Mikill klassi yfir Atla 14. júlí 2005 00:01 Klæðnaður Atla Eðvaldssonar, nýráðins þjálfara Þróttar í Landsbankadeild karla, vakti mikla kátínu á meðal Köttaranna, stuðningsmannahóps Þróttar, í leiknum gegn ÍA í fyrradag. Minnti Atli um margt á Jose Mourinho hjá Chelsea, klæddur í dökkan og síðan frakka yfir jakkafötin og er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið eilítið meiri klassi yfir Atla en hjá kollega hans hjá ÍA, Ólafi Þórðarsyni, sem var eins og venjulega klæddur í æfingagalla Skagaliðsins. "Við erum gríðarlega ánægðir með Atla. Hann er einstaklega flottur," segir Halldór Gylfason, leikari og ein helsta driffjöður þeirra Köttara uppi í stúku. Undir dyggri stjórn Halldórs stærstan hluta leiksins sungu Köttararnir í kór: "Óli í jakkafötin, Óli í jakkafötin" en áttu þeir ekki eftir að eiga erindi sem erfiði. "Við vonuðumst eftir að sjá útlitsbreytingu á Óla í hálfleik en hann fór ekki í jakkafötin eins og við báðum hann um. En það er mikill klassi yfir Atla," segir Halldór og bætir við að það sé mun meiri stíll yfir honum heldur en Ásgeiri Elíassyni, fyrrverandi þjálfara liðsins. Halldór segir ýmislegt til í samanburðinum við Mourinho en að Atli minni sig þó frekar á annan frægan kappa. "Mér finnst eins og við séum komnir með Klaus Augenthaler Íslands. Atli er fágaður og yfirvegaður á hliðarlínunni." Persónulega segir Halldór að hvorki jakkafötin né æfingagallinn eigi við sig. "Ef ég væri þjálfari væri ég inni á vellinum. Spilandi þjálfari," segir Halldór, sem óttast ekki örlög Þróttara í ár. "Ég er alveg sannfærður um að Atli nái að halda okkur uppi." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Klæðnaður Atla Eðvaldssonar, nýráðins þjálfara Þróttar í Landsbankadeild karla, vakti mikla kátínu á meðal Köttaranna, stuðningsmannahóps Þróttar, í leiknum gegn ÍA í fyrradag. Minnti Atli um margt á Jose Mourinho hjá Chelsea, klæddur í dökkan og síðan frakka yfir jakkafötin og er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið eilítið meiri klassi yfir Atla en hjá kollega hans hjá ÍA, Ólafi Þórðarsyni, sem var eins og venjulega klæddur í æfingagalla Skagaliðsins. "Við erum gríðarlega ánægðir með Atla. Hann er einstaklega flottur," segir Halldór Gylfason, leikari og ein helsta driffjöður þeirra Köttara uppi í stúku. Undir dyggri stjórn Halldórs stærstan hluta leiksins sungu Köttararnir í kór: "Óli í jakkafötin, Óli í jakkafötin" en áttu þeir ekki eftir að eiga erindi sem erfiði. "Við vonuðumst eftir að sjá útlitsbreytingu á Óla í hálfleik en hann fór ekki í jakkafötin eins og við báðum hann um. En það er mikill klassi yfir Atla," segir Halldór og bætir við að það sé mun meiri stíll yfir honum heldur en Ásgeiri Elíassyni, fyrrverandi þjálfara liðsins. Halldór segir ýmislegt til í samanburðinum við Mourinho en að Atli minni sig þó frekar á annan frægan kappa. "Mér finnst eins og við séum komnir með Klaus Augenthaler Íslands. Atli er fágaður og yfirvegaður á hliðarlínunni." Persónulega segir Halldór að hvorki jakkafötin né æfingagallinn eigi við sig. "Ef ég væri þjálfari væri ég inni á vellinum. Spilandi þjálfari," segir Halldór, sem óttast ekki örlög Þróttara í ár. "Ég er alveg sannfærður um að Atli nái að halda okkur uppi."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira