Fleiri fréttir

Guti - nei takk

Spænski landsliðsmaðurinn Guti, sem leikur með Real Madrid, lýsti yfir áhuga sínum á því að ganga til liðs við Arsenal fyrir skömmu. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði hins vegar frá því að í gær að hann myndi ekki vilja frá Guti til félagsins. "Þó Guti sé góður leikmaður, þá þurfum við ekki á honum að halda hérna.

Ísland í undanúrslit

Íslenska landsliðið í körfuknattleik pilta 18 ára og yngri komst í dag í undanúrslit í  B-deild Evrópu móts piltalandsliða í Slóvakíu, þegar liðið vann Úkraínu í háspennuleik með 71 stigi gegn 70. Úkraína og Ísland  komust í undanúrlit, sem verða á laugardag, og sigurvegararnir í þeim leikjum vinna sér sæti í A-deild.

Fyrsti sigur lúxemborgsks liðs

F91 Dudelange varð í gær fyrsta knattspyrnuliðið frá Lúxemborg til þess að vinna leik í Evrópukeppni meistaraliða í 42 ár. Dudelange sigraði Bosníumeistarana í Mostar, 4-0, eftir að Mostar hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli l-0.

Bröndby sigraði í 1. umferð

Dönsku meistararnir í Bröndby sigruðu Midtjylland í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Helgi Sigurðsson var í lið AGF frá Árósum sem tapaði á útivelli gegn Silkeborg, 2-1. FC Kaupmannahöfn sigraði Álaborg 1-0.

Robinho í læknisskoðun hjá Real

Brasilíski framherjinn Robinho fór í gærmorgun í læknisskoðun hjá lækni Real Madrid, Alfonso del Corrall. Robinho vonast til þess að geta gengið til liðs við Real Madrid sem allra fyrst, en forráðamenn brasilíska félagsins Santos, sem Robinho hefur leikið með síðastliðin ár,  hefur staðið í vegi fyrir för hans til spænska liðsins.

Þórdís efst

Þórdís Geirsdóttir  úr GK er með forystu í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leirunni í Keflavík en fyrsti hringur af fjórum var leikinn í dag. Hún lék hringinn á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari.

Fram - ÍBV í kvöld

Fram og ÍBV mætast á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 19:15 í 8 liða úrslitum Visa bikar karla. Liðin hafa mæst tvívegis áður í sumar og unnið sitthvorn leikinn á sínum heimavelli. Fylgst verður með leiknum hér á Vísi.is ásamt leik KR og Vals sem fram fer í sömu keppni kvöld.

Armstrong heldur sínu striki

Spánverjinn Marcos Serrano kom fysrtur í mark á 18. dagleið Frakklandshjólreiðanna Tour de France í dag, þegar hjólaðir voru 189 kílómetrar frá Albi til Mende. Bandaríski meistarinn Lance Armstrong hélt fengnum hlut í heildarkeppninni. Hann er sem fyrr 2 mín. og 46 sek. á undan Ítalanum Ivan Basso.

79. meistaramótið í frjálsum

79. meistaramótið í frjálsum íþróttum verður haldið á Vilhjálmsvelli á Fljótsdalshéraði um helgina. Þetta verður í fyrsta sinn sem mótið fer fram á Austurlandi.

Robinho að fara til Real

Brasilíumaðurinn Robinho verður orðinn leikmaður Real Madrid innan nokkurra daga. Hinn 21 árs Robinho neitar að æfa með liði sínu Sao Paulo og nú er aðeins talið formsatriði að ganga frá samningum milli Real og Sao Paulo. Spænskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir fyrir því að búið sé að ákveða kaupverðið á stráknum: 2 milljarðar og 358 milljónir króna.

Stoke kaupir Belga

Stoke City hefur náð samkomulagi um kaup á belgíska landsliðsmanninum Carl Hoefkens. Hoefkens er 26 ára varnarmaður en Stoke kaupir hann frá Germinal Beerschot.

Benitez ekki hættur að versla

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er alls ekki hættur að kaupa leikmenn ef marka má erlenda fjölmiðla. Í morgun var brasilíski varnarmaðurinn Daniel Alves hjá Sevilla orðaður við liðið.

Fékk staðfest sex ára gamalt mark

Það eru ekki allir svo heppnir að fá tilkynningu um að hafa skorað mark í fótbolta fyrir sex árum. Brasilíski sóknarmaðurinn Luizao taldi sig hafa skorað mark fyrir brasilíska liðið Corinthians gegn Olimpia frá Paragvæ. Því til sönnunar skrifaði Luizao Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku bréf og sendi að auki myndbandsupptöku af leiknum.

Arsenal ber víurnar í Dacourt

Sky-fréttavefurinn segir frá því í morgun að Arsenal hyggist kaupa Frakkann Oliver Dacourt og að hann eigi að taka við hlutverki Patricks Viera. Dacourt er orðinn 31 árs og lék með Everton og Leeds í ensku úrvalsdeildinni.

Hart barist í Frostaskjóli

Nú þegar 22 mínútur eru liðnar af leik KR og Vals í fjórðungsúrslitum Visa-bikarkeppni kvenna er enn markalaust en liðin mæta vel stemmd til leiks.

Valsmenn komast yfir gegn KR

Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, hefur komið sínum mönnum yfir með marki á 25. mínútu. Matthías Guðmundsson lagði boltann á hann í teig KR eftir fyrirgjöf frá Baldri Aðalsteinssyni á hægri kantinum. Er þetta nokkurn veginn í takt við gang leiksins.

Stangarskot í Laugardalnum

Þegar 30 mínútur eru liðnar í leik Fram og ÍBV í 8 liða úrslitum Vísa bikarkeppni karla er staðan enn markalaus en bæði lið hafa hins vegar átt skot í stöng.

Rautt spjald í Frostaskjóli

Sölvi Sturluson fékk rautt spjald á 40. mínútu leiks KR og Vals fyrir að toga niður Matthías Guðmundsson, sóknarmann Vals, er hann var kominn einn gegn markverði KR. Valsmenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað sem reyndar ekkert verður úr en KR-ingar leika einum færri það sem eftir er.

1-0 fyrir Val í hálfleik

Flautað hefur verið til hálfleiks í leik KR og Vals þar sem staðan er 1-0, gestunum í vil. Sigurbjörn Hreiðarsson skoraði mark leiksins á 25. mínútu en á 40. mínútu fækkaði í liði heimamanna er Sölva Sturlusyni, varnarmanni KR, var vikið af velli fyrir brot.

Framarar yfir í hálfleik

Framarar eru yfir í hálfleik gegn ÍBV 1-0. Andri Fannar Ottóson gerði markið á 36. mínútu.

Heiðar Davíð og Þórdís efst

Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Kili er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta hring af fjórum á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í Leiru.  Hjalti Pálmason, GOB, kom mjög á óvart með því að ná öðru sæti, lék á 69 höggum. Birgir Leifur Hafþórsson deilir þriðja sætinu með Inga Rúnari Gíslasyni .Þórdís Geirsdóttir úr GK...

Ágúst jafnar fyrir KR

Ágúst Gylfason jafnaði metin í leik KR og Vals á 57. mínútu með föstu skoti innan teigs eftir að boltinn barst til hans eftir hornspyrnu KR. Síðari hálfleikur fór annars rólega af stað en þetta mark hleypir miklu lífi í leikinn.

Robinho til Real

Brasilíski snillingurinn Robinho er genginn til liðs við Real Madrid frá Santos í Brasilíu.Real borgar 16,6 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er 21 árs gamall sóknarmaður. Fyrr í dag fór Robinho í læknisskoðun sem hann stóðst með prýði. Fyrir hjá Real hittir hann félaga sína þá Ronaldo og Roberto Carlos.

Valsmenn unnu í Frostaskjóli

Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmark Vals á lokamínútu leiks Vals og KR. Leikurinn er því ekki framlengdur eins og allt stefndi í en mark Garðars kom skiljanlega eins og blaut tuska í andlit KR-inga.

Framlengt í Laugardalnum

Eyjamenn eru búnir að jafna gegn Fram á Laugardalsvellinum þegar tæp mínúta er komin fram yfir venjulega leiktíma. Andrew Sam gerði markið. Framlenging fer að hefjast.

Framarar komnir yfir

Ríkharður Daðason er búinn að koma Fram yfir gegn ÍBV. Hann gerði markið úr vítaspyrnu.

Westerveld til Portsmouth

Hollendingurinn Sander Westerveld, fyrrum markvörður Liverpool, gengur til liðs við Portsmouth á morgun samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins. Westerveld er þrítugur og lék með Real Mallorca á Spáni á síðustu leiktíð.

Framarar í undanúrslit

Framarar sigruðu ÍBV 2-1 í framlengdum leik og eru þar með komnir í undanúrslit Vísa bikarkeppni karla ásamt Val, Fylki og FH. Andri Fannar Ottóson og Ríkharður Daðason  úr víti í framlengingu gerðu mörk Framara en Andrew Sam gerði mark Eyjamanna.  

Páll góður gegn gömlu félögunum

Grindvíkingar báru sigurorð af grönnum sínum í Njarðvík í úrslitaleik Bílavíkurmótsins í körfuknattleik í fyrrakvöld, 78-68, þar sem fyrrum leikmaður Njarðvíkur, Páll Kristinsson, var atkvæðamikill í liði Grindvíkinga.

Sætur sigur Valsmanna á KR

Bæði lið mættu til leiks vel meðvituð um mikilvægi hans. Valsmenn eiga að vísu bestu möguleika annarra liða en FH í Landsbankadeildinni en annars er Visa-bikarinn eini raunhæfi möguleikinn á titli fyrir önnur lið.

Flip Saunders nýr þjálfari Detroit

Bandaríska NBA liðið Detroit Pistons réð í dag Flip Saunders sem þjálfara eftir að hafa sagt upp samningi við Larry Brown. Saunders þjálfaði Minnesota Timberwolves frá árinu 1995- 2005.  Besti áragngur hans með Minnesota var þegar hann stýrði liðinu alla leið í úrslit Vesturstrandardeildarinnar árið 2004 þegar liðið tapaði fyrir L.A. Lakers.

Fram lagði ÍBV í framlengingu

Framarar unnu góðan sigur á Eyjamönnum í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en æsispennandi engu að síður og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu.

KR-ingar ekki sáttir við Garðar

Ef marka má heimasíðu KR eru KR-ingar ekki sáttir við frammistöðu dómarans Garðars Arnar Hinrikssonar í tapleik liðsins í átta liða úrslitum VISA-bikars karla á KR-vellinum í kvöld. Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmark Vals þegar 1 mínúta og 15 sekúndur voru liðnar af uppbótartíma en Garðar hafði aðeins bætt við einni mínútu.

Eiður styður Crespo

Eiður Smári Guðjphnsen segir að Hernan Crespo hafi alla burði til að verða ein skærasta stjarna Chelsea á þessari leiktíð.

Benitez segir að Baros sé á förum

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur viðurkennt að koma Peter Crouch til liðsins frá Southampton sé líkleg til að marka endalok Milan Baros hjá félaginu.

Er Pires á leið frá Arsenal?

Forráðamenn Galatasaray eru sannfærðir um að þeir muni ná að lokka til sín franska miðjumanninn Robert Pires frá Arsenal á næstu dögum.

Ronaldo hættir eftir HM 2006

Brasilíski framherjinn Ronaldo ætlar að hætta að spila með brasilíska landsliðinu eftir HM í Þýskalandi á næsta ári. Ronaldo ætlar að klára samninginn sinn við Real Madrid og leggja síðan knattspyrnuskónna á hilluna vorið 2009.

Gerrard skoraði fimm á 113 mínútum

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, skoraði fimm mörk á aðeins 113 mínútum í leikjunum tveimur gegn velska liðinu TNS í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool vann leikina samanlagt 6-0 og mætir FBK Kaunas frá Litháen í næstu umferð.

Jón Arnór á Ítalíu næsta vetur

Jón Arnór Stefánsson hefur gert eins árs samning við ítalska liðið Pompea Napoli en Jón Armór var hjá rússneska liðinu Dynamo St. Pétursborg á síðasta tímabili og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu. Þetta verður fimmta lið Jóns Arnórs á síðustu fimm árum.

Magnús Gylfason skiptir í KR

Magnús Gylfason, þjálfari KR í Landsbankadeild karla, hefur gengið frá félagsskiptum yfir í KR en hann hefur verið skráður sem leikmaður Víkings Ólafsvík undanfarin sex ár.

Ekki komist áfram síðan 2000

Íslensk lið hafa ekki komist í aðra umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðustu fjögur tímabil en síðasta liðið til að komast í gegnum fyrstu hindrun var KR sem sló út maltneska liðið Birkirkara sumarið 2001. FH-ingar mæta Neftchi í Kaplakrika í kvöld og þurfa að vinna upp 0-2 forustu Azerana frá því í fyrri leinum í Bakú.

Ísland í 92. sæti á lista FIFA

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er ásamt Indónesum í 92. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Íslendingar falla um tvö sæti frá því að listinn var síðast birtur.

Grindavík og Njarðvík mætast

Grindavík og Njarðvík spila í dag til úrslita í Bílavíkurmótinu í körfubolta sem er fjögurra liða mót sem hefur farið fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík síðustu daga. Liðin hafa unnið báða leiki sína í mótinu gegn Keflavík og Fjölni og spila því um Bílavíkurbikarinn klukkan 20.30 í Njarðvík í kvöld. Keflavík og Fjölnir spila á undan um þriðja sætið.

Brynjar Björn til Reading

Tilboði enska 1.deildarliðsins Reading í íslenska landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson sem leikur hjá Watford hefur verið samþykkt. Ekki er vitað hvert kaupverðið er sem stendur. Nú á Brynjar Björn eftir að standast læknisskoðunn og semja um eigin hagi áður en hann getur gengið frá félagaskiptum í Reading en fyrir hjá félaginu er Ívar...

Fylkir ætlar sér Bikarinn

Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, segir að ekkert annað en sigur í Vísa bikarkeppninni komi til greina. Fylkir á leik við HK í kvöld klukkan 19:15 á Kópavogsvelli í 8 liða úrslitum. "Okkur dettur ekki í hug að vanmeta HK-ingana, þeir eru með þétt lið”, sagði Bjarni Þórður í viðtali við Vísi.is.

Sjá næstu 50 fréttir