Sport

Heimsmet í stangarstökki

Heimsmethafinn í stangarstökki Yelena Isinbayeva bætti heimsmet sitt í gær á alþjóðlegu móti sem haldið er í london. Ysinbæjeva setti heimsmet í madrid ekki alls fyrir löngu stökk þá 4.95 en í gær stökk hún einum sentimetra betur. Hún reyndi síðan við 5 metrana og hún sveif yfir í fyrstu tilraun og áhorfendur í London hreinlega ærðust af fögnuði. Þar með er Isinbayeva  fyrsta konan sem fer yfir 5 metra en þetta var 17 heimsmet hennar. Þórey Edda Elísdóttir varð í 7. - 8. og stökk 4,32cm. Heimsmethafinn í 100 metra hlaupi karla Jamaíkubúinn Asafa Powell tognaði í 100 metra hlaupinu í gær og lauk ekki keppni. Olympíumeistarinn Justinn Gatlinn kom fyrstur í mark á 9,89 sek.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×