Sport

Michelin-liðin sýknuð

Liðin sjö sem keppa á Michelin-hjólbörðum og drógu sig úr keppni í Indianapolis kappakstrinum af öryggisástæðum á sínum tíma, hafa verið sýknuð af ákærum um að koma óorði á íþróttina. Forráðamenn formúlu eitt og liðanna áttu fund í gær þar sem málið var skoðað á ný eftir að það kom í ljós við nánari skoðun á reglum í Bandaríkjunum, að hægt hefði verið að refsa liðunum harðlega ef þau hefðu keppt á dekkjum sem reyndust ekki standast öryggiskröfur. Þetta þykir líka benda til þess að sáttatónn sé í formúlu eitt eftir harðar deilur og mikla spennu undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×