Sport

Bætti sveinametið í áttþraut

Sveinn Elías Elíasson, Fjölni í Grafarvogi, varð í 17. sæti í áttþraut á heimsmeistaramóti unglinga 17 ára og yngri í Marrakech. Sveinn, sem er 16 ára, bætti sveinamet sitt um 182 stig. Hann fékk 5.663 stig í þrautinni og varð sem fyrr segir í 17. sæti en 32 keppendur luku þrautinni. Þorsteinn Ingvarsson HSÞ varð í 17. sæti í langstökki og vantaði ellefu sentímetra til að komast í úrslit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×