Fleiri fréttir Íhugar að fjárfesta í liði Shelbourne Lögmaðurinn heimsþekkti Giovanni di Stefano, sem hefur unnið sér það helst til frægðar að vera verjandi þeirra Saddam Hussein og Slobodan Milosevic, hefur hug á að fjárfesta í írska knattspyrnuliðinu Shelbourne. Di Stefano mun hyggst nýta sér viðskiptasambönd sín til að verða sér út um sterka leikmenn frá Ítalíu og Englandi - og setur stefnuna á meistaradeildina. 21.4.2006 21:15 Sloan verður áfram með Utah Jazz Hinn gamalreyndi þjálfari Utah Jazz, harðjaxlinn Jerry Sloan, tilkynnti í dag að hann ætlaði að halda áfram að þjálfa liðið á næsta tímabili. Það verður þá 19. árið sem hann þjálfar liðið og hefur enginn þjálfari í neinni af stóru atvinnuíþróttunum í Bandaríkjunum verið nálægt því eins lengi við stjórnvölinn hjá sama liði og Sloan. Utah komst ekki í úrslitakeppnina í ár en endaði með 50% vinningshlutfall. 21.4.2006 20:15 Staðan í Meistaradeild VÍS Allt er járn í járn í stigasöfnun til Meistaratignar í Meistareild VÍS 2006 og vonlaust að spá fyrir um sigurvegara enda 20 stig eftir í pottinum. Segja má að efstu sex knapar eigi allir möguleika á sigri ef hlutirnar ganga upp eftir tvær vikur í skeiðinu. Einnig má geta þess að hart er barist um laus sæti í Meistaradeildinni að ári en 12 efstu knapar öðlast. 21.4.2006 18:49 Íslandsmótið um helgina Íslandsmótið í kraftlyftingum fer fram í Garðaskóla í Garðabæ klukkan 13 á morgun þar sem allir hörðustu kratlyftingamenn landsins munu leiða saman hesta sína. Á meðal keppenda má nefna sjálfan Auðunn Jónsson sem gerði heldur betur gott mót í fyrra þegar hann setti Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og samanlögðu í þyngsta flokknum. 21.4.2006 18:45 Cole verður ekki með á morgun Bakvörðurinn Ashley Cole verður ekki í leikmannahópi Arsenal á morgun þegar liðið tekur á móti grönnum sínum í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, en Arsene Wenger segir líklegt að Cole muni jafnvel spila tvo síðustu leiki liðsins í deildinni. Cole hefur aðeins spilað tíu leiki með liði sínu í vetur vegna meiðsla, en vonast eftir sæti í HM-hóp Englands í sumar og þarf því vitanlega að sanna sig á lokasprettinum í úrvalsdeildinni. 21.4.2006 18:30 Roader stýrir Newcastle út leiktíðina Glenn Roader, afleysingastjóri Newcastle, fékk í dag leyfi frá enska knattspyrnusambandinu til að stýra liðinu út leiktíðina. Roader hefur náð fínum árangri með liðið síðan hann tók við af Graeme Souness í vetur, en hann hefur ekki tilskilin leyfi til að stýra liði í úrvalsdeildinni og því þurfti hann að fá undanþágu sem nú hefur verið samþykkt. 21.4.2006 18:00 Rúrik í hópnum hjá Charlton Rúrik Gíslason er í 18 manna hóp Charlton fyrir leik liðsins á morgun þegar það sækir Bolton heim í ensku úrvalsdeildinn. Ekki kemur þó í ljós fyrr en á morgun hvort Rúrik verður á varamannabekk liðsins, en hann hefur náð sér ágætlega á strik með varaliði félagsins að undanförnu. Hermann Hreiðarsson verður sem kunnugt er í leikbanni út leiktíðina. 21.4.2006 17:30 Við erum sigurstranglegri Villingurinn Ron Artest hélt því blákalt fram á dögunum að hann væri að eigin mati besti leikmaður í NBA deildinni, en jafnan er stutt í stórar yfirlýsingar hjá kappanum. Nú hefur hann tjáð sig um einvígi Sacramento gegn meisturum San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina og segir Artest sína menn vera í alla staði sigurstranglegri. 21.4.2006 16:45 Eiður ekki með gegn Liverpool Jose Mourinho er í nokkrum vandræðum með að manna miðjuna hjá sér fyrir undanúrslitaviðureignina við Liverpool í enska bikarnum á morgun. Eiður Smári Guðjohnsen getur ekki leikið með Chelsea vegna veikinda, Michael Essien á við hnémeiðsli að stríða og Maniche er í leikbanni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn á morgun og hefst útsending klukkan 15:50. 21.4.2006 16:25 Fyrsti leikur Heinze á morgun? Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Heinze verður líklega með varaliði Manchester United sem mætir varaliði Aston Villa á morgun, en það yrði fyrsti heili leikurinn sem hann spilaði síðan hann meiddist illa á hné síðastliðið haust. Heinze hefur enn ekki gefið upp alla von um að vinna sér sæti í argentínska landsliðinu fyrir HM í sumar. 21.4.2006 16:15 Chelsea spilar í Bandaríkjunum í sumar Englandsmeistarar Chelsea munu spila æfingaleiki í Bandaríkjunum í sumar til að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Enska liðið mun meðal annars spila æfingaleik við sérstakt úrvalslið úr efstu deildinni þar í landi og er leikurinn settur 5. ágúst. "Ég er mjög ánægður með að fara aftur til Bandaríkjanna og það er fínn undirbúningur spila þar og undirbúa sig fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni," sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea. 21.4.2006 15:30 Owen verður í hópnum á morgun Framherjinn Michael Owen verður mjög óvænt í leikmannahópi Newcastle á morgun þegar liðið mætir West Brom í ensku úrvalsdeildinni. Ekki var reiknað með að Owen spilaði nema í besta falli síðasta leik liðsins á tímabilinu eftir erfið meiðsli, en nú er útlit fyrir að hann fái jafnvel að spreyta sig með liði sínu á morgun. Owen á fyrir höndum erfitt verkefni til að sanna form sitt fyrir landsliðsþjálfaranum Sven-Göran Eriksson fyrir HM í sumar. 21.4.2006 14:58 Alonso og Schumacher náðu bestum tíma á Imola Keppinautarnir Fernando Alonso hjá Renault og Michael Schumacher hjá Ferrari náðu besta tímanum á seinni æfingunni fyrir San Marino-kappaksturinn á Imola brautinni í dag. Schumacher náði besta tímanum á fyrstu æfingunum í morgun, en þriðja besta tímanum á síðari æfingunni náði Felipe Massa. 21.4.2006 14:45 Bryant stigakóngur Nú þegar deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum er lokið, er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í einstaka tölfræðiþáttum í vetur. Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers hirti stigakóngstitilinn með miklum yfirburðum og var með hæsta meðalskor leikmanns í deildinni í heil 20 ár. Bryant skoraði 35,4 stig að meðaltali í leik, það mesta síðan Michael Jordan skoraði 37 stig að meðaltali fyrir tveimur áratugum. 21.4.2006 14:15 Sigurður áfram í Keflavík Keflvíkingar hafa framlengt samning við þjálfara sinn Sigurð Ingimundarson og mun hann því stýra liðinu áfram næsta vetur. Lið Keflavíkur olli nokkrum vonbrigðum í vor þegar það féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins, en þar á bæ þykir það ekki góður árangur. Keflvíkingar hafa þó ákveðið að blása til sóknar undir stjórn Sigurðar næsta vetur og ætla sér eflaust að endurheimta titilinn af grönnum sínum í Njarðvík. 21.4.2006 14:11 Mikilvægasti grannaslagur Arsenal og Tottenham til þessa Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal, segir að grannaslagur erkifjendanna Arsenal og Tottenham í Norður-Lundúnum á morgun, sé stærsti og mikilvægasti leikur liðanna til þessa. Liðin mætast í síðasta skipti á Highbury á morgun í leik sem fer langt með að skera úr um hvort liðið hreppir sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 21.4.2006 13:45 Ég fer ekki frá Liverpool Steven Gerrard hefur nú tjáð sig um þann orðróm sem hefur verið á kreiki undanfarna daga um að spænska stórliðið Real Madrid ætli að bjóða í hann í sumar og segist kappinn vera ánægður hjá Liverpool. "Ég ætla ekki að ganga aftur í gegn um það sem ég gekk í gegn um síðasta sumar og ég fer ekki frá Liverpool fyrr en einhver segir mér að fara," sagði Gerrard, sem var nálægt því að ganga til liðs við Chelsea í fyrra. 21.4.2006 13:15 Bárður tekur við ÍR Bárður Eyþórsson hefur gert fjögurra ára samning við körfuknattleiksdeild ÍR og mun sjá um þjálfun liðsins frá og með næsta vetri. Bárður hefur stýrt liði Snæfells undanfarin fimm ár með góðum árangri en er nú kominn í Breiðholtið og ætlar liðinu að vera í toppbaráttunni næsta vetur. 21.4.2006 11:49 Ferillinn líklega á enda Fréttavefur BBC telur nokkuð víst að ferli framherjans Alan Shearer hjá Newcastle sé lokið, því hann hefur heimildir fyrir því að markvörðurinn Shay Given hafi verið gerður að fyrirliða liðsins út tímabilið og þykir það benda til þess að meiðsli Shearer séu það alvarleg að hann nái ekki að spila meira á leiktíðinni. Hann fer í aðra myndatöku hjá læknum í dag, en þar fæst endanleg niðurstaða um ástand hans. 21.4.2006 10:56 Þorvaldur Árni sigrar fimmgang í Meistaradeild VÍS Það var Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Þokki frá Kýrholti sem sigruðu fimmganginn í Meistaradeild VÍS í gærkveldi. Viðar Ingólfsson á Riddara frá Krossi náði öðru sæti og Sigurður Sigurðarson á Skuggabaldri endaði í því þriðja. Ísleifur og Svalur frá Blönduhlíð áttu magnaða sýningu, en þeir riðu úr 10. sæti í B úrslitum uppí 4. sæti í A úrslit. 21.4.2006 00:19 Slæmt gengi hjá KR "Ég hef ekki áhyggjur af gengi okkar þrátt fyrir að vissulega geti ég ekki verið sáttur með árangur okkar til þessa. Óheppni spilar inn í þar sem við höfum verið að spila með en ekki fengið úrslitin með okkur," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR við Fréttablaðið í gær en liðið tapaði í lokaleik deildabikarsins í gær fyrir 1. deildarliði Fram, 3-2. 21.4.2006 00:01 Þakklátur Guði fyrir hnefaleikana Íslandsmótið í hnefaleikum fer fram um helgina. Meðal keppenda er hinn 18 ára gamli Sigurjón Arnórsson sem lærði box af afa sínum, Matthíasi Matthíassyni, sem 81 árs að aldri er enn að æfa hnefaleika. 21.4.2006 00:01 Biður Uefa að breyta reglum Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspurs hefur sent evrópska knattspyrnusambandinu beiðni um að reglunum um Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni verði breytt, en svo gæti farið að Tottenham kæmist ekki í hina eftirsóttu Meistaradeild á næsta tímabili þó svo að liðið nái fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni í vor. 20.4.2006 21:46 Jafnt hjá Schalke og Sevilla Þýska liðið Schalke gerði í kvöld markalaust jafntefli við spænska liðið Sevilla í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í Evrópukeppni félagsliða, en leikurinn fór fram í Þýskalandi. Það er því ljóst að Þjóðverjarnir eiga erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni í næstu viku. 20.4.2006 20:34 Boro tapaði í Rúmeníu Middlesbrough þurfti að sætta sig við 1-0 ósigur í fyrri leik liðsins gegn Steua frá Búkarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en leikið var í Rúmeníu. Heimamenn skoruðu eina mark leiksins á 29. mínútu og máttu gestirnir þakka markverði sínum Mark Schwarzer að fara aðeins einu marki undir í síðari leikinn á Englandi. 20.4.2006 19:55 Middlesbrough undir í Rúmeníu Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough er undir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri viðureign liðsins við Steua Búkarest í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða, en leikurinn fer fram í Rúmeníu. Það var Nicolae Dicu sem skoraði mark heimamanna á 30. mínútu. Leikur Schalke og Sevilla í sömu keppni er nýhafinn og þar er staðan 0-0. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi. 20.4.2006 18:44 Real Madrid er að hrynja til grunna Ramon Calderon, framkvæmdastjóri Real Madrid, vandar settum forseta félagsins ekki kveðjurnar í nýlegu viðtali og segir félagið vera að hrynja. Hann segir forseta félagsins ekki starfi sínu vaxinn og bendir á að áríðandi sé að nýr forseti verði kjörinn sem fyrst og þá af yfirlögðu ráði af stjórn félagsins. 20.4.2006 17:45 Tiger Woods ætlar að taka sér frí Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, ætlar að taka sér frí frá golfíþróttinni um óákveðinn tíma til að vera veikum föður sínum innan handar í baráttunni við krabbamein. Woods hefur ekki gefið upp hvenær hann snýr aftur, en segist þó vonast til að geta verið með á US Open í júní. Woods er nú staddur á Nýja-Sjálandi þar sem hann var viðstaddur brúðkaup kylfusveins síns. 20.4.2006 17:15 Eigum skilið að komast í Meistaradeildina Martin Jol, stjóri Tottenham, undirbýr lið sitt nú fyrir mikilvægasta leik þess á síðustu árum. Tottenham sækir granna sína í Arsenal heim á Highbury á laugardaginn í leik sem mun ráða miklu um hvort liðið hafnar í fjórða sæti deildarinnar og kemst í Meistaradeildina á næsta tímabili. 20.4.2006 16:46 Owen spilar í mesta lagi einn leik Nú er ljóst að sæti framherjans Michael Owen í enska landsliðinu á HM í sumar hangir á bláþræði, því Glenn Roader stjóri Newcastle segir að Owen muni líklega ekki ná að spila nema í mesta lagi einn leik fyrir Newcastle það sem eftir er af tímabilinu. 20.4.2006 16:11 Úrslitakeppnin hefst á laugardagskvöld Úrslitakeppnin í NBA deildinni í körfubolta hefst á laugardagskvöldið og hægt verður að fylgjast náið með gangi mála í beinum útsendingum á Sýn og NBA TV á Digital Ísland. Þegar hefur verið staðfest að fyrsti leikur Phoenix Suns og Los Angeles Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á sunnudagskvöldið um klukkan tíu. Hér fyrir neðan gefur að líta yfirlit yfir hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 20.4.2006 15:45 Samningar eru ekki í höfn Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack segir að fréttir ZDF í gær þess efnis að hann sé búinn að samþykkja samningstilboð frá Chelsea séu þvættingur. Umboðsmaður hans tekur í sama streng og neitar alfarið að búið sé að skrifa undir eitt eða neitt - en segir þó að samingaviðræður gangi vel og reiknar með að allt verði í höfn fyrir HM í sumar eins og fyrirhugað var. 20.4.2006 14:32 Pires staðfestir samningstilboð frá Villarreal Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal hefur nú staðfest að andstæðingar Arsenal í Meistaradeildinni, spænska liðið Villarreal, hafi boðið honum tveggja ára samning. Pires er með lausan samning í sumar og verður þá frjálst að skipta um félag, en hann vill samt helst vera áfram í herbúðum Arsenal. Þar á bæ vilja menn hinsvegar aðeins bjóða honum eins árs samning - en Pires sækist eftir tveggja ára samningi. 20.4.2006 14:28 Gerrard fer ekki til Real Madrid Rafa Benitez segir að ekkert sé til í þeim fregnum að Steven Gerrard muni ganga til liðs við spænska stórliðið Real Madrid í sumar og segir fyrirliðann alls ekki til sölu. Forráðamenn Real hafa ekki farið leynt með áhuga sinn á Gerrard í spænskum fjölmiðlum síðustu daga. "Málið er mjög einfalt - Gerrard er ekki til sölu," sagði Benitez. 20.4.2006 14:23 Deildarkeppninni lokið Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. 20.4.2006 12:53 Arsenal lagði Villarreal Arsenal lagði Villarreal 1-0 í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Kolo Toure sem skoraði mark heimamanna á 41. mínútu í síðasta Evrópuleik Arsenal á Highbury. Það er því ljóst að allt getur gerst í síðari leiknum sem fram fer á Spáni í næstu viku. 19.4.2006 20:41 Mikið eftir af þessu einvígi Arsene Wenger var sáttur við sigurinn á Villarreal í Meistaradeildinni í kvöld, en sagði sína menn hafa verið of stressaða til að ná að bæta við öðru marki í leiknum - það hefði verið óskastaða fyrir síðari leikinn á Spáni í næstu viku. 19.4.2006 21:47 Minnesota tekur á móti Memphis Í nótt fer fram síðasta umferðin í deildarkeppninni í NBA deildinni. Leikur Minnesota Timberwolves og Memphis Grizzlies verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland og hefst klukkan 12 á miðnætti. Í kvöld ræðst svo endanlega hver uppröðun liða verður í úrslitakeppninni, þar sem Memphis verður í eldlínunni en leikmenn Minnesota fara í sumarfrí eftir leik kvöldsins. 19.4.2006 21:45 Ballack hefur samþykkt fjögurra ára samning við Chelsea Þýska stöðin ZDF heldur því fram í dag að hún hafi heimildir fyrir því að þýski miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Bayern Munchen sé þegar búinn að samþykkja fjögurra ára samning við Englandsmeistara Chelsea og segir að nú eigi aðeins eftir að skrifa undir samninginn. Forráðamenn Chelsea hafa ekki fengist til að tjá sig um málið frekar en umboðsmaður hins 29 ára gamla leikmanns. 19.4.2006 21:29 Sigurinn gefur okkur von Steve Bruce hrósaði varamanni sínum Mikael Forssell í hástert eftir að framherjinn finnski skoraði sigurmark Birmingham gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. "Þetta mark sem hann skoraði gæti hafa verið mikilvægasta mark félagsins í langan tíma, en það á eftir að koma í ljós á næstu dögum. Fyrir viku óttaðist ég að við værum búnir að vera, en strákarnir hafa sýnt frábæra baráttu og nú erum við komnir í ágæta stöðu til að bjarga sæti okkar í úrvalsdeildinni," sagði Bruce. 19.4.2006 21:20 United verður á toppnum á næstu árum Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United segir að eftir tvö ár í skugga Chelsea og Arsenal, muni United aftur verða á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. 19.4.2006 21:15 Dirk Nowitzki tekur við verðlaunum í kvöld Þýski framherjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks var kjörinn besti leikmaður ársins 2005 af FIBA og mun hann taka við verðlaunum fyrir lokaleik Dallas Mavericks í deildarkeppninni í kvöld. Nowitzki bar þýska landsliðið á herðum sér í Evrópukeppni landsliða síðasta sumar og var vel að titlinum kominn. Hann þykir einnig koma sterklega til greina með að verða valinn verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni í ár. 19.4.2006 21:05 Dýrmætur sigur Birmingham Lærisveinar Steve Bruce í Birmingham unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Blackburn 2-1 á heimavelli sínum St. Andrews í kvöld og halda þar með í vonina um að forðast fall í fyrstu deildina. Nicky Butt kom heimamönnum yfir í leiknum, en fyrrum leikmaður Birmingham Robbie Savage jafnaði metin fyrir gestina. Það var svo finnski framherjinn Mikael Forssell sem skoraði sigurmark Birmingham á 86. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 19.4.2006 20:55 Montgomery þjálfar Warriors áfram Chris Mullin, stjórnarformaður Golden State Warriors, hefur tilkynnt að þjálfari liðsins Mike Montgomery muni stýra liðinu áfram á næsta tímabili þrátt fyrir lélegt gengi þess enn eitt árið í vetur. Golden State hefur ekki komist í úrslitakeppnina í 12 ár í röð og olli gríðarlegum vonbrigðum í ár. Montgomery kom inn í NBA deildina fyrir tveimur árum eftir árangursríkan feril í háskólaboltanum, en hefur gengið erfiðlega að aðlagast atvinnumennskunni. 19.4.2006 20:30 Marciulionis heiðursgestur á lokahófi KKÍ Litháenski körfuboltamaðurinn Sarunas Marciulionis verður sérstakur heiðursgestur á lokahófi KKÍ sem fram fer á Radison SAS hótelinu á föstudagskvöldið. Marciulionis gerði garðinn frægan í NBA deildinni á árum áður og lék meðal annars með Golden State Warriors, Seattle Supersonics og Sacramento Kings. Hann vann einnig til gullverðlauna með Sovétmönnum á Ólympíuleikunum árið 1988. 19.4.2006 20:15 Sjá næstu 50 fréttir
Íhugar að fjárfesta í liði Shelbourne Lögmaðurinn heimsþekkti Giovanni di Stefano, sem hefur unnið sér það helst til frægðar að vera verjandi þeirra Saddam Hussein og Slobodan Milosevic, hefur hug á að fjárfesta í írska knattspyrnuliðinu Shelbourne. Di Stefano mun hyggst nýta sér viðskiptasambönd sín til að verða sér út um sterka leikmenn frá Ítalíu og Englandi - og setur stefnuna á meistaradeildina. 21.4.2006 21:15
Sloan verður áfram með Utah Jazz Hinn gamalreyndi þjálfari Utah Jazz, harðjaxlinn Jerry Sloan, tilkynnti í dag að hann ætlaði að halda áfram að þjálfa liðið á næsta tímabili. Það verður þá 19. árið sem hann þjálfar liðið og hefur enginn þjálfari í neinni af stóru atvinnuíþróttunum í Bandaríkjunum verið nálægt því eins lengi við stjórnvölinn hjá sama liði og Sloan. Utah komst ekki í úrslitakeppnina í ár en endaði með 50% vinningshlutfall. 21.4.2006 20:15
Staðan í Meistaradeild VÍS Allt er járn í járn í stigasöfnun til Meistaratignar í Meistareild VÍS 2006 og vonlaust að spá fyrir um sigurvegara enda 20 stig eftir í pottinum. Segja má að efstu sex knapar eigi allir möguleika á sigri ef hlutirnar ganga upp eftir tvær vikur í skeiðinu. Einnig má geta þess að hart er barist um laus sæti í Meistaradeildinni að ári en 12 efstu knapar öðlast. 21.4.2006 18:49
Íslandsmótið um helgina Íslandsmótið í kraftlyftingum fer fram í Garðaskóla í Garðabæ klukkan 13 á morgun þar sem allir hörðustu kratlyftingamenn landsins munu leiða saman hesta sína. Á meðal keppenda má nefna sjálfan Auðunn Jónsson sem gerði heldur betur gott mót í fyrra þegar hann setti Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og samanlögðu í þyngsta flokknum. 21.4.2006 18:45
Cole verður ekki með á morgun Bakvörðurinn Ashley Cole verður ekki í leikmannahópi Arsenal á morgun þegar liðið tekur á móti grönnum sínum í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, en Arsene Wenger segir líklegt að Cole muni jafnvel spila tvo síðustu leiki liðsins í deildinni. Cole hefur aðeins spilað tíu leiki með liði sínu í vetur vegna meiðsla, en vonast eftir sæti í HM-hóp Englands í sumar og þarf því vitanlega að sanna sig á lokasprettinum í úrvalsdeildinni. 21.4.2006 18:30
Roader stýrir Newcastle út leiktíðina Glenn Roader, afleysingastjóri Newcastle, fékk í dag leyfi frá enska knattspyrnusambandinu til að stýra liðinu út leiktíðina. Roader hefur náð fínum árangri með liðið síðan hann tók við af Graeme Souness í vetur, en hann hefur ekki tilskilin leyfi til að stýra liði í úrvalsdeildinni og því þurfti hann að fá undanþágu sem nú hefur verið samþykkt. 21.4.2006 18:00
Rúrik í hópnum hjá Charlton Rúrik Gíslason er í 18 manna hóp Charlton fyrir leik liðsins á morgun þegar það sækir Bolton heim í ensku úrvalsdeildinn. Ekki kemur þó í ljós fyrr en á morgun hvort Rúrik verður á varamannabekk liðsins, en hann hefur náð sér ágætlega á strik með varaliði félagsins að undanförnu. Hermann Hreiðarsson verður sem kunnugt er í leikbanni út leiktíðina. 21.4.2006 17:30
Við erum sigurstranglegri Villingurinn Ron Artest hélt því blákalt fram á dögunum að hann væri að eigin mati besti leikmaður í NBA deildinni, en jafnan er stutt í stórar yfirlýsingar hjá kappanum. Nú hefur hann tjáð sig um einvígi Sacramento gegn meisturum San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina og segir Artest sína menn vera í alla staði sigurstranglegri. 21.4.2006 16:45
Eiður ekki með gegn Liverpool Jose Mourinho er í nokkrum vandræðum með að manna miðjuna hjá sér fyrir undanúrslitaviðureignina við Liverpool í enska bikarnum á morgun. Eiður Smári Guðjohnsen getur ekki leikið með Chelsea vegna veikinda, Michael Essien á við hnémeiðsli að stríða og Maniche er í leikbanni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn á morgun og hefst útsending klukkan 15:50. 21.4.2006 16:25
Fyrsti leikur Heinze á morgun? Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Heinze verður líklega með varaliði Manchester United sem mætir varaliði Aston Villa á morgun, en það yrði fyrsti heili leikurinn sem hann spilaði síðan hann meiddist illa á hné síðastliðið haust. Heinze hefur enn ekki gefið upp alla von um að vinna sér sæti í argentínska landsliðinu fyrir HM í sumar. 21.4.2006 16:15
Chelsea spilar í Bandaríkjunum í sumar Englandsmeistarar Chelsea munu spila æfingaleiki í Bandaríkjunum í sumar til að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Enska liðið mun meðal annars spila æfingaleik við sérstakt úrvalslið úr efstu deildinni þar í landi og er leikurinn settur 5. ágúst. "Ég er mjög ánægður með að fara aftur til Bandaríkjanna og það er fínn undirbúningur spila þar og undirbúa sig fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni," sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea. 21.4.2006 15:30
Owen verður í hópnum á morgun Framherjinn Michael Owen verður mjög óvænt í leikmannahópi Newcastle á morgun þegar liðið mætir West Brom í ensku úrvalsdeildinni. Ekki var reiknað með að Owen spilaði nema í besta falli síðasta leik liðsins á tímabilinu eftir erfið meiðsli, en nú er útlit fyrir að hann fái jafnvel að spreyta sig með liði sínu á morgun. Owen á fyrir höndum erfitt verkefni til að sanna form sitt fyrir landsliðsþjálfaranum Sven-Göran Eriksson fyrir HM í sumar. 21.4.2006 14:58
Alonso og Schumacher náðu bestum tíma á Imola Keppinautarnir Fernando Alonso hjá Renault og Michael Schumacher hjá Ferrari náðu besta tímanum á seinni æfingunni fyrir San Marino-kappaksturinn á Imola brautinni í dag. Schumacher náði besta tímanum á fyrstu æfingunum í morgun, en þriðja besta tímanum á síðari æfingunni náði Felipe Massa. 21.4.2006 14:45
Bryant stigakóngur Nú þegar deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum er lokið, er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í einstaka tölfræðiþáttum í vetur. Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers hirti stigakóngstitilinn með miklum yfirburðum og var með hæsta meðalskor leikmanns í deildinni í heil 20 ár. Bryant skoraði 35,4 stig að meðaltali í leik, það mesta síðan Michael Jordan skoraði 37 stig að meðaltali fyrir tveimur áratugum. 21.4.2006 14:15
Sigurður áfram í Keflavík Keflvíkingar hafa framlengt samning við þjálfara sinn Sigurð Ingimundarson og mun hann því stýra liðinu áfram næsta vetur. Lið Keflavíkur olli nokkrum vonbrigðum í vor þegar það féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins, en þar á bæ þykir það ekki góður árangur. Keflvíkingar hafa þó ákveðið að blása til sóknar undir stjórn Sigurðar næsta vetur og ætla sér eflaust að endurheimta titilinn af grönnum sínum í Njarðvík. 21.4.2006 14:11
Mikilvægasti grannaslagur Arsenal og Tottenham til þessa Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal, segir að grannaslagur erkifjendanna Arsenal og Tottenham í Norður-Lundúnum á morgun, sé stærsti og mikilvægasti leikur liðanna til þessa. Liðin mætast í síðasta skipti á Highbury á morgun í leik sem fer langt með að skera úr um hvort liðið hreppir sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 21.4.2006 13:45
Ég fer ekki frá Liverpool Steven Gerrard hefur nú tjáð sig um þann orðróm sem hefur verið á kreiki undanfarna daga um að spænska stórliðið Real Madrid ætli að bjóða í hann í sumar og segist kappinn vera ánægður hjá Liverpool. "Ég ætla ekki að ganga aftur í gegn um það sem ég gekk í gegn um síðasta sumar og ég fer ekki frá Liverpool fyrr en einhver segir mér að fara," sagði Gerrard, sem var nálægt því að ganga til liðs við Chelsea í fyrra. 21.4.2006 13:15
Bárður tekur við ÍR Bárður Eyþórsson hefur gert fjögurra ára samning við körfuknattleiksdeild ÍR og mun sjá um þjálfun liðsins frá og með næsta vetri. Bárður hefur stýrt liði Snæfells undanfarin fimm ár með góðum árangri en er nú kominn í Breiðholtið og ætlar liðinu að vera í toppbaráttunni næsta vetur. 21.4.2006 11:49
Ferillinn líklega á enda Fréttavefur BBC telur nokkuð víst að ferli framherjans Alan Shearer hjá Newcastle sé lokið, því hann hefur heimildir fyrir því að markvörðurinn Shay Given hafi verið gerður að fyrirliða liðsins út tímabilið og þykir það benda til þess að meiðsli Shearer séu það alvarleg að hann nái ekki að spila meira á leiktíðinni. Hann fer í aðra myndatöku hjá læknum í dag, en þar fæst endanleg niðurstaða um ástand hans. 21.4.2006 10:56
Þorvaldur Árni sigrar fimmgang í Meistaradeild VÍS Það var Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Þokki frá Kýrholti sem sigruðu fimmganginn í Meistaradeild VÍS í gærkveldi. Viðar Ingólfsson á Riddara frá Krossi náði öðru sæti og Sigurður Sigurðarson á Skuggabaldri endaði í því þriðja. Ísleifur og Svalur frá Blönduhlíð áttu magnaða sýningu, en þeir riðu úr 10. sæti í B úrslitum uppí 4. sæti í A úrslit. 21.4.2006 00:19
Slæmt gengi hjá KR "Ég hef ekki áhyggjur af gengi okkar þrátt fyrir að vissulega geti ég ekki verið sáttur með árangur okkar til þessa. Óheppni spilar inn í þar sem við höfum verið að spila með en ekki fengið úrslitin með okkur," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR við Fréttablaðið í gær en liðið tapaði í lokaleik deildabikarsins í gær fyrir 1. deildarliði Fram, 3-2. 21.4.2006 00:01
Þakklátur Guði fyrir hnefaleikana Íslandsmótið í hnefaleikum fer fram um helgina. Meðal keppenda er hinn 18 ára gamli Sigurjón Arnórsson sem lærði box af afa sínum, Matthíasi Matthíassyni, sem 81 árs að aldri er enn að æfa hnefaleika. 21.4.2006 00:01
Biður Uefa að breyta reglum Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspurs hefur sent evrópska knattspyrnusambandinu beiðni um að reglunum um Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni verði breytt, en svo gæti farið að Tottenham kæmist ekki í hina eftirsóttu Meistaradeild á næsta tímabili þó svo að liðið nái fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni í vor. 20.4.2006 21:46
Jafnt hjá Schalke og Sevilla Þýska liðið Schalke gerði í kvöld markalaust jafntefli við spænska liðið Sevilla í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í Evrópukeppni félagsliða, en leikurinn fór fram í Þýskalandi. Það er því ljóst að Þjóðverjarnir eiga erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni í næstu viku. 20.4.2006 20:34
Boro tapaði í Rúmeníu Middlesbrough þurfti að sætta sig við 1-0 ósigur í fyrri leik liðsins gegn Steua frá Búkarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en leikið var í Rúmeníu. Heimamenn skoruðu eina mark leiksins á 29. mínútu og máttu gestirnir þakka markverði sínum Mark Schwarzer að fara aðeins einu marki undir í síðari leikinn á Englandi. 20.4.2006 19:55
Middlesbrough undir í Rúmeníu Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough er undir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri viðureign liðsins við Steua Búkarest í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða, en leikurinn fer fram í Rúmeníu. Það var Nicolae Dicu sem skoraði mark heimamanna á 30. mínútu. Leikur Schalke og Sevilla í sömu keppni er nýhafinn og þar er staðan 0-0. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi. 20.4.2006 18:44
Real Madrid er að hrynja til grunna Ramon Calderon, framkvæmdastjóri Real Madrid, vandar settum forseta félagsins ekki kveðjurnar í nýlegu viðtali og segir félagið vera að hrynja. Hann segir forseta félagsins ekki starfi sínu vaxinn og bendir á að áríðandi sé að nýr forseti verði kjörinn sem fyrst og þá af yfirlögðu ráði af stjórn félagsins. 20.4.2006 17:45
Tiger Woods ætlar að taka sér frí Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, ætlar að taka sér frí frá golfíþróttinni um óákveðinn tíma til að vera veikum föður sínum innan handar í baráttunni við krabbamein. Woods hefur ekki gefið upp hvenær hann snýr aftur, en segist þó vonast til að geta verið með á US Open í júní. Woods er nú staddur á Nýja-Sjálandi þar sem hann var viðstaddur brúðkaup kylfusveins síns. 20.4.2006 17:15
Eigum skilið að komast í Meistaradeildina Martin Jol, stjóri Tottenham, undirbýr lið sitt nú fyrir mikilvægasta leik þess á síðustu árum. Tottenham sækir granna sína í Arsenal heim á Highbury á laugardaginn í leik sem mun ráða miklu um hvort liðið hafnar í fjórða sæti deildarinnar og kemst í Meistaradeildina á næsta tímabili. 20.4.2006 16:46
Owen spilar í mesta lagi einn leik Nú er ljóst að sæti framherjans Michael Owen í enska landsliðinu á HM í sumar hangir á bláþræði, því Glenn Roader stjóri Newcastle segir að Owen muni líklega ekki ná að spila nema í mesta lagi einn leik fyrir Newcastle það sem eftir er af tímabilinu. 20.4.2006 16:11
Úrslitakeppnin hefst á laugardagskvöld Úrslitakeppnin í NBA deildinni í körfubolta hefst á laugardagskvöldið og hægt verður að fylgjast náið með gangi mála í beinum útsendingum á Sýn og NBA TV á Digital Ísland. Þegar hefur verið staðfest að fyrsti leikur Phoenix Suns og Los Angeles Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á sunnudagskvöldið um klukkan tíu. Hér fyrir neðan gefur að líta yfirlit yfir hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 20.4.2006 15:45
Samningar eru ekki í höfn Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack segir að fréttir ZDF í gær þess efnis að hann sé búinn að samþykkja samningstilboð frá Chelsea séu þvættingur. Umboðsmaður hans tekur í sama streng og neitar alfarið að búið sé að skrifa undir eitt eða neitt - en segir þó að samingaviðræður gangi vel og reiknar með að allt verði í höfn fyrir HM í sumar eins og fyrirhugað var. 20.4.2006 14:32
Pires staðfestir samningstilboð frá Villarreal Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal hefur nú staðfest að andstæðingar Arsenal í Meistaradeildinni, spænska liðið Villarreal, hafi boðið honum tveggja ára samning. Pires er með lausan samning í sumar og verður þá frjálst að skipta um félag, en hann vill samt helst vera áfram í herbúðum Arsenal. Þar á bæ vilja menn hinsvegar aðeins bjóða honum eins árs samning - en Pires sækist eftir tveggja ára samningi. 20.4.2006 14:28
Gerrard fer ekki til Real Madrid Rafa Benitez segir að ekkert sé til í þeim fregnum að Steven Gerrard muni ganga til liðs við spænska stórliðið Real Madrid í sumar og segir fyrirliðann alls ekki til sölu. Forráðamenn Real hafa ekki farið leynt með áhuga sinn á Gerrard í spænskum fjölmiðlum síðustu daga. "Málið er mjög einfalt - Gerrard er ekki til sölu," sagði Benitez. 20.4.2006 14:23
Deildarkeppninni lokið Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. 20.4.2006 12:53
Arsenal lagði Villarreal Arsenal lagði Villarreal 1-0 í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Kolo Toure sem skoraði mark heimamanna á 41. mínútu í síðasta Evrópuleik Arsenal á Highbury. Það er því ljóst að allt getur gerst í síðari leiknum sem fram fer á Spáni í næstu viku. 19.4.2006 20:41
Mikið eftir af þessu einvígi Arsene Wenger var sáttur við sigurinn á Villarreal í Meistaradeildinni í kvöld, en sagði sína menn hafa verið of stressaða til að ná að bæta við öðru marki í leiknum - það hefði verið óskastaða fyrir síðari leikinn á Spáni í næstu viku. 19.4.2006 21:47
Minnesota tekur á móti Memphis Í nótt fer fram síðasta umferðin í deildarkeppninni í NBA deildinni. Leikur Minnesota Timberwolves og Memphis Grizzlies verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland og hefst klukkan 12 á miðnætti. Í kvöld ræðst svo endanlega hver uppröðun liða verður í úrslitakeppninni, þar sem Memphis verður í eldlínunni en leikmenn Minnesota fara í sumarfrí eftir leik kvöldsins. 19.4.2006 21:45
Ballack hefur samþykkt fjögurra ára samning við Chelsea Þýska stöðin ZDF heldur því fram í dag að hún hafi heimildir fyrir því að þýski miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Bayern Munchen sé þegar búinn að samþykkja fjögurra ára samning við Englandsmeistara Chelsea og segir að nú eigi aðeins eftir að skrifa undir samninginn. Forráðamenn Chelsea hafa ekki fengist til að tjá sig um málið frekar en umboðsmaður hins 29 ára gamla leikmanns. 19.4.2006 21:29
Sigurinn gefur okkur von Steve Bruce hrósaði varamanni sínum Mikael Forssell í hástert eftir að framherjinn finnski skoraði sigurmark Birmingham gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. "Þetta mark sem hann skoraði gæti hafa verið mikilvægasta mark félagsins í langan tíma, en það á eftir að koma í ljós á næstu dögum. Fyrir viku óttaðist ég að við værum búnir að vera, en strákarnir hafa sýnt frábæra baráttu og nú erum við komnir í ágæta stöðu til að bjarga sæti okkar í úrvalsdeildinni," sagði Bruce. 19.4.2006 21:20
United verður á toppnum á næstu árum Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United segir að eftir tvö ár í skugga Chelsea og Arsenal, muni United aftur verða á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. 19.4.2006 21:15
Dirk Nowitzki tekur við verðlaunum í kvöld Þýski framherjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks var kjörinn besti leikmaður ársins 2005 af FIBA og mun hann taka við verðlaunum fyrir lokaleik Dallas Mavericks í deildarkeppninni í kvöld. Nowitzki bar þýska landsliðið á herðum sér í Evrópukeppni landsliða síðasta sumar og var vel að titlinum kominn. Hann þykir einnig koma sterklega til greina með að verða valinn verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni í ár. 19.4.2006 21:05
Dýrmætur sigur Birmingham Lærisveinar Steve Bruce í Birmingham unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Blackburn 2-1 á heimavelli sínum St. Andrews í kvöld og halda þar með í vonina um að forðast fall í fyrstu deildina. Nicky Butt kom heimamönnum yfir í leiknum, en fyrrum leikmaður Birmingham Robbie Savage jafnaði metin fyrir gestina. Það var svo finnski framherjinn Mikael Forssell sem skoraði sigurmark Birmingham á 86. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 19.4.2006 20:55
Montgomery þjálfar Warriors áfram Chris Mullin, stjórnarformaður Golden State Warriors, hefur tilkynnt að þjálfari liðsins Mike Montgomery muni stýra liðinu áfram á næsta tímabili þrátt fyrir lélegt gengi þess enn eitt árið í vetur. Golden State hefur ekki komist í úrslitakeppnina í 12 ár í röð og olli gríðarlegum vonbrigðum í ár. Montgomery kom inn í NBA deildina fyrir tveimur árum eftir árangursríkan feril í háskólaboltanum, en hefur gengið erfiðlega að aðlagast atvinnumennskunni. 19.4.2006 20:30
Marciulionis heiðursgestur á lokahófi KKÍ Litháenski körfuboltamaðurinn Sarunas Marciulionis verður sérstakur heiðursgestur á lokahófi KKÍ sem fram fer á Radison SAS hótelinu á föstudagskvöldið. Marciulionis gerði garðinn frægan í NBA deildinni á árum áður og lék meðal annars með Golden State Warriors, Seattle Supersonics og Sacramento Kings. Hann vann einnig til gullverðlauna með Sovétmönnum á Ólympíuleikunum árið 1988. 19.4.2006 20:15