Sport

Enn tapar KR á heimavelli

KR-ingar töpuðu í kvöld fyrir Keflavík 3-1 á KR-vellinum í 12.umferð Landsbankadeildar karla.  Þetta er fjórða tap KR á heimavelli í röð. KR-ingar komust yfir með marki frá Ágústi Gylfasyni á 22.mínútu og þannig var staðan í hálfleik. En í seinni hálfleik gerðu Keflvíkingar þrjú mörk þau gerðu; Guðmundur Mete, Baldur Sigurðsson og Hörður Sveinsson. KR-ingar eru sem fyrr í 6. sæti með 13 stig en Keflvíkingar eru komnir í 3.sætið með 19 stig. Fyrr í dag sigraði FH lið ÍBV með einu marki gegn engu. Ásgeir Ásgeirsson gerði eina mark leiksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×