Sport

Weir með forystu á Opna kanadíska

Kanadamaðurinn Mike Weir hefur forystu á Opna kanadíska mótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Weir er á níu höggum undir pari en Fídjimaðurinn Vijay Singh er höggi á eftir. Singh byrjaði illa og eftir níu holur á fyrsta degi var hann á fjórum höggum yfir pari. Þá varð að fresta keppni vegna rigningar en þegar Singh hóf leik í gær fór hann níu holur á sjö höggum undir pari. Aldrei áður í 100 ára sögu opna kanadíska mótsins hefur kylfingur spilað níu holur á lægra skori, 28 höggum. Þrumuveður stöðvaði keppni á Opna þýska mótinu í golfi í morgun. Norður-Írinn Greame Dowell hefur þriggja högga forystu á Ástralann Nick O´Hern. Þeir höfðu báðir spilað fjórar holur á þriðja degi þegar keppnin var stöðvuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×