áfram hjá félaginu. 25.9.2006 15:51 Lauflétt uppgjör í kvöld Landsbankadeild karla verður gerð upp á léttu nótunum í sérstökum sjónvarpsþætti klukkan 20:30 á Sýn í kvöld. "Þetta verður lauflétt uppgjör," sagði Guðjón Guðmundsson umsjónamaður þáttarins. "Við fáum góða gesti í heimsókn, förum yfir leikina og markverð atvik". 25.9.2006 14:48 Spá þjálfara og forráðamanna Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í DHL-deild karla, samkvæmt spá þjálfara og forráðamanna. Fram er spáð öðru sætinu, síðan koma Haukar, Stjarnan, HK og Akureyri. Fylkismönnum og ÍR-ingum er spáð falli í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. 25.9.2006 13:50 Það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. 25.9.2006 12:00 Væri ekki líft í Kópavogi hefði Breiðablik fallið Steinþór Freyr Þorsteinsson átti mjög góðan leik fyrir Breiðablik á laugardaginn þegar lokaumferð Landsbankadeildarinnar fór fram. Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu. 25.9.2006 11:45 Velti fyrir sér að yfirgefa Old Trafford Cristiano Ronaldo sagði eftir heimsmeistarakeppnina að hann yrði hugsanlega að yfirgefa Manchester United. Þetta sagði hann skömmu eftir að Portúgalar slógu Englendinga út úr keppninni. Nú hinsvegar hefur hann sett stefnuna á að verða einn af allra bestu leikmönnunum sem leikið hafi í rauðu treyjunni. 25.9.2006 11:30 Skýrist í dag? "Við erum alveg rólegir yfir þessu, það virðist vera mikill áhugi á þessu starfi," sagði Brynjar Jóhannesson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Fram, aðspurður um þjálfaramál félagsins. Ákveðið var að framlengja ekki samninginn við Ásgeir Elíasson sem stýrði Fram til sigurs í 1. deildinni í sumar og er verið að leita að manni til að stýra liðinu í Landsbankadeildinni á næsta ári. 25.9.2006 11:15 Ronaldo getur orðið sá besti Cristiano Ronaldo býr yfir það miklum hæfileikum að hann getur orðið besti leikmaður heims í nánustu framtíð. Þetta er mat Carlos Queiroz, aðstoðarþjálfara Manchester United. Queiroz lét orðin falla eftir jafnteflisleikinn gegn Reading á laugardag, en þá var það Ronaldo sem skoraði mark Man. Utd. 25.9.2006 11:00 Orðsporið er varanlega skaðað Sam Allardyce, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, telur að sú mynd sem birtist af honum í spillingarþættinum hafi komið varanlegum skaða á orðspor sitt. Allardyce var sterklega orðaður við enska landsliðið í vor og var almennt talinn einn af heitustu knattspyrnustjórunum í landinu. 25.9.2006 10:15 Þetta hefur verið versti tími lífs míns Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðalhlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum. 25.9.2006 09:45 Létu mikið að sér kveða Íslenskir leikmenn settu mark sitt á norska boltann um helgina en Marel Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson voru báðir á skotskónum. Marel opnaði markareikning sinn hjá Molde með því að skora fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Lilleström. Sigurinn var afar dýrmætur því með honum kom Molde sér af mesta fallsvæðinu. Veigar Páll heldur áfram að spila eins og engill og í gær skoraði hann sigurmark Stabæk gegn Fredriksstad þar sem lokatölur urðu 3-2. 25.9.2006 09:30 Inter skaust á toppinn Ítalíumeistararnir í Inter unnu 4-3 sigur á Chievo í gær í ótrúlegum leik á heimavelli sínum. Með þessum sigri komst Inter á toppinn en það munaði litlu að liðið glopraði niður forskoti sínu eftir að hafa komist í 4-0. Á seinasta stundarfjórðungi leiksins skoraði Chievo þrjú mörk og fékk færi í viðbótartíma til að ná jafntefli. 25.9.2006 09:00 Hugsaði út í það að hætta David James segist hafa íhugað það alvarlega að leggja hanskana á hilluna þegar hann missti sæti sitt í enska landsliðinu. Hann var tekinn út úr liðinu eftir að hafa gert hrikaleg mistök í leik gegn Austurríki í september 2004. James er nú hjá Portsmouth en á þessum tíma lék hann fyrir Manchester City. 25.9.2006 07:30 Fallhlífarstökk í auglýsingu Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, er fleira til lista lagt en að búa til góð fótboltalið. Nýlega lék hann í sjónvarpsauglýsingu fyrir BPI-bankann í Portúgal þar sem hann stekkur úr flugvél í jakkafötum en opnar síðan fallhíf þegar hann nálgast jörðina. Mourinho þykir minna um margt á sjálfan James Bond þegar hann lendir fullkomnlega í bakgarði glæsilegs einbýlishúss í Portúgal. En Mourinho hefur nú viðurkennt að það hafi ekki verið hann sjálfur sem stökk úr flugvélinni. 25.9.2006 07:00 Árangurinn var óásættanlegur Hreinn Hringsson, fyrirliði knattspyrnuliðs KA, er mjög óánægður með spilamennsku liðsins í sumar og segir árangurinn á tímabilinu vera óásættanlegan. Þetta segir hann í viðtali við heimasíðu KA. „Sumarið fótboltalega séð var engan veginn nógu gott og árangur sumarsins þar af leiðandi slakur og óásættanlegur,“ segir Hreinn meðal annars en bætir því við að væntingarnar til liðsins hafi ef til vill verið of miklar, enda hafi miklar breytingar verið gerðar á liðinu frá því í fyrra. 25.9.2006 06:30 Ademar Leon lagði Barcelona Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni á laugardagskvöld þegar Ademar Leon gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Barcelona 31-27. Sigfús Sigurðsson átti góðan leik í vörn heimamanna en náði þó ekki að skora í leiknum. Ólafur Stefánsson skoraði eitt mark fyrir Ciudad Real sem vann Valladolid 30-29 í hörkuspennandi leik. 25.9.2006 06:00 Evrópuliðið vann þriðja árið í röð Lið Bandaríkjanna átti aldrei möguleika gegn því evrópska í Ryder-keppninni í golfi sem lauk á Írlandi í gær. Úrslitin urðu á sama veg og í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, Evrópa hlaut átján og hálfan vinning en Bandaríkin níu og hálfan. 25.9.2006 05:30 Ég er ekki svona rosalega góður Síðan Sigþór Júlíusson kom til KR frá Völsungi hinn 31. júlí sl. hefur verið mikill uppgangur á spilamennsku liðsins. Liðið hefur unnið sex leiki, gert tvö jafntefli og engum leik tapað. 25.9.2006 05:30 Barcelona 1-1 Valencia Barcelona og Valencia gerðu 1-1 jafntefli á Camp Nou leikvanginum í Barcelona. Það var David Villa sem skoraði fyrir Valencia en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Barcelona. Eiður Smári Guðjohnsen sat á bekknum og kom ekki inn á. Önnur úrslit á Spáni: 24.9.2006 20:57 1-0 fyrir Valencia Staðan í hálfleik í leik Barcelona og Valencia á Camp Nou í Barcelona er 1-0 fyrir Valencia. Það var David Villa sem skoraði markið. Eiður Smári er á bekknum í liði Barcelona. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 24.9.2006 19:53 Barcelona - Valencia í kvöld Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í eldlínunni þegar Barcelona fær Valencia í heimsókn í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári kom inn á um síðustu helgi og fiskaði m.a. vítaspyrnu. 24.9.2006 17:43 Everton 1-1 Newcastle Everton og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Shola Ameobi skoraði fyrir Newcastle en Tim Cahill jafnaði metin fyrir Everton. 24.9.2006 16:45 Evrópumenn sigra Ryder bikarinn Staðan í Ryder bikarnum er 15-8 fyrir Evrópu gegn Bandaríkjunum. Það þýðir að Evrópumenn hafa unnið. Paul Casey, sem hefur verið í fantaformi og farið holu í höggi í mótinu, lagði Jim Furyk að velli í dag. Það var hinsvegar Henrik Stenson sem setti niður gott pútt til að tryggja sigurinn. 24.9.2006 14:41 Vilja halda áfram með ÍA Þjálfarar ÍA, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, neita því ekki að þeir vilji halda áfram að þjálfa Skagamenn. Þeir tóku við Ólafi Þórðarsyni um mitt sumar þegar staða liðsins var ekki góð en undir stjórn tvíburuna hefur leikur ÍA batnað til muna. 24.9.2006 12:45 Ætlar að raða inn mörkum Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur lofað stuðningsmönnum Chelsea því að hann fari að raða inn mörkum. Þessi 29 ára leikmaður var keyptur til félagsins fyrir metfé í maí en hann er enn ekki byrjaður að sýna markaskorunarhæfileika sína á Englandi og hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. 24.9.2006 12:30 Ætluðum okkur meira í sumar „Mér fannst við spila gríðarlega vel lengst af í þessum leik og þess vegna eru þessi úrslit mjög særandi,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, í samtali við Fréttablaðið eftir leik. 24.9.2006 12:00 Jafntefli hjá Víking og ÍA og allir skildu sáttir Víkingur og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Víkinni í gær og tryggðu þannig sæti sín í Landsbankadeildinni. ÍA hafnaði í sjötta sæti deildarinnar og Víkingur í því sjöunda og geta bæði lið verið sátt með þá niðurstöðu. 24.9.2006 11:30 Marel varð markakóngur Marel Jóhann Baldvinsson vann gullskóinn í Landsbankadeild karla í ár en hann skoraði ellefu mörk í þrettán leikjum fyrir Breiðablik. Hann hélt svo til Noregs áður en tímabilinu lauk en varð markakóngur þrátt fyrir það. Björgólfur Takefusa úr KR fær silfurskóinn og Jóhann Þórhallsson, Grindavík, bronsskóinn. 24.9.2006 11:15 Grindvíkingar sjálfum sér verstir Grindvíkingar geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa fallið í 1. deild í gær. Liðið óð í færum en klaufaskapur framherjanna var með ólíkindum. Þegar á reyndi var liðið síðan kraftlaust. 24.9.2006 10:45 Fyrsti sigurinn Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lék í gær síðasta leik sinn á þessu ári í B-deild Evrópukeppninnar. Leikið var gegn Írlandi og vann íslenska liðið 68-56 sigur. Þetta var fyrsti sigurleikur Íslands í keppninni en hún er nú hálfnuð. Seinni hluti hennar verður leikinn næsta haust en íslenska liðið komst upp í þriðja sætið í sínum riðli. 24.9.2006 10:30 Liverpool valtaði yfir Tottenham Liverpool rúllaði yfir vonlaust lið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og virðist vera búið að finna taktinn. Chelsea endurheimti toppsætið og þá vann Arsenal sinn fyrsta heimasigur á leiktíðinni. 24.9.2006 10:30 Ótrúleg dramatík þegar KR tryggði annað sætið Guðmundur Pétursson, nítján ára Breiðhyltingur, reyndist hetja KR gegn Val í gær þegar hann tryggði liði sínu 2-2 jafntefli með því að skora á lokamínútunni. Markið tryggði KR 2. sæti deildarinnar og sæti í Evrópukeppni félagsliða. 24.9.2006 10:15 Sjá næstu 50 fréttir
Mannabreytingar hjá ÍA Ný rekstrarstjórn hefur tekið við ÍA en fráfarandi stjórn hefur óskað eftir því að vera leyst undan störfum. Félagið sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis nú fyrir skömmu. 26.9.2006 13:15
Liverpool býr sig undir átökin Það var létt yfir leikmönnum Liverpool á æfingu í morgun. Þeir eru að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Galatasaray í C-riðli Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á Anfield á morgun. Þessar myndir voru teknar af ljósmyndurum AP fréttastofunnar í morgun. 26.9.2006 12:15
Newcastle rekur Kevin Bond Kevin Bond, aðstoðarmaður Glen Roeder knattspyrnustjóra Newcastle, hefur verið leystur frá störfum. Brottreksturinn kemur í kjölfar ásakana sem fram komu í heimildaþættinum Panorama á BBC í síðustu viku. Bond var ráðinn til starfa í júlí mánuði síðastliðnum. 26.9.2006 11:13
Newcastle vill fá Hedman Aftonbladet greindi frá því í gær að Newcastle hefði sett sig í samband við fyrrum sænska landsliðsmarkvörðinn Magnus Hedman sem lagði skóna á hilluna fyrir fimmtán mánuðum. Hedman er 33 ára gamall og fyrirspurnin kom honum algerlega í opna skjöldu. ¿Ég átti ekki von á því að fólk myndi eftir mér þar sem ég hef ekki spilað lengi,¿ sagði Hedman. Shay Given lagðist nýverið undir hnífinn og verður frá í sex vikur. 26.9.2006 06:00
Dani genginn í raðir félagsins Valsmenn eru ekkert að bíða með að bæta við sig mannskap fyrir næsta sumar í Landsbankadeild karla því að í gær gekk félagið frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Rene Carlsen. 26.9.2006 06:00
Vill til Noregs eða Danmerkur Dusan Djuric, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, telur ferli sínum best borgið ef hann fer til félags utan eigin heimalands. Hann hefur verið orðaður við AIK, efsta félagið í deildinni, en þangað vill hann ekki fara. "Ég vil frekar fara til eitt af betri félögunum í Noregi eða Danmörku. Til dæmis FC Kaupmannahöfn, það væri gott skref fyrir mig," sagði Djuric sem er 22 ára gamall og hefur leikið einn leik með sænska A-landsliðinu. 26.9.2006 06:00
Manchester United vill hefna ófara síðasta árs Árið 1966 skoraði átján ára unglingur að nafni George Best þrennu fyrir Manchester United gegn portúgalska liðinu Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Þá þaggaði hann í áhorfendum á leikvangi ljóssins í Portúgal sem fyrir rest stóðu upp og hylltu afrek hans. Tveimur árum síðar skoraði hann aftur gegn liðinu, þá í úrslitaleik keppninnar og tryggði ensku liði í fyrsta sinn Evrópumeistaratitil. 26.9.2006 06:00
Gladbach og Aachen sektuð Þýsku úrvalsdeildarfélögin Aachen og Borussia Mönchengladbach hafa verið sektuð af þýska knattspyrnusambandinu eftir að stuðningsmenn liðanna viðhöfðu niðrandi ummæli sem fólu í sér kynþáttafordóma um leikmennina í leik liðanna. Aachen var sektað um 6,75 milljónir króna og Gladbach um 2,25 milljónir. FH var í sumar sektað um 30 þúsund krónur fyrir samskonar atvik í leik liðsins gegn ÍBV. 26.9.2006 06:00
Í dái og berst fyrir lífi sínu Dario Silva, fyrrum leikmaður Portsmouth og úrúgvæska landsliðsins, lenti nýverið í bílslysi í heimalandi sínu og er illa haldinn. Hann hefur þegar gengist undir aðgerð og er haldið sofandi en læknir á spítalanum þar sem Silva dvelst sagði hann berjast fyrir lífi sínu þessa stundina. Fyrrverandi landsliðsfélagar Silva, Elbio Pappa og Dardo Pereira, voru einnig í bílnum en sluppu með minni háttar meiðsli. Silva keppti á HM 2002 með landsliði sínu en yfirgaf Portsmouth í febrúar síðastliðnum og er ekki bundinn neinu félagi eins og er. 26.9.2006 06:00
50 grunsamleg félagaskipti Fyrr á árinu réð enska knattspyrnusambandið fyrrum yfirmann Lundúnalögreglunnar, Stevens lávarð, til að rannsaka ásakanir um mútugreiðslur í tengslum við félagaskipti leikmanna. Greint var frá því um helgina að rannsókn Stevens hefði leitt í ljós 50 grunsamleg félagaskipti sem skoða þyrfti nánar. Alls voru 362 félagaskipti skoðuð. Niðurstöðu rannsóknarinnar er að vænta á mánudag. 26.9.2006 06:00
Pabbinn nýbakaði var hvíldur Svíinn Zlatan Ibrahimovic var hvíldur um helgina er Inter vann Chievo, 4-3, í ítölsku úrvalsdeildinni í fyrradag. Á föstudag fæddist honum sonur sem var nefndur Maximilian og ákvað Roberto Mancini, þjálfari Inter, að hvíla hann í leiknum. Mino Raiola, umboðsmaður Zlatan, sagði að það hefði engum tilgangi þjónað. "Hann er ekki þreyttur enda var það ekki hann sem fæddi barnið," sagði Raiola. 26.9.2006 06:00
Valsmönnum spáð sigri Valur og Stjarnan munu standa uppi sem sigurvegarar í DHL-deild karla og kvenna ef spár forráðamanna og fyrirliða liða í deildunum rætast. Átta lið mæta til leiks í 1. deild karla og þar er Aftureldingu og FH spáð í 1. og 2. sætið. 26.9.2006 06:00
Björgólfur og Ólafur bestir Íþróttafréttamenn Fréttablaðsins og Sýnar völdu í gærkvöld í sérstökum Landsbankadeildarþætti á Sýn bestu einstaklingana í síðari hluta Íslandsmótsins. 26.9.2006 06:00
Ósigurinn í París hjálpar okkur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir þá staðreynd að lið hans var aðeins 13 mínútum frá því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, hjálpi liðinu nú til að ná enn betri árangri í keppninni. Viljinn til að ná árangri gegn líkunum hafi meðal annars fengið Thierry Henry til að vera áfram hjá félaginu. 25.9.2006 15:51
Lauflétt uppgjör í kvöld Landsbankadeild karla verður gerð upp á léttu nótunum í sérstökum sjónvarpsþætti klukkan 20:30 á Sýn í kvöld. "Þetta verður lauflétt uppgjör," sagði Guðjón Guðmundsson umsjónamaður þáttarins. "Við fáum góða gesti í heimsókn, förum yfir leikina og markverð atvik". 25.9.2006 14:48
Spá þjálfara og forráðamanna Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í DHL-deild karla, samkvæmt spá þjálfara og forráðamanna. Fram er spáð öðru sætinu, síðan koma Haukar, Stjarnan, HK og Akureyri. Fylkismönnum og ÍR-ingum er spáð falli í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. 25.9.2006 13:50
Það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. 25.9.2006 12:00
Væri ekki líft í Kópavogi hefði Breiðablik fallið Steinþór Freyr Þorsteinsson átti mjög góðan leik fyrir Breiðablik á laugardaginn þegar lokaumferð Landsbankadeildarinnar fór fram. Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu. 25.9.2006 11:45
Velti fyrir sér að yfirgefa Old Trafford Cristiano Ronaldo sagði eftir heimsmeistarakeppnina að hann yrði hugsanlega að yfirgefa Manchester United. Þetta sagði hann skömmu eftir að Portúgalar slógu Englendinga út úr keppninni. Nú hinsvegar hefur hann sett stefnuna á að verða einn af allra bestu leikmönnunum sem leikið hafi í rauðu treyjunni. 25.9.2006 11:30
Skýrist í dag? "Við erum alveg rólegir yfir þessu, það virðist vera mikill áhugi á þessu starfi," sagði Brynjar Jóhannesson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Fram, aðspurður um þjálfaramál félagsins. Ákveðið var að framlengja ekki samninginn við Ásgeir Elíasson sem stýrði Fram til sigurs í 1. deildinni í sumar og er verið að leita að manni til að stýra liðinu í Landsbankadeildinni á næsta ári. 25.9.2006 11:15
Ronaldo getur orðið sá besti Cristiano Ronaldo býr yfir það miklum hæfileikum að hann getur orðið besti leikmaður heims í nánustu framtíð. Þetta er mat Carlos Queiroz, aðstoðarþjálfara Manchester United. Queiroz lét orðin falla eftir jafnteflisleikinn gegn Reading á laugardag, en þá var það Ronaldo sem skoraði mark Man. Utd. 25.9.2006 11:00
Orðsporið er varanlega skaðað Sam Allardyce, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, telur að sú mynd sem birtist af honum í spillingarþættinum hafi komið varanlegum skaða á orðspor sitt. Allardyce var sterklega orðaður við enska landsliðið í vor og var almennt talinn einn af heitustu knattspyrnustjórunum í landinu. 25.9.2006 10:15
Þetta hefur verið versti tími lífs míns Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðalhlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum. 25.9.2006 09:45
Létu mikið að sér kveða Íslenskir leikmenn settu mark sitt á norska boltann um helgina en Marel Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson voru báðir á skotskónum. Marel opnaði markareikning sinn hjá Molde með því að skora fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Lilleström. Sigurinn var afar dýrmætur því með honum kom Molde sér af mesta fallsvæðinu. Veigar Páll heldur áfram að spila eins og engill og í gær skoraði hann sigurmark Stabæk gegn Fredriksstad þar sem lokatölur urðu 3-2. 25.9.2006 09:30
Inter skaust á toppinn Ítalíumeistararnir í Inter unnu 4-3 sigur á Chievo í gær í ótrúlegum leik á heimavelli sínum. Með þessum sigri komst Inter á toppinn en það munaði litlu að liðið glopraði niður forskoti sínu eftir að hafa komist í 4-0. Á seinasta stundarfjórðungi leiksins skoraði Chievo þrjú mörk og fékk færi í viðbótartíma til að ná jafntefli. 25.9.2006 09:00
Hugsaði út í það að hætta David James segist hafa íhugað það alvarlega að leggja hanskana á hilluna þegar hann missti sæti sitt í enska landsliðinu. Hann var tekinn út úr liðinu eftir að hafa gert hrikaleg mistök í leik gegn Austurríki í september 2004. James er nú hjá Portsmouth en á þessum tíma lék hann fyrir Manchester City. 25.9.2006 07:30
Fallhlífarstökk í auglýsingu Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, er fleira til lista lagt en að búa til góð fótboltalið. Nýlega lék hann í sjónvarpsauglýsingu fyrir BPI-bankann í Portúgal þar sem hann stekkur úr flugvél í jakkafötum en opnar síðan fallhíf þegar hann nálgast jörðina. Mourinho þykir minna um margt á sjálfan James Bond þegar hann lendir fullkomnlega í bakgarði glæsilegs einbýlishúss í Portúgal. En Mourinho hefur nú viðurkennt að það hafi ekki verið hann sjálfur sem stökk úr flugvélinni. 25.9.2006 07:00
Árangurinn var óásættanlegur Hreinn Hringsson, fyrirliði knattspyrnuliðs KA, er mjög óánægður með spilamennsku liðsins í sumar og segir árangurinn á tímabilinu vera óásættanlegan. Þetta segir hann í viðtali við heimasíðu KA. „Sumarið fótboltalega séð var engan veginn nógu gott og árangur sumarsins þar af leiðandi slakur og óásættanlegur,“ segir Hreinn meðal annars en bætir því við að væntingarnar til liðsins hafi ef til vill verið of miklar, enda hafi miklar breytingar verið gerðar á liðinu frá því í fyrra. 25.9.2006 06:30
Ademar Leon lagði Barcelona Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni á laugardagskvöld þegar Ademar Leon gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Barcelona 31-27. Sigfús Sigurðsson átti góðan leik í vörn heimamanna en náði þó ekki að skora í leiknum. Ólafur Stefánsson skoraði eitt mark fyrir Ciudad Real sem vann Valladolid 30-29 í hörkuspennandi leik. 25.9.2006 06:00
Evrópuliðið vann þriðja árið í röð Lið Bandaríkjanna átti aldrei möguleika gegn því evrópska í Ryder-keppninni í golfi sem lauk á Írlandi í gær. Úrslitin urðu á sama veg og í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, Evrópa hlaut átján og hálfan vinning en Bandaríkin níu og hálfan. 25.9.2006 05:30
Ég er ekki svona rosalega góður Síðan Sigþór Júlíusson kom til KR frá Völsungi hinn 31. júlí sl. hefur verið mikill uppgangur á spilamennsku liðsins. Liðið hefur unnið sex leiki, gert tvö jafntefli og engum leik tapað. 25.9.2006 05:30
Barcelona 1-1 Valencia Barcelona og Valencia gerðu 1-1 jafntefli á Camp Nou leikvanginum í Barcelona. Það var David Villa sem skoraði fyrir Valencia en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Barcelona. Eiður Smári Guðjohnsen sat á bekknum og kom ekki inn á. Önnur úrslit á Spáni: 24.9.2006 20:57
1-0 fyrir Valencia Staðan í hálfleik í leik Barcelona og Valencia á Camp Nou í Barcelona er 1-0 fyrir Valencia. Það var David Villa sem skoraði markið. Eiður Smári er á bekknum í liði Barcelona. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 24.9.2006 19:53
Barcelona - Valencia í kvöld Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í eldlínunni þegar Barcelona fær Valencia í heimsókn í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári kom inn á um síðustu helgi og fiskaði m.a. vítaspyrnu. 24.9.2006 17:43
Everton 1-1 Newcastle Everton og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Shola Ameobi skoraði fyrir Newcastle en Tim Cahill jafnaði metin fyrir Everton. 24.9.2006 16:45
Evrópumenn sigra Ryder bikarinn Staðan í Ryder bikarnum er 15-8 fyrir Evrópu gegn Bandaríkjunum. Það þýðir að Evrópumenn hafa unnið. Paul Casey, sem hefur verið í fantaformi og farið holu í höggi í mótinu, lagði Jim Furyk að velli í dag. Það var hinsvegar Henrik Stenson sem setti niður gott pútt til að tryggja sigurinn. 24.9.2006 14:41
Vilja halda áfram með ÍA Þjálfarar ÍA, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, neita því ekki að þeir vilji halda áfram að þjálfa Skagamenn. Þeir tóku við Ólafi Þórðarsyni um mitt sumar þegar staða liðsins var ekki góð en undir stjórn tvíburuna hefur leikur ÍA batnað til muna. 24.9.2006 12:45
Ætlar að raða inn mörkum Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur lofað stuðningsmönnum Chelsea því að hann fari að raða inn mörkum. Þessi 29 ára leikmaður var keyptur til félagsins fyrir metfé í maí en hann er enn ekki byrjaður að sýna markaskorunarhæfileika sína á Englandi og hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. 24.9.2006 12:30
Ætluðum okkur meira í sumar „Mér fannst við spila gríðarlega vel lengst af í þessum leik og þess vegna eru þessi úrslit mjög særandi,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, í samtali við Fréttablaðið eftir leik. 24.9.2006 12:00
Jafntefli hjá Víking og ÍA og allir skildu sáttir Víkingur og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Víkinni í gær og tryggðu þannig sæti sín í Landsbankadeildinni. ÍA hafnaði í sjötta sæti deildarinnar og Víkingur í því sjöunda og geta bæði lið verið sátt með þá niðurstöðu. 24.9.2006 11:30
Marel varð markakóngur Marel Jóhann Baldvinsson vann gullskóinn í Landsbankadeild karla í ár en hann skoraði ellefu mörk í þrettán leikjum fyrir Breiðablik. Hann hélt svo til Noregs áður en tímabilinu lauk en varð markakóngur þrátt fyrir það. Björgólfur Takefusa úr KR fær silfurskóinn og Jóhann Þórhallsson, Grindavík, bronsskóinn. 24.9.2006 11:15
Grindvíkingar sjálfum sér verstir Grindvíkingar geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa fallið í 1. deild í gær. Liðið óð í færum en klaufaskapur framherjanna var með ólíkindum. Þegar á reyndi var liðið síðan kraftlaust. 24.9.2006 10:45
Fyrsti sigurinn Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lék í gær síðasta leik sinn á þessu ári í B-deild Evrópukeppninnar. Leikið var gegn Írlandi og vann íslenska liðið 68-56 sigur. Þetta var fyrsti sigurleikur Íslands í keppninni en hún er nú hálfnuð. Seinni hluti hennar verður leikinn næsta haust en íslenska liðið komst upp í þriðja sætið í sínum riðli. 24.9.2006 10:30
Liverpool valtaði yfir Tottenham Liverpool rúllaði yfir vonlaust lið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og virðist vera búið að finna taktinn. Chelsea endurheimti toppsætið og þá vann Arsenal sinn fyrsta heimasigur á leiktíðinni. 24.9.2006 10:30
Ótrúleg dramatík þegar KR tryggði annað sætið Guðmundur Pétursson, nítján ára Breiðhyltingur, reyndist hetja KR gegn Val í gær þegar hann tryggði liði sínu 2-2 jafntefli með því að skora á lokamínútunni. Markið tryggði KR 2. sæti deildarinnar og sæti í Evrópukeppni félagsliða. 24.9.2006 10:15