Fleiri fréttir

Jónas Grani skorar fjórða mark FH

Jónas Grani Garðarsson er búinn að skora þriðja mark FH í framlengingunni og koma liðinu í 4-1 með skalla á 110. mínútu leiksins. Jónas Grani kom inn á sem varamaður og var réttur maður á réttum stað á fjærstöng eftir hornspyrnu Davíðs Þórs Viðarssonar.

Atli Viðar kemur FH í 5-1

Atli Viðar Björnsson er búinn að skora fjórða mark FH í framlengingunni og koma FH í 5-1 á 114. mínútu. Markið skoraði Atli Viðar eftir skyndisókn og sendingu Jónasar Grana Garðarssonar en þrír varamenn FH-liðsins eru búnir að skora í leiknum. Það er grátlegt að sjá Skagaliðið hrynja saman eftir frábæra frammistöðu í 90 mínútur.

FH-ingar í undanúrslit bikarsins

FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitunum VISA-bikars karla í dag með 5-1 sigri á ÍA í framlengdum leik liðanna í Kaplakrika. Skagamenn skoruðu strax á 3 mínútu en FH-ingar tryggðu sér framlengingu 17 mínútum fyrir leikslok og unnu hana síðan örugglega 4-0. Allir varamenn Íslandsmeistaranna skoruðu í leiknum.

Tiger með tveggja högga forystu

Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna breska meistaramótinu í golfi fyrir lokadaginn. Tiger er á 12 höggum undir pari en næstur er Jose Maria Olazabal sem er 10 höggum undir pari. Staðan í mótinu...

Fallbaráttuslagur Reykjavíkurliða

Það er af sem áður var. Í kvöld, eigast Reykjavíkurliðin Fram og KR við á Laugardalsvellinum í sannkölluðum botnbaráttuslag í Landsbankadeild karla. Bæði lið geta munað sinn fífil fegurri en þau eru í neðri helmingi töflunnar nú þegar tíu umferðum er lokið og ef fram heldur sem horfir munu þau verða í baráttu við falldrauginn fram í síðustu umferð.

Niðurlægðir í framlengingu

FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara.

Góður sigur U-18 í körfunni

Íslenska 18 ára körfuboltalandsliðið vann Makedóníu 79-69 í öðrum leik sínum í B-hluta Evrópukeppni U-18 ára landsliða pilta í Ruzomberkok í Slóvakíu í gær.

Snæfell fær liðsstyrk

Snæfellingar í Stykkishólmi hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir átökin í úrvalsdeildinni á næsta ári, því þeir hafa nú gengið frá samningi við tvo serbneska leikmenn.

Michelin-liðin sýknuð

Liðin sjö sem keppa á Michelin-hjólbörðum og drógu sig úr keppni í Indianapolis kappakstrinum af öryggisástæðum á sínum tíma, hafa verið sýknuð af ákærum um að koma óorði á íþróttina.

Viera verður okkur mikilvægur

Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að Patrick Vieira verði algjör lykilmaður í liði sínu á næstu leiktíð og hlakkar til að sjá hann spila með liðinu.

Man.Utd má ekki tapa einum leik

Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man.Utd, segir að lið sitt megi ekki tapa einum einsta leik á næsta tímabili, ætli liðið sér að eiga möguleika á enska meistaratitlinum.

Souness aðvarar Arsenal

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að forráðamenn Arsenal muni ekki hafa efni á að kaupa Jermaine Jenas af félaginu til að leysa af Patrick Vieira, sem í gær gekk í raðir Juventus á Ítalíu.

Park mun setja pressu á Giggs

Að sögn Alex Fergusonar, stjóra Man.Utd, mun Ryan Giggs fá harða samkeppni frá nýjasta liðsmanni félagsins á komandi leiktíð, S-Kóreumanninum Park Ji-Sung.

Birgir Leifur á sex undir pari

Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, lék í morgun á þremur höggum undir pari á opna Texbond-mótinu sem fram fer við Gardavatn á Ítalíu. Hann er því samtals á sex höggum undir pari eftir þrjá keppnisdaga. Birgir Leifur er í 21. sæti ásamt níu öðrum kylfingum.

Singh og Immelman komnir á 6 undir

Vijay Singh og Trevor Immelman er komnir upp að hælum Tiger Woods á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum í Skotlandi. Immelman og Singh hafa lokið leik í dag og eru á sex höggum undir pari líkt og Tiger Woods, en Tiger Woods er að fara hefja leik eftir skamma stund.

Sao Paulo Suður-Ameríkumeistari

Brasilíska liðið Sao Paulo varð í gærkvöldi Suður-Ameríkumeistari félagsliða í knattspyrnu. Sao Paulo sigraði annað brasilískt lið, Atletico Paranaense, með fjórum mörkum gegn engu í síðari úrslitaleik liðanna. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1.

Bætti sveinametið í áttþraut

Sveinn Elías Elíasson, Fjölni í Grafarvogi, varð í 17. sæti í áttþraut á heimsmeistaramóti unglinga 17 ára og yngri í Marrakech. Sveinn, sem er 16 ára, bætti sveinamet sitt um 182 stig.

Solberg með forystu

Norðmaðurinn Peter Solberg hefur forystu í Argentínska rallinu þegar tvær sérleiðir eru búnar. Finnarnir Markus Grönholm og Harry Rovanpera eru einni og tveimur sekúndum á eftir Solberg.

Aldrei fleiri á Símamótinu

Um 1600 stelpur hófu í morgun keppni á Símamóti Breiðabliks í knattspyrnu í Kópavogsdal. Breiðablik heldur þetta mót í 22. sinn og hafa keppendur aldrei verið fleiri. 162 lið frá 29 félögum taka þátt í mótinu sem lýkur á sunnudag.

Tiger með tveggja högga forystu

Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrew vellinum í Skotlandi. Að loknum sex holum er Tiger á átta höggum undir pari en næstu menn, þar á meðal Vijay Singh, eru á sex höggum undir pari.

Tiger kominn með góða forystu

Tiger Woods er kominn með fjögurra högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrew vellinum í Skotlandi. Að loknum tíu holum er Tiger á tíu höggum undir pari.

Tilboði Arsenal hafnað

Tilboði bikarmeistara Arsenal í basilíska sóknarmanninn, Julio Baptista sem leikur með Sevilla á Spáni hefur verið hafnað. Arsenal bauð fyrr í dag 13,75 milljómnir punda í leikmanninn en forráðámenn spænska liðsins höfnuðu tilboðinu.

Sao Paulo S-Ameríkumeistari

Sao Paulo, frá Brasilíu, sigraði í gær í Suður Ameríku keppni félagsliða eða Copa Libertadores keppninni í knattspyrnu. Þeir sigruðu Atletico Parananense, sem einnig eru frá Brasilíu, 4-0 í seinni leik liðanna en Sao Paulo vann einnig fyrri leik liðanna. Markvörður Sao Paulo, Rogerio Ceni, skoraði enn eina ferðina....

Hamilton úr leik

Sigurvegari Opna breska meistaramótsins í golfi í fyrra, Todd Hamilton frá Bandaríkjunum er úr leik. Hann náði ekki niðurskurðinum en lék hringina tvo á fjórum höggum yfir pari. Hamilton sigraði Suður-Afríkumanninn, Ernie Els í umspili í fyrra.

Jensen til Fulham

<font face="Helv"> Danski landsliðsmaðurinn Niclas Jensen er á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham, en með því leikur Heiðar Helguson. Jensen hefur ekki verið fastamaður hjá Dortmund undanfarið ár, en vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá Fulham. </font><font face="Tms Rmn"> </font>

Armstrong heldur gulu treyjunni

<table style="BORDER-RIGHT: #ffffff 1px; BORDER-TOP: #ffffff 1px; BORDER-LEFT: #ffffff 1px; BORDER-BOTTOM: #ffffff 1px; BORDER-COLLAPSE: collapse" cellspacing="0" cellpadding="2" width="100%"><tbody><tr valign="top"><td style="BORDER-RIGHT: #ffffff 1px; BORDER-TOP: #ffffff 1px; BORDER-LEFT: #ffffff 1px; BORDER-BOTTOM: #ffffff 1px; BORDER-COLLAPSE: collapse" valign="top" align="left" colspan="2"><div class="Text1667275"></div></td></tr><tr valign="top"><td style="BORDER-RIGHT: #ffffff 1px; BORDER-TOP: #ffffff 1px; BORDER-LEFT: #ffffff 1px; BORDER-BOTTOM: #ffffff 1px; BORDER-COLLAPSE: collapse" valign="top" align="left"><div class="Text194214">Ástralskir hjólreiðamenn urðu í tveimur fyrstu sætunum á 13. dagleið Frakklandshjólreiðanna Tour de France í dag, þegar hjólaður var 173 og hálfur kílómetri til Montpellier. Robbie McEwen kom fyrstur í mark og Stuart O’Grady fylgdi honum eftir ásamt 100 öðrum, sem allir fengu sama tíma.</div></td></tr></tbody></table>

Tilboði Chelsea í S.W.P. hafnað

Tilboði Chelsea, ensku meistaranna í knattspyrnu, í sóknar-miðjumann Manchester City, Shaun Wright-Phillips sem hljóðaði upp á 20 milljónir punda hefur verið hafnað. Chelsea ætla þó ekki að gefast upp og búist er við því að þeir reyni aftur að klófesta kappann nú helgina. 

Tiger efstur að öðrum degi loknum

Tiger Woods er með fjögurra högga forystu á Colin Montgomery þegar keppni á Opna breska meistaramótinu í golfi er hálfnuð. Tiger lék frábært golf í dag og fékk fimm fugla og engan skolla og er samanlagt á 11 höggum undir pari. Það er greinilegt að hann kann vel við sig á St.Andrew því hann sigraði þegar keppnin fór þar fram síðast, árið 2000

Nýtt heimsmet í sleggjukasti

Tatyana Lysenko, frá Rússlandi setti nú í kvöld heimsmet í sleggjukast á frjálsíþróttamóti í Moskvu. Hún kastaði sleggjunni 77,06 metra og bætti þar með met rúmensku stúlkunnar Mihaelu Melinte um 99 sentimetra. Gamla metið var orðið sex ára gamallt.

Divac hættur vegna meiðsla

Serbneski miðherjinn hjá Los Angeles, Vlade Divac er hættur vegna bakmeiðsla. Divac kom fyrst inn í NBA deildina frá Partizan Belgrad árið 1989 og lék með Lakersum hríð áður en hann gekk til liðs við Sacramento Kings. Þar eyddi hann bestu árum sínum í NBA deildinni áður en hann gekkk aftur til liðs við Lakers fyrir síðasta tímabil.

Ungur markvörður Stoke til Man Utd

Ben Foster, 22 ára gamall varamarkvörður Stoke City, er genginn til lið við Manchester United. Kaupverðið á markverðinum stóra og stæðilega er talið nema rúmri einni milljón punda. Forster er annar markvörðurinn til að ganga til við United í sumar, því í júní mánuði fékk liðið holleska markvörðinn Edwin van der Saar.

Góður sigur Blika-úrslit kvöldsins

Topplið Landsbankadeildar kvenna, Breiðablik, gerði góða ferð suður með sjó og sigraði Keflavík 1-0 og færast því enn nær Íslandsmeistaratitlinum. Valur sigraði lið Stjörnunnar 3 -0 í Garðabæ og KR lagði Skagastúlkur af velli 3-0 í Frostaskjóli. Einnig voru tveir leikir í 1.deild karla, HK og KS unnu mikilvæga sigra í botnabaráttunni.

Frétti af áhuga Newcastle hér

Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna.

Mourinho hrósar Eiði Smára

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir fyrsta æfingaleik félagsins á tímabilinu gegn Wycombe Wanderers, en honum lauk með 5-1 sigri Chelsea.

Mikill klassi yfir Atla

Klæðnaður Atla Eðvaldssonar, nýráðins þjálfara Þróttar í Landsbankadeild karla, vakti mikla kátínu á meðal Köttaranna, stuðningsmannahóps Þróttar, í leiknum gegn ÍA í fyrradag.

Kaupir Juventus Vieira í dag?

Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juventus er staddur í London þessa stundina, þar sem hann segist vera að ganga frá kaupum á fyrirliða Arsenal, Patrick Vieira.

Newcastle vill Boa Morte

Graeme Souness hefur endurvakið áhuga sinn á að fá sóknarmanninn Luis Boa Morte sem er í herbúðum Fulham. Souness reyndi að fá þennan 27 ára leikmann í janúar en hann svaraði með því að framlengja samningi sínum við Fulham til ársins 2008.

Formaður Newcastle vill árangur

Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann ítrekar ósk sína um að liðið nái betri árangri í vetur en undanfarin ár og hefur með þessum orðum sett mikla pressu á Graeme Souness knattspyrnustjóra, sem margir spá því að verði fyrsti stjórinn til að taka pokann sinn í haust.

Pressa á Ferdinand

Sir Alex Ferguson, framkvæmdarstjóri Manchester United, hefur sett meiri pressu á varnarmanninn Rio Ferdinand að skrifa undir nýjan samning við félagið. Pini Zahavi, umboðsmaður leikmannsins, hefur sagt að viðræður um nýjan samning gangi hægt.

Gerrard hvíldur í vetur

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður hvíldur reglulega á komandi keppnistímabili til þess að hann verði ekki ofkeyrður fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi á næsta ári.

Mourinho ætlar sér að fá Essien

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er ekki búinn að gefast upp á því að reyna að fá Mikael Essien, landsliðsmann Ghana og miðjumann Lyon í Frakklandi, til Chelsea þrátt fyrir að síðasta boði í leikmanninn hafi verið neitað.

Tiger með forystu

Tiger Woods er kominn með tveggja högga forystu á fyrsta degi opna breska meistaramótsins í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum. Retief Goosen, frá Suður Afríku er efstur þeirra sem lokið hefur leik í dag á 4 höggum undir pari.  Keppni hófs í morgun og stendur í til sunnudags

Tiger með tveggja högga forystu

Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrews. Tiger, sem hefur lokið leik í dag, er á sex höggum undir pari en fjórir kylfingar koma svo næstir á fjórum höggum undir pari.

Birgir Leifur í 28 - 41 sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í 28. til 41.sæti á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi.

Sjá næstu 50 fréttir