Fleiri fréttir Jónas Grani skorar fjórða mark FH Jónas Grani Garðarsson er búinn að skora þriðja mark FH í framlengingunni og koma liðinu í 4-1 með skalla á 110. mínútu leiksins. Jónas Grani kom inn á sem varamaður og var réttur maður á réttum stað á fjærstöng eftir hornspyrnu Davíðs Þórs Viðarssonar. 16.7.2005 00:01 Atli Viðar kemur FH í 5-1 Atli Viðar Björnsson er búinn að skora fjórða mark FH í framlengingunni og koma FH í 5-1 á 114. mínútu. Markið skoraði Atli Viðar eftir skyndisókn og sendingu Jónasar Grana Garðarssonar en þrír varamenn FH-liðsins eru búnir að skora í leiknum. Það er grátlegt að sjá Skagaliðið hrynja saman eftir frábæra frammistöðu í 90 mínútur. 16.7.2005 00:01 FH-ingar í undanúrslit bikarsins FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitunum VISA-bikars karla í dag með 5-1 sigri á ÍA í framlengdum leik liðanna í Kaplakrika. Skagamenn skoruðu strax á 3 mínútu en FH-ingar tryggðu sér framlengingu 17 mínútum fyrir leikslok og unnu hana síðan örugglega 4-0. Allir varamenn Íslandsmeistaranna skoruðu í leiknum. 16.7.2005 00:01 Tiger með tveggja högga forystu Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna breska meistaramótinu í golfi fyrir lokadaginn. Tiger er á 12 höggum undir pari en næstur er Jose Maria Olazabal sem er 10 höggum undir pari. Staðan í mótinu... 16.7.2005 00:01 Fallbaráttuslagur Reykjavíkurliða Það er af sem áður var. Í kvöld, eigast Reykjavíkurliðin Fram og KR við á Laugardalsvellinum í sannkölluðum botnbaráttuslag í Landsbankadeild karla. Bæði lið geta munað sinn fífil fegurri en þau eru í neðri helmingi töflunnar nú þegar tíu umferðum er lokið og ef fram heldur sem horfir munu þau verða í baráttu við falldrauginn fram í síðustu umferð. 16.7.2005 00:01 Niðurlægðir í framlengingu FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. 16.7.2005 00:01 Góður sigur U-18 í körfunni Íslenska 18 ára körfuboltalandsliðið vann Makedóníu 79-69 í öðrum leik sínum í B-hluta Evrópukeppni U-18 ára landsliða pilta í Ruzomberkok í Slóvakíu í gær. 16.7.2005 00:01 Snæfell fær liðsstyrk Snæfellingar í Stykkishólmi hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir átökin í úrvalsdeildinni á næsta ári, því þeir hafa nú gengið frá samningi við tvo serbneska leikmenn. 16.7.2005 00:01 Michelin-liðin sýknuð Liðin sjö sem keppa á Michelin-hjólbörðum og drógu sig úr keppni í Indianapolis kappakstrinum af öryggisástæðum á sínum tíma, hafa verið sýknuð af ákærum um að koma óorði á íþróttina. 15.7.2005 00:01 Viera verður okkur mikilvægur Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að Patrick Vieira verði algjör lykilmaður í liði sínu á næstu leiktíð og hlakkar til að sjá hann spila með liðinu. 15.7.2005 00:01 Man.Utd má ekki tapa einum leik Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man.Utd, segir að lið sitt megi ekki tapa einum einsta leik á næsta tímabili, ætli liðið sér að eiga möguleika á enska meistaratitlinum. 15.7.2005 00:01 Souness aðvarar Arsenal Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að forráðamenn Arsenal muni ekki hafa efni á að kaupa Jermaine Jenas af félaginu til að leysa af Patrick Vieira, sem í gær gekk í raðir Juventus á Ítalíu. 15.7.2005 00:01 Park mun setja pressu á Giggs Að sögn Alex Fergusonar, stjóra Man.Utd, mun Ryan Giggs fá harða samkeppni frá nýjasta liðsmanni félagsins á komandi leiktíð, S-Kóreumanninum Park Ji-Sung. 15.7.2005 00:01 Birgir Leifur á sex undir pari Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, lék í morgun á þremur höggum undir pari á opna Texbond-mótinu sem fram fer við Gardavatn á Ítalíu. Hann er því samtals á sex höggum undir pari eftir þrjá keppnisdaga. Birgir Leifur er í 21. sæti ásamt níu öðrum kylfingum. 15.7.2005 00:01 Singh og Immelman komnir á 6 undir Vijay Singh og Trevor Immelman er komnir upp að hælum Tiger Woods á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum í Skotlandi. Immelman og Singh hafa lokið leik í dag og eru á sex höggum undir pari líkt og Tiger Woods, en Tiger Woods er að fara hefja leik eftir skamma stund. 15.7.2005 00:01 Sao Paulo Suður-Ameríkumeistari Brasilíska liðið Sao Paulo varð í gærkvöldi Suður-Ameríkumeistari félagsliða í knattspyrnu. Sao Paulo sigraði annað brasilískt lið, Atletico Paranaense, með fjórum mörkum gegn engu í síðari úrslitaleik liðanna. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. 15.7.2005 00:01 Bætti sveinametið í áttþraut Sveinn Elías Elíasson, Fjölni í Grafarvogi, varð í 17. sæti í áttþraut á heimsmeistaramóti unglinga 17 ára og yngri í Marrakech. Sveinn, sem er 16 ára, bætti sveinamet sitt um 182 stig. 15.7.2005 00:01 Solberg með forystu Norðmaðurinn Peter Solberg hefur forystu í Argentínska rallinu þegar tvær sérleiðir eru búnar. Finnarnir Markus Grönholm og Harry Rovanpera eru einni og tveimur sekúndum á eftir Solberg. 15.7.2005 00:01 Aldrei fleiri á Símamótinu Um 1600 stelpur hófu í morgun keppni á Símamóti Breiðabliks í knattspyrnu í Kópavogsdal. Breiðablik heldur þetta mót í 22. sinn og hafa keppendur aldrei verið fleiri. 162 lið frá 29 félögum taka þátt í mótinu sem lýkur á sunnudag. 15.7.2005 00:01 Tiger með tveggja högga forystu Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrew vellinum í Skotlandi. Að loknum sex holum er Tiger á átta höggum undir pari en næstu menn, þar á meðal Vijay Singh, eru á sex höggum undir pari. 15.7.2005 00:01 Tiger kominn með góða forystu Tiger Woods er kominn með fjögurra högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrew vellinum í Skotlandi. Að loknum tíu holum er Tiger á tíu höggum undir pari. 15.7.2005 00:01 Tilboði Arsenal hafnað Tilboði bikarmeistara Arsenal í basilíska sóknarmanninn, Julio Baptista sem leikur með Sevilla á Spáni hefur verið hafnað. Arsenal bauð fyrr í dag 13,75 milljómnir punda í leikmanninn en forráðámenn spænska liðsins höfnuðu tilboðinu. 15.7.2005 00:01 Sao Paulo S-Ameríkumeistari Sao Paulo, frá Brasilíu, sigraði í gær í Suður Ameríku keppni félagsliða eða Copa Libertadores keppninni í knattspyrnu. Þeir sigruðu Atletico Parananense, sem einnig eru frá Brasilíu, 4-0 í seinni leik liðanna en Sao Paulo vann einnig fyrri leik liðanna. Markvörður Sao Paulo, Rogerio Ceni, skoraði enn eina ferðina.... 15.7.2005 00:01 Hamilton úr leik Sigurvegari Opna breska meistaramótsins í golfi í fyrra, Todd Hamilton frá Bandaríkjunum er úr leik. Hann náði ekki niðurskurðinum en lék hringina tvo á fjórum höggum yfir pari. Hamilton sigraði Suður-Afríkumanninn, Ernie Els í umspili í fyrra. 15.7.2005 00:01 Jensen til Fulham <font face="Helv"> Danski landsliðsmaðurinn Niclas Jensen er á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham, en með því leikur Heiðar Helguson. Jensen hefur ekki verið fastamaður hjá Dortmund undanfarið ár, en vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá Fulham. </font><font face="Tms Rmn"> </font> 15.7.2005 00:01 Armstrong heldur gulu treyjunni <table style="BORDER-RIGHT: #ffffff 1px; BORDER-TOP: #ffffff 1px; BORDER-LEFT: #ffffff 1px; BORDER-BOTTOM: #ffffff 1px; BORDER-COLLAPSE: collapse" cellspacing="0" cellpadding="2" width="100%"><tbody><tr valign="top"><td style="BORDER-RIGHT: #ffffff 1px; BORDER-TOP: #ffffff 1px; BORDER-LEFT: #ffffff 1px; BORDER-BOTTOM: #ffffff 1px; BORDER-COLLAPSE: collapse" valign="top" align="left" colspan="2"><div class="Text1667275"></div></td></tr><tr valign="top"><td style="BORDER-RIGHT: #ffffff 1px; BORDER-TOP: #ffffff 1px; BORDER-LEFT: #ffffff 1px; BORDER-BOTTOM: #ffffff 1px; BORDER-COLLAPSE: collapse" valign="top" align="left"><div class="Text194214">Ástralskir hjólreiðamenn urðu í tveimur fyrstu sætunum á 13. dagleið Frakklandshjólreiðanna Tour de France í dag, þegar hjólaður var 173 og hálfur kílómetri til Montpellier. Robbie McEwen kom fyrstur í mark og Stuart O’Grady fylgdi honum eftir ásamt 100 öðrum, sem allir fengu sama tíma.</div></td></tr></tbody></table> 15.7.2005 00:01 Tilboði Chelsea í S.W.P. hafnað Tilboði Chelsea, ensku meistaranna í knattspyrnu, í sóknar-miðjumann Manchester City, Shaun Wright-Phillips sem hljóðaði upp á 20 milljónir punda hefur verið hafnað. Chelsea ætla þó ekki að gefast upp og búist er við því að þeir reyni aftur að klófesta kappann nú helgina. 15.7.2005 00:01 Tiger efstur að öðrum degi loknum Tiger Woods er með fjögurra högga forystu á Colin Montgomery þegar keppni á Opna breska meistaramótinu í golfi er hálfnuð. Tiger lék frábært golf í dag og fékk fimm fugla og engan skolla og er samanlagt á 11 höggum undir pari. Það er greinilegt að hann kann vel við sig á St.Andrew því hann sigraði þegar keppnin fór þar fram síðast, árið 2000 15.7.2005 00:01 Nýtt heimsmet í sleggjukasti Tatyana Lysenko, frá Rússlandi setti nú í kvöld heimsmet í sleggjukast á frjálsíþróttamóti í Moskvu. Hún kastaði sleggjunni 77,06 metra og bætti þar með met rúmensku stúlkunnar Mihaelu Melinte um 99 sentimetra. Gamla metið var orðið sex ára gamallt. 15.7.2005 00:01 Divac hættur vegna meiðsla Serbneski miðherjinn hjá Los Angeles, Vlade Divac er hættur vegna bakmeiðsla. Divac kom fyrst inn í NBA deildina frá Partizan Belgrad árið 1989 og lék með Lakersum hríð áður en hann gekk til liðs við Sacramento Kings. Þar eyddi hann bestu árum sínum í NBA deildinni áður en hann gekkk aftur til liðs við Lakers fyrir síðasta tímabil. 15.7.2005 00:01 Ungur markvörður Stoke til Man Utd Ben Foster, 22 ára gamall varamarkvörður Stoke City, er genginn til lið við Manchester United. Kaupverðið á markverðinum stóra og stæðilega er talið nema rúmri einni milljón punda. Forster er annar markvörðurinn til að ganga til við United í sumar, því í júní mánuði fékk liðið holleska markvörðinn Edwin van der Saar. 15.7.2005 00:01 KS sigraði -staðan í öðrum leikjum Einum leik er lokið í 1. deild karla, KS sigraði Þór 1-0 á Siglufirði. Staðan í öðrum leikjum kvöldsins er eftirfarandi.... 15.7.2005 00:01 Góður sigur Blika-úrslit kvöldsins Topplið Landsbankadeildar kvenna, Breiðablik, gerði góða ferð suður með sjó og sigraði Keflavík 1-0 og færast því enn nær Íslandsmeistaratitlinum. Valur sigraði lið Stjörnunnar 3 -0 í Garðabæ og KR lagði Skagastúlkur af velli 3-0 í Frostaskjóli. Einnig voru tveir leikir í 1.deild karla, HK og KS unnu mikilvæga sigra í botnabaráttunni. 15.7.2005 00:01 Frétti af áhuga Newcastle hér Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. 15.7.2005 00:01 Mourinho hrósar Eiði Smára José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir fyrsta æfingaleik félagsins á tímabilinu gegn Wycombe Wanderers, en honum lauk með 5-1 sigri Chelsea. 15.7.2005 00:01 Mikill klassi yfir Atla Klæðnaður Atla Eðvaldssonar, nýráðins þjálfara Þróttar í Landsbankadeild karla, vakti mikla kátínu á meðal Köttaranna, stuðningsmannahóps Þróttar, í leiknum gegn ÍA í fyrradag. 14.7.2005 00:01 Kaupir Juventus Vieira í dag? Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juventus er staddur í London þessa stundina, þar sem hann segist vera að ganga frá kaupum á fyrirliða Arsenal, Patrick Vieira. 14.7.2005 00:01 Newcastle vill Boa Morte Graeme Souness hefur endurvakið áhuga sinn á að fá sóknarmanninn Luis Boa Morte sem er í herbúðum Fulham. Souness reyndi að fá þennan 27 ára leikmann í janúar en hann svaraði með því að framlengja samningi sínum við Fulham til ársins 2008. 14.7.2005 00:01 Formaður Newcastle vill árangur Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann ítrekar ósk sína um að liðið nái betri árangri í vetur en undanfarin ár og hefur með þessum orðum sett mikla pressu á Graeme Souness knattspyrnustjóra, sem margir spá því að verði fyrsti stjórinn til að taka pokann sinn í haust. 14.7.2005 00:01 Pressa á Ferdinand Sir Alex Ferguson, framkvæmdarstjóri Manchester United, hefur sett meiri pressu á varnarmanninn Rio Ferdinand að skrifa undir nýjan samning við félagið. Pini Zahavi, umboðsmaður leikmannsins, hefur sagt að viðræður um nýjan samning gangi hægt. 14.7.2005 00:01 Gerrard hvíldur í vetur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður hvíldur reglulega á komandi keppnistímabili til þess að hann verði ekki ofkeyrður fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi á næsta ári. 14.7.2005 00:01 Mourinho ætlar sér að fá Essien José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er ekki búinn að gefast upp á því að reyna að fá Mikael Essien, landsliðsmann Ghana og miðjumann Lyon í Frakklandi, til Chelsea þrátt fyrir að síðasta boði í leikmanninn hafi verið neitað. 14.7.2005 00:01 Tiger með forystu Tiger Woods er kominn með tveggja högga forystu á fyrsta degi opna breska meistaramótsins í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum. Retief Goosen, frá Suður Afríku er efstur þeirra sem lokið hefur leik í dag á 4 höggum undir pari. Keppni hófs í morgun og stendur í til sunnudags 14.7.2005 00:01 Tiger með tveggja högga forystu Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrews. Tiger, sem hefur lokið leik í dag, er á sex höggum undir pari en fjórir kylfingar koma svo næstir á fjórum höggum undir pari. 14.7.2005 00:01 Birgir Leifur í 28 - 41 sæti Birgir Leifur Hafþórsson er í 28. til 41.sæti á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi. 14.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Jónas Grani skorar fjórða mark FH Jónas Grani Garðarsson er búinn að skora þriðja mark FH í framlengingunni og koma liðinu í 4-1 með skalla á 110. mínútu leiksins. Jónas Grani kom inn á sem varamaður og var réttur maður á réttum stað á fjærstöng eftir hornspyrnu Davíðs Þórs Viðarssonar. 16.7.2005 00:01
Atli Viðar kemur FH í 5-1 Atli Viðar Björnsson er búinn að skora fjórða mark FH í framlengingunni og koma FH í 5-1 á 114. mínútu. Markið skoraði Atli Viðar eftir skyndisókn og sendingu Jónasar Grana Garðarssonar en þrír varamenn FH-liðsins eru búnir að skora í leiknum. Það er grátlegt að sjá Skagaliðið hrynja saman eftir frábæra frammistöðu í 90 mínútur. 16.7.2005 00:01
FH-ingar í undanúrslit bikarsins FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitunum VISA-bikars karla í dag með 5-1 sigri á ÍA í framlengdum leik liðanna í Kaplakrika. Skagamenn skoruðu strax á 3 mínútu en FH-ingar tryggðu sér framlengingu 17 mínútum fyrir leikslok og unnu hana síðan örugglega 4-0. Allir varamenn Íslandsmeistaranna skoruðu í leiknum. 16.7.2005 00:01
Tiger með tveggja högga forystu Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna breska meistaramótinu í golfi fyrir lokadaginn. Tiger er á 12 höggum undir pari en næstur er Jose Maria Olazabal sem er 10 höggum undir pari. Staðan í mótinu... 16.7.2005 00:01
Fallbaráttuslagur Reykjavíkurliða Það er af sem áður var. Í kvöld, eigast Reykjavíkurliðin Fram og KR við á Laugardalsvellinum í sannkölluðum botnbaráttuslag í Landsbankadeild karla. Bæði lið geta munað sinn fífil fegurri en þau eru í neðri helmingi töflunnar nú þegar tíu umferðum er lokið og ef fram heldur sem horfir munu þau verða í baráttu við falldrauginn fram í síðustu umferð. 16.7.2005 00:01
Niðurlægðir í framlengingu FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. 16.7.2005 00:01
Góður sigur U-18 í körfunni Íslenska 18 ára körfuboltalandsliðið vann Makedóníu 79-69 í öðrum leik sínum í B-hluta Evrópukeppni U-18 ára landsliða pilta í Ruzomberkok í Slóvakíu í gær. 16.7.2005 00:01
Snæfell fær liðsstyrk Snæfellingar í Stykkishólmi hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir átökin í úrvalsdeildinni á næsta ári, því þeir hafa nú gengið frá samningi við tvo serbneska leikmenn. 16.7.2005 00:01
Michelin-liðin sýknuð Liðin sjö sem keppa á Michelin-hjólbörðum og drógu sig úr keppni í Indianapolis kappakstrinum af öryggisástæðum á sínum tíma, hafa verið sýknuð af ákærum um að koma óorði á íþróttina. 15.7.2005 00:01
Viera verður okkur mikilvægur Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að Patrick Vieira verði algjör lykilmaður í liði sínu á næstu leiktíð og hlakkar til að sjá hann spila með liðinu. 15.7.2005 00:01
Man.Utd má ekki tapa einum leik Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man.Utd, segir að lið sitt megi ekki tapa einum einsta leik á næsta tímabili, ætli liðið sér að eiga möguleika á enska meistaratitlinum. 15.7.2005 00:01
Souness aðvarar Arsenal Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að forráðamenn Arsenal muni ekki hafa efni á að kaupa Jermaine Jenas af félaginu til að leysa af Patrick Vieira, sem í gær gekk í raðir Juventus á Ítalíu. 15.7.2005 00:01
Park mun setja pressu á Giggs Að sögn Alex Fergusonar, stjóra Man.Utd, mun Ryan Giggs fá harða samkeppni frá nýjasta liðsmanni félagsins á komandi leiktíð, S-Kóreumanninum Park Ji-Sung. 15.7.2005 00:01
Birgir Leifur á sex undir pari Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, lék í morgun á þremur höggum undir pari á opna Texbond-mótinu sem fram fer við Gardavatn á Ítalíu. Hann er því samtals á sex höggum undir pari eftir þrjá keppnisdaga. Birgir Leifur er í 21. sæti ásamt níu öðrum kylfingum. 15.7.2005 00:01
Singh og Immelman komnir á 6 undir Vijay Singh og Trevor Immelman er komnir upp að hælum Tiger Woods á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum í Skotlandi. Immelman og Singh hafa lokið leik í dag og eru á sex höggum undir pari líkt og Tiger Woods, en Tiger Woods er að fara hefja leik eftir skamma stund. 15.7.2005 00:01
Sao Paulo Suður-Ameríkumeistari Brasilíska liðið Sao Paulo varð í gærkvöldi Suður-Ameríkumeistari félagsliða í knattspyrnu. Sao Paulo sigraði annað brasilískt lið, Atletico Paranaense, með fjórum mörkum gegn engu í síðari úrslitaleik liðanna. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. 15.7.2005 00:01
Bætti sveinametið í áttþraut Sveinn Elías Elíasson, Fjölni í Grafarvogi, varð í 17. sæti í áttþraut á heimsmeistaramóti unglinga 17 ára og yngri í Marrakech. Sveinn, sem er 16 ára, bætti sveinamet sitt um 182 stig. 15.7.2005 00:01
Solberg með forystu Norðmaðurinn Peter Solberg hefur forystu í Argentínska rallinu þegar tvær sérleiðir eru búnar. Finnarnir Markus Grönholm og Harry Rovanpera eru einni og tveimur sekúndum á eftir Solberg. 15.7.2005 00:01
Aldrei fleiri á Símamótinu Um 1600 stelpur hófu í morgun keppni á Símamóti Breiðabliks í knattspyrnu í Kópavogsdal. Breiðablik heldur þetta mót í 22. sinn og hafa keppendur aldrei verið fleiri. 162 lið frá 29 félögum taka þátt í mótinu sem lýkur á sunnudag. 15.7.2005 00:01
Tiger með tveggja högga forystu Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrew vellinum í Skotlandi. Að loknum sex holum er Tiger á átta höggum undir pari en næstu menn, þar á meðal Vijay Singh, eru á sex höggum undir pari. 15.7.2005 00:01
Tiger kominn með góða forystu Tiger Woods er kominn með fjögurra högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrew vellinum í Skotlandi. Að loknum tíu holum er Tiger á tíu höggum undir pari. 15.7.2005 00:01
Tilboði Arsenal hafnað Tilboði bikarmeistara Arsenal í basilíska sóknarmanninn, Julio Baptista sem leikur með Sevilla á Spáni hefur verið hafnað. Arsenal bauð fyrr í dag 13,75 milljómnir punda í leikmanninn en forráðámenn spænska liðsins höfnuðu tilboðinu. 15.7.2005 00:01
Sao Paulo S-Ameríkumeistari Sao Paulo, frá Brasilíu, sigraði í gær í Suður Ameríku keppni félagsliða eða Copa Libertadores keppninni í knattspyrnu. Þeir sigruðu Atletico Parananense, sem einnig eru frá Brasilíu, 4-0 í seinni leik liðanna en Sao Paulo vann einnig fyrri leik liðanna. Markvörður Sao Paulo, Rogerio Ceni, skoraði enn eina ferðina.... 15.7.2005 00:01
Hamilton úr leik Sigurvegari Opna breska meistaramótsins í golfi í fyrra, Todd Hamilton frá Bandaríkjunum er úr leik. Hann náði ekki niðurskurðinum en lék hringina tvo á fjórum höggum yfir pari. Hamilton sigraði Suður-Afríkumanninn, Ernie Els í umspili í fyrra. 15.7.2005 00:01
Jensen til Fulham <font face="Helv"> Danski landsliðsmaðurinn Niclas Jensen er á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham, en með því leikur Heiðar Helguson. Jensen hefur ekki verið fastamaður hjá Dortmund undanfarið ár, en vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá Fulham. </font><font face="Tms Rmn"> </font> 15.7.2005 00:01
Armstrong heldur gulu treyjunni <table style="BORDER-RIGHT: #ffffff 1px; BORDER-TOP: #ffffff 1px; BORDER-LEFT: #ffffff 1px; BORDER-BOTTOM: #ffffff 1px; BORDER-COLLAPSE: collapse" cellspacing="0" cellpadding="2" width="100%"><tbody><tr valign="top"><td style="BORDER-RIGHT: #ffffff 1px; BORDER-TOP: #ffffff 1px; BORDER-LEFT: #ffffff 1px; BORDER-BOTTOM: #ffffff 1px; BORDER-COLLAPSE: collapse" valign="top" align="left" colspan="2"><div class="Text1667275"></div></td></tr><tr valign="top"><td style="BORDER-RIGHT: #ffffff 1px; BORDER-TOP: #ffffff 1px; BORDER-LEFT: #ffffff 1px; BORDER-BOTTOM: #ffffff 1px; BORDER-COLLAPSE: collapse" valign="top" align="left"><div class="Text194214">Ástralskir hjólreiðamenn urðu í tveimur fyrstu sætunum á 13. dagleið Frakklandshjólreiðanna Tour de France í dag, þegar hjólaður var 173 og hálfur kílómetri til Montpellier. Robbie McEwen kom fyrstur í mark og Stuart O’Grady fylgdi honum eftir ásamt 100 öðrum, sem allir fengu sama tíma.</div></td></tr></tbody></table> 15.7.2005 00:01
Tilboði Chelsea í S.W.P. hafnað Tilboði Chelsea, ensku meistaranna í knattspyrnu, í sóknar-miðjumann Manchester City, Shaun Wright-Phillips sem hljóðaði upp á 20 milljónir punda hefur verið hafnað. Chelsea ætla þó ekki að gefast upp og búist er við því að þeir reyni aftur að klófesta kappann nú helgina. 15.7.2005 00:01
Tiger efstur að öðrum degi loknum Tiger Woods er með fjögurra högga forystu á Colin Montgomery þegar keppni á Opna breska meistaramótinu í golfi er hálfnuð. Tiger lék frábært golf í dag og fékk fimm fugla og engan skolla og er samanlagt á 11 höggum undir pari. Það er greinilegt að hann kann vel við sig á St.Andrew því hann sigraði þegar keppnin fór þar fram síðast, árið 2000 15.7.2005 00:01
Nýtt heimsmet í sleggjukasti Tatyana Lysenko, frá Rússlandi setti nú í kvöld heimsmet í sleggjukast á frjálsíþróttamóti í Moskvu. Hún kastaði sleggjunni 77,06 metra og bætti þar með met rúmensku stúlkunnar Mihaelu Melinte um 99 sentimetra. Gamla metið var orðið sex ára gamallt. 15.7.2005 00:01
Divac hættur vegna meiðsla Serbneski miðherjinn hjá Los Angeles, Vlade Divac er hættur vegna bakmeiðsla. Divac kom fyrst inn í NBA deildina frá Partizan Belgrad árið 1989 og lék með Lakersum hríð áður en hann gekk til liðs við Sacramento Kings. Þar eyddi hann bestu árum sínum í NBA deildinni áður en hann gekkk aftur til liðs við Lakers fyrir síðasta tímabil. 15.7.2005 00:01
Ungur markvörður Stoke til Man Utd Ben Foster, 22 ára gamall varamarkvörður Stoke City, er genginn til lið við Manchester United. Kaupverðið á markverðinum stóra og stæðilega er talið nema rúmri einni milljón punda. Forster er annar markvörðurinn til að ganga til við United í sumar, því í júní mánuði fékk liðið holleska markvörðinn Edwin van der Saar. 15.7.2005 00:01
KS sigraði -staðan í öðrum leikjum Einum leik er lokið í 1. deild karla, KS sigraði Þór 1-0 á Siglufirði. Staðan í öðrum leikjum kvöldsins er eftirfarandi.... 15.7.2005 00:01
Góður sigur Blika-úrslit kvöldsins Topplið Landsbankadeildar kvenna, Breiðablik, gerði góða ferð suður með sjó og sigraði Keflavík 1-0 og færast því enn nær Íslandsmeistaratitlinum. Valur sigraði lið Stjörnunnar 3 -0 í Garðabæ og KR lagði Skagastúlkur af velli 3-0 í Frostaskjóli. Einnig voru tveir leikir í 1.deild karla, HK og KS unnu mikilvæga sigra í botnabaráttunni. 15.7.2005 00:01
Frétti af áhuga Newcastle hér Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. 15.7.2005 00:01
Mourinho hrósar Eiði Smára José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir fyrsta æfingaleik félagsins á tímabilinu gegn Wycombe Wanderers, en honum lauk með 5-1 sigri Chelsea. 15.7.2005 00:01
Mikill klassi yfir Atla Klæðnaður Atla Eðvaldssonar, nýráðins þjálfara Þróttar í Landsbankadeild karla, vakti mikla kátínu á meðal Köttaranna, stuðningsmannahóps Þróttar, í leiknum gegn ÍA í fyrradag. 14.7.2005 00:01
Kaupir Juventus Vieira í dag? Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juventus er staddur í London þessa stundina, þar sem hann segist vera að ganga frá kaupum á fyrirliða Arsenal, Patrick Vieira. 14.7.2005 00:01
Newcastle vill Boa Morte Graeme Souness hefur endurvakið áhuga sinn á að fá sóknarmanninn Luis Boa Morte sem er í herbúðum Fulham. Souness reyndi að fá þennan 27 ára leikmann í janúar en hann svaraði með því að framlengja samningi sínum við Fulham til ársins 2008. 14.7.2005 00:01
Formaður Newcastle vill árangur Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann ítrekar ósk sína um að liðið nái betri árangri í vetur en undanfarin ár og hefur með þessum orðum sett mikla pressu á Graeme Souness knattspyrnustjóra, sem margir spá því að verði fyrsti stjórinn til að taka pokann sinn í haust. 14.7.2005 00:01
Pressa á Ferdinand Sir Alex Ferguson, framkvæmdarstjóri Manchester United, hefur sett meiri pressu á varnarmanninn Rio Ferdinand að skrifa undir nýjan samning við félagið. Pini Zahavi, umboðsmaður leikmannsins, hefur sagt að viðræður um nýjan samning gangi hægt. 14.7.2005 00:01
Gerrard hvíldur í vetur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður hvíldur reglulega á komandi keppnistímabili til þess að hann verði ekki ofkeyrður fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi á næsta ári. 14.7.2005 00:01
Mourinho ætlar sér að fá Essien José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er ekki búinn að gefast upp á því að reyna að fá Mikael Essien, landsliðsmann Ghana og miðjumann Lyon í Frakklandi, til Chelsea þrátt fyrir að síðasta boði í leikmanninn hafi verið neitað. 14.7.2005 00:01
Tiger með forystu Tiger Woods er kominn með tveggja högga forystu á fyrsta degi opna breska meistaramótsins í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum. Retief Goosen, frá Suður Afríku er efstur þeirra sem lokið hefur leik í dag á 4 höggum undir pari. Keppni hófs í morgun og stendur í til sunnudags 14.7.2005 00:01
Tiger með tveggja högga forystu Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrews. Tiger, sem hefur lokið leik í dag, er á sex höggum undir pari en fjórir kylfingar koma svo næstir á fjórum höggum undir pari. 14.7.2005 00:01
Birgir Leifur í 28 - 41 sæti Birgir Leifur Hafþórsson er í 28. til 41.sæti á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi. 14.7.2005 00:01