Sport

Tíu FH-ingar fagna 11. sigrinum

FH sigraði rétt í þessu sinn 11. leik í Landsbankadeild karla en þeir unnu Eyjamenn í Eyjum 1-0 með marki frá Ásgeiri Ásgeirssyni. Í fyrri hálfleik kom ekkert mark en hins vegar var nóg um að vera; Birkir Kristinsson,markvörður ÍBV fór meiddur af leikvelli viðbeinsbrotinn og þá fékk FH-ingur Davíð Þór Viðarsson að líta rauða spjaldið á 45. mínútu. Þar með eru FH-ingar komnir með 9 stiga forystu á Valsmenn sem leika gegn Fylkismönnum á miðvikudag í beinni útsendingu á Sýn. Í hinum leik kvöldsins er KR að vinna Keflavík 1-0 með marki Ágústs Gylfasonar. Þar er nú hálfleikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×