Fleiri fréttir Stórskytta til ÍBV? Kvennalið ÍBV í handboltanum hefur átt í viðræðum við rúmensku stórskyttuna Alinu Petrache um að hún gangi til liðs við Eyjaliðið á næstu leíktíð. Petrache þessi leikur með Constanta og fór mikinn í tveimur leikjum liðsins gegn Valsstúlkum í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 25.4.2006 14:15 Eigum við ekki bara að tala íslensku? Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni, Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið í vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Eins og kunnugt er spilar landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson með liði AZ og segist Halldór hafa verið kunnugt um það áður en hann hélt utan. Það er þó ekki í frásögum færandi nema að þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Hollandi hafði Halldór ekki hugmynd um við hvern hann var að tala. 25.4.2006 14:15 Miami og Clippers í góðri stöðu Miami Heat og LA Clippers eru komin í góða stöðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA eftir sigra í gær. Miami Heat lagði Chicago 115-108 og náði 2-0 forystu í einvíginu eins og LA Clippers gegn Denver eftir 98-87 sigur á heimavelli í gær. 25.4.2006 13:38 Wenger er hræsnari Manuel Pellegrini, þjálfari Villarreal, lyfti orðastríðinu fyrir leik sinna manna gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld í nýjar hæðir í morgun með því að kalla Arsene Wenger, stjóra Arsenal, hræsnara. 25.4.2006 11:30 Mun hitta sérfræðing Forráðamenn Newcastle ætla að láta Kieron Dyer hitta sérfræðing í Bandaríkjunum til að vera öruggir um að hann verði klár í slaginn á næstu leiktíð. 25.4.2006 09:30 Liðið nú er jafngott og liðið 1966 Wayne Rooney, sóknarmaður Man. Utd. og enska landsliðsins, segir að núverandi landsliðshópur Englands sé ekki síðri en sá sem varð heimsmeistari árið 1966. 25.4.2006 09:16 Fulham lagði Wigan Fulham tryggði áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið lagði baráttuglaða nýliða Wigan á heimavelli sínum 1-0. Það var Steed Malbranque sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og máttu heimamenn teljast heppnir að sleppa frá leiknum með stigin þrjú. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt útaf á 72. mínútu. 24.4.2006 21:03 Úrslit Opna töltmóts hestamannafélagsins Hornfirðings Opið töltmót hestamannafélagsins Hornfirðings og SpHorn fór fram í blíðskaparveðri við Stekkhól sl laugardag. Þáttaka var góð í mótinu og menn flestir ágætlega ríðandi. Dómarar á mótinu voru Sigríkur Jónsson, Svanhildur Hall og Magnús Lárusson. 24.4.2006 21:01 Fulham yfir gegn Wigan Heiðar Helguson og félagar í Fulham hafa yfir 1-0 gegn Wigan í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni þegar flautað hefur verið til leikhlés á Craven Cottage. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í kvöld en það var Steed Malbranque sem skoraði eina mark leiksins rétt áður en flautað var til hlés. Fulham tryggir formlega veru sína í úrvalsdeild með sigri í kvöld. 24.4.2006 19:55 Artest og Haslem í bann Ron Artest hjá Sacramento Kings og Udonis Haslem hjá Miami Heat voru í dag dæmdir í eins leiks bann af aganefnd NBA deildarinnar eftir að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur í fyrstu leikjum liða sinna í úrslitakeppninni. Annar leikur Miami Heat og Chicago Bulls verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í nótt. 24.4.2006 19:45 Tainio meiddur Finnski baráttuhundurinn Teemu Tainio hjá Tottenham gæti misst af tveimur síðustu leikjum liðsins í tímabilinu, en grunur leikur á um að hann sé tábrotinn eftir viðureignina við Arsenal á laugardaginn. Tottenham er í nokkuð miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna fyrir tvo síðustu leikina í deildinni, en ef liðið vinnur þá báða tryggir það sér meistaradeildarsæti á næsta tímabili - nema Arsenal vinni meistaradeildina í vor. 24.4.2006 17:45 Nadal lagði Federer Spænski táningurinn Rafael Nadal vann um helgina það afrek að sigra efsta tennisleikara heims Roger Federer í úrslitum opna meistaramótsins í Monte Carlo. Nadal hafði sigur í þremur settum gegn einu, 6-1, 6-7, 6-3 og 7-6. Leikurinn fór fram á malarvelli, en þar er Nadal nær ósigrandi. Þetta var aðeins annað tap Federer á árinu og komu þau bæði gegn hinum 19 ára gamla Spánverja. 24.4.2006 17:30 Glazer laus af sjúkrahúsi eftir heilablóðfall Malcom Glazer, eigandi Manchester United, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi í Flórida eftir að hafa fengið heilablóðfall um páskana. Glazer, sem er 78 ára gamall, keypti Manchester United fyrir 790 milljónir punda í fyrra við lítinn fögnuð stuðningsmanna liðsins á Englandi. Glazer á að sögn erfitt með mál og getur lítið hreyft aðra höndina enn sem komið er, en á að vera á ágætum batavegi. 24.4.2006 17:21 Verður Roader ráðinn til frambúðar? Breskir fjölmiðlar eru farnir að leiða líkum að því að Glenn Roader verði boðin staða knattspyrnustjóra Newcastle til frambúðar, en hann hefur náð frábærum árangri sem afleysingastjóri liðsins síðan Graeme Souness var látinn fara á sínum tíma. Newcastle hefur unnið fimm leiki í röð í deildinni og er skyndilega komið í harða keppni um Evrópusæti. 24.4.2006 17:15 Neitar að tala um enska landsliðið Brasilíski þjálfarinn Luiz Scolari þvertekur fyrir að hafa átt í viðræðum við enska knattspyrnusambandið um að taka við enska landsliðinu eftir að Sven-Göran Eriksson hættir í sumar. Scolari segist upp með sér að vera nefndur til sögunnar í sambandi við starfið, en bendir á að hann einbeiti sér eingöngu að portúgalska landsliðinu fram yfir HM. 24.4.2006 16:45 Við erum klárir í slaginn Diego Forlan, framherji Villarreal, segir sína menn eiga nóg inni fyrir síðari leikinn gegn Arsenal annað kvöld en viðurkennir að Arsenal hafi verið í bílstjórasætinu í þeim fyrri. Hann segir að allt annað verði uppi á teningnum á El Madrigal annað kvöld. 24.4.2006 16:06 Schwarzer úr leik Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer hjá Middlesbrough spilar væntanlega ekki meira með liði sínu á leiktíðinni eftir að hann brákaði kinnbein í undanúrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina. Þetta eru slæm tíðindi fyrir markvörðinn sterka og lið Boro, sem er komið langt í Evrópukeppni félagsliða. Meiðslin eiga þó ekki að setja strik í reikninginn fyrir Schwarzer fyrir HM í sumar, þar sem hann verður á milli stanganna hjá Áströlum. 24.4.2006 16:00 Campbell inn, Senderos út Arsenal hefur staðfest að miðvörðurinn Sol Campbell verði í byrjunarliðinu í síðari leiknum gegn Villarreal annað kvöld, en á móti kemur að Philippe Senderos verður líklega frá í þrjár vikur eftir að hann meiddist á hné í grannaslagnum við Tottenham á laugardaginn. 24.4.2006 15:52 New Jersey tapaði fyrsta leiknum New Jersey Nets varð í gærkvöld fyrsta liðið í úrslitakeppni NBA til að tapa leik á heimavelli þegar liðið tapaði naumlega fyrir Indiana Pacers 90-88. Vince Carter var stigahæstur í liði heimamanna með 31 stig og 13 fráköst, en hitti mjög illa í leiknum eins og aðrir lykilmenn liðsins. Stephen Jackson skoraði 18 stig fyrir Indiana. 24.4.2006 15:32 Rannóknir á félagsgerð hesta í íslenskum stóðum Í dag klukkan 17.15 mun Dr. Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor í líffræði við Kennaraháskóla Íslands flytja fyrirlestur sem hún nefnir; Rannóknir á félagsgerð hesta í íslenskum stóðum. Félagsgerð hópa byggist á samböndum á milli einstaklinga hópsins. Því er nauðsynlegt að greina virðingarraðir, þ.e. hver ríkir yfir hverjum og einnig hverjir bindast vináttuböndum. 24.4.2006 15:26 Þáttur um Monty Roberts á Vef TV Hestafrétta Einkaveisla var haldin fyrir Monty Roberts í Ármóti hjá Hafliða Halldórssyni daginn eftir sýningu hans sem haldin var á skírdag. Um 70 manns var boðið í þessa veislu og var sýning sett upp fyrir Hestahvíslarann og var þar samankomin rjóminn af knöpum landsins. 24.4.2006 15:11 Fysta kynbótasýning ársins Fyrsta kynbótasýningin var haldin síðastasliðin föstudag sem er jafnframst sú fyrsta og var hún haldin á Sauðárkróki. yfirlitssýning var síðan á laugardag. 24.4.2006 10:37 Leik Sevilla og Barcelona frestað Leik Sevilla og Barcelona í spænsku deildinni sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað vegna vatnselgs á vellinum. Mikil rekistefna var á vellinum í Sevilla í meira en klukkutíma á meðan verið var að ákveða hvort leikurinn ætti að fara fram. 23.4.2006 20:06 Real náðu að bjarga andlitinu Real Madrid rétt náðu að bjarga andlitinu á heimavelli á móti botnliði Malaga með marki frá Sergio Ramos á 90. mínútu. Malaga komst yfir snemma leiks með marki frá Bovio og héldu þeirri forystu allt fram á 67. mínútu þrátt fyrir mikla pressu frá Madrid. Þá skoraði Zidane úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Raúl innan teigs. Madrid fengu fjölmörg færi til að gera út um leikinn en Arnau í marki Malaga átti stórleik. Sergio Ramos náði hinsvegar að skalla í netið hjá Arnau undir lokin og fagnaði hann vel og innilega. Enginn meistarabragur var á stjörnum prýddu liði Madridinga í dag. 23.4.2006 18:54 David Villa með þrennu fyrir Valencia David Villa skoraði öll mörkin í 3-0 útisigri Valencia á böskunum í Athletic Bilbao í spænska boltanum í dag. Valencia treysti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Espanyol vann Real Betis 2-0 þrátt fyrir að Raúl Tamudo tækist að klúðra tveimur vítum í leiknum. Osasuna vann Mallorca 1-0 á útivelli, Getafe vann Racing Santander 3-1, sömuleiðis á útivelli og Cádiz og Deportivo gerðu 1-1 jafntefli. 23.4.2006 17:36 Harewood skaut West Ham í úrslitin Marlon Harewood kom West Ham yfir með glæsilegu marki á 78. mínútu í undanúrslitaleiknum gegn Middlesbrough og þar við sat. Boro átti meira í leiknum og sóttu án afláts eftir að West Ham komst yfir og áttu nokkur ákjósanleg færi en fótaskortur fyrir framan markið varð þeim að falli. Það eru því liðsmenn West Ham sem leika gegn Liverpool á Þúsaldarvellinum þann 13. maí. 23.4.2006 17:02 Ajax og Groeningen leika um Meistaradeildarsæti Ajax og Groeningen munu leika til úrslita um eitt laust sæti í forkeppni Meistaraeildar Evrópu. Ajax vann Feyenoord samtals 7-2 heima og að heiman og Groeningen lagði AZ Alkmaar 4-3 samanlagt. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi sérstaka úrslitakeppni liðanna í 2-5. sæti er haldin. AZ hafnaði í öðru sæti í deildinni 18 stigum ofar en Groeningen og eru eflaust svekktir með sjálfa sig. 23.4.2006 16:53 Harewood kemur West Ham yfir Marlon Harewood kom West Ham yfir með glæsilegu marki á 78. mínútu í undanúrslitaleiknum gegn Middlesbrough. Boro hafa verið sterkari aðilinn í leiknum. Ray Parlour og Massimo Maccarone eru komnir inn á í lið Boro sem freista þess að jafna fyrir leikslok. 23.4.2006 16:41 Enn markalaust hjá Boro og West Ham Enn er markalaust í undanúrslitaviðureign Middlesbrough og West Ham í enska bikarnum nú þegar leikmenn eru gengnir til búningsherbergja. Boromenn hafa verið líklegri til afreka en þó ekki átt nein dauðafæri. Mark Schwartzer markvörður Boro þurfti að fara meiddur af leikvelli eftir samstuð við Dean Ashton framherja West Ham. Bradley Jones varamarkvörður tók stöðu hans í liðinu. Heilum fimm mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn vegna tafa. 23.4.2006 15:32 Senderos ekki með gegn Villareal Svissneski miðvörðurinn Philippe Senderos verður líklega ekki með í seinni undanúrslitaleik Arsenal og Villareal í Meistaradeild Evrópu. Senderos fór meiddur af velli í jafnteflisleikk Arsenal og Tottenham í gær. Líklega verður Sol Campbell kallaður til að fylla skarð Senderos. Arsenal leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á heimavelli en eiga erfitt verkefni fyrir höndum. 23.4.2006 14:50 Middlesboro eða West Ham í úrslit? Í dag mætast lið Middlesboro og West Ham í síðari undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Villa Park í Birmingham. Liðið sem sigrar mætir Liverpool í úrslitum á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsendingin kl. 14:50. 23.4.2006 14:04 Markalaust hjá Celtic og Rangers Grannarnir og erkifjendurnir í Rangers og Celtic gerðu markalaust jafntefli á Celtic Park í dag í síðasta grannaslag tímabilsins. Bæði lið fengu sín tækifæri til að skora en alltaf vantaði herslumuninn. Celtic eru löngu búnir að tryggja sér titilinn en meistarar síðasta árs í Rangers eru í þriðja sæti, fimm stigum á eftir Hearts, en það þykir óásættanlegur árangur á þeim bænum. 23.4.2006 13:51 Schumacher vann á Imola Michael Schumacher vann góðan sigur í Formúla 1 kappakstrinum á Imola-brautinni í San-Marínó í dag. Schumacher var á ráspól fyrir keppnina og leiddi lengst af. Renault-ökumaðurinn og heimsmeistarinn Fernando Alonso þjarmaði vel að Scumacher lengst af og kom í mark örfáum sekúndum á eftir Schumacher: 23.4.2006 13:40 Engin óvænt úrslit Úrslittakeppnin fór vel af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum sem allir unnust á heimavelli. Lebron James átti stórleik í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni og var með þrefalda tvennu og leiddi Cleveland örugglega til sigurs. San Antonio hófu titilvörnina með sannfærandi 34 stiga sigri á Sacramento. 23.4.2006 12:12 Þorsteinn Logi vann Morgunblaðsskeifuna Skeifudagurinn var haldinn hátíðlegur Þann 22. apríl síðastliðin við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þennan dag, eins og verið hefur um áratuga skeið, kynna nemendur í hrossarækt árangur vetrarstarfsins. Þorsteinn Logi Einarsson frá Egilstaðakoti vann Morgunblaðsskeifuna en hún er veitt þeim nemanda sem stendur efstur á verklegum prófum í tamningum og gangtegundum yfir veturinn. 23.4.2006 10:48 Fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár Ingrid Maria Mathisen úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur er fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár. Hún sigraði Marianne Sigurðardóttur í fyrsta bardaga kvöldsins sem var í léttvigt yngri kvenna. Stefán Breiðfjörð var valinn besti boxari kvöldsins en hann sigraði Alexei Siggeirsson í hörkubardaga. 22.4.2006 20:25 Úrslit í boxinu á Sýn í kvöld Nú stendur yfir Íslandsmót í hnefaleikum - hið fyrsta í rúm 50 ár. Undankeppnin hefur staðið yfir á fimmtudegi og föstudegi og sjálf úrslitakeppnin verður í kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá úrslitunum og hefst útsendingin kl. 20. 22.4.2006 19:42 Liverpool í úrslit Liverpool eru komnir í úrslit enska FA-bikarsins eftir sætan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitaleik á Old Trafford í Manchester. 22.4.2006 18:12 Ciudad Real unnu á útivelli Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, unnu öruggan sigur á Portland San Antonio í fyrri leik liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta 25-19. Ólafur Stefánsson og Miza Dzomba skoruðu fimm mörk hvor og voru markahæstir en lykillinn að sigri Ciudad var sterkur varnarleikur. 22.4.2006 18:01 Framarar með vænlega stöðu Framarar unnu HK á Digranesi með 10 marka mun, 34 - 24 í DHL-deildinni í handbolta í dag. Framarar hafa því vænlega stöðu fyrir lokaumferðina. Haukar, sem eru með jafn mörg stig og Fram en lakari marrkatölu í innbyrðis viðureignum unnu líka sinn leik gegn Aftureldingu á Ásvöllum. Framarar geta tryggt sér titilinn með sigri á Víking/Fjölni sem eru næstneðsta sæti í lokaleiknum sem fer fram að viku liðinni. 22.4.2006 17:50 Drogba minnkar muninn Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði fyrsta markið í undanúrslitaleiknum gegn Chelsea með fallegu skoti úr aukaspyrnu á 21. mínútu. Liverpoolmenn mættu svo einbeittir í seinni hálfleikinn og á 54. mínútu bætti Louis Garcia við öðru marki fyrir Liverpool. Eftir að Liverpool höfðu svo virkað líklegri skoraði Didier Drogba fyrir Chelsea eftir mistök hjá Pepe Reina í marki Liverpool. Um tuttugu mínútur eru eftir af leiknum. 22.4.2006 16:37 Boltonmenn kjöldrógu Charlton Bolton unnu Charlton 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Charlton léku án Hermanns Hreiðarsonar sem er í banni. Newcastle létu fjarveru Alan Shearer ekki á sig fá og unnu W.B.A 3-0 á heimavelli. 22.4.2006 16:08 Chelsea - Liverpool að hefjast Undanúrslitaleikur Chelsea og Liverpool í enska bikarnum er að hefjast á Old Trafford í Manchester. Ljóst má telja að hart verður barist. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 22.4.2006 15:57 Wenger ósáttur með mark Tottenham Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal er ósáttur með leikmenn Tottenham vegna framgöngu þeirra þegar þeir skoruðu markið sem kom Tottenham yfir í leik liðanna í dag. Þegar Tottenham skoruðu lá bakvörðuinn Emmanuel Eboue í grasinu eftir samstuð við leikmann Tottenham. 22.4.2006 15:33 Veislan hefst í kvöld Úrslitakeppni NBA-deilarinnar hefst í kvöld með fjórum leikjum í sextán liða úrslitum. Menn spá mikið í hvaða lið komist alla leið og hvaða lið eigi eftir að koma á óvart og eru margir á því að Detroit og San Antonio muni leika til úrslita líkt og í fyrra. Leikur Wizards og Cavaliers er í beinni á Sýn í kvöld. 22.4.2006 14:19 Sjá næstu 50 fréttir
Stórskytta til ÍBV? Kvennalið ÍBV í handboltanum hefur átt í viðræðum við rúmensku stórskyttuna Alinu Petrache um að hún gangi til liðs við Eyjaliðið á næstu leíktíð. Petrache þessi leikur með Constanta og fór mikinn í tveimur leikjum liðsins gegn Valsstúlkum í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 25.4.2006 14:15
Eigum við ekki bara að tala íslensku? Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni, Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið í vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Eins og kunnugt er spilar landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson með liði AZ og segist Halldór hafa verið kunnugt um það áður en hann hélt utan. Það er þó ekki í frásögum færandi nema að þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Hollandi hafði Halldór ekki hugmynd um við hvern hann var að tala. 25.4.2006 14:15
Miami og Clippers í góðri stöðu Miami Heat og LA Clippers eru komin í góða stöðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA eftir sigra í gær. Miami Heat lagði Chicago 115-108 og náði 2-0 forystu í einvíginu eins og LA Clippers gegn Denver eftir 98-87 sigur á heimavelli í gær. 25.4.2006 13:38
Wenger er hræsnari Manuel Pellegrini, þjálfari Villarreal, lyfti orðastríðinu fyrir leik sinna manna gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld í nýjar hæðir í morgun með því að kalla Arsene Wenger, stjóra Arsenal, hræsnara. 25.4.2006 11:30
Mun hitta sérfræðing Forráðamenn Newcastle ætla að láta Kieron Dyer hitta sérfræðing í Bandaríkjunum til að vera öruggir um að hann verði klár í slaginn á næstu leiktíð. 25.4.2006 09:30
Liðið nú er jafngott og liðið 1966 Wayne Rooney, sóknarmaður Man. Utd. og enska landsliðsins, segir að núverandi landsliðshópur Englands sé ekki síðri en sá sem varð heimsmeistari árið 1966. 25.4.2006 09:16
Fulham lagði Wigan Fulham tryggði áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið lagði baráttuglaða nýliða Wigan á heimavelli sínum 1-0. Það var Steed Malbranque sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og máttu heimamenn teljast heppnir að sleppa frá leiknum með stigin þrjú. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt útaf á 72. mínútu. 24.4.2006 21:03
Úrslit Opna töltmóts hestamannafélagsins Hornfirðings Opið töltmót hestamannafélagsins Hornfirðings og SpHorn fór fram í blíðskaparveðri við Stekkhól sl laugardag. Þáttaka var góð í mótinu og menn flestir ágætlega ríðandi. Dómarar á mótinu voru Sigríkur Jónsson, Svanhildur Hall og Magnús Lárusson. 24.4.2006 21:01
Fulham yfir gegn Wigan Heiðar Helguson og félagar í Fulham hafa yfir 1-0 gegn Wigan í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni þegar flautað hefur verið til leikhlés á Craven Cottage. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í kvöld en það var Steed Malbranque sem skoraði eina mark leiksins rétt áður en flautað var til hlés. Fulham tryggir formlega veru sína í úrvalsdeild með sigri í kvöld. 24.4.2006 19:55
Artest og Haslem í bann Ron Artest hjá Sacramento Kings og Udonis Haslem hjá Miami Heat voru í dag dæmdir í eins leiks bann af aganefnd NBA deildarinnar eftir að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur í fyrstu leikjum liða sinna í úrslitakeppninni. Annar leikur Miami Heat og Chicago Bulls verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í nótt. 24.4.2006 19:45
Tainio meiddur Finnski baráttuhundurinn Teemu Tainio hjá Tottenham gæti misst af tveimur síðustu leikjum liðsins í tímabilinu, en grunur leikur á um að hann sé tábrotinn eftir viðureignina við Arsenal á laugardaginn. Tottenham er í nokkuð miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna fyrir tvo síðustu leikina í deildinni, en ef liðið vinnur þá báða tryggir það sér meistaradeildarsæti á næsta tímabili - nema Arsenal vinni meistaradeildina í vor. 24.4.2006 17:45
Nadal lagði Federer Spænski táningurinn Rafael Nadal vann um helgina það afrek að sigra efsta tennisleikara heims Roger Federer í úrslitum opna meistaramótsins í Monte Carlo. Nadal hafði sigur í þremur settum gegn einu, 6-1, 6-7, 6-3 og 7-6. Leikurinn fór fram á malarvelli, en þar er Nadal nær ósigrandi. Þetta var aðeins annað tap Federer á árinu og komu þau bæði gegn hinum 19 ára gamla Spánverja. 24.4.2006 17:30
Glazer laus af sjúkrahúsi eftir heilablóðfall Malcom Glazer, eigandi Manchester United, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi í Flórida eftir að hafa fengið heilablóðfall um páskana. Glazer, sem er 78 ára gamall, keypti Manchester United fyrir 790 milljónir punda í fyrra við lítinn fögnuð stuðningsmanna liðsins á Englandi. Glazer á að sögn erfitt með mál og getur lítið hreyft aðra höndina enn sem komið er, en á að vera á ágætum batavegi. 24.4.2006 17:21
Verður Roader ráðinn til frambúðar? Breskir fjölmiðlar eru farnir að leiða líkum að því að Glenn Roader verði boðin staða knattspyrnustjóra Newcastle til frambúðar, en hann hefur náð frábærum árangri sem afleysingastjóri liðsins síðan Graeme Souness var látinn fara á sínum tíma. Newcastle hefur unnið fimm leiki í röð í deildinni og er skyndilega komið í harða keppni um Evrópusæti. 24.4.2006 17:15
Neitar að tala um enska landsliðið Brasilíski þjálfarinn Luiz Scolari þvertekur fyrir að hafa átt í viðræðum við enska knattspyrnusambandið um að taka við enska landsliðinu eftir að Sven-Göran Eriksson hættir í sumar. Scolari segist upp með sér að vera nefndur til sögunnar í sambandi við starfið, en bendir á að hann einbeiti sér eingöngu að portúgalska landsliðinu fram yfir HM. 24.4.2006 16:45
Við erum klárir í slaginn Diego Forlan, framherji Villarreal, segir sína menn eiga nóg inni fyrir síðari leikinn gegn Arsenal annað kvöld en viðurkennir að Arsenal hafi verið í bílstjórasætinu í þeim fyrri. Hann segir að allt annað verði uppi á teningnum á El Madrigal annað kvöld. 24.4.2006 16:06
Schwarzer úr leik Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer hjá Middlesbrough spilar væntanlega ekki meira með liði sínu á leiktíðinni eftir að hann brákaði kinnbein í undanúrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina. Þetta eru slæm tíðindi fyrir markvörðinn sterka og lið Boro, sem er komið langt í Evrópukeppni félagsliða. Meiðslin eiga þó ekki að setja strik í reikninginn fyrir Schwarzer fyrir HM í sumar, þar sem hann verður á milli stanganna hjá Áströlum. 24.4.2006 16:00
Campbell inn, Senderos út Arsenal hefur staðfest að miðvörðurinn Sol Campbell verði í byrjunarliðinu í síðari leiknum gegn Villarreal annað kvöld, en á móti kemur að Philippe Senderos verður líklega frá í þrjár vikur eftir að hann meiddist á hné í grannaslagnum við Tottenham á laugardaginn. 24.4.2006 15:52
New Jersey tapaði fyrsta leiknum New Jersey Nets varð í gærkvöld fyrsta liðið í úrslitakeppni NBA til að tapa leik á heimavelli þegar liðið tapaði naumlega fyrir Indiana Pacers 90-88. Vince Carter var stigahæstur í liði heimamanna með 31 stig og 13 fráköst, en hitti mjög illa í leiknum eins og aðrir lykilmenn liðsins. Stephen Jackson skoraði 18 stig fyrir Indiana. 24.4.2006 15:32
Rannóknir á félagsgerð hesta í íslenskum stóðum Í dag klukkan 17.15 mun Dr. Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor í líffræði við Kennaraháskóla Íslands flytja fyrirlestur sem hún nefnir; Rannóknir á félagsgerð hesta í íslenskum stóðum. Félagsgerð hópa byggist á samböndum á milli einstaklinga hópsins. Því er nauðsynlegt að greina virðingarraðir, þ.e. hver ríkir yfir hverjum og einnig hverjir bindast vináttuböndum. 24.4.2006 15:26
Þáttur um Monty Roberts á Vef TV Hestafrétta Einkaveisla var haldin fyrir Monty Roberts í Ármóti hjá Hafliða Halldórssyni daginn eftir sýningu hans sem haldin var á skírdag. Um 70 manns var boðið í þessa veislu og var sýning sett upp fyrir Hestahvíslarann og var þar samankomin rjóminn af knöpum landsins. 24.4.2006 15:11
Fysta kynbótasýning ársins Fyrsta kynbótasýningin var haldin síðastasliðin föstudag sem er jafnframst sú fyrsta og var hún haldin á Sauðárkróki. yfirlitssýning var síðan á laugardag. 24.4.2006 10:37
Leik Sevilla og Barcelona frestað Leik Sevilla og Barcelona í spænsku deildinni sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað vegna vatnselgs á vellinum. Mikil rekistefna var á vellinum í Sevilla í meira en klukkutíma á meðan verið var að ákveða hvort leikurinn ætti að fara fram. 23.4.2006 20:06
Real náðu að bjarga andlitinu Real Madrid rétt náðu að bjarga andlitinu á heimavelli á móti botnliði Malaga með marki frá Sergio Ramos á 90. mínútu. Malaga komst yfir snemma leiks með marki frá Bovio og héldu þeirri forystu allt fram á 67. mínútu þrátt fyrir mikla pressu frá Madrid. Þá skoraði Zidane úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Raúl innan teigs. Madrid fengu fjölmörg færi til að gera út um leikinn en Arnau í marki Malaga átti stórleik. Sergio Ramos náði hinsvegar að skalla í netið hjá Arnau undir lokin og fagnaði hann vel og innilega. Enginn meistarabragur var á stjörnum prýddu liði Madridinga í dag. 23.4.2006 18:54
David Villa með þrennu fyrir Valencia David Villa skoraði öll mörkin í 3-0 útisigri Valencia á böskunum í Athletic Bilbao í spænska boltanum í dag. Valencia treysti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Espanyol vann Real Betis 2-0 þrátt fyrir að Raúl Tamudo tækist að klúðra tveimur vítum í leiknum. Osasuna vann Mallorca 1-0 á útivelli, Getafe vann Racing Santander 3-1, sömuleiðis á útivelli og Cádiz og Deportivo gerðu 1-1 jafntefli. 23.4.2006 17:36
Harewood skaut West Ham í úrslitin Marlon Harewood kom West Ham yfir með glæsilegu marki á 78. mínútu í undanúrslitaleiknum gegn Middlesbrough og þar við sat. Boro átti meira í leiknum og sóttu án afláts eftir að West Ham komst yfir og áttu nokkur ákjósanleg færi en fótaskortur fyrir framan markið varð þeim að falli. Það eru því liðsmenn West Ham sem leika gegn Liverpool á Þúsaldarvellinum þann 13. maí. 23.4.2006 17:02
Ajax og Groeningen leika um Meistaradeildarsæti Ajax og Groeningen munu leika til úrslita um eitt laust sæti í forkeppni Meistaraeildar Evrópu. Ajax vann Feyenoord samtals 7-2 heima og að heiman og Groeningen lagði AZ Alkmaar 4-3 samanlagt. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi sérstaka úrslitakeppni liðanna í 2-5. sæti er haldin. AZ hafnaði í öðru sæti í deildinni 18 stigum ofar en Groeningen og eru eflaust svekktir með sjálfa sig. 23.4.2006 16:53
Harewood kemur West Ham yfir Marlon Harewood kom West Ham yfir með glæsilegu marki á 78. mínútu í undanúrslitaleiknum gegn Middlesbrough. Boro hafa verið sterkari aðilinn í leiknum. Ray Parlour og Massimo Maccarone eru komnir inn á í lið Boro sem freista þess að jafna fyrir leikslok. 23.4.2006 16:41
Enn markalaust hjá Boro og West Ham Enn er markalaust í undanúrslitaviðureign Middlesbrough og West Ham í enska bikarnum nú þegar leikmenn eru gengnir til búningsherbergja. Boromenn hafa verið líklegri til afreka en þó ekki átt nein dauðafæri. Mark Schwartzer markvörður Boro þurfti að fara meiddur af leikvelli eftir samstuð við Dean Ashton framherja West Ham. Bradley Jones varamarkvörður tók stöðu hans í liðinu. Heilum fimm mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn vegna tafa. 23.4.2006 15:32
Senderos ekki með gegn Villareal Svissneski miðvörðurinn Philippe Senderos verður líklega ekki með í seinni undanúrslitaleik Arsenal og Villareal í Meistaradeild Evrópu. Senderos fór meiddur af velli í jafnteflisleikk Arsenal og Tottenham í gær. Líklega verður Sol Campbell kallaður til að fylla skarð Senderos. Arsenal leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á heimavelli en eiga erfitt verkefni fyrir höndum. 23.4.2006 14:50
Middlesboro eða West Ham í úrslit? Í dag mætast lið Middlesboro og West Ham í síðari undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Villa Park í Birmingham. Liðið sem sigrar mætir Liverpool í úrslitum á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsendingin kl. 14:50. 23.4.2006 14:04
Markalaust hjá Celtic og Rangers Grannarnir og erkifjendurnir í Rangers og Celtic gerðu markalaust jafntefli á Celtic Park í dag í síðasta grannaslag tímabilsins. Bæði lið fengu sín tækifæri til að skora en alltaf vantaði herslumuninn. Celtic eru löngu búnir að tryggja sér titilinn en meistarar síðasta árs í Rangers eru í þriðja sæti, fimm stigum á eftir Hearts, en það þykir óásættanlegur árangur á þeim bænum. 23.4.2006 13:51
Schumacher vann á Imola Michael Schumacher vann góðan sigur í Formúla 1 kappakstrinum á Imola-brautinni í San-Marínó í dag. Schumacher var á ráspól fyrir keppnina og leiddi lengst af. Renault-ökumaðurinn og heimsmeistarinn Fernando Alonso þjarmaði vel að Scumacher lengst af og kom í mark örfáum sekúndum á eftir Schumacher: 23.4.2006 13:40
Engin óvænt úrslit Úrslittakeppnin fór vel af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum sem allir unnust á heimavelli. Lebron James átti stórleik í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni og var með þrefalda tvennu og leiddi Cleveland örugglega til sigurs. San Antonio hófu titilvörnina með sannfærandi 34 stiga sigri á Sacramento. 23.4.2006 12:12
Þorsteinn Logi vann Morgunblaðsskeifuna Skeifudagurinn var haldinn hátíðlegur Þann 22. apríl síðastliðin við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þennan dag, eins og verið hefur um áratuga skeið, kynna nemendur í hrossarækt árangur vetrarstarfsins. Þorsteinn Logi Einarsson frá Egilstaðakoti vann Morgunblaðsskeifuna en hún er veitt þeim nemanda sem stendur efstur á verklegum prófum í tamningum og gangtegundum yfir veturinn. 23.4.2006 10:48
Fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár Ingrid Maria Mathisen úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur er fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár. Hún sigraði Marianne Sigurðardóttur í fyrsta bardaga kvöldsins sem var í léttvigt yngri kvenna. Stefán Breiðfjörð var valinn besti boxari kvöldsins en hann sigraði Alexei Siggeirsson í hörkubardaga. 22.4.2006 20:25
Úrslit í boxinu á Sýn í kvöld Nú stendur yfir Íslandsmót í hnefaleikum - hið fyrsta í rúm 50 ár. Undankeppnin hefur staðið yfir á fimmtudegi og föstudegi og sjálf úrslitakeppnin verður í kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá úrslitunum og hefst útsendingin kl. 20. 22.4.2006 19:42
Liverpool í úrslit Liverpool eru komnir í úrslit enska FA-bikarsins eftir sætan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitaleik á Old Trafford í Manchester. 22.4.2006 18:12
Ciudad Real unnu á útivelli Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, unnu öruggan sigur á Portland San Antonio í fyrri leik liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta 25-19. Ólafur Stefánsson og Miza Dzomba skoruðu fimm mörk hvor og voru markahæstir en lykillinn að sigri Ciudad var sterkur varnarleikur. 22.4.2006 18:01
Framarar með vænlega stöðu Framarar unnu HK á Digranesi með 10 marka mun, 34 - 24 í DHL-deildinni í handbolta í dag. Framarar hafa því vænlega stöðu fyrir lokaumferðina. Haukar, sem eru með jafn mörg stig og Fram en lakari marrkatölu í innbyrðis viðureignum unnu líka sinn leik gegn Aftureldingu á Ásvöllum. Framarar geta tryggt sér titilinn með sigri á Víking/Fjölni sem eru næstneðsta sæti í lokaleiknum sem fer fram að viku liðinni. 22.4.2006 17:50
Drogba minnkar muninn Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði fyrsta markið í undanúrslitaleiknum gegn Chelsea með fallegu skoti úr aukaspyrnu á 21. mínútu. Liverpoolmenn mættu svo einbeittir í seinni hálfleikinn og á 54. mínútu bætti Louis Garcia við öðru marki fyrir Liverpool. Eftir að Liverpool höfðu svo virkað líklegri skoraði Didier Drogba fyrir Chelsea eftir mistök hjá Pepe Reina í marki Liverpool. Um tuttugu mínútur eru eftir af leiknum. 22.4.2006 16:37
Boltonmenn kjöldrógu Charlton Bolton unnu Charlton 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Charlton léku án Hermanns Hreiðarsonar sem er í banni. Newcastle létu fjarveru Alan Shearer ekki á sig fá og unnu W.B.A 3-0 á heimavelli. 22.4.2006 16:08
Chelsea - Liverpool að hefjast Undanúrslitaleikur Chelsea og Liverpool í enska bikarnum er að hefjast á Old Trafford í Manchester. Ljóst má telja að hart verður barist. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 22.4.2006 15:57
Wenger ósáttur með mark Tottenham Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal er ósáttur með leikmenn Tottenham vegna framgöngu þeirra þegar þeir skoruðu markið sem kom Tottenham yfir í leik liðanna í dag. Þegar Tottenham skoruðu lá bakvörðuinn Emmanuel Eboue í grasinu eftir samstuð við leikmann Tottenham. 22.4.2006 15:33
Veislan hefst í kvöld Úrslitakeppni NBA-deilarinnar hefst í kvöld með fjórum leikjum í sextán liða úrslitum. Menn spá mikið í hvaða lið komist alla leið og hvaða lið eigi eftir að koma á óvart og eru margir á því að Detroit og San Antonio muni leika til úrslita líkt og í fyrra. Leikur Wizards og Cavaliers er í beinni á Sýn í kvöld. 22.4.2006 14:19