Sport

Armstrong heldur gulu treyjunni

Ástralskir hjólreiðamenn urðu í 2 fyrstu sætunum á 13. dagleið Frakklandshjólreiðanna Tour de France í dag, þegar hjólaður var 173 og hálfur kílómetri til Montpellier. Robbie McEwen kom fyrstur í mark og Stuart O’Grady fylgdi honum eftir ásamt 100 öðrum, sem allir fengu sam tíma. En staðan i heildarkeppninni helst þó óbreytt því Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong er fyrstur og er 38 sek. á undan Dananum Michael Rsmussen. Frakkin Christoph Moreau er þriðji 2 mín.og 34 sek. á eftir Armstrong.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×