Sport

Armstrong enn með forystu

Lance Armstrong heldur enn forustu í Tour De France þrátt fyrir að hann hafi ekki enn sigrað áfanga. Í gær voru hjólaðir 153,5 kílómetrar og sigraði ítalinn Guisseppe Guerini áfangann. Lance Armstong hefur enn 2,46 mínútna forskot á ítalan ivan Basso, og 3,46 mínútur á Danann Michael Rasmussen. Úrslitin gætu ráðist í dag þegar hjólaðir eru 55 km tímaþraut í St. Etienne, en þar þykir Armstrong sigurstranglegastur. Hann hefur unnið sex Tour de France mót í röð og stefnir allt í að hann vinni sitt sjöunda mót í röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×