Fleiri fréttir

Þórarinn í byrjunarliði Aberdeen

Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Kristjánsson lék sinn fyrsta leik með liði Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um helgina í 1-0 tapi fyrir Hearts.

Treyja Maldini hengd upp

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hefur lýst því yfir að treyja númer 3 sem Paolo Maldini hefur leikið í hjá félaginu síðustu 20 ár verði ekki notuð aftur þegar hann leggur skóna á hilluna.

Bellamy líklega til Birmingham

Flest bendir nú til þess að knattspyrnumaðurinn Craig Bellamy hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle sé á leið til Birmingham City svo fjótt sem innan 2 daga. Félögin hafa komist að samkomulagi um 6 milljóna punda kaupverð á leikmanninum velska sem nemur 714 milljónum íslenskra króna.

Enski bikarinn í dag

Í dag eru 13 leikir á dagskrá í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Nú er hálfleikur í viðureign nágrannaliðanna Southampton og Portsmouth og er staðan 0-0 en leikurinn hófst kl. 12.30 og er í beinni útsendingu á Sýn. Ellefu leikir hefjast kl. 15.00 og kl. 17.20 mætast Man Utd og Middlesbrough. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton mæta 2. deildarliðinu Yeovil.

Southampton áfram í bikarnum

Southampton var rétt í þessu að tryggja sig áfram í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu með 2-1 sigri á Portsmouth í fjörugum nágrannaslag í 4. umferð keppninnar. Peter Crouch skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 94. minútu en það tók Steve Bennett dómara á þriðju mínútu að róa niður leikmenn Portsmouth sem mótmæltu vítaspyrnudómnum harðlega.

Dougherty efstur á Caltex Masters

Englendingurinn Nick Dougherty er efstur fyrir lokahringinn á Caltex Masters mótinu í golfi sem fram fer í Singapore en mótið er sameiginlegur liður í asísku og evrópsku mótaröðunum. Dougherty er samtals 13 höggum undir pari en hann lék á fjórum höggum undir pari í dag eða 68 höggum og er með tveggja högga forystu á næstu menn.

Gylfi í byrjunarliði Leeds

Gylfi Einarsson er í byrjunarliði Leeds sem mætir Brighton í ensku Championship deildinni í knattspyrnu nú kl. 15.00. Þá er Jóhannes Karl Guðjónsson í byrjunarliði Leicester sem er í heimsókn hjá Reading í ensku bikarkeppninni þar sem Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði heimamanna. Jóhannes Karl fékk gula spjaldið strax á 6. mínútu leiksins.

Henchoz yfirgefur Liverpool

Svissneski knattspyrnumaðurinn Stephane Henchoz sem leikið hefur með Liverpool undanfarin ár hefur yfirgefið félagið og skrifað undir hjá skoska stórveldinu Glasgow Celtic. Henchoz gerði aðeins skammtímasamning við skosku meistarana sem gildir til loka tímabilsins en Celtic á 15 leiki eftir í deildinni.

9 marka sigur Íslands

Ísland valtaði yfir Alsír í lokaleik liðsins á HM í handbolta í Túnis nú rétt í þessu, 34-25. Staðan í hálfleik var 19-11 fyrir Ísland sem lýkur keppni á mótinu í 4. sæti í B-riðli. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslands með 9 mörk, Róbert Gunnarsson 7 og Ólafur Stefánsson 5 mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði 17 skot í marki Íslands.

Anelka til Tyrklands

Franski knattspyrnumaðurinn Nicolas Anelka er á förum frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City sem hefur komist að samkomulagi við tyrkneska félagið Fenerbache um kaupverð á kappanum. Kaupverðið er talið vera á bilinu 6-7 milljónir punda, sem samsvarar um 700-800 milljónum íslenskra króna.

Jói Kalli sló Ívar út úr bikarnum

Það var ekki mikið um óvænt úrslit í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn með Charlton sem lenti í þó nokkrum vandræðum á heimavelli gegn 2. deildarliði Yeovil en hafði þó sigur, 3-2. Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Leicester sem sló út Ívar Ingimarsson og félaga í Reading.

Íslendingar úr leik á HM

Íslendingar eru úr leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis, en það varð ljóst í dag eftir að Tékkar unnu Kúveit örugglega 33-22. Tékkar tryggðu sér þar með sæti í milliriðlinum, eru með sex stig, en Íslendingar sitja eftir með fimm.

Man Utd sigraði Boro

Manchester United sigraði Middlesbrough örugglega í síðasta leik dagsins í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag með þremur mörkum gegn engu, en leikið var á heimavelli United, Old Trafford.

Góður endir hjá strákunum

Þessi leikur var fínn endir á annars misjöfnu móti. Hann bar þess eilítið merki að líkurnar á að liðið kæmi áfram voru nánast engar.

Ísland vann Noreg

Ísland og Noregur áttust við í landskeppni í karate fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í gær.

Rose látin fara

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að segja upp samningnum við Latoya Rose hjá kvennaliði Keflvíkinga sem kom í stað Reshea Bristol í síðustu viku.

Bruce getur tamið Bellamy

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce er rétti maðurinn til að temja Craig Bellamy sem er líklega á leið til Birmingham frá Newcastle.

Franskur landsliðsmaður til Bolton

Stjórn ítalska liðsins Roma hafa greint frá því að franski varnarmaðurinn Vincent Candela sé í viðræðum við enska liðið Bolton.

Langþráður draumur hjá Hewitt

Tenniskappinn Lleyton Hewitt hefur möguleika á að fá langþráðan draum uppfylltan í dag þegar hann keppir til úrslita við Marat Safin á Opna ástralska mótinu í tennis.

Rúmenskur landsliðsmaður lést

Antonio Alexe, fyrirliði Asesoft Ploiesti og rúmenska landsliðsins í körfuknattleik, fórst í bílslysi 20. janúar sl.

Kláruðu mótið með sæmd

Fyrir leikinn voru margir óttaslegnir að leikurinn yrði mikið basl enda ekki að neinu að keppa fyrir strákana. Hugarfar þeirra var hins vegar í góðu lagi og ljóst að strákarnir vildu ljúka keppni með sæmd.

Spila áfram ef Viggó velur mig

"Það var kannski við þessu að búast með öllum þessum nýju strákum og menn eru að slípa sig saman," sagði Ólafur Stefánsson frekar kátur eftir leikinn gegn Alsír þótt hann hafi verið óánægður með niðurstöðuna í mótinu. Hann býst fastlega við því að gefa áfram kost á sér í landsliðið.

Vörnin var hörmuleg, sagði Viggó

"Ég er að meta þetta mót þannig að við munum halda áfram okkar vinnu. Það þarf að gera einhverjar smá breytingar á hópnum. Við söknum öflugra varnarmanna úr hópnum og svo er Óli langt frá að skila því sem maður bjóst við af honum, bæði í vörn og sókn. Hann olli sérstaklega miklum vonbrigðum í vörninni þar sem honum hefur hreinlega farið aftur," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Alsír en hann sá ekki eftir því að hafa skilið mann eins og Rúnar Sigtryggsson eftir heima.

Dagur hugsar sinn gang

Svo getur farið að landsliðsfyrirliðinn Dagur Sigurðsson leggi landsliðsskóna á hilluna eftir þetta mót.

Jafnt í hálfleik gegn Rússum

Staðan er jöfn, 12-12, í hálfleik í leik Íslendinga og Rússa á heimsmeistaramótinu í handbolta í Túnis. Íslenska liðið byrjaði afleitlega og komust Rússar í 5-0 áður en okkar menn náðu að svara fyrir sig. Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Peterson eru markahæstir með fjögur mörk.

Sjö marka tap gegn Rússum

Íslendingar töpuðu fyrir Rússum, 29-22, í leik liðanna sem var að ljúka á heimsmeistaramótinu í handbolta í Túnis. Staðan var jöfn, 12-12, í hálfleik og Rússar sigu svo fram úr eftir því sem á leið seinni hálfleik.

Eru ekki nógu góðir

Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sigurðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena þá er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim.

Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur

Ólafur Stefánsson lét óvenju lítið að sér kveða í leiknum og þegar hann er ekki betri en hann var í gær á Ísland litla möguleika á að leggja Rússa.

Okkur lá of mikið á, sagði Dagur

"Við lögðum mikið á okkur en vorum að gera einföld mistök, skjóta of snemma og fengum hraðaupphlaup í bakið á okkur og það gengur ekki," sagði landsliðsfyrirliðinn Dagur Sigurðsson súr á svipinn.

Veltur á vörn og markvörslu

"Við erum með þá um tíma en svo springum við á limminu í síðari hálfleik og eigum okkur ekki viðreisnar von eftir það," sagði hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði fimm mörk í leiknum.

Aftur á byrjunarreit, sagði Viggó

Þau voru þung sporin hjá landsliðsþjálfaranum Viggó Sigurðssyni eftir leikinn enda ljóst að hann nær ekki því markmiði í Túnis að lenda í einu af sex efstu sætunum.

KR tapar í borginni

Karlalið KR í Intersportdeildinni tapaði 91-99 fyrir Fjölni í Grafarvogi í fyrrakvöld og hefur þar með tapað öllum þremur innbyrðisleikjunum í höfuðborginni í vetur. KR á aðeins eftir að spila einu við ÍR og því er ljóst að liðið hefur tapað slagnum við hin Reykjavíkurfélögin í vetur en KR endaði einmitt í þriðja sæti á Reykjavíkurmótinu í haust á eftir ÍR og Fjölni.

Túnisar og Frakkar skildu jafnir

Heimamenn í Túnis gerðu sér lítið fyrir og náðu jafntefli við Frakka 26-26 í A-riðli á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær. Frakkar eru í 4. sæti í riðlinum þegar þremur leikjum er lokið. Í C-riðli unnu Spánverjar Svía 33-26 eftir að Svíar höfðu haft átta marka forystu í hálfleik, 14-6. Þá máttu Norðmenn þola ósigur í gærkvöldi, töpuðu með eins marks mun fyrir Serbum, 24-25.

Njarðvík sigraði Grindavík

Njarðvík vann Grindavík með 91 stigi gegn 81 í Intersport-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Antony Lackey skoraði 25 stig fyrir Njarðvík og Páll Kristinsson 21. Páll Axel Vilbergsson var með 31 stig og Darrel Lewis 24 stig en þeir voru atkvæðamestir Grindvíkinga.

Williams og Davenport í úrslit

Bandarísku stúlkurnar Serena Williams og Lindsay Davenport leika til úrslita á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í Melbourne. Davenport vann í morgun Nathalie Dechy frá Frakklandi í undanúrslitum í þremur settum eftir að sú franska hafði unnið fyrsta settið. Serena Williams lenti einnig undir í undanúrslitum gegn Mariu Sharapovu frá Rússlandi en jafnaði metin og vann oddasettið.

Montgomerie efstur í Singapúr

Skotinn Colin Montgomerie lék best allra á fyrsta degi Opna Singapúrmótsins í golfi í morgun. Montgomerie lék á 7 undir pari og er þremur höggum á undan þremur öðrum kylfingum, Englendingunum Mark Foster og Nick Dougherty og Malasíumanninum Danny Chia.

Clippers sigruðu í borgarslag

LA Lakers tapaði öðrum leik sínum í röð, nú fyrir LA Clippers, 89-105. Lebron James var óstöðvandi þegar Cleveland vann Memphis 114-111. James skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og var með 9 stoðsendingar. Boston vann Indiana, Washington sigraði Philadelphia og Miami Heat vann Toronto á útivelli þar sem Shaquille O´Neal skoraði 33 stig og tók 18 fráköst.

Viggó, líttu þér nær!

Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur verið þekktur á sínum þjálfaraferli fyrir að nöldra endalaust í dómurum á meðan leik stendur og vanda þeim síðan ekki kveðjurnar eftir leiki.

Nash með 17 stoðsendingar

Leikstjórnandinn Steve Nash átti ekki í miklum vandræðum með að finna samherja sína í Phoenix Suns er liðið mætti Milwaukee Bucks í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt.

Auðunn stefnir á 300 kíló í bekk

Auðunn Jónsson, kraftlyftingakappi, hefur lýst því yfir að hann muni lyfta 300 kílóum á Íslandsmótinu í bekkpressu sem fram fer í Valsheimilinu á morgun.

Edu á leið til Valencia

Samningar brasilíska miðvallarleikmannsins Edu, sem leikur með Arsenal, og spænska liðsins Valencia eru á lokastigi.

Ferguson ekki til Rangers

Blackburn hefur hafnað enn einu tilboðinu frá Glasgow Rangers í Barry Ferguson og í tilkynningu frá skoska félaginu hafa samningaviðræður þar með farið út um þúfur.

Sjá næstu 50 fréttir